Þjóðviljinn - 26.04.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.04.1984, Blaðsíða 3
1 Fimmtudagur 26. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 astofnunar þjóðarinnar R SEÐLABANKANS Æglssíða 54. Seðlabankinn á 50% eignarinnar. Húsið er skráð í fasteignamati upp á 2.5 miljónir króna en brunabótamatið er 4.1 miljón. Leigulóð. Einholt 4. Seðlabankinn á allt þetta hús en þar er Bóka- og mynt safn bankans til húsa. Fasteignamat hússins er 15.8 miljónir króna en brunabótamatið er um 30 miljónir króna. Leigulóð. Kaikof nsvegur 1. Seðlabankinn á eins og alþjóð veit hvern einasta kúbikmetra af steypu í þessari höll. Hér er um eignarlóð að ræða sem er að mati 24.3 miljónir króna. Nú hefur bankinn varið um 120 miljónum króna til byggingarinnar. um að við gerð ársreiknings bankans sé hvorki farið að almennum lögum né góðum reikningsskilavenjum. Það þýðir, eins og vararíkisskattstjóri hefur bent á, að efnahags- og rekstrarreikn- ingar Seðlabankans sýna ekki raun- verulega stöðu hans þeim sem á því kunna að hafa áhuga. í frumvarpi bankamálanefndarinnar segir að í byrj un hvers árs skuli bankinn greiða arð til ríkissjóðs sem nemi helm- ingi hagnaðar næstliðins árs af inn- lendri lánastarfsemi að frádregnum öllum reksturskostnaði o.fl. Með því að færa allar fjárfestingar í nýbygging- um sem á sl. ári námu um 67 miljónum króna, til gjalda á rekstrarreikningi, er séð til þess að hagnaður bankans verð- ur enginn. Engin önnur lánastofnun í þjóðfélaginu hefur siðferðilega eða lagalega heimild til að telja fjárfesting- ar til almenns kostnaðar nema Seðla- banki íslands. Segir Lúðvík Jósepsson m.a. í séráliti sínu með frumvarpi um Seðlabankann á þessa leið m.a.: „Ég tel rétt að taka upp reglur um skatt- greiðslur bankans, en álít þau ákvæði sem um það fjalla í frumvarpinu ó- fullnægjandi, einkum vegna þess að verulegum tekjum bankans á að skjóta undan skattlagningu“. -v. Bankinn þarf ekki að greiða krónu í eignaskatta! Endurskoðandi Seðlabankans: Athugasemd við fréttaflutning í forsíðugrein í Þjóðviljanum 17. apríl sl. er því haldið fram, að „furðulegar reikningsfærslur" séu viðhafðar í ársreikningi Seðla- banka íslands. Af þessu tilefni vil ég, sem endurskoðandi bankans, koma á framfæri eftirfarandi at- hugasemdum: 1) Því er haldiö fram í þessari grein, að hefði bankinn beitt venjulegum reikningsskilareglum hefði hagnað- ur orðið 400 milljónir króna í stað 95 milljóna króna taps. Hérer um hrap- allegan misskilning að ræða, sem verður að leiðrétta. Ef bankinn hefði beitt þeim reikningsskilaaðferðum, sem nú eru almennt notaðar hjá innlánsstofnunum og öðrum, hefði tap á rekstrarreikningi orðið um 700 milljónir króna, en ekki hagnaður upp á 400 milljónir króna eins og haldið er fram í Þjóðviljanum. I þessu sambandi eru fjárfestingar bankans ekki gjaldfærðar og áhrif verðlagsbreytinga eru reiknuð í sam- ræmi við ákvæði skattalaga. Samkvæmt efnahagsreikningi í árslok 1982 var bókfært eigið fé bankans 1312 milljónir króna en var ári síðar 1492 milljónir króna, og hafði samkvæmt því aukist að nafnverði um 180 milljónir króna á árinu 1983. Ef á hinn bóginn er tekið mið af þeim breytingum á verðlagi, sem áttu sér stað milli þessara tíma- marka kemur annað í ljós. í skýring- um í ársreikningi bankans kemur fram, að bókfært eigið fé bankans rýrnaði að raungildi á árinu um 655 milljónir króna, ef miðað er við breytingar á gengi á SDR (sérstök dráttarréttindi), en um 782 milljónir króna ef miðað er við breytingar á lánskjaravísitölu á árinu. Af þessu má ráða, að fuilyrðingar í Þjóðviljanum um verulegan hagnað hjá Seðlabankanum á síðastliðnu ári fá ekki staðist eins og raunar Ijóst mátti vera af lestri ársreiknings bankans, þar sem m.a. kemur fram, að eigið fé lækkaði úr 15,1% í 9,6% af niðurstöðutölu efna- hagsreiknings. 