Þjóðviljinn - 11.05.1984, Page 5
Föstudagur íi. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐÁ 5
Egill Jónsson formaður landbúnaðarnefndar sagður
talsmaður hinna skemmdu kartaflna
þinglokum og engu væri líkara en
verið væri að svæfa mál og drepa
þeim á dreif í nefndum.
Fæ ekki málin rædd
í Sj álfstæðisflokknum
- Ég hef ekki fengið landbúnað-
armálin útrædd í mínum þingilokki
sagði Egill Jónsson alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins og formaður
landbúnaðarnefndar efri deildar
alþingis í umræðum utan dags-
skrár í gær. - Það væri óhætt fyrir
Eyjólf Konráð Jónsson að hætta
hlaupagangi f kringum nefndar-
stðrf þessarar nefndar. Ég tel það
þingmanninum ekki til mikils sóma
að sendast eins og hlaupasmali Al-
þýðufolkksins, sagði Egill enn
fremur.
Tilefni þessarar harkalegu orð-
ræðu Egils í garð flokksbróður síns
mun vera ágreiningur um landbún-
aðarmál innan þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins. Stjómarandstöðu-
þingmenn gerðu harða hríð að
stjórnarliðinu, sem hefur for-
mennsku með höndum í hinum
ýmsu nefndum þingsins. Þannig
benti Stefán Benediktsson á að ekki
hefðu verið haldnir fundir í alls-
herjamefnd þingsins, þarsem
Ólafur Þórðarson fer með for-
mennsku síðan 30. apríl. Nú liði að
Talsmenn hinna
skemmdu kartaflna
Ólafur Þórðarson vísaði slíkri
gagnrýni á bug og fór hörðum orð-
um um gagnrýnendur sína. Eiður
Guðnason fjallaði um seinagang í
landbúnaðamefnd, þarsem við-
kvæm og mikilsverð mál einsog
um kartöflur væru til meðferðar.
Hann kvað hinar finnsku skemmdu
karföflur hafa eignast talsmenn í
Sjálfstæðisflokknum. Egill Jónsson
formaður landsbúnaðamefndar sté
í pontu og gaf skýringar á töfum við
afgreiðslu mála í landbúnaðar-
nefnd með ofangreindum hætti.
-óg
B úum við nujáð aðhald
sögðu forstjóri og stjórnarmenn Grænmetisverslunar landbúnaðarins
Stjórn og forstjóri Grænmetisverslunar landbúnaðarins boðuðu
í gær til fréttamannafundar, sem var vægast sagt fróðlegur og
skýrði margt af því sem menn hafa svo mjög velt fyrir sér um þann
árlega kross sem á neytendur er lagður að neyðast til að borða
vondar kartöflur. í upphafi fundarins skýrði Ingi Tryggvason frá því
hvernig Grænmetisverslunin væri rekin. Sagði hann verslunina
rekna á núlli. Aldrei væri hagnaður af henni sem lagður væri í sjóð.
Ef hagnaður yrði, kæmi það neytendum til góða í lægra kartöflu-
verði. Gunnlaugur Björnsson forstjóri sagði að hér væri eingöngu
um þjónustufyrirtæki að ræða. Það réði ekki einu sinni verði á
kartöflum, því réði ríkisstjórnin. Grænmetisverslunin reyndi ávalt
að ná sem lægstu verði erlendis en eftir það væru það opinberir
aðilar sem verðleggja útsöluverðið hér heima.
Þeir félagar sögðu Grænmetis-
verslun ríkisins hafa mikið að-
hald. Neytendur og fjölmiðlar
veittu það aðhald og eftir því yrði
Grænmetisverslunin að fara. Þeir
voru þá spurðir hvað neytendur
og fjölmiðlamenn gætu gert ef
fluttar væru inn skemmdar kart-
öflur og hvers vegna væri árlega
kvartað yfir vondum kartöflum.
Sögðu þeir að slíkt gæti alltaf
gerst, kartöflur væru viðkvæm
vara, þyldi illa geymslu og því
gætu slys á borð við
„Finnlandsslysið“ nú, alltaf
gerst.
Þá voru þeir spurðir í Ijósi þess
að séð var strax í september sl. að
flytja þyrfti inn kartöflur allt árið,
hvernig markaðsleit fyrirtækisins
hefði verið háttað?
Gunnlaugur Bjömsson sagði
að leitað hefði verið eftir kart-
öflum í mörgum löndum. Hvaða
löndum? Hollandi, Þýskalandi
og Póllandi. Og síðan Finnlandi:
Var ekki um að ræða vöruskipti
við Finnland, seldi ekki SÍS
kindakjöt til Finnlands gegn lof-
orði um að kaupa kartöflur til ís-
lands? Þessu var svarað játandi.
Þá var Gunnlaugur spurður
hvort hann hefði ekki leitað til
Spánar og Portúgal, þar sem hægt
er að fá nýja uppskeru allt árið?
Gunnlaugur sagði að ekkert
hefði verið leitað til Portúgal.
Hinsvegar hefði orðið uppskem-
brestur á Spáni og því engar kart-
öflur þaðan að fá og verð á kart-
öflum í ár hátt á Spáni. Þessu til
sönnunar náði hann í fréttabréf
Rotterdams-markaðar. Þá kom í
ljós að um fréttir var að ræða frá
einu héraði á Spáni, Guadalj-
arra, enda hefur ekki heyrst um
uppskerubrest á S-Spáni.
