Þjóðviljinn - 22.05.1984, Side 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. maí 1984
Bandaríska herráðið ger&i víðtæka áætlun um það 1981 að breyta herstöðinni á islandl. Unnið er ettir þessari áætlun án þess að hún hafi nokkurntíma verið borin undir íslensk stjórnvöld. Myndin
er frá bænastund yfir herna&artólum í herstö&lnni.
Svavar Gestsson í umræðum á Alþingi
-
Hér á a<5 rísa stjórn-
stöð í kj arnorkuhernaði
Viðurkenning
á því felst í
skilaboðunum
frá utan-
ríkisráðherra
„Ég vek athygli á því að yf-
irstjórn herafla Bandaríkj-
anna gerði áætlun um viða-
miklar breytingar á herstöð-
inni árið 1981. Frá þessu hef-
ur verið greint opinberlega í
blöðum hérlendis og er-
iendis og rætt um það í þing-
inu nokkrum sinnum“, sagði
Svavar Gestsson í upphafi
tölu er hann flutti á Alþingi sl.
laugardag er Óiafur G. Ein-
arsson hafði svarað fyrir-
spurnum hans um stjórn-
stöð og ratsjárstöðvar.
Gelr Hallgrfmsson er farinn að gefa
slg út í bollaleggingar um það hvern-
Ig stjórna megl hernaðinum héðan
frá íslandi i sjö daga eftir að hafin er
kjarnorkustyrjöld, sagði Svavar
Gestsson me&al annars á Alþingi.
völdum eða hún borin undir Al-
þingi. Hvorki fyrrverandi né nú-
verandi utanríkisráðherra hafa tal-
ið sig vita af þessari áætlun.
í ljósi þess sem fram er komið er
rétt fyrir stjórnvöld að athuga
vandlega hvaða hugmyndir Banda-
ríkjamenn hafa uppi um þróun her-
stöðvarinnar hér og tengsl hennar
við kjarnorkuvopnakerfið. Þetta
eru ekki marklausar blaðafregnir
eins og ráðherra hefur viljað vera
láta heldur veruleikinn sjálfur.
Nú liggur fyrir - yfirlýsing ráð-
herra um að farið sé að undirbúa
byggingu radarstöðva. Bandaríkin
hafi viljað leggja fram formlega
beiðni um byggingu stöðvanna en
utanríkisráðherra Islands hafi beð-
ið um að beiðnin yrði ekki formleg
í bili meðan verið væri að rannsaka
málið. Ráðherra vill kanna betur
Svavar Gestsson: Svonalagað hefur
aldrel nokkurn tima komist á dag-
skrá á&ur hérlendis.
Ólafur G. um ratsjárstöðvar og stjórnstöð
Hafa beðið umfé
hvernig hægt er að ná saman hern-
aðarlegu hlutverki þessara stöðva
og almennri starfsemi landhelgis-
gæslunnar og Pósts og síma. Hin
formlega beiðni Bandaríkjanna
hefur legið fyrir þó að utanríkisráð-
herra mótmælti því. Þetta eru at-
hyglisverðar upplýsingar. Menn
bera saman bækur sínar um það
hvenær bréf skuli póstlögð. Það
breytir engu á hvaða formlegu stigi
þessi beiðni er. Það er þegar farið
að undirbúa málið í smáatriðum.
Kjarnorkuhernaði
stjórnað frá
Islandi?
Það kemur og fram að ráðuneyt-
inu er kunnugt um neðanjarðar-
stjórnstöð. Þær upplýsingar hafa
legið fyrir í dagblöðum um nokkurt
skeið. En utanríkisráðherra minnt-
ist hvergi á þetta mál í skýrslu sinni
til Alþingis. En nú kemur þetta mál
fram með eftirgangsmunum. Það
er staðfest að stjórnstöð er á dag-
skrá.
Þetta er stöð sem á að geta stað-
ist fullt stríð í sjö daga. Þetta er
stöð sem á að geta haldið út í kjarn-
orkustríði í sjö daga.
Áœtlunin frá 1981
„Þessi meginatriði hafa komið
fram varðandi þá áætlun sem hér
um ræðir:
1. Ætlunin er að auka geyma-
rými í herstöðinni margfaldlega frá
því sem verið hefur.
Þetta er nú f framkvæmd.
2. Koma upp fullkomnara rad-
arkerfi en verið hefur í öllum lands-
fjórðungum.
Þetta er nú þegar í undirbúningi.
3. Byggja á neðanjarðarstjóm-
stöð í Keflavikurherstöðinni sem
gæti staðist fullt stríð í 7 daga.
Þetta er nú á dagskrá.
Ratsjármálið
undirbúið í
smáatriðum
Áætlunin frá 1981 er nú óðum að
koma fram en um hana hefur aldrei
verið fjallað af íslenskum stjóm-
i stjómstöðina
---------_____ en engjn beiðni borist um að fá
að reisa hana hér
Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins svar-
aði á Alþingi sl. laugardag fyrirspurnum sem Svavar Gestsson formað-
ur Alþýðubandalagsins hafði beint til Geirs Hallgrímssonar utanríkis-
ráðherra, sem nú er fjarverandi í opinbemm erindagjörðum erlendis.
Fyrirspumir Svavars voru svohljóðandi:
1. Hefur formleg beiðni komið fram um ratsjárstöðvar frá Banda-
ríkjastjóm?
2. Hefur beiðni um stjórnstöð á Keflavíkurflugvelli komið fram frá
Bandaríkjastjórir?
Svör Ólafs G. Einarssonar vom efnislega á þessa leið:
1. Nei, en sú skýring á að fylgja með frá ráðherra að harín hefur tjáð
sendiherra Bandaríkjanna hér að við séum ekki tilbúnir að taka við
slíkri beiðni formlega. Við vildum ljúka okkar athugunum á málinu
______ __ áður en þessi beiðni kynni að verða sett fram.
ÓlafUr G. Elnarsson: Bé&um 2. Nei. ÞaðerkunnugtumáhugaBandaríkjannaáþessumáliogþað
Bandarlkjastjórn a& blða með hefur verið sótt um fjárveitingar til byggingar á slíkri stöð en engin
bel&nlna. - beiðni hefði borist utanríkisráðuneytinu.
Og utanríkisráðuneytið á íslandi
er farið að gefa sig út í bollalegging-
ar um það hvernig stiórna megi
hemaðinum héðan frá íslandi í sjö
daga eftir að hafin er kjarnorku-
styrjöld. Svona lagað hefur aldrei
nokkurn tíma komið á dagskrá hér-
lendis.
Þetta eru kaflaskipti í sögu her-
stöðvarinnar. Þetta er viður-
kenning á því að hér eigi að reisa
stjórnstöð sem notuð er í kjamork-
ustríði.
Sjálfstœtt mat og
íslensk afstaða
Ég bið ríkisstjómina um að hug-
leiða alvarlega hvort ekki sé kom-
inn tími til að athuga sinn gang og
leggja sjálfstætt mat á þessa hluti.
Og ég legg til að við reynum að
nálgast þetta alvarlega mál af
hleypidómaleysi og taka ákvarðan-
ir og afstöðu út frá því sem hentar
íslensku þjóðinni“.