Þjóðviljinn - 22.05.1984, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 22.05.1984, Qupperneq 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. maf 1984 Stærsta verkamannasam- band Þýskalands, IG Metall, sem telur hálfa þriöju miljón meðlima, hefur byrjað kjara- baráttu sem að líkindum verður sú harðasta sem sést hefur í landinu síðan 1978. Með keðjuverkföllum, sem í byrjun er beint að verksmiðj- um sem framleiða ýmsa hluti sem bílaiðnaðurinn getur ekki án verið, setur Málmiðn- aðarsambandið vesturþýska á oddinn kröfu, sem er nokk- uð frábrugðin hefðbundnum kaupkröfum: kröfuna um 35 stunda vinnuviku. Miklar umræður hafa farið fram um málið í sambandi málmiðn- aðarverkamanna. Minnkandi eftir- spurn eftir stáli, harðnandi sam- keppni nýrra iðnríkja í Asíu og svo hin almenna kreppa - allt hefur þetta lagst á eitt um að fjölga upp- sögnum í málmiðnaði. Og verka- lýðssamtökin svara með því að krefjast 35 stunda vinnuviku, sem á að stuðla að því, að vinnunni sé dreift á fleiri verkamenn en ella. Gert er ráð fyrir að stytting vinnu- vikunnar eigi sér stað án þess að kaup lækki - m.ö.o. borgað er sama kaup og áður fyrir 40 stundir. „Fáránlegt“ Atvinnurekendur hafa snúist hart gegn þessari kröfu. Þeir segja að 35 stunda vinnuvika leysi engan vanda en skapi mörg ný vandamál, dragi úr samkeppnisfærni þýsks iðnaðar og þar fram eftir götum. Þeir bjóða 3,3% kauphækkun og aukna möguleika á sveigjanlegri vinnuviku, auk þess sem menn séu sendir á eftirlaun 58 ára gamlir en ekki 63 ára eins og nú. Atvinnurek- endur telja sig geta reiknað það út, að 35 stunda vinnuvika muni hafa í för með sér hækkun launakostnað- ar um allt að því 20%. Og pólitísk- an stuðning fá atvinnurekendur Verkamenn hjá Daimler-Benz ganga til atkvæðagreiöslu um 35 stunda kröfuna. Málmiðnaðarmenn í Vestur-Þýskalandi: 1. Arbeitsplátxe sichern und schafíen 2. Arbeit menschliclier machen Hefja slaginn fyrir 35 stunda vinnuviku ómældan frá hægristjórninni - Kohl kanslari hefur reyndar lýst því yfir að hann telji kröfuna um 35 stunda vinnuviku „fáránlega og heimskulega“. IG Metall hefur stuðning ýmissa annarra verkalýðssambanda, t.d. prentiðnaðarmanna og Sósíaldem- ókratar hafa og heitið þeim stuðn- ingi sínum pólitískum. Ágreiningur Málmiðnaðarmenn leggja ekki út í allsherjarverkfall, heldur vilja þeir halda uppi skæruhernaði til þess að „gefa samtökum atvinnu- rekenda tækifæri til að semja fyrir við okkur eins fljótt og unnt er áður en skaðinn sem þeir óttast er skeður“, eins og Hans Mayr, for- maður IG-Metall segir. En einnig er til þess að líta, að ágreiningur er um 35 stunda vinnuviku meðal verkamannannasjálfra. Hannásér „Tryggjum störfin og sköpum ný. Gerum vlnnuna manneskjulegri" segir á plakati um 35 stunda vikuna. ýmsar útskýringar - þeir sem vinna í sæmilega öruggum fyrirtækjum eru síður fúsir til að taka undir kröfuna en þeir sem óttast upp- sagnir. Þá er og deilt mjög um það, hve mörgum störfum takist að bjarga með styttingu vinnuvikunn- ar. Vinnutíminn styttist um 12,5% skv. kröfunni, en það þýðir vitan- lega ekki að starfstækifærum fjölgi að sama skapi. Enda segist IG Me- tall gera ráð fyrir því að breytingin kosti ekki nema 6,5% í auknum launakostnaði - mismunurinn sparist með hagræðingu. Valdakerfið sjálft f nýlegri grein um þetta mál eftir Oskar Negt er lögð mikil áhersla á það, að stytting vinnuvikunnar sé krafa sem varði sjálft valdakerfið í þjóðfélaginu. Sá vinnutíma sem þjóðfélaginu er nauðsynlegur til að tryggja viss lífskjör hefur styst að miklum mun í tæknibyltingum lið- inna ára, og spurt sé, hvort þessi tími eigi áfram að vera undir stjórn einkaauðmagnsins og forstjóra- valdsins án nokkurs pólitísks eftir- lits. Um leið er það dregið í efa í þessari grein að kapítalisminn geti ráðið við það verkefni að skipta vinnutímanum með þeim hætti, að ekki sé boðið upp á stórfelldar kreppur. Barátta sú sem er hafin í Vestur-Þýskalandi er hin merkileg- asta. Tæknibyltingin og þá ekki síst sjálfvirkni og örtölvuþróun leiða til þess, að vinnustundum í iðnaði fækkar stórlega og þjónustugreinar taka ekki við í sama mæli og áður. Og þá er spurt að því, hvort verka- lýðshreyfingin ætli að sætta sig við að upp komi ný „stéttaskipting" ef svo má að orði kveða: annarsvegar þeir sem hafa fasta vinnu og eru sæmilega öruggir um hana, hins- vegar vaxandi her þeirra sem eru til frambúðar settir út fyrir og haldið þar á framfærslustyrkjum. áb. tók saman. Sovétmenn um Ólympíuleikamálið: Bandarísk stjórnvöld voru með í samsœrinu Þeir reyna að refsa Reagan, segja bandarísk blöð Sovétmenn fara ekki á Ólym- píuleikana í Los Angeles, það er Ijóst. En orðsendingar og útskýr- ingar á þeirri ákvörðun ganga áfram á milli. Sovétmenn eru harðir á því að allt sé þetta Bandaríkjamönnum að kenna. í greinargerð frá TASS, sem APN hefur dreift segir meðal annars um mál þetta: Óþjóðalýður „Hvert er ástandið í raun? Op- inská fjandsamleg herferð, sem miðar að því að koma í veg fyrir þátttöku íþróttamanna frá So- vétríkjunum og öðrum sósíalísk- um löndum í Olympíuleikunum í Los Angeles hefur verið rekin í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið með fullu samþykki yfir- valda. Almenningur er sífellt að fá að heyra um nýjar staðreyndir sem sýna umfang undirbúnings að- gerða gegn fulltrúum hinna sósí- alísku landa. Alls konar ruslara- Iýður í 150 öfgasinnuðum hægri hópum, þar á meðal glæpamenn, svikarar og fyrrverandi nasistar og hryðjuverkasamtökin „Om- ega 66“, sem í eru kúbanskir and- byltingarmenn, hafa stofnað samtök, sem kölluð eru: „Bannið Sovét“. Þessi ruslaralýður var ekki að fara í launkofa með markmið sitt: Koma fram ofbeldi í garð íþróttamanna frá Sovétr- íkjunum og öðrum sósíalískum löndum." Leyniþjónustur Sovétmenn halda því ekki að- eins fram að „öfgasinnar" muni verða að verki heldur og banda- rískar leyniþjónustur. f greinar- gerðinni frá TASS segir m.a.: „Það er vitað að leyniþjónust- ur í Bandaríkjunum hafa myndað sérstakar „Ólympíudeildir" og „hópa“ til að hafa í frammi ögrunaraðgerðir í garð borgara frá sósíalísku löndunum - íþróttamanna, ferðamanna og blaðamanna. Einn af varafor- stöðumönnum CIA átti að hafa með hendi almenna stjórn þess- ara aðgerða, ef svo mætti segja, þar sem alls eru 500 CIA og FBI- menn viðriðnir. Hvað áttu þeir að gera? Það er vel vitað: Þeir áttu að vinna óþverrastörf. Það átti að setja á svið ails kon- ar ögranir. T.d. áttu leyniþjón- usturnar að hafa eftirlit með fjöl- mörgum verslunum í borginni og völdu meira að segja hóp af- greiðslufólks, sem fékk sérstök fyrirmæli. Það mætti spyrja til hvers? Svarið er að setja á svið ögranir, þar sem menn voru „staðnir að verki“ og taka fólk fast fyrir að hafa verið að stela. Það var einnig áætlað að standa að verki „njósnara“ þegar þeir væru að taka ljósmyndir af áhugaverðum stöðum í Los Angeles. Kvikmyndafilmur og ljósmyndafilmur keyptar í sósíal- ísku löndunum, sem búið var að taka á myndir af hernaðarmann- yirkjum átti að nota sem „sönn- pn“ um njósnir." Pólitískt tafl Þessum ásökunum vísa Banda- ríkjamenn á bug öllum. Þeir hall- ast mest að því að útskýra ákvörðun Sovétmanna með því að þeir séu að hefna sín fyrir að Bandaríkjamenn komu ekki til Moskvu 1980. En fleira hangir á spýtunni - vikuritið Newsweek segir að það sé Ronald Reagan sjálfur. Blaðið segir í nýlegri grein um málið: „Hvers vegna? Svarið virðist vera Ronald Reagan. Sovét- mönnum var illa við að hann kall- aði þá „heimsveldi hins illa“ í ræðu í mars í fyrra og þeir eru æfir yfir því að hann er að koma upp nýjum meðaldrægum eldflaugum í Evrópu og af þessum sökum hafa þeir bersýnilega komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að semja við forsetann. Undan- farna mánuði hafa þeir haft hátt um það að hættulegt spennuá- stand væri í heiminum og að það væri allt Bandaríkjamönnum að kenna. En mótmæli þeirra sýnast ekki hafa haft mikil áhrif á al- menningsálitið, Reagan hefur ekki beðið neitt meiriháttar póli- tískt tjón af þeirra harmagráti. „Þeir líta svo á að Reagan hafi komið samskiptum Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna í hættu- legt lágmark, en enginn ásakar hann fyrir það“, segir bandarísk- ur embættismaður. Sovétmenn eru eins og margir Demókratar, örvilnaðir yfir því hvernig Reag- an lætur. En þeir eru að því leyti ólíkir Demókrötum að þeir áræða ekki að blanda sér beint í kosningabaráttu Reagans, jafn- vel þótt þeir gjarna vilji að hann hrökklist úr embætti. Með því að hætta þátttöku í Ólympíuleikunum fundu þeir til- tölulega örugga leið til að sýna heiminum hamingjuleysi sitt án þess að ráðast á Reagan beint... Andrúmsloftið er samt hættu- legt, jafnvel þótt hvorugur leiti beinlínis að átökum. Sumir bandarískir embættismenn hafa áhyggjur af því að Moskvumenn muni auka spennuna langt fram yfir það að ganga út af fundum um vígbúnaðarmál og hætta þátt- töku í íþróttakeppni..."

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.