Eitt kíló - eitt tonn
Spurt var hvemig eftirliti og
mati á kartöflum væri háttað hér
á landi?
Því var svarað til að ríkismatið
á kartöflum væri með þeim hætti
að tekið væri minnst 1 kg mest 2
kg úr hverju tonni sem sýni um
gæði hverrar sendingar. Þetta
töldu þeir forsvarsmenn nægja.
Ástæðuna fyrir því „óhappi" sem
nú hefði orðið með finnsku
kartöflumar mætti rekja til þess
að þær hefðu afar h'tið geymslu-
þol, vegna þess að Finnar leyfa
ekki notkun kemískra efna við
ræktun þeirra af hollustuástæð-
um. Slík efni væri aftur á móti
notuð hér á landi og víða annars-
staðar. Þá ættu kaupmenn stóra
sök. Þeir ættu ekki almennilegar
geymslur, þeir geyma oft kart-
öflur í allt að 2 mánuði í heitri
versluninni, sagði Ingi Tryggva-
son.
Neytendur borga
Spurt var hver myndi borga
þennan skaða sem Grænmetis-
verslunin hefði orðið fyrir vegna
skemmdu kartaflanna frá Finn-
landi?
Því var svarað til að neytendur
yrðu að borga brúsann, í hækk-
uðu kartöfluverði, Grænmetis-
verslunin ætti enga sjóði uppá að
hlaupa.
Er SÍS sem flutti kartöflumar
inn, til að geta selt kindakjöt til
Finnlands og tekur umboðslaun
af kartöflunum, ekki ábyrgt?
Þessu vildu GV-menn ekki
svara afdráttarlaust. Sögðust
ekki hafa látið kanna lagalega
hlið þessa máls. Þó ætti SÍS að
vera ábyrgt fyrir þeim kartöflum,
sem koma skemmdar uppúr skipi
hér við land, þetta þyrfti að
kanna.
Frjáls kartöflu-
innflutningur
Þeirri spumingu var varpað
fram hvort frjáls innflutningur á
kartöflum myndi ekki tryggja
neytendum betri vöm?
Þetta töldu þeir Ingi Tryggva-
son og Gunnlaugur Bjömsson
Qarri lagi. Markaðurinn hér væri
lítill og hætta væri að samkeppnin
yrði svo mikil að kartöflur myndu
skemmast í verslunum og slíkt
myndu einkaaðilar bæta sér upp í
hærra kartöfluverði. Annars væri
öllum frjálst að flytja inn kart-
öflur ef verðið væri samkeppnis-
hæft, en það yrði að vera í gegn-
um Grænmetisverslunina og hún
yrði að sjá um alla pökkun. Þá
þyrfti einnig að tryggja það að
bændur sem rækta kartöflur gætu
selt sína vöm á haustin, þegar
uppskera ekki bregst. Því töldu
GV-menn varhugavert að leyfa
frjálsan innflutning á kartöflum.
Kartöflur og
vísitala
Ingi Tryggvason sagði að þar
sem kartöflur vigtuðu þungt í vís-
itölunni, eða hefðu gert það, þá
hefði Grænmetisversluninni ver-
ið uppálagt að kaupa kartöflur á
sem allra lægstu verði, en jafn-
framt að tryggja góðar kartöflur.
Spurt var hvemig hægt væri að
kaupa góða vöm á lægsta verði,
hvort það væri sér fym'bæri í
kartöfluviðskiptum, þar sem góð
vara er alltaf dýr vara o.s.frv. var
því svarað til að þetta væri vel
hægt og þettahefði Grænmetis-
verslunin alltaf gert.
Þá vom GV-menn spurðir að
því hver ætti Grænmetisverslun
landbúnaðarins og vafðist þeim
þá tunga um tönn. Eiginlega ætti
enginn þetta fyrirtæki, samt væri
hún ekki sjálfseignarstofnun.
Eftir nokkrar vangaveltur skar
Ingi Tryggvason uppúr með það
að ef farið væri í málið lagalega
væri það sennilega ríkið sem ætti
verslunina. Annars skipti það
ekki máli hver ætti verslunina,
aðalatriðið væri að hún starfaði
vel og seldi góðar kartöflur og
grænmeti.
Fréttamönnum var boðið að
skoða lager og mat og flokkunar-
stöð fyrirtækisins. 1
flokkunarvélina var búið að raða
fallegum kartöflum og var boðið
að taka sýni, skera í sundur og
skoða. Fréttamenn báðu um að
fá heldur að taka sýni af lagern-
um, þar sem búið var að pakka
kartöflunum og var það leyft. Úr
2,5 kg poka vom 5 kartöflur ónýt-
ar og hefðu á skömmum tíma
skemmt allar kartöflumar í þess-
um poka. Þeim GV-mönnum
þótti þetta ekkert voðalegt, en
heldur ekki nógu gott. Þessar
kartöflur voru úr nýrri sendingu
frá Finnlandi.
- S.dór.
Sigurdór
Sigurdórsson
skrifar
Fréttaskýring