Þjóðviljinn - 26.04.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.04.1984, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 26. apríl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11* íþró't'tir Umsjón: Víðir Sigurðsson Mr. Nice Guy og hlnn nýl Burt Reynolds. Hva& flnnst ykkur, stelpur? Þeir tolla í tískunni Tveir af þekktustu lelkmönnum ensku meistaranna í knattspyrnu, Li- verpool, hafa skrifað undlr samning við módelsamtök. Þetta eru mark- vörðurinn lltríki frá Zimbabwe, Bruce Grobbelaar, og markahœsti lelkmað- ur Evrópu um þessar mundir, lan Rush. Báðir eru taldlr eiga mikla framtíð fyrir sér ( þessum „bransa“, umboðsmaður þeirra, Charles Ro- berts, telur Grobbelaar vera nýjan Burt Reynolds, bœði í útlitl og per- sónulelka, og að Rush sé elns og skapaður ( hlutverk „góða stráks- lns“, Mr. Nlce Guyl -VS Ferguson til Spurs? Alex Ferguson, framkvæmdastjóri skosku Evrópubikarmeistaranna í knattspyrnu, Aberde- en, er sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Tottenham sem losnar í vor. Af þeim sökum hefur Steve Archibald, markaskorarinn mikli hjá Tott- enham, ákveðið að leika áfram með félaginu næsta vetur. Archibald lék með Aberdeen undir stjórn Fergusons áður en hann gekk til liðs við Tottenham fyrir fjórum árum. Þessi tíðindi eru hins vegar talin merkja að dagar Allans Brazil hjá Tottenham séu taldir og Manchester United muni enn á ný leitast við að fá hann til liðs við sig. George Best, sá eini sanni, hefur tilkynnt að hann ætli að sækja um stöðu framkvæmdastjóra hjá Fulham en Malcolm MacDonald sagði henni lausri um páskana af persónulegum ástæðum. Litlar lfkur eru þó á að stjórn Fulham vilji ráða Best, stjórnarformaður félagsins hefur lýst því yfir að hann vilji allt aðra manngerð í stöðuna. Coventry hefur ákveðið að kaupa Mick Fergu- son frá Birmingham en hann hefur leikið með Coventry sem lánsmaður í síðustu leikjum. Ferguson lék með Coventry en var seldur til Everton fyrir tveimur árum. Tveir þekktir miðverðir, Dave Watson, sem nú leikur með Derby, og Denis Smith, sem stýrir nýbökuðum 4. deildarmeisturum York, eru lík- legastir til að taka við stjórninni hjá Stoke City í sumar. Bill Asprey var ráðinn til bráðabirgða til vorsins en óvíst er hvort hann fái samning til lengri tíma. Newcastle og Chelsea, sem líklega leika bæði í 1. deild ensku knattspyrnunnar næsta vetur, vilja bæði krækja í David Armstrong, sköllótta lands- liðsmanninn hjá Southampton. Watford sækist nú eftir því að ná í 18 ára gaml- an markvörð frá Cardiff, Andy Dibble, sem hef- ur vakið gífurlega athygli í 2. deildinni í vetur. Sunderland missir líklega einn sinn efnilegasta leikmann, Barry Venison, í vor. Hann er aðeins 19 ára en hefur þó leikið 100 1. deildarleiki fyrir félagið. í staðinn hyggst Sunderland krækja í bakvörðinn Barry Cowdrill frá WBA sem hefur leikið mjög vel í vetur en missti stöðu sína þegar Derek Statham náði sér af langvarandi meiðslum. -vs Evrópumótin í knattspyrnu - undanúrslit: Fjögur bresku liðanna féllu úr keppni! Liverpool-Roma Juventus-Porto Tottenham- Anderlecht AS Roma leikur til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða á eigin heimavclli í Róm, gegn Liverpool, þvífengu ítölsku meistararnir framgengt í gærkvöldi með því að vinna glæsilegan sigur á skosku meisturunum, Dundee United, 3-0. Skotarnir höfðu unnið fyrri leikinn á sínum heimavelli, 2-0, en í gærkvöldi áttu þeir aldrei svar við frábærum leik Rómverja. Brasilíumennirnir Cerezo og Falcao voru óstöðvandi og réðu gangi leiksins. Roma skoraði eftir tíu mínútur, markið var dæmt af vegna rangstöðu, en það var forsmekkur- inn að því sem koma skyldi. Pruzzo skoraði tvívegis fyrir hlé, staðan 2-0 og liðin jöfn, 2-2. Eftir frábært spil fljótlega í seinni hálf- leiknum komst Pruzzo í dauðafæri við mark Skotanna en var felldur og dæmd víta- spyrna. Di Bartolomei skoraði úr henni þriðja markið, Skotarnir áttu aldrei mögu- leika eftir það þrátt fyrir mikla baráttu. Liverpool vann enn einn frækinn útisigur á Evrópuvígstöðvunum; 2-1 gegn Dinamo í Búkarest. Ensku meistararnir höfðu unnið heimaleikinn aðeins 1-0 en eftir 11 mínútur í Rúmeníu skoraði Ian Rush fyrir þá, fékk boltann frá Graeme Souness og lyfti yfir markvörð Dinamo. Orac tókst að jafna úr frábærlega tekinni aukaspyrnu sex mínút- um fyrir hlé en skömmu fyrir leikslok tryggði Rush sigurinn, 2-1 og 3-1 saman- lagt. Bæði bresku liðin féllu Vonir breskra hrundu í Evrópukeppni bikarhafa þegar Aberdeen var slegið út af Porto frá Portúgal og Juventus sigraði Manchester United á Italíu. Juventus og Porto leika því þar til úrslita. Leikur Juventus og Man.Utd var hörku- spennandi. Zbigniew Boniek kom Juventus yfir eftir 13 mínútur og eftir það hélt Gary Bailey markvörður Man.Utd liði sínu á floti með stórbrotinni markvörslu. En 20 mínút- um fyrir leikslok sló þögn á áhorfendapall- ana í Torino þegar Norman Whiteside tókst að jafna, 1-1. Par með var staðan jöfn 2-2 samanlagt og allt stefndi í framlengingu. En þegar tvær mínútur voru eftir potaði Paolo Rossi tuðrunni í marknet ManUtd eftir aukaspyrnu, 2-1 og 3-2 samanlagt. Ensku bikarmeistararnir sem léku án fyrirliða síns, Bryans Robson, voru þar með fallnir eftir miída baráttu. í Aberdeen kom Porto frá Portúgal í heimsókn, lið sem aðeins hefur fengið á sig þrjú mörk í allan vetur í deildakeppninni þar í landi. Porto vann fyrri leikinn, 1-0, og stal jafnstórum sigri á Pittodrie í gærkvöldi. Sigurmarkið á 76. mínútu var stórglæsilegt. Silva skaust á milli varnarmanna Skotanna og lyfti boltanum yfir Jim Leighton mark- vörð í netið. Samanlagt 2-0 fyrir Porto og Portúgalarnir mæta því Juventus í Basel í Sviss í úrslitaleik þann 16. maí. Arnór og fé- lagar í úrslit! í UEFA-bikarnum vann Anderlecht, lið Arnórs Guðjohnsens, glæsisigur á Notting- ham Forest frá Englandi, 3-0 í Brussel. For- est hafði unnið fyrri leikinn 2-0 en naumt var það hjá Belgunum. Scifo skoraði eftir 18 mínútur og Brylle bætti öðru við úr vít- aspyrnu á 59. mínútu. Staðan því jöfn, 2-2, samanlagt, en á 88. mínútu skoraði Vand- enburgh markið sem kom Anderlecht áfram. Arnór var í hópnum hjá Anderlecht en kom ekki inná. Tottenham mætir Anderlecht í tveimur úrslitaleikjum, vann Hajduk Split frá Júg- óslavíu 1-0 á White Hart Lane í London. Hajduk hafði unnið fyrri leikinn 2-1 þannig að Tottenham komst áfram á útimarkinu. Eftir aðeins 7 mínútur skoraði Mike Haz- ard beint úr aukaspymu og það dugði Tott- enham þótt liðið léki nokkuð undir getu. Hajduk fékk tvö góð færi til að jafna í síðari Mlke Hazard kom Tottenham í úrslit Uefa- bikarslns í gærkvöldi. háltleik en Tottenham slapp með skrekk- inn. Sem sagt, fjögur bresk lið af sex féllu úr keppni þannig að draumur breskra um að eiga öll úrslitaliðin þetta árið hrundi hrapal- lega til grunna. -VS Víkingur lenti sjö undir en mætir samt Stjörnunni í úrslitaleiknum! Víkingar sigruðu þrótt í æsispennandi leik í undanúrslitum bikarkeppni karla í handknattleik í gærkvöldi. Hann fór fram í Laugardalshöllinni og lokatölur urðu 23-20 eftir framlengingu. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 19-19 og þess má geta að Vík- ingar höfðu náð að jafna aðeins 2 sekúndum fyrir venjulegan leiktíma og var þar Sigurð- ur Gunnarsson að verki. í byrjun leiksins var ekki neitt sem benti á líklegan Víkingssigur. Þróttarar skoruðu 7 fyrstu mörk leiksins og komust síðan í 10-2. Víkingar náðu að minnka muninn niður í 4 mörk fyrir hálfleik, staðan þá 13-9. Víking- ar voru mun ákveðnari í byrjun síðari hál- fleiksins; þeir náðu að skora 4 fyrstu mörkin og jafna 13-13. Liðin skiptust síðan á að skora, Þróttur þó ávallt fyrri til. Víkingar náðu að jafna 2 sek. fyrir leikslok og því þurfti að framlengja leikinn um 2x5 mínút- ur. Þá reyndust Víkingar mikið sterkari, þeir skoruðu 4 mörk gegn aðeins einu marki Þróttara og lokatölur því 23-20. Kristján Sigmundsson, Karl Þráinsson og Hilmar Sigurgíslason voru bestir Víkinga. Hjá Þrótt voru þeir Páll Björgvinsson, Páll Ólafsson og markvörðurinn Guð- mundur A. Jónsson bestir. Roberts og Lineker efstir á innkaupalista Manch.United Sampdoria og Juventus vildu kaupa Robson í sameiningu - Robson hló bara! Manchester United, sem næstu vikurnar berst við Liverpooi um enska meistaratitil- inn í knattspyrnu, er þessa dagana með út- sendara á hverju strái í því skyni að fínna nýja leikmenn fyrir næsta keppnistímabil. Efstir á lista Man.Utd eru nú Gary Lineker hjá Leicester, annar markahæstir leikmað- ur 1. deildar, og enski landsliðsmaðurinn Graham Roberts en samningur hans við Tottenham rennur út í vor. Ron Atkinson, framkvæmdastjóri Man.Utd, lýsti því yfir um síðustu helgi að Bryan Robson, Ray Wilkins og Norman Whiteside myndu allir leika með liðinu næsta vetur ásamt fleiri góðum leik- mönnum sem bætast ættu í hópinn. ítölsk félög eru enn á eftir þessum þremur snjöllu leikmönnum, AC Milano fylgdist með Wilkins um páskana og Juventus og Sam- pdoria voru sögð hafa áhuga á að sameinast um að kaupa Robson. Landsliðsfyrirliðinn Robson hló bara þegar honum bárust þess- ar fréttir og sagði: „£g skil ekki hvernig félögin færu að því að skipta mér á milli sín. Þetta er fáránlegt og ég hef ekki minnsta áhuga“. Wilkins viðurkenndi hins vegar að það yrði erfitt að standast gott boð frá ítal- íu. „Þegar ferli knattspyrnumanns lýkur þarf hann að hafa lagt nógu mikið til híiðar til að halda áfram að lifa eðlilegu lífi. Þess vegna eru öll tilboð sem fela í sér háar fjár- hæðir freistandi", sagði Wilkins. -VS Fyrir Víking skoraði Viggó Sigurðsson 6 mörk og þeir Karl Þráinsson og Sigurður Gunnarsson 5 hvor. Hjá Þrótti var Konráð Jónsson atkvæð- amestur, hann skoraði 8 mörk, þá skoruðu „Pallarnir" 5 mörk hvor. í hinum leik undanúrslitanna gerði Stjarnan sér lítið fyrir og sigraði Val með 21 marki gegn 19. Það verða því Stjarnan og Víkingur sem leika til úrslita í bikarkepp- ninni að þessu sinni. - L/F. Celtic sigraði Celtic vann Dundee 3-0 í skosku úrvals- deildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld og hef- ur þar með 46 stig og þrjá leiki eftir. Aber- deen er efst með 48 stig en á heila sjö leiki eftir og þarf aðeins fímm stig úr þeim til að tryggja sér meistaratitilinn. KR vann í 7 marka leik Enn einn markaleikurinn í Reykjavíkur- mótinu í knattspyrnu leit dagsins Ijós í gær- kvöldi þegar KR lék þar við 3. deildarlið Fylkis. Sjö urðu þau alls, KR vann 5-2 og fékk þar með aukastig. Þeir Vesturbæingar hafa því 6 stig eins og Fram. Þróttur mætir Fram á Melavellinum í kvöld kl. 19.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.