Þjóðviljinn - 23.05.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.05.1984, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 23. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Opinber rekstur í einkarekstur? TAFLA1 Spurt var: „Ef ákveðið væri að láta einkafyrirtæki taka við verkefnum, sem nú eru í höndum hins opinbera, telur þú þá æskilegt að það verði gert á eftirfarandi sviðum?": Konur Karlar Æskil. Óæskil. Æskil. Óæskil. Opinber mötuneyti 81.2 18.8 89.9 10.1 Viðhald á bygg./eignum 73.5 26.5 90.8 9.2 Sorphreinsun 61.5 38.5 81.4 18.6 Rekstur almenningsvagna 57.2 42.8 76.1 23.9 Ræsting opinb. stofnanna 65.1 34.9 69.1 30.9 Póstur og sími 55.7 44.3 59.8 40.2 Dagvistarheimili f. börn 41.2 58.8 53.8 46.2 Bókasöfn 43.1 56.9 39.7 60.3 Rannsóknarstofn. 36.5 63.5 48.8 51.2 Elli- og hjúkrunarheimili 34.4 65.6 36.3 63.7 Slökkvilið+sjúkraflutn. 18.8 81.2 24.2 75.8 Sjúkrahúsrekstur 18.0 82.0 23.2 76.8 Skóla+menntastofnanir 11.8 88.2 18.3 81.7 Mismunandi reynsluheimur í skoðanakönnunum Undanfarið hafa birst í dag- blöðum niðurstöður úr skoð- anakönnunum frá fyrirtækinu Hagvangi h.f. Spurt hefur verið um viðhorf tit þess að færa opin- ber verkefni í hendur einkafyrir- tækja og viðhorf til niðurskurða á félagslegri þjónustu. Það sem einna helst hefur vakið athygli er munur, sem fram hefur komið í afstöðu kynjanna til þessara mála. Hér á síðunni er að finna töflur þar sem svör fólks eru greind eftir kyni. Taflan um viðhorf til þess að færa verkefni frá hinu opinbera til einkafyrirtækja og þá hvaða verk- efni er fengin hjá Hagvangi. Taflan um afstöðuna til niðurskurðar á fé- lagslegri þjónustu birtist í Morgun- blaðinu hinn 17. maí. í töflunni frá Hagvangi er tekin heild þeirra, sem tóku afstöðu til spurninganna, en í töflunni frá Morgunblaðinu er einnig gefin svarprósenta þeirra, sem ekki tóku afstöðu. Skoðanakannanir eins og þessar hafa verið gerðar í mörgum löndum á ýmsum tímum. Hér á landi eru þær þó býsna fátíðar og því er þessi mjög forvitnileg, eink- um fyrir það fólk sem heldur fram mismunandi reynsluheimi kynj- anna. íslenskar konur virðast ekki ýkja frábrugðnar konum annarra landa í afstöðunni til hins opinbera velferðarríkis: Fleiri konur en karl- ar vilja halda í það ríki, enda má rökstyðja þá skoðun að hið opin- bera komi konum og þeirra áhug- amálum betur til góða en körlum að ýmsu leyti. TAFLA 2: Spurt var: „Hvernig á að leysa f járhagsvanda ríkisi ns?“ Konur Karlar Með auknu skattaeftirliti? Já 96.5 95.6 Nei 2.1 3.5 Veit ekki 1.4 0.9 Konur Karlar Með viðbótarsköttum Já 64.9 56.5 á fyrirtæki? Nei 31.5 41.0 Veit ekki 3.5 2.5 Konur Karlar Með afnámi niðurgreiðslna? Já 51.5 65.2 * Nei 38.6 29.0 Veit ekki 9.9 5.8 Konur Karlar Með niðurskurði á framlögum Já 50.4 63.4 til verklegra framkvæmda? Nei 43.3 33.9 Veit ekki - 6.4 2.8 Konur Karlar Með niðurskurði Já 12.9 31.8 á þjónustu skólakerfis? Nei 84.0 62.9 Veit ekki 3.1 5.3 Konur Karlar Með gjaldtöku fyrir opinbera Já 16.7 25.1 þjónustu t.a.m. á sjúkrahúsum? Nei 80.5 72.6 Veit ekki 2.8 2.3 1 Konur Karlar Með niðurskurði á þjónustu Já 8.5 21.9 heilbrigðis og tryggingakerfis? Nei 89.9 75.6 Veit ekki "1.6 2.5 Konur Karlar Með erlendum lántökum? Já 10.1 12.9 Nei 86.6 85.6 Veitekki 3.3 1.6 Konur Karlar Með viðbótarsköttum Já 4.2 5.8 á einstaklinga? Nei 94.4 92.4 Veit ekki 1.4 1.8 GÓÖ hugmynd segja 82 prósent Afgerandi meirihluti íslend- ínga finnst það góð hugmynd að færa verkefni frá hinu opinbera til einkafyrirtækja, ef marka má skoðanakönnun,sem Hagvang- ur gerði meðal 1000 íslendinga dagana 4.-18. aprfl sl. Sams konar spurning var lögð fyrir 1314 Dani í september á síðasta ári, og svöruðu aðeins 40 prós- ent Dana því til að þetta væri góð hugmynd. Könnun þessi á viðhorfum al- mennings til þess að færa verkefni frá hinu opinbera til einkafyrir- tækja var gerð að beiðni Stjórnun- arfélagsins, en að öllu leyti í umsjá Hagvangs, sem einnig hannaði spumingar. Urtakið var valið úr þjóðskrá allra íslendinga 18 ára og eldri. Könnunin fór fram símleiðis og náðist í 860 af þessum 1000 ís- lendingum og var svarprósentan 86 prósent. Fyrsta spurningin í þessari könn- un var almennt orðuð: „Finnst þér það almennt séð góð hugmynd eða slæm að færa verkefni frá hinu op- inbera til einkafyrirtækja?“ 82.2 prósentum svarenda fannst hug- myndin góð, 12.4 'prósent töldu hana slæma og 5.3 prósent töldu sig ekki vita það. í svörunum kom ekki fram verulegur munur milli fólks eftir aldri, atvinnugrein eða tekjum. Mestur var munurinn milli kynja. 92.1 prósent aðspurða karla töldu hugmyndina góða en 81.4 prósentum kvenna. 7.9 prósent karla töldu hana slæma, en 18.6 prósent kvenna. Þegar síðan var farið ofan í þá málaflokka, sem fólk taldi einna helst æskilegast að láta einkafyrir- tæki taka við, kom í ljós að fólk vildi helst færa frá ríkinu þá þætti, sem það telur einkaaðila ráða við, og einnig þá flokka sem snertir það sjálft minnst. Þannig töldu 82.1 prósent svarenda æskilegt að færa rekstur opinberra mötuneyta í hendur einkaaðila og 79.2 prósent - en ekki sama hvaða málaflokkar töldu æskilegt að færa viðhald á op- inberum byggingum og eignum til einkaaðila. Hins vegar töldu 19.9 prósent svarenda æskilegt að færa sjúkrahúsrekstur til einkaaðila en 76 prósent töldu það óæskilegt. 14.5 prósent aðspurðra töldu æskilegt að færa skóla- og menntastofnanir í hendur einkaað- ila en 81.2 prósent töldu það óæski- legt. ast Lélegri þjónusta - og spilling Samband starfsmanna ríkis- ins, bæjar- og sveitarfélaga í Bandaríkjunum lét gera athug- un á þvi hvaöa ávinning eða skaða það hefði í för með sér að verkefni opinberra fyrir- tækja færðust í hendur einka- aðila. Athugunin stóð í tvö ár og er henni nú lokið. Niður- staðan er sú, að þetta kosti skattborgarana stórfé og opni að auki mikla möguleika á svikum, lélegri þjónustu og spillingu. Forseti sambands þessa starfs- manna kynnti nýverið niðurstöð- ur þessarar athugunar í Banda- rfkjunum. „Fyrirtæki, sem taka að sér opinbera þjónustu, taka yfirleitt meira fyrir en opinberu fyrirtækin gerðu. Oft hrakar gæð- um þjónustunnar. Mjög oft verð- ur lítið aðhald með þjónustunni og við höfum dæmi þess að í kjölfarið fylgi spilling og glæpir“, sagði forsetinn. Samband starfsmannanna seg- ist vilja leiða athygli ráðamanna að því, að það að færa verkefni úr höndum hins opinbera til einka- fyrirtækja kosti skattborgarana yfirleitt meira heldur en þegar verkefnin eru í höndum opin- berra starfsmanna, sem verða að gera yfirmönnum sínum fulla grein fyrir vinnu sinni. Forseti sambandsins benti á, að niðurskurður Reaganstjórnar- innar til félagsmála hafi þrengt mjög að bæjar- og sveitarstjórn- um, sem hafi þó búið við þröngan fjárhag fyrir. Mörg þeirra hafi valið þann kostinn að fá einka- fyrirtækjum í hendur ýmis konar þjónustu og þannig auðveldað sér leikinn, að eigin áliti. Ríki, fylki og sveitastjórnir í Banda- ríkjunum hafa sagt upp opinber- um starfsmönnum og gert samn- inga við einkafyrirtæki um að þau taki að sér þjónustu á borð við sorphreinsun, tölvuvinnslu, vegagerð, arkitektúr, prentverk og félagslega þjónustu. Athugun Sambands starfs- manna ríkis, bæjar- og sveitarfé- laga í Bandaríkjunum leiddi í ljós, að vellíðan almennings væri stundum beinlínis stefnt í voða með þessum uppátækjum. Gleggsta dæmið er að finna hjá geðveiku fólki og þroskaheftu. Mörg sveitarfélög hafa tekið þá stefnu í spamaðarskyni að koma þessu fólki út af ríkisreknum stofnunum. Þessa fólks bíður Athugun verkalýðsfélaga í Bandaríkjunum bendir til, að það kosti of mikið að fœra verkefni frá hinu opinbera til einkafyrirtœkja annað hvort gatan eða illa reknar einkastofnanir. í athugun Sam- bands starfsmanna er að finna dæmi þess, að sjúklingar á þess- um einkastofnunum hafi sætt illri meðferð, bæði andlegri og líkam- legri. Einnig em dæmi þess, að slíkir sjúklingar hafi ráðist á aðra sjúklinga og jafnvel á borgara á götum úti, en þessar stofnanir hafa yfirleitt ekki á að skipa nægi- legu starfsliði. Af öðrum dæmum sem finna má í þessari athugun em: • Þetta leiðir oft til hærri kostn- aðar fyrir notendur þjónust- unnar. • Spilling er algeng og mörg dæmi em um mútur, samvinnu við gerð tilboða og samvinnu við stjórnmálamenn. • Bæjar- og sveitafélög hafa orð- ið að taka á sig ómældan skaða þegar einkafyrirtækin hafa ekki staðið við gerða samn- inga. • Einkafyrirtæki gera oft mjög lág tilboð en „vinna" það síðan upp með alls kyns álagi - sem neytandinn verður að borga. • Oft em samningar svo óljósir, að einkafyrirtækm geta neitað að vinna hitt og þetta, sem áður fólst í verkinu. Stundum hafa bæjar- og sveitarfélög orðið að grípa til þess að hafa starfs- mann á fullum launum við að fylgjast með einkafyrirtækjum og sjá um að þau standi við gerða samninga. Slíkt kostar auðvitað mikið fé. • Einkafyrirkomulagið hefur í för með sér, að hið opinbera þarf ekki lengur að standa al- menningi reikningsskil. Margir stjórnendur einkafyrirtækja, sem hafa tekið við verkefnum hjá því opinbera lfta svo á, að hér sé á ferðinni auðveld gróðalind. í athuguninni er einnig greint frá bæjar- og sveitarfélögum, sem farið hafa aðra leið en þá að flytja verkefni í hendur einkafyrir- tækja. í stað þess að halda launakostnaði í algjöru lágmarki, eins og stefna Reaganstjómar- innar boðar, hafa sum bæjar- og sveitarfélög uppgötvað að spara má með því t.d. að auka fram- leiðnina, lækka atvinnuleysisbæt- urnar og ýmsa félagslega aðstoð og um leið fá auknar skatttekjur, með því að hafa nægilegt starfs- lið. Forseti Sambands starfsmanna ríkis-, bæjar- og sveitarfélaga segir, að ýmsis bæjarfélög hafi notað einkafyrirtækin til þess að breiða yfir lélega stjórnun eigin fyrirtækja. En með þeirri leið eru menn engu bættari, segir forset- inn. Ef stjórnunin er léleg, ferð- ur bara að bæta hana. Einkafyrir- tækjaleiðin kostar of mikið og miklu meira en bætt stjórnun. (Úr ritinu „Free Labour World“).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.