Þjóðviljinn - 22.05.1984, Síða 11

Þjóðviljinn - 22.05.1984, Síða 11
Þriðjudagur 22. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Úr þingræðu Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur Viljum ekki frekari stóriðju Vegna frétta í Þjóðviljanum á dög- unum af umræðunum á þingi um fyrirhugaða kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði, hefur Sigríður Dúna Kristmundsdóttir þingmaður Kvennalista óskað eftir því við blaðið að birtur verði hluti ræðu hennar, svo ekki fari milli mála hver afstaða Samtaka um kvennalista er til stór- iðju hérlendis. Þriðja stefnan á Alþingi „Eins og ég sagöi í upphafi máls míns þá hljóðar þessi þáltill. upp á heimild til að hefja enn á ný stóriðj- uframkvæmdir hér á Iandi. Það má segja að hér á Alþingi íslendinga megi finna þrjár megin stefnur í stóriðjumálum svo sem ég hef áður minnst hér á. í fyrsta lagi er það sú stefna sem hæstv. iðnaðarrh. túlkar og sem felst í því að byggja hér upp stór- iðju með meirihl. eignaraðild er- lendra aðila, sú stefna sem hljóðar upp á sölu úr landi með þessum hætti, á íslensku vatns og vinnuafli, er fyrir mér nánast það sama og að selja sjálfstæði þessarar þjóðar í hendur erlendra aðila. Af slíkum viðskiptum höfum við ríkulega neikvæða reynslu þar sem eru við- skipti okkar við Alusuiesse og sem alþjóð eru kunn. I öðru lagi er sú stefna í stóriðj- umálum sem þingmenn Alþb. túlka hér og sem felur í sér að hér skuli reyst stóriðja en með meirihl. eignaraðild íslendinga. Ég er hæstv. iðnaðarrh. hjartanlega sam- mála eins og ég hef áður sagt um það að þetta er afleit stefna, þótt ekki sé það að öllu leyti á sömu forsendum. Ég hygg að við séum sama sinnis. ég og hæstv. ráðherra um það að Islendingar hafi ekki og muni ekki hafa, fjárhagslegt bol- magn til þess að standa að slíkum fyrirtækjum sjálfir. Né fái þeir nokkru ráðið á þeim markaði þar sem stóriðjuframleiðsla er seld, eins og reyndar saga Járn- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga tekur af öll tvímæli. En svo skilja leiðir okkar hæstv. ráðherra á meðan hann og þing- menn Alþb. með honum reyndar, vilja auka enn stóriðjurekstur hér á landi, þá vil ég ekki sj á neinn þung- aiðnað hér innanlands og er það þriðja stefna í stóriðjumálum hér í þinginu. Ég vil ekki frekari stóriðju hér á landi vegna þess að það þýðir í reynd aukin fjárhagsleg ítök er- lendra aðila hér á landi sem sumir hverjir eru voldugri á alþjóða vett- vangi en smáríki á borð við Island. Það höfum við séð á óyggjandi máta í samskiptum okkar við Alu- suiesse. í öðru lagi þá hefur stóriðja hér Sigríður Dúna Kristmundsdóttlr, þingmaður Samtaka um kvennalista. löngum verið rekin með bókfærðu tapi, samanber Járnblendiverk- smiðjuna á Grundartanga og Ál- verið í Straumsvík, þannig að ég sé ekki hver er fjárhagslegur ávinn- ingur af slíkum afvinnurekstri, I þriðja lagi er hér um mengandi og náttúruspillandi iðnað að ræða og væri það fróðlegt í þessu sam- bandi að fá að heyra frá hæstv. iðn- aðarrh. hvernig ætlað er að hátta mengunarvörnum við þessa kísil- málmverksmiðju á Reyðarfirði. Enn frekari lántökur í fjórða lagi þýðir aukin stór- iðja enn auknar virkjunarfram- kvæmdir en eins og menn vita hef- ur vegna stóriðjusjónarmiða verið farið of hratt í slíkar framkvæmdir á undanförnum árum eins og er- lendar skuldir íslenska þjóðarbús- ins sanna. Hlutdeild Landsvirkjun- ar í erlendum skuldum íslendinga nema nú þegar 60%. Og ef þessi kísilmálmverksmiðja verður reist, þýðir það enn auknar erlendar lán- tökur til þess að hægt sé að byggja nýjar virkjanir, sem síðan er allt útlit fyrir að muni selja verksmiðj- unni orkuna undir framleiðslu- verði. Það er þessi fjárfestingar- stefna sem leitt hefur okkur út á þá Innilegar þakkir öllum þeim fjölmörgu sem vottað hafa okkur samúð sína vegna fráfalls Ólafar Járnbrár Þórarinsdóttur Gunnlaug Einarsdóttir Þórarinn Magnússon Rósalinda Reynisdóttir Emil Þór Reynisson Árni Arnason Sigurður G. Þórarinsson Ásmundur J. Þórarinsson Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og tengdasonur Aðalsteinn Ásgeirsson heilsugæslulæknir, Þórshöfn andaðist á heimili sínu að morgni 19. maí sl. Marta Hildur Richter Auður Aðalsteinsdóttir Þórdís Aðalsteinsdóttir Auður Aðalsteinsdóttir Asgeir Valdimarsson og fjölskylda Margrét Richter Ulrich Richter og fjölskylda heljarþröm sem fjárhagur íslenska þjóðarbúsins er nú á, eins og víð- fræg fjárlagagöt sýna og sanna. Þessari fjárfestingarstefnu á greini- lega að halda áfram og skiptir þá engu hvaða ríkisstj. situr að völd- um á íslandi. Og upp í götin á að fylla með smámunum á borð við tannlækningar skólabarna, smá- munum við hliðina á því gífurlega fjármagni sem um er að ræða í stóriðju- og virkjanamálum. Efnalegur hagur íslendinga næstu áratugi mun sammarlega fara eftir því hvað gert verður eða látið ógert í stóriðju- og virkjana- málum. Og er það uggvænlegt hversu fáir þingmenn sjá ástæðu til að sitja hér við þessa umræðu og taka þátt í henni. Rýrð atvinnu- tœkifœri í fimmta lagi er sérhvert atvinnu- tækifæri í þungaiðnaði margfalt dýrara en á öðrum atvinnusviðum og vil ég nú fá upplýst frá hæstv. iðnaðarrh. ef tök eru á, hvað áætl-j að er að sérhvert atvinnutækifæri' við kísilmálmverksmiðjuna á Reyðarfirði komi til með að kosta. I sjötta lagi þá eru allar líkur á að aukin stóriðjuuppbygging leiði það af sér að önnur atvinnuuppbygging á íslandi verði látin sitja á hakan- um og það með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ég hef áður nefnt það hér í þinginu að það viti þeir sem vita vilja að stóriðja er gamaldags og úreltur atvinnu- og fram- leiðslukostur. Öll framsæknustu iðnaðarmál heims eru nú að flytja þungaiðnað sinn úr landi og þau flytja hann til þróunarlandanna og landa eins og Islands, sem reyndar má færa rök fyrir að flokkast til þróunarlanda frá efnahagslegu sjónarmiði. Innlendur léttiÖnaÖur Ef við íslendingar ætlum að ná okkur upp úr þeirri einhæfni sem i dag einkennir efnahagslíf okkar þá gerum við það ekki með því að taka hér við erlendri stóriðju, heldur með því að þróa hér innlendan iðn- að, léttiðnað, byggðan á okkar eigin vitsmunum og þekkingu og helst okkar eigin hráefni lfka“. (MiIIifyrirsagnir eru Þjóðviijans). AUGLYSING um starfslaun til listamanns Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um starfslaun til listamanns í allt að 12 mánuði. Þeir einir listamenn koma til greina við úthlutun starfslauna, sem búsettir eru í Reykjavík. Það skilyrði er sett, að listamaðurinn gegni ekki fast- launuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Listamenn úr öllum listgreinum geta sótt um starfslaunin. Fjárhæð starfslauna fylgir mánaðarlaunum skv. 4. þrepi 105. Ifl. í kjarasamningi Bandalags há- skólamanna og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Starfslaun eru greidd án oriofsgreiðslu eða ann- arra launatengdra greiðslna. Að loknu starfsári skal listamaðurinn gera grein fyrir starfi sínu með greinargerð til stjómar Kjar- valsstaða, framlagningu, flutningi eða upplestri á verki í frumflutningi eða frumbirtingu, allt eftir nánara samkomulagi við stjóm Kjarvalsstaða hverju sinni og í tengslum við Listahátíð eða Reykjavíkurviku. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri greiðslu skv. þessari grein, en listamaðurinn heldur höfundarrétti sínum óskertum. í umsókn skal gerð grein fyrir viðfangsefni því, sem umsækjandi hyggst vinna að, og veittar aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Umsóknum skal komið til listráðunautar Kjar- valsstaða fyrir 10. júní 1984. Stjóm Kjarvalsstaða. Laus staða Skrifstofumaður óskast á aðalskrifstofu fjár- málaráðuneytisins nú þegar. Framtíðarstarf. Starfið felst í almennum skrifstofustörfum, símavörslu o.fl. Málakunnátta æskileg. Um- sóknir berist ráðuneytinu eigi síðar en föstu- daginn 25. maí n.k. Fjármálaráðuneytið, 21. maí 1984 ÚTBOÐ Tilboð óskast í að fullgera handmenntaálmu við barnaskóla Seyðisfjarðar. Grunnur er til- búinn með steyptri plötu. Útboðsgögn verða afhent á Bæjarskrifstof- unni á Seyðisfirði, Hafnargötu 44, gegn 1.500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opn- uð á sama stað föstudaginn 1. júní kl. 10.00 íh- Seyðisfjarðarkaupstaður LATIÐ FAGMENN VINNA VERKIÐ Sprungu- Upplýsingar i limum ^ (91) 66709 & 24579 þétting Tökum að okkur að þétta sprungur i steinvegjum, iögum alkaliskemmdir, þéttum og ryðverjum gömul bárujárnsþök. Höfum háþróuð amerisk þéttiefni frá RPM 11 ára reynsla á efnunum hér á landi. •oim föst verðtilboð ' >> r að kostnaðarlausu ai uidbindinga af ' ’iálfu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.