2) f reikningsskilum bankans hafa fjár- festingar í fasteignum og vélbúnaði ávallt verið gjaldfærðar á kaup- eða byggingarári, en það er viðurkennd venja hjá sambærilegum stofnunum í öðrum löndum. (Það sama gildir raunar um ýmsar aðrar opinberar stofnanir, sem ekki hafa peninga- legan hagnað að markmiði). Með þessum hætti er bókfært eigið fé bankans aðeins myndað af eignum og skuldum, sem snerta eiginlega starfsemi bankans, þ.e. erlendar eignir og skuldir vegna hlutverks bankans sem vörsluaðili gjaldeyri- svarasjóðs landsmanna, og eignir og skuldir, sem tengjast innlendri lán- astarfsemi bankans. Auk þess má benda á, að þar sem það er í sjálfu sér ekki markmið með starfsemi bankans að hagnast, gagnstætt því sem á við um aðra banka og fyrirtæki, skiptir bókfærsla fasteigna og vélbúnaðar tiltölulega litlu máli hjá bankanum. Aðalat- riðið í þessu efni er, að því er Seðla- bankann varðar, að upplýst sé í ársreikningi, hvaða fasteignir og lausafé bankinn á, en frá því er ræki- lega skýrt í skýringum í ársreikningi bankans. Að lokum þetta, að mínu áliti koma fram allar nauðsynlegar upp- lýsingar í ársreikningi bankans til þess að skynsamur lesandi geti gert sér glögga grein fyrir afkomu og efnahag hans. Reykjavík, 25. apríl 1984. Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoðandi. Á morgun mun birtast svar við athugasemdum Stefán Svavarsson- ar og ítarleg fréttaskýring um mál- efni Seðlabanka Islands. - v. - Það er nýtt í sögu Alþýðu- bandalagsins. Hvers vegna núna? „Það hafa síðastliðin þrjú ár ver- ið starfandi óformleg kvenna- samtök í Alþýðubandalaginu, svo- kölluð Miðstöð kvenna. Starfsemi hennar hefur verið á tíðum ansi gloppótt og aðallega verið í kring- um kosningar. Nú er búið að breyta lögum flokksins og þau lög heimila og gera jafnvel ráð fyrir starfsemi áhugafélaga innan flokksins. Því er fyllsta ástæða til við vitum að sá áhugi er stundum annar en áhugi karlmanna. Það má gjarnan koma fram, að það er kannski ekki rétt að stofna sérstakt kvenfélag í Reykjavík, heldur nái það yfir stærra svæði td. sveitarfélögin í næsta nágrenni. Ég veit, að konur í Hafnarfirði hafa áhuga á því að starfa með okkur í Reykjavík, fyrst um sinn.“ - Þið væntið auðvitað góðs af? „Já, vissulega. Við sjáum fyrir- mynd í Æskulýðsfylkingunni hér í Flokksstarfíð mun eflast segir Margrét S. Björnsdóttir um hugs- anleg kvenfélög í Alþýðubandalaginu „Eigum við að stofna kvennafé- lag?“ er efni fundar, sem Miðstöð kvenna boðar til í kvöld, fimmtudag, að Hverfisgötu 105 kl. 8.30. Fundarefnið vakti forvitni blaðakvenna á Þjóðviljanum og því var slegið á þráðinn til einna fundarbjóðendanna, Margrétar S. Björnsdóttur. - Á að stofna kvenfélag? „Ég mun leggja til að hafinn verði undirbúningur að stofnun kvenfélags“, svaraði Margrét. þess að formbinda þessa starfsemi kvenna.“ - En hvað rekur konur til að stofna sérfélag? „Ég hef orðið vör við að konur hafa haft áhuga á því að starfa innan Alþýðubandalagsins en fæst- ar þeirra hafa talið sig finna starfs- vettvang innan þess. Mér finnst það a.m.k. tilraunarinnar virði að stofna kvenfélag þar sem konur geta hist og starfað að þeim málum sem þær hafa mestan áhuga á, og Skákþingi íslands lokið Áskell Örn varð efstur Um páskana var teflt í Páll Skúlason með 7vinning af 9 áskorenda- og opnum flokki á og annar varð Magnús Kjærnested Skákþingi íslands. Efstur í með 7 vinninga. Þeir eru báðir í áskorendaflokki varð Áskell Örn T.R. og munu tefla í áskorenda- Kárason frá Akureyri, halut IVi flokki að ári. vinning af 9 mögulegum. Annar Landsliðsflokki var frestað fram varð Lárus Jóhannesson T.R. með á haust og mun hann að þessu sinni 7 vinninga. Þeir munu því tefla í verða óvenju þétt skipaður, því landsliðsflokki að ári. flestir af okkar titilhöfum hafa þeg- í opnum flokki sigraði Georg ar boðað þátttöku sína. Reykjavík, sem hefur starfað mjög ötullega og að fjölbreyttum mál- um. Nú er farið að stofna æskulýðs- fylkingar um allt land og ég hef satt að segja ekki tölu á æskulýðsfé- lögunum. Mér sýnist ekkert veita af því að efla starfið innan Alþýðu- bandalagsins og kvenfélög gætu vissulega lagt þar sitt af mörkum." SIGKLIS SIGURIIJARTAKSON Minningarkortin eru til sölu á eftirlöldurn stödum: Bókabúð Máls og menningar Skrifstofu Alþýðubandalagsins Skrifstofu Pjóðviljans Munið söfnunarátak i Sigfúsarsjóð vegna flokksrniðstöðvar A Iþýðubandalagsins . r* 1 ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.