Þjóðviljinn - 22.05.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.05.1984, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 22. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Úr sýningu Leikfélags Húsavíkur á Sölku Völku. María Kristjánsdóttir leikstjóri skrifar Annarsflokks leikfélag... eða annarsflokks blaðamennska Til ritstjóra Þjóðviljans. Þjóðviljanum, föstudaginn 11. maí, fylgir aukablað, sem sagt er að fjalli um Húsavík og Reykjadal. Blað þetta er skrifað af Súsönnu Svavarsdóttur, þó hvergi sé þess getið. Ekki er það blað ólíkt öðrum blöðum um landsbyggðina: Reykjavíkurbúi af æðri tegundinni kemur út á land, setur sig í stelling- ar landkönnuðar frá 19. öld og skráir af lítilli nákvæmni allt sem frumbyggjarnir kunna og geta. Mér er spurn, hvaða hugmyndir gerðu lesendur Þjóðviljans sér um Þingeyjarsýslu, áður en þessar merku upplýsingar birtust? Dapurlegur skuggi fellur þó á vísindaleiðangurinn: Húsvíkingar hafa aldrei lært að leika. Súsanna fer að sjá Sölku Völku hjá Leikfé- lagi Húsavíkur. Níu vikna starf leikfélagsins afgreiðir hún í þrjátíu línum og með þeim endemum að lengi mun í minnum haft. Nú er það svo, að leikhúsfólk er því vant, að um sýningar þess sé fjallað af vankunnáttu og hroka. Ærlegar skammir falla okkur því yfirleitt betur en aulaleg bros, og seinþreytt erum við til vandræða. Ósannind- um verður þó að andmæla. Súsanna byrjar skrif sín á því að gefa lipurlega í skyn að Leikfélag Húsavíkur sé nú ekki eins merki- legt leikfélag og sumir vilja vera láta. Og segir „Á flestan hátt er sýning þessi góð áhugamannasýn- ing. Þó var framsögn flestra leikara mjög ábótavant og fannst mér heldur mikil keyrsla á Steinþóri og Sölku Völku“. (Málfarið, drottinn minn!) Það fer að sjálfsögðu ekki saman að sýning sé góð, en fram- sögn flestra leikara mjög ábóta- vant. Enda er fyrri fullyrðingin nánast rétt, en sú síðari helber ó- sannindi. í þessari 30 manna sýn- ingu, telst mér til, að þrír byrjend- ur hafi óskýra framsögn. Skaðar það ekki sýninguna að ráði, þar sem þeir bæta það upp með ágæt- um tilþrifum í leik. Hverjir eru þá þessir flestir? Þeir finnast ekki, nema norðlenska flokkist undir framsagnarlýti. „Vaknarsvo spurningin, hversvegna blaðamað- urinn sér sig knúinn til slíkra afreka á kostnað leikfélags, sem heldur uppi metnaðarfullu menningarstarfi? Er orsakanna að leita í hroka- fullri afstöðu Reykjavíkurbúans gagnvart lands- byggðinni?“ María Kristjánsdóttir: Þjóðviljinn fœr tæklfæri til þess í haust að sýna hvort þessi framkoma er stefna blaðsins. Hin dularfulla aukasetning „og fannst mér heldur mikil keyrsla á Steinþóri og Sölku Völku“ merkir sennilega að hlutverk Steinþórs og Sölku séu leikin af of miklum hraða. Og er þar rangt með farið. Hraði í leik þeirra tveggja er ekki hinn sami. Steinþór er yfirleitt leikinn hægt. Salka sem er aflgjaf- inn í þessari tveggja og hálfs tíma löngu sýningu er af nauðsyn oft leikin hratt. Og áfram heldur Súsanna upp- spunanum: „Það sem einkum var þó þreytandi var þegar samtöl per- sónanna fóru fram í áhorfendasaln- um t.d. milli Sölku og Arnalds. Það var erfitt að skilja, hvaða tilgangi svona brölt átti að þjóna, öðrum en þeim að draga úr krafti sýningar- innar, því aðeins hluti af áhorfend- um hafði möguleika á að sjá þau þar sem sætin eru nokkuð há“. Að- eins eitt samtal fer fram milli per- sóna í áhorfendasal, samtalið milli Sölku og Arnaldar. Það samtal tekur nákvæmlega eina og hálfa mínútu í flutningi og getur því varla þreytt áhorfendur óskaplega. Það er líka uppspuni að áhorfendur sjái ekki leikara í því atriði. Enda hall- andi gólf í salnum, sætisbök lág og leikarar standa við þriðja bekk. Atriði þetta er á milli tveggja stærri hópatriða, lítið viðkvæmt atriði, sem þarfnast nálægðar. Það var sett fram í sal til að auðvelda skipt- ingu á milli atriða, og til að ná um leið sem mestri nálægð við áhorf- endur. Svo einfalt er það. Að öðru leyti er áhorfendasalur notaður fimm sinnum í skiptingum. Og er það allt bröltið. Hef ég þá greint f rá 17 línum í texta Súsönnu, og eru þær allar byggðar á ósannindum. Má það teljast meiriháttar afrek í 30 lína umsögn. Vaknar svo spurningin, hvers- vegna blaðamaðurinn sér sig knú- inn til slíkra afreka á kostnað leikfélags, sem heldur uppi metn- aðarfullu menningarstarfi? Er or- sakanna að leita í hrokafuilri af- stöðu Reykjavíkurbúans gagnvart landsbyggðinni? Eða hirðir blaða- maðurinn ekki um það, hvort hann fer með rétt eða rangt mál, þareð lesendur geta ekki sannprófað orð hans? Eða býr eitthvað annað að baki? Ég þekki ekki Súsönnu Svavars- dóttur. Hinsvegar vorum við báðar staddar á óperusýningu í Hafra- lækjarskóla eitt kvöld, hún sem blaðamaður, ég sem áhorfandi. Sendi hún þá ntann á minn fund þeirra erinda að biðja um viðtal fyrirÞjóðviljann. Hafði égþá reynt árangurslaust í níu daga að koma inn smáfregn um frumsýningu á Sölku Völku í blaðið. Nú var sýn- ingum á Sölku að ljúka og sýnt að hvorki hin langþráða fregn né við- talið gæti birst fyrir lokasýningu. Lét ég því skila til Súsönnu með velvöldum orðum, að ég hefði ekk- ert við blaðið að tala og hygðist segja því upp. Hafi Súsanna reiðst þessum orðum mínum, er það hennar mál. Hitt er ekki hennar mál, noti hún Þjóðviljann til aö fá útrás reiði sinnar. Lesendur og styrktarmenn Þjóðviljans um ára- raðir, gera þær lágmarkskröfur til blaðamanna þar á bæ, að þeir mis- noti ekki aðstöðu sína og brúki blaðið til að hefna eigin harma eða sér og sínum til framdráttar. Leikfélag Húsavíkur hætti sýn- ingum á Sölku Völku í vor fyrir fullu húsi, vegna góðra uiídirtekta í héraði verður því verkið tekið aftur til sýningar í haust. Ritstjórn blaðsins gefst þá kost- ur á að sýna, hvort þessi framkoma við leikfélagið sé stefna blaðsins, eða mistök tveggja óhæfra blaða- manna. Húsavík, 14. maí 1984, María Kristjánsdóttir, leikstjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.