Þjóðviljinn - 23.05.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.05.1984, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 23. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 9. bekkur Kirkjubæjarskóla á Síðu Líflftið skólastarf er eitthvað það leiðinlegasta sem hægt er að hugsa sér, bæði fyrir kennara og nemend- ur. Að Kirkjubæjarskóla á Síðu má segja að 9. bekkur hafi fundið sér viðfangsefni, sem er bæði lifandi og hagnýtt, með stofnun fiskeldistöðv- ar. Fiskeldistöðin, sem liggur við Hæðarlæk í Landbroti er um 360 fermetrar. í stöðinni eru fimm níu metra löng ker. í .þeim má hafa hrygningarfisk og eldifisk, en í stöðinni eru jafnframt ker fyrir hrogn og seiði. Allt vatn sem rennur í gegnum stöðina kemur úr Hæðarlæk. Það rennur í sér rörum að kerunum. Stöðin gengur fyrir rafmagni og er því allt húsið upplýst, rafmagnsút- tök eru í húsinu og því mögulegt að hita upp vatn. Starfsemin við fiskeldistöðina hefur verið margþætt og ijóst er að þar hefur geysileg vinna verið lögð fram. Meðal annars sem nemendur hafa rannsakað eru leiðnimæling- ar, klakveiði, kreisting, hirðing hrogna, lífsferill laxfiska og líf- heimur vatnsins. Jón Hjartarson, skólastjóri Kir- kjubæjarskóla, kvað áhuga nem- enda hafa verið mjög mikinn og að verkefnið hefði gengið mjög vel í vetur. Meginvandamálið hafi verið að við engar fyrirmyndir var að styðjast og hafi því kennarar þurft að smíða verkefni og viðfangsefnin jafnóðum. En með góðu samstarfi við nemendur, sem hafi tekið tillit til þessa vandamáls, hafi allt lukk- ast stórslysalítið. ss. Flskeldlstöftin var ekki það eina sem nemendur í Klrkjubæjarskóla lögðu fyrir slg. Hér eru nokkrlr nemendur 9. bekkjar vlð ádrátt í Grenilæk. Framsóknarmenn í málþófi um meðferðina á flokksformanni sínum í Búnaðarbankamálinu „Var píndur me<5 heitum töngum Stefán Valgeirsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður bankaráðs Búnaðarbankans, hélt uppi miklu málþófi í neðri deild í gærnótt og gærmorgun. Tilefnið var stjórnarfrumvarp um að Búnaðarbankinn heyri ekki lengur undir Landbúnaðarráðu- neytið heldur viðskiptaráðuneytið. Stefán sagði að bændur hefðu ekki verið spurðir neins í þessum efnum og harmaði hann tillitsleysi stjórnarflokkanna við afgreiðslu þessa máls. Ólafur Þ. Þórðarsön tók undir með Stefáni og sagði m.a. að Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarmanna, hefði verið píndur með heitum töngum til fylgilags við íhaldið. Sagði Ólafur að samþykkt þessarar tillögu fæli í sér að verið væri að leggja Búnað- arbankann niður. Tillagan var samþykkt og sömu- leiðis tillaga varðandi Iðnaðar- bankann sama efnis. -•g- Stefán Valgeirsson: verið að leggja Búnaðarbankann niður. Klakveiði og kreisting á námsskránni Met í pappírsflóði Alþingis 1124 þingskjöl Þinghaldið í vetur hefur ein- kennst af miklu pappírsflóði og í gær var orðið Ijóst að slegið hefði verið nýtt met í útgáfu þingskjala. Að sögn Vigdísar Jónsdóttur yfirskjalavarðar Alþingis verða þingskjöl að öllum líkindum 1124 á þessu nýlokna þingi en voru flest áður 1067 á þinginu 1980-1981. Ástæðu þessa fjölda þingskjala má m. a. rekj a til þeirrar staðreynd- ar að nú eru í fyrsta sinn starfandi 6 þingflokkar en Álþingi en voru fjórir á sl. þingi. Á þinginu voru samþykkt 92 stjórnarfrumvörp, 17 þingmanna- frumvörp og ein stjórnskipunar- lög. 77 voru ekki útrædd og tvö felld. Bornar voru fram 110 þingsá- lyktunartillögur, 25 samþykktar, 5 vísað til ríkisstjómar og 77 ekki út- ræddar. Bornar voru fram 148 fyrir- spumir í sameinuðu þingi og var öllum svarað nema 21. Alls vom mál til meðferðar í þinginu 370, lagðar fram 14 skýrslur og haldnir 315 bókaðirfundir, 113íefri deild, 107 í neðri deild og 95 í sameinuðu þingi. Kvennadelld Landspítalans fékk nýlega handverkfærl tll smósjárskurðaðgerða á eggjalelðurum kvenna að gjöf. Soroptlmlstaklúbburlnn á fslandl færði deildinni þessa gjöf. Nú hefur skapast á Kvennadelld Landspfta- lans fullkomln aðstaða til aðgerða á konum sem eiga við ófrjósemisvandamál að stríða vegna lokaðra eggja- lelðara. Á myndinni eru fulltrúar Soroptimistaklúbbsins ásamt starfsfólkl Landspítalans vlð afhendlngu hand- verkfæranna. Eitt besta vor sem komið hefur um árabil segja bœndur á Suðurlandi Tún eru orðin iðjagræn á Suð- ingar um árferði og landbúnað, urlandsundirlendi og tekin að sagði það rétt að þetta vor hefði spretta dável. Horfir nyög vel verið mjög gott. Mars og apríl með heyskap ef svo fer fram sem hefðu verið hagstæðir og enn horfir. Snorri Þorvaldsson, bóndi enginn afturkippur komið. á Akurey í V-Landeyjum, sagði Hann sagði það sína kenningu fréttamanni Þjóðviljans að þetta að heyfengur bænda færi eftir væri eitt besta vor sem komið hitastigi vetrar og sagðist hann hefði um langt árabil. Ef ekki því reikna með að heyfengur yrði kæmi kuldakast, þá gætí sláttur 10% meiri í sumar en hann var í hafist uppúr 20. júní. fyrra. Þar ætti hann ekki bara við bændui á Suðurlandi, það hefði Páll Bergþórsson veðurfræð- ífka vorað afskaplega vel á öllu ingur sem hefur oft haft uppi svæðinu austan Skagafjarðar. skemmtilegar og fróðlegar kenn- _ S.dór. Trúnaðarmannaráð SFR: Verkfall 1 sept. verði ekki gengið að kröfum launafólks Fundur i trúnaðarmannaráði Starfsmannafélags ríkisstarfs- manna ítrekaði í gær samþykkt sfð- asta aðalfundar félagsins um upp- sögn kjarasamninga BSRB og boð- un verkfalls 1. september ef ekki verður gengið að sanngjörnum kröfum launafólks. Var ályktun þessa efnis samþykkt samhljóða á Qölmennum fundi trúnaðarmanna SFR í gær. í ályktun fundarins er minnt á að megin forsenda kjarasamninganna í febrúar var að undangengin kjaraskerðing yrði stöðvuð. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar atvinnu- rekenda og ríkisvalds um að laun- þegahreyfingin hafi með samning- unum sýnt „ábyrgð og mikinn skilning á vanda þjóðarbúsins“ skirrist þeir aðilar ekki við að kippa burt þessum forsendum með auknum álögum á almenning. Á sama tíma sé fyrirtækjum og stór- eignamönnum hyglað með skattf- ríðindum úr götóttum og galtóm- um ríkissjóði. Trúnaðarmannaráð SFR hvetur launþegahreyfinguna til að mynda órofa heild svo snúa megi við þeirri óheillaþróun sem sé að gera fjölda láglaunaheimila í landinu gjald- þrota. Er skorað á stjórn BSRB að hefja undirbúning víðtæks upplýs- ingastarfs í samstarfi við önnur samtök launamanna til að tryggja órofa samstöðu í komandi átökum. - v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.