Þjóðviljinn - 11.07.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 11.07.1984, Blaðsíða 15
ÍÞRÓiriR Evrópumótin „Stórkostlegur vinnmgur 66 KR mœtir QPR í Evrópukeppni meistaraliða Clive Allen, hinn nýi landsliðsmiðherji enska landsliðsins, kemur vænt- anlega hingað til iands í haust með QPR. KR leikur nú i Evrópukeppni í knattspyrnu í fyrsta skipti í 16 ár og er einstaklega heppið með and- stæðinga. Newsweek ,4*etta er stórkostlegur vinn- ingur, við erum mjög ánægðir með að leika gegn Queens Park Rangers í UEFA-bikarnