Þjóðviljinn - 26.04.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.04.1984, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 26. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Sjálfsbjörg Reykjavík 25 ára: Hlýhugur á afmælisárí Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, var 25 ára á sl. sumri og af því tilefni réðst fé- lagið í útgáfu á kynningar- og hvatningarriti sem ber nafnið: Sjálfsbjörg - Jafnrétti, ... eflum viljann til að láta verkin tala. í rit- inu er að finna stutt ágrip af sögu félagsins, baráttumál þess, félagslíf og helstu markmið. Þá gaf félagið einnig út vandað afmælisblað með fjölbreyttu efni og viðtölum við eldri og yngri félagsmenn, en þeir eru nú 1234 að tölu, þar af 650 að- ildarfélagar og 584 styrktarfélagar. stoða fólk við að leita réttar síns, koma því í samband við rétta aðila og fylgja málum eftir. Þá mun hún einig aðstoða við atvinnuleit og veita ábendingar varðandi mennt- unarmöguleika. Stjórn Sjálfsbjargar er þannig skipuð nú: Trausti Sigurlaugsson, formaður Sigurrós Sigurjónsdóttir, varaformaður, Sigurður Björns- son, Guðríður Ólafsdóttir, gjald- keri og Óskar Konráðsson, vararit- ari. Sjálfsbjörg í Reykjavík: Nokkrlr stofnfélagar Sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni. Myndin var tekln á afmællsfundí félagsins að Hótel Sögu í fyrrakvöld. Mótmælir skerðingu á bótum almannatrygginga Sigurður Guðmundsson, ljós- myndari, var gerður að fyrsta heiðursfélaga félagsins í tilefni af- mælisársins, en Sigurður hefur unnið félaginu gott starf. Hann var formaður þess um 15 ára skeið. Þá var haldinn veglegur afmælisfund- ur að Hótel Sögu sl. sumar og skemmtun í Ártúni sl. haust. Marg- ir sýndu félaginu hlýhug og vináttu með góðum gjöfum á árinu. Fékk félagið marga fagra muni, blóm og fégjafir. Um sl. áramót réðst til starfa hjá Sjálfsbjörgu Steinunn Harðardótt- ir, félagsfræðingur, og er starfssvið hennar m.a. að annast ýmis konar félagslega fyrirgreiðslu fyrir félags- menn, veita upplýsingar um félags- leg réttindi og fyrirgreiðslu opin- berra aðila. Einnig mun hún að- Félagsfundur Sjálfsbjargar hald- inn 1. mars samþykkti ályktun þar sem mótmælt var þeirri skerðingu á greiðslum bóta almannatrygg- inga til öryrkja, sem bráðabirgða- lögin nr. 56 frá 1983 hafa í för með sér. í ályktuninni segir ennfremur, að óvinnufærir öryrkjar verði að leita til ættingja og/eða félagsmáia- stofnana um fjárhagsaðstoð til þess að eiga fyrir nauðþurftum. Mikil aukning á beiðnum um aðstoð hjá félagsmálastofnunum sýni Ijóslega, að öryrkjar búi nú við mjög erfiðar aðstæður. í fréttatilkynningu frá Sjálfs- björgu af fundinum segir m.a.: „Fundurinn vekur sérstaka athygli á, að fæstir öryrkjar eiga rétt á greiðslum úr lífeyrissjóðum og einu tekjur þeirra eru örorkulíf- eyrir og tekjutrygging, sem í dag er kr. 7.018. Ætti öllum að vera ljóst að af þeirri upphæð getur enginn lifað mannsæmandi lífi." Þá segir einnig: „Fundurinn tel- ur það lágmark, að örorkulífeyrir- inn hækki um sömu fjárhæð og lág- markslaun hækkuðu um skv. ný- gerðum kjarasamningum ASÍ og VSÍ. í því sambandi vekur fundur- inn athygli á því hver örorkulífeyrir hefur lítið hækkað undanfarin ár miðað við tekjutryggingu, en upp- hæðir t.d. örorkustyrks eru miðað- ar við örorkulífeyri. Þá er það eindregin skoðun fundarins að upphæð „vasapen- inga“ til þeirra sem dvelja á stofn- unum verði hækkuð verulega frá því sem nú er, eða a.m.k. úr kr. 1.250 í */3 af sameiginlegri upphæð örorkulífeyris og tekjutryggingar". Skólinn og tölvurnar Tölvukynningar Fyrir skömmu stóð Námsgagn- astofnun fyrir kynningu á tölvum og tölvubúnaði fyrir skóla. Slíkar kynningar vekja að vonum at- hygli kennara, og verða tilefni margvíslegra heilabrota um nota- gildi þessa tækniundurs í grunn- skólastarfi. Því ennþá eru tölvur nýjar af nálinni í grunnskólum, þó notkun þeirra í atvinnulífinu og framhaldsskólum sé útbreidd. Tœknivœðing skólanna Þegar rætt er um tölvur og notkun þeirra finnst mér um- ræðan takmarkast um of við tæknilegar eða formlegar hliðar þessarar tækni. Minna er rætt um hinar huglægu hliðar málsins eins og til dæmis þá spurningu, hverju við verðum að fórna til að fá þessa hluti inn í skólakerfið. Einnig gleymist oft að spyrja um eðli náms, inntak þess og skipu- lag, og hvaða aðstæður hafi örv- andi áhrif á það. Þetta á reyndar ekki einungis við um tölvuþróun- ina, heldur svo oft þegar verið er að tæknivæða skóla. Formleg ákvæði og kröfur um tæknibúnað eru uppfyllt og síðan treysta menn á það í blindni að þroska- vænlegt nám hljóti að eiga sér stað. Eg óttast að tölvuþróunin verði liður í þeirri tæknivæðingu skólanna, sem þegar örlar á, og sem hæglega getur leitt til stöðn- unar á ýmsum sviðum skóla- starfsins. Þetta þarfnast að sjálf- sögðu útskýringar: Fjármagn Tölvur og allur sá búnaður sem þeim fylgir eru rándýrar. íslenski grunnskólinn er fátæk stofnun og hefur löngum verið skammtað það naumt fjármagn, að hann hefur iðulega átt í miklum erfið- leikum með að gegna frum- skyldum sínum gagnvart nem- endum. Skólar eru margir tví- setnir, víða í sveitum og þorpum er skólahúsnæði bæði óhentugt og ófullnægjandi. Bekkir eru allt of fjölmennir, skortur er á góðum námsgögnum og síðast en ekki síst skortir skólann mannafla til að gegna ýmsum lögboðnum störfum innan hans. Aðstöðu- munur er ennþá gífurlegur milli hinna ýmsu skólahverfa landsins. Svona mætti iengi telja, og ennþá virðist langt í land með að hinn íslenski skóli nálgist hin fram- sæknu markmið grunnskólalag- anna frá 1974. Meðan jafn litlu fé og raun ber vitni, er veitt til skólamála, óttast ég að tölvuvæðingin taki of stór- an hluta af því fjármagni, sem betur væri varið til annarra hluta; svo sem stóreflingar list- og verk- greina, en þessar greinar hafa löngum verið hornreka í skóla- kerfinu. Ótímabœr þróun í þessu samhengi má einnig nefna laun kennara, sem etga sinn þátt í að móta starfshætti skólans. Ég sé ekki að umræða um fjárfreka tölvuvæðingu grunnskólans sé tímabær, meðan þeir aðilar sem ráða fjármagninu, telja að ekki sé fært að bæta launakjör uppeldisstéttanna í landinu. Allt hangir þetta nefni- lega saman. Meðan hinum skapandi þátt- um skólastarfsins er haldið í fjár- svelti og laun kennara naumt skömmtuð, er hætt við að dá- semdir tölvuþróunarinnar snúist upp í martröð. Maður óttast, að þrátt fyrir allt tal um fjármagns- skort, eigi fagurgali markaðs- hyggjunnar og kenningar fulltrúa hennar um óstöðvanleik tækni- þróunarinnar, greiðan aðgang að ráðamönnum skólamála. Ef slík þróun ætti sér stað, er hætt við að kennarar enduðu sem láglaunað- ir iðnverkamenn, og starfshættir skólans mótuðust af einhæfni og fjöldaframleiðslu. Sú þróun hef- ur þegar orðið á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins. Hér finnst mörgum efalaustgæta full mikill- ar bölsýni, en ástæða er til að ætla, að sú hlutadýrkun sem ein- kennir samfélög okkar, sé á hraðri innreið í skólana. Á með- an verða hin fjölmörgu baráttu- mál umbótasinnaðra kennara, sem varða innra starf skólans, að bíða. Forsendur tölvuþróunar En er þá tölvu- og myndbanda- væðing skólanna með öllu ill? Nei, svo tel ég ekki vera. En til þess að þessi tæki komi nemend- um að gagni, og leiði til skapandi skólastarfs, tel ég að ákveðnar grundvallarbreytingar á skipulagi skólastarfs verði fyrst að eiga sér stað. Fram að þessu hefur það verið megineinkennið á íslenska grunnskólanum, að öll hin marg- víslega þekking sem fyrir hendi er í samfélaginu, hefur ekki átt greiðan aðgang að honum. Þessi þekking er víða innan seilingar, svo sem hafsjór af þjóðlegum fróðleik úr Ríkisútvarpinu, sem skólakerfið lætur algjörlega fram hjá sér fara. Einnig má nefna að- gengilegan fróðleik úr dag- blöðum, tímaritum, frá einstak- lingum öðrum en kennurum, sjónvarpi og síðast en ekki síst úr fjölbreyttum bókakosti. En kennsluaðferðir og skipulag skólastarfsins er of fastmótað af reglugerðarákvæðum, og hefð- um, svo sem stundaskrá, náms- greinum og námsbókum til þess að skólar geti hagnýtt sér þessa þekkingu. Hannes Sveinbjörnsson skrifar: Meðan bekkjarkennslan með sínum greinum, námsbókum og miðstýrðu prófakerfi er alls ráð- andi, tel ég engar líkur á því, að aukin tæknivæðing leiði ein sér til neinnar lausnar á hinum fjöl- þætta vanda, sem grunnskólinn á við að etja. Það sem grunn- skólann vantar frekar eru tæki- færi til þess að skipuleggja mis- stóra námshópa og möguleikar á stórauknu verkefnavali. Grunn- skólinn þarf að geta gert nemend- um sínum kleift að stunda tónlist, leiklist, sönglist, myndlist, allar hugsanlegar verkgreinar, og þannig má lengi telja. Það er heldur ekki nóg að skapa þessa aðstöðu við stóra skóla í þéttbýli. Það þarf einnig að skapa hana við smærri skóla í hinum dreifðu byggðum landsins. Þetta eru forgangsverkefni, og ég tel að hægt sé að leysa þau, ef pólitískur þroski og vilji er fyrir hendi. Þegar þessum skilyrðum hefur verið fullnægt (þ.e. grunnskóia- lögum) er eflaust hægt að nota tölvur til aðstoðar við upplýs- ingasöfnun í tengslum við verk- efnagerð og skólabókasöfn. Ég sé í hendi mér, að við slíkar að- stæður geti tölvan safnað saman þekkingu um hin ólíkustu verk- efni, sem kennari skipuleggur fyrir, og með nemendum sínum. En, góðu lesendur, eins og sak- ir standa virðist harla fátt benda til þess, að stjórnmálamenn fari að sinna skólamálum af þeirri einlægni sem til þarf, að þessar grundvallarbreytingar nái fram að ganga. Hannes Sveinbjörnsson er kenn ari á Húnavöllum. „Meðan jafn litlu fé og raun ber vitni er veitt til skólamála, óttast ég að tölvuvœðingin taki ofstór- an hluta af því fjármagni, sem betur vœri varið til annarra hluta; svo sem stóreflingar list- og verkgreina, en þessar greinar hafa löngum verið hornreka í skólakerfinu. “

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.