Þjóðviljinn - 11.05.1984, Page 16

Þjóðviljinn - 11.05.1984, Page 16
ÞMVIUINN Föstudagur 11. maí 1984, Aðalsíml Þjóðvlljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl, 9 -12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins i síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími 81663 900 bílar á uppboð Búnaður frá fjölmörgum prentsmiðjum og veitinga- húsum auglýstur á nauðungaruppboð í næstu viku. Um 900 bifreiðir af öllum gerð- um og staerðum og tugur prentvéia, tréverkfæri og húsbúnaður og tæki fjölda veitingahúsa verður boðinn upp á nauðungaruppboði í Reykja- vík á fímmtudaginn í næstu viku. í auglýsingu frá Uppboðshaldar- anum í Reykjavík í DV í gær er tilkynnt uppboð á 250 bifreiðum að kröfu tollstjórans, banka og lög- manna og nærri 700 bifreiða að kröfu gjaldheimtunnar í Reykja- vík. Þá er einnig að kröfu gjald- heimtunnar, banka og lögmanna boða til nauðungaruppboðs á vél- um og vinnutækjum fjölda fyrir- tækja. Athygli vekur hversu mikið er af prentvélum og öðrum prent- vinnslutækjum á uppboðinu, stór- um trésmíðaverkfærum og alls kyns búnaði frá veitingastöðum. Sem dæmi um fyrirtæki í prent- iðnaði sem talin eru eigendur tækja á uppboðinu eru m.a. Alþýðu- prentsmiðjan, Hagaprent, Ingólfs- prent, Prentsmiðja Áma Valdi- marssonar, Prentverki og fleimm. Grétar Nikulásson fram- kvæmdastjóri félags íslenska prentiðnaðarins sagði í samtali í gær að þessar uppboðsfregnir kæmu sér nokkuð á óvart. Al- mennt hefði staðan verið góð hjá prentfyrirtækjum að undanfömu en verið gæti að menn ættu enn í greiðsluerfíðleikum frá fyrri tíð. Borðbúnaður og eldhúsáhöld fjölmargra veitingahúsa verða einnig boðin upp í næstu viku og má þar nefna fyrirtæki eins og Am- arhól, Ask, Hlíðargrill, Hressing- arskálann, Naustið og Skrínan. -*g- Uppboð á óskilamunum hjá lögreglunni á laugardaginn Hjól, úr og gleraugu Reiðþjól, fatnaður, vettlingar, kvenveski, úr, og fleira verður selt á uppboði lögreglunnar á óskilamunum sem haldið verður á laugardaginn kl. 13.30 í bakgarðinum að Borgartúni 7. Þjóðviljinn fékk upplýsingar um að uppboðið færi fram með hefðbund- num hætti en þetta er árlegur viðburður á vorin. „Mest verður selt af reiðhjólum en ýmislegt fleira verður boðið upp, t.d. fjöldi gleraugna, sem áreiðanlega fara á enn lægra verði en ódýru gleraugun í Hagkaup“, sagði lögreglan í gær. -jp (gær var verlð að undlrbúa uppboð óskllamuna hjá lögreglunni sem verður á laugardaginn. Meðal vamings sem boðinn verður upp eru sekkir af gler- augum. Mynd-ATLI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.