Þjóðviljinn - 22.05.1984, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 22. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Kartöflur - Kartöflur
Nokkur tíöindi hafa gerst í
kartöfluheimi landsmanna að
undanförnu, eins og alkunn-
ugt er. Finnsku kartöflur
Grænmetisverslunar land-
búnaöarins reyndust sumar
hverjar skemmdar og vakti
það mikla og almenna óá-
nægju, að minnsta kosti í
henni Reykjavík og í nágrann-
abyggðum.
Nú hefur nokkrum fyrirtækj-
um verið veitt innflutningsleyífi
á kartöflum, þó tímabundið,
þrátt fyrir mótmæli Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins
og Grænmetisverslunar land-
búnaðarins.
Finnsku kartöflurnar eru enn
til í verslunum og hjá Grænmetis-
versluninni. Tvö og hálft kfló af
þeim kosta 46 krónur í smásölu
eða 18,40 krónur kflóið. Græn-
metisverslunin hefur fengið send-
ingu frá ísrael og Egyptalandi og
eru þær kartöflur miklu dýrari.
Þær kosta 81 krónu í smásölu tvö
og hálft kfló, eða 32,40 krónur
kflóið.
Hagkaup er einn þeirra aðila
sem sótt hafa um innflutnings-
leyfi á kartöflum og fengið.
Verslunin á von á sendingu frá
Englandi og verður kartöflusala
væntanlega hafin þegar þetta
birtist. Kílóið af þessum kart-
öflum verður selt á um 20 krónur
kflóið.
Þá má geta þess, að Grænmet-
isverlsun landbúnaðarins fær
nýja sendingu á útsæði frá Hol-
landi á miðvikudaginn. Kflóið af
þessu útsæði kostar 23 krónur.
Rökstudningur
Framleiðsluráðs
Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins hefur sent frá sér fréttatil-
kynningu um kartöflumálið, þar
sem í er umsögn um innflutnings-
leyfi á kartöflum. Eins og komið
hefur fram í fréttum iagðist
Framleiðsluráðið gegn 'því, að
innflutningur yrði gefinn frjáls á
þessari nauðsynjavöru.
Eftirfarandi í umsögn Fram-
leiðsluráðsins hlýtur að vekja at-
hygli:
„Hverfi Alþingi að því ráði að
gefa innflutning kartaflna frjáls-
an hverjum sem er hlýtur að falla
niður skylda Grænmetisverslun-
ar landbúnaðarins til að sjá um að
jafnan séu til kartöflur í öllum
hlutum landsins og af því gæti
leitt að kartöfluskortur gæti orðið
í minni og afskekktari byggðar-
lögum, þó svo yrði ekki í Reykja-
, vík og allra stærstu þéttbýlisstöð-
um öðrum í landinu... Um Ieið
væri fallin niður skyída Græn-
metisverslunar landbúnaðarins
til að gæta þess og bera ábyrgð á
að ekki séu erlendar kartöflur til
sölu í landinu þegar nægjanlegt
framboð er af innlendum kart-
öflum og þar með væri þrengdur
markaður innlendrar fram-
leiðslu, nema því aðeins að ríkis-
stjórnin tæki við þeirri ábyrgð og
tryggði framkvæmd hennar“.
Isömu umsögn er reyndar bent
á skyldur Grænmetisverslunar
landbúnaðarins lögum sam-
kvæmt. Við fáum ómögulega séð
hvernig lagaleg skylda Grænmet-
isverslunarinnar geti fallið niður
nema lögunum verði breytt.
Auðvitað hljóta skyldúr Græn-
metisverslunarinnar að vera hin-
ar sömu eftir sem áður - þar til og
ef lögum um hana verður breytt.
Hitaeiningasnautt
sætuefni á Islandi
Nýkomið er á íslenskan
markað nýtt sætuefni, er
Canderel nefriist. Efni þetta
er prótein, sem bragðast eins
og sykur, en er þó næstum án
hitaeininga. Það er umboðs-
og heildverslunin Fjörvi h.f.
sem er dreifingaraðili efnisins
hér á landi. Kynntu forráða-
menn Fjörva efni þetta fyrir
blaðafólki nýverið.
Hið nýja sætuefni var fundið
upp fyrir 20 árum hjá bandaríska
lyfjafyrirtækinu Searle. Það upp-
götvaðist fyrir tilviljun er vísinda-
menn hjá fyrirtækinu voru að
vinná að nýju lyfi gegn magasári.
Með því að tengja saman tvær
ákveðnar amínósýrur myndaðist
áður óþekkt sætuefni. Þetta sætu-
efni, eða Aspartam eins og það er
nefnt, lagði grundvöllinn að
Canderel „sykrinum“.
Þess má geta, að efni þetta var
viðurkennt í Bandaríkjunum árið
1974, en efna- og lyfjalöggjöf eri
mjög ströng þar í landi. Um-
fangsmiklar rannsóknir voru
gerðar á efninu áður en það var
sett á markið árið 1981.
Aspartam-sætuefnið í Canderel
er, eins og áður var nefnt, mynd-
að úr tveimur amínósýrum, fen-
ylanin og asparginsýru. Þessar
amínósýrur finnast í flestum þeim
fæðutegundum, sem við neytum
daglega, svo sem kjöti, brauði,
ávöxtum, mjólk og grænmeti.
Líkaminn vinnur því úr Canderel
á sama hátt og úr venjulegri
fæðu. Canderel er nú þegar
nokkuð mikið notað í iðnaði í
Bandaríkjunum, Kanada og
mörgum Evrópuríkjum, þ.ám. í
Danmörku, en þar hefur verið
sett á markað Coca-Cola light
með þessu efni í stað sykurs í sult-
utau og fleiri matvæli. Canderel
gengur stundum undir nafninu
Nutra Sweet þannig að ef þið rek-
ist á matvæli með öðru hvoru
þessara heita vitið þið hvað er á
seyði.
Canderel sætuefnið inniheldur
hvorki sakkarín né sýklamat og
rannsóknir hafa sýnt, að það
veldur ekki tannskemmdum.
Canderel er næstum án hita-
eininga. Sem dæmi má nefna að 1
tsk af Canderel inniheldur um 2
kcal á móti 16 kcal í einni teskeið
af strásykri.
Canderel á að vera komið í
verslanir þegar þetta kemur út; ef
ekki, þá kemur það næstu daga.
Þið sem viljið minnka kalóríuinn-
töku ykkar hafið því þarna góðan
valkost. Canderel er þó nokkuð
dýrt eða um 4 sinnum dýrara en
sykur.
Ein íslensk afurð með Cander-
el er nú þegar komin á markað.
Það er Sól h.f. sem hefur hafið
framleiðslu á ávaxtadrykknum
TOPP með þessu sætuefni.
TOPP er af því taginu, sem
gengur undir nafninu „djús“ hér-
lendis, þ.e. drykkurinn er ekki
hreinn safi. Innihaldslýsing er
góð á flöskunni. Þar má m.a.
lesa, að drykkurinn inniheldur
rotvarnarefnið E-221 og litarefn-
in E-102 og E-110. Þessi litarefni
eru bönnuð er Noregi og notkun
þeirra mjög takmörkuð í Svíþjóð
þar sem ljóst þykir, að þau geta
verið ofnæmisvaldandi.
Skötuselur með eplum
Ekki er ýkja langt síðan ís-
lendingar fóru að leggja
skötusel sér til munns og fáar
ef nokkrar uppskriftir held ég
að sé að finna í eldir mat-
reiðslubókum okkar. Raunar
nýtur skötuselurinn lítillar hylli
nema við Miðjarðarhafið, en á
því er að verða blessunarleg
breyting m.a. hér á landi.
Skötuselurinn er heldur
óhugnanleg skepna og sjómenn
hafa löngum fleygt henni jafn-
harðan fyrir borð. Ef fyrir kom
að skötuselur barst í frystihús hér
áður fyrr var hann umsvifalaust'
notaður til að hrella og hræða
viðkvæmar frystihúsastelpur og
síðan fleygt. En nú er öldin önnur
og engin eldabuska þarf að fyrir-
verða sig fyrir að bera skepnuna á
borð - enda er þess vandlega gætt
að hún komi hvergi fyrir í fisk-
búðum eða öðrum verslunum
„beint af skepnunni“. Og það er
bragðið sem á að heijla en ekki
útlitið.
Uppskriftin hér á eftir miðast
við þrjár fullorðnar manneskjur.
1/2 kg skötuselur
4 msk vatn
5 msk vínedik (hvítvíns helst)
1 tsk salt
2 mulin piparkorn
2 negulnaglar
2 stór matarepli
60 g smjör (eða olía ef þið kjós-
ið hana heidur).
Skerið skötuselinn í hæfilegar
Skötuselurinn er einnig kallaður kjaftgelgja skv. bók Gunnars Jónssonar „fslenskir fiskar“.
sneiðar og leggið í eldfast fat
ásamt vatni, ediki, salti, pipar og
negulnöglum. Setjið lok á eða ál-
pappír. Þetta er bakað í ofni í 15
mínútur eða þar um bil. Þegar
tíminn er hálfnaður er fiskinum
snúið í fatinu.
Bræðið smjörið (eða hitið olíu)
á pönnu. Afhýðið eplin, takiö
kjarnhúsið frá og skerið ,eplin í 3
eða 4 bita. Steikið þau síðan í
smjörinu.
Raðið fiskbitunum á fat og
leggið eplin utanmeð. Hellið síð-
an smjörinu yfir. Þið getið líka
notað eitthvað af soðinu, sem
fiskurinn var soðinn í, en það er
sannast sagna mjög gott.