Þjóðviljinn - 11.07.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.07.1984, Blaðsíða 5
Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi, annaðist veislustjórn á aettarmótinu. Skógaskóli Framhaldsnám í vetur? Yrði þá á mála- og viðskiptabraut Á hausti komanda getur Skóga- skóli minnst 35 ára afmælis síns. Er þá í athugun að bregða á það ráð, verði aðsókn að skólanum næg, að gefa nemendum kost á 2ja ára framhaldsnámi: á málab- raut og viðskiptabraut. Verður við það miðað, að nemendur á viðskiptabraut geti lokið al- mennu verslunarprófi frá skóla- num. Áríðandi er að umsóknir berist skólanum sem fyrst svo að í ljós komi hvort unnt reynist að efna til framhaldsnáms, en gert er ráð fyrir að skólinn hefjist 10. sept- ember. mhg Undir borðum í Borgarnesi. Nokkur hluti ættfólksins en ógerlegt er að rúma það allt á einni mynd. Ættfrœði Niðjatal Hróf- bjargastaðahjóna Katrínar Markúsdóttur og Benjamíns Jónssonar íslendingar eru menn ætt- ræknir og ættfræðiáhugi er mikill með þjóðinni. Heita má, að ætt- fræðibækur, ein eða fleiri, komi út á ári hverju og ættarmót eru árlega haldin víðsvegar um land. „Aldrei sá ég ættarmót/með eyrarrós og hrafni", sagði gaman- skáldið góðkunna, ísleifur Gísla- son á Sauðárkróki. Ólína Jónas- dóttir, skáldkona var nærstödd og svaraði samstundis: „Allt er þó af einni rót/í alheims gripa- safni“. En þó að það sé óhrekjan- leg staðreynd að öll hin lifandi náttúra og mannfólkið með eigi sér eitt og sama upphaf, þá yrði sennilega ýmsum annmörkum bundið að haida mót, sem rúmaði þá ætt alla. Niðurstaðan hefur því oftast orðið sú þegar haldin eru ættarmót, að miða við einhvern ákveðinn ættlið og rekja sig svo niður frá honum. Fer það senni- lega eftir fjölmenni ættanna hve langt er seilst til baka því ekki er alltaf auðfundið það hús, er rúmi allan skarann, svo frjósamar sem sumar ættir eru. Um helgina 23. og 24. júní sl. efndu afkomendur hjónanna Benjamíns Jónssonar og Katrín- ar Markúsdóttur frá Hrófbjarga- stöðum í Hítardal til ættarmóts í Hótel Borgarnesi. Skiptu þátt- takendur hundruðum. Á laugar- dag var setið við veitingar, ræðu- höld og góðan gleðskap í Borg- arnesi en á sunnudaginn farin skoðunarferð um Borgarfjarðar- hérað, farið upp í Hítardal og að sjálfsögðu komið við á Hróf- bjargastöðum. Hrófbjargastaðir eru afskekkt og erfitt fjallakot innarlega í dalnum vestan Hítar- ár. Eru þeir í Kolbeinsstaða- hreppi í Hnappadalssýslu, en Hítardalur liggur á mörkum Mýra-, Hnappadals- og Dala- sýslu. Voru þeir síðasti bærinn í byggð vestan ár, fór í eyði 1921. Benjamín og Katrín bjuggu á Hrófbjargastöðum frá 1860-1887 eða í 27 ár. Síðan tóku við börn þeirra tvö, hvort á eftir öðru, samtals í 22 ár. Hrófbjargastaða- hjón eignuðust 10 börn og kom- ust 9 af þeim upp, mikið atorku- og manndómsfólk. Það, sem gerði þetta ættarmót frábrugðið flestum öðrum var, að þá kom út Niðjatal þeirra Hróf- bjargastaðahjóna, mikil bók og vönduð af allri gerð, með miklum fjölda mynda og nafnaskrá. Prentun annaðist Prenttækni en bókband Bókfell hf. Megin þung- inn af samningu þessa mikla verks hvíldi á herðum Sveinbjargar Guðmundsdóttur. Hún bjó bókina undir prentun og ritstýrð að nokkru. Er það ærið afrek að taka saman slíkt rit og koma því út á svo skömmum tíma, því það var ekki fyrr en upp úr miðju sl. sumri, sem útgáfan var ákveðin. í bókinni er ætt Benjamíns rak- in til Marteins Einarssonar bisk- ups, síðan er æviágrip þeirra hjóna, Benjamíns og Katrínar og foreldra þeirra, ágrip af ævi barn- anna og ættir þeirra raktar frá hverju þeirra fyrir sig. Bókin er gefin út á kostnað ritnefndar og upplag fremur takmarkað. Hún fæst keypt hjá Klöru Sæland í versluninni Blómahornið á Self- ossi, Birni Magnússyni Sekkjar- holti 20 Akranesi, Marteini Markússyni, Klapparstíg 13 Reykjavík og auk þess hjá rit- nefndarmönnum en þeir voru Eiríkur Ágúst Sæland, Espiflöt, Biskupstungum, Kristján Bene- diktsson, Eikjuvogi 4, Reykja- vík, Kristján Kristinsson, Hlíðar- vegi 46, Ytri-Njarvík, Markús Alexandersson, Fremristekk 1, Reykjavík, Markús B. Þorgeirs- son, Hvaleyrarbraut 7, Hafnar- firði, Ólafur Magnússon, Hjalla- brekku 11, Kópavogi, Óskar Eg- gertsson, Brekkubyggð 6, Garð- abæ, Steinar Guðmundsson, Logaland 9, Reykjavík og Sveinbjörg Guðmundsdóttir, Löngubrekku 19, Kópavogi og Skólavörðustíg 46, Reykjavík. -mhg Miðvikudagur 11. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.