Þjóðviljinn - 22.05.1984, Síða 16
Þriðjudagur 22. maí 1984
Aðalsimi Þjó&viljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum simum: Ritstjórn Aöalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81603
Bjarnfríður Leósdóttir segir sig úr varastjórn ASÍ:
Þarna er ekki vært lengur
Varðar heiður verkalýðshreyfingarinnar að svona málflutningur sé ekki liðinn
Á formannafundi ASÍ í gær sagði Bjarn-
fríður Leósdóttir sig úr miðstjórn Alþýðu-
sambands ísiands, þar sem hún er vara-
maður. Aðdragandi þessa eru orð sem Sig-
finnur Karlsson, forseti Alþýðusambands
Austurlands lét falla f kennar garð á fundi
með forystumönnum verkalýðshreyfingar-
innar fyrir hálfum mánuði, en Bjarnfríður
hafði bréflega farið framá að þau yrðu lýst
ómerk á sama vettvangi og stjórn fundarins
vítt fyrir að átelja ekki málflutning Sigfínns.
Fundarstjóri var Ásmundur Stefánsson
forseti ASI. Þegar sýnt var í gær að kröfum
hennar yrði ekki sinnt lýsti hún því yfir að
hún segði sig úr miðstjórninni.
„Þaö hefur allt of lengi viðgengist að
drukknir dónar fái að sitja þing og fundi
verkalýðshreyfingarinnar og halda þar uppi
úr ræðustól árásum og klámi athugasemda-
laust af hálfu fundarstjórna eða annarra",
sagði Bjarnfríður. „Ég tel það varða heiður
verkalýðshreyfingarinnar að málflutningur
af þessu tagi sé ekki liðinn“.
Bjarnfríður sagði að á fyrrnefndum fundi
hefði Sigfinnur Karlsson tvisvar farið í
ræðustól þar sem aðalefni ræðnanna hefði
beinst að sér með klámi og svívirðingum um
stöðu sína í verkalýðshreyfingunni. í fram-
haldi af þessu skrifaði Bjarnfríður ASI og
fór fram á að miðstjórnin fjallaði um málið.
í bréfinu benti hún m.a. á að samkvæmt
handbók verkalýðshreyfingarinnar ber
fundarstjóra að taka orðið af mönnum eða
ávíta þá við slík tilefni en hvorugt var gert.
Óskaði hún eftir því að fundarstjórnin yrði
„í upphafi fundar í gærmorgun sagði Ás-
mundur Stefánsson, forseti ASÍ að það
bæri að harma að þau orð hefðu fallið á
síðasta fundi sem valdið hefðu reiði en sneri
sér síðan að öðrum málum“, sagði Bjarn-
fríður. „Hann las einnig upp bréf frá Sig-
finni Karlssyni sem ekki var mættur, þar
sem hann skoraði á fundarmenn að eyða
ekki dýrmætum tíma sínum í að ræða at-
hugasemdir mínar og að hann myndi gera
upp okkar sakir á öðrum vettvangi. Það var
greinilegt að mönnum þótti þetta harla
gott, varaforseti Bjöm Þórhallsson fór út
áður en fundur hófst og lögfræðingur ASÍ,
sem var fundarritari á áðurnefndum fundi,
var heldur ekki mættur. Ég kynnti þá
ákvörðun mína um að segja mig úr mið-
stjórninni svo og aðdragandann og gekk
síðan af fundi. Þarna er ekki vært lengur",
sagði Bjamfríður Leósdóttir að lokum.
-ÁI
Nýtt útspil
í bjórmálinu
Vönduð
skoðana-
könnun!
„ Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að íáta fara fram vand-
aða og marktæka skoðanakönnun
á viðhorfum landsmanna til fram-
leiðslu og sölu áfengs öls hérlendis“
segir í þingályktunartiilögu sem
lögð hefur verið fram á alþingi frá
Hjörleifl Guttormssyni. Hér er
komin fram málamiðlun í bjór-
málinu á alþingi.
Síðan segir í tillögu Hjörleifs:
„Við undirbúning þeirrar skoðan-
akönnunar verði haft samráð við
stjórnskipaða nefnd sem nú fjallar
um stefnumörkun í áfengismálum
samkvæmt samþykkt alþingis".
Einsog kunnugt er situr stjórn-
skipuð nefnd að störfum til að sam-
ræma og breyta áfengislöggjöfinni
með það að markmiði að draga úr
áfengisneyslu hér á landi. Nefndin
hefur ekki lokið störfum, en á sama
tíma hafa alþingismenn sett fram
ýmsar tillögur í tillögu og frum-
varpsformi á alþingi, se.n ganga
beint á starfssvið þeirrar nefndar
sem þeir sjálfir skipuðu til verka.
-ög
Haförninn
ekki
í hættu
Árni G. Pétursson hlunnindaráðu-
nautur hefur sent Þjóðviljanum til-
skrif vegna frétta frá Fuglavernd-
arfélaginu þess efnis að Haförninn
væri í hættu hér á landi vegna notk-
unar eiturefna við eyðingu svart-
baks. Árni mótmælir þessu og segir
að samkvæmt talningu Náttúrufr-
æðistofnunarinnar hafl hafarnarp-
örum ijölgað um 33% á síðustu
þremur árum.
Einnig segir hann engar sannanir
liggja fyrir um að dauðir sjóreknir
ernir hafi farist af eitrinu fenemali.
Þá segir hann ennfremur að engar
rannsóknir liggi fyrir um að fækk-
unaraðgerðir gegn veiðbjöllu séu
ganglausar eða hafi neikvæð áhrif.
Árni G. Pétursson telur að fækk-
unaraðgerðir gegn veiðibjöllu hafi
borið sýnilegan árangur víða um
land og nefnir sérstaklega Húsavík
í því sambandi. —S.dór.
Þorvaldur Jónsson markvörður KA ver glæsilega frá Þórsurum í lelk Akureyrallðanna í 1.
deildlnnl í knattspyrnu á sunnudaglnn. Þór vann leikinn 2-1. Mynd: -GSv.
Sjá 9-12
Óvíst að þingi ljúki á morgun
Mikið ósamkomulag
um afgreiðslu mála
Framsóknarflokkur fengið öll sín mál í gegn, meðan
Sjálfstœðisflokkurinn situr uppi með málafjöld
Miklar deilur urðu milli forsæt-
isráðherra og forseta sameinaðs
þings í gær um umræður á Alþingi
nú í lok þings. Vildi Steingrímur
Hermannsson knýja á um þingslit
áður en hann hélt utan í morgun en
Þorvaldur Garðar Krisjánsson
taldi ófært að Ijúka þingstörfum
fyrr en búið væri að afgreiða ýmis
mál sem flokkar hafa orðið ásáttir
um að hljóti afgreiðslu.
Framsóknarmenn hafa fengið
afgreidd flest þau mál sem til þeirra
könnu heyrir og lögðu því áherslu á
að gærdagurinn yrði lokadagur
þingsins. Þetta hafa aðrir flokkar
ekki fallist á.
Friðrik Sophusson varaformað-
ur Sjálfstæðisflokksins sagði í sam-
tali í gær að illa gengi að ná
samkomulagi um afgreiðslu mála
og varlegast væri að segja að þingi
lyki í vikunni.
Þingmenn stjómarandstöðu
hafa verið ósáttir með afgreiðslu
mála nú síðustu daga þingsins og
ásaka stjórnarflokkanna um að
keyra yfir þau mál sem stjórnar-
andstaðan hefur lagt áherslu á að
verði afgreidd. Vegna þessa hefur
verið haft uppi nokkurt málþóf í
báðum deildum þingsins og því
allsendis óvíst að takist að ljúka
þingstörfum á morgun eins og von-
ir manna standa þó til.
-•g-
Símvirkjar vilja jöfn laun á starfsbræður sína
Ætla í 3 daga „frí
Fjöldi númera úr sambandi um helgina
44
samninga en ekki aðrir starfsmen'n
Pósts og síma. Með því að taka sér
frí í þrjá daga segjast símvirkjar
vera að uppfylla sömu launuðu
vinnuskylduna og BHM starfs-
Símvirkjar munu ekki mæta til
vinnu í dag og næstu tvo daga til að
leggja áherslu á kröfur sínar í sér-
kjaraviðræðum og þann mismun
sem gildir milli starfsmanna BHM
hjá Pósti og síma og annara.
BHM starfsmenn fá greidda 20 Þjóðviljanum er kunnugt um að
eftirvinnutíma á mánuði utan við símvirkjar hafa neitað að taka
menmrmr.
aukavinnuvaktir síðustu daga.
Þannig var fjöldi númera úr
Breiðholtsstöð sem tengd eru til
Hafnarfjarðar dauð alla helgina og
voru komin í lag strax í gærmorg-
un. Einnig varð ekkert úr að vinnu-
flokkur símvirkja færi til Hólma-
víkur um helgina eins og til stóð.
-Ig-
Innflytjendur í
kartöflustríðinu
Hafna
hugmynd
stjórnar-
innar
Neita „hálfgildings
einokunar-
fyrirkomulagi “
„Undirritaðir eru ekki reiðubún-
ir til þátttöku í hálfgildings einok-
unarfyrirkomulagi við hlið þess
gamla“, segja innflytjendur í bréfl
til Jóns Helgasonar landsbúnaðar-
ráðherra og kynnt var á blaða-
mannafundt hjá Verslunarráðinu í
gær.
Segja innflytjendurnir að til-
lögur landbúnaðarráðherra séu
ekki framkvæmanlegar án kvót-
askiptingar. „Slíkt haftafyrirkomu-
lag stríðir algerlega gegn heilbrigð-
um viðskiptaháttum og er vanvirð-
ing við neytendur með hliðsjón af
þeirri áskorun sem rúmlega 20 þús-
und neytendur skrifuðu undir nú
nýverið".
Á blaðamannafundinum sögðu
talsmenn innflytjenda að boltinn
væri nú hjá landabúnaðarráðherra
en þeir leggja til að innflutningur
verði gefinn frjáls „en ráðuneytið
hafi á hendi að stöðva þann inn-
flutning með eðlilegum fyrirvara,
þegar innlend framleiðsla kemur á
markaðinrí*.
-6g
Forsœtisráðherra
ekki við þingslit
Steingrímur
farinn utan
Steingrfmur Hermannsson for-
sætisráðherra hélt utan til Got-
lands á Efta-fund í morgun og verð-
ur því ekki viðstaddur þingslit.
Venja er sú að forsætisráðherra
lesi upp forsetabréf um þingslit.
Friðjón Sigurðsson skrifstofustjóri
Alþingis sagði í gær að fordæmi
væri fyrir því að staðgengill forsæt-
isráðherra tilkynnti þingslit. Það
mun því koma í hlut Halldórs Ás-
grímssonar sjávarútvegsráðherra
að lesa upp forsetabréfið, þar sem
forsætisráðherra sá sér ekki unnt
að dvelja hérlendis framyfir þing-
slit. _,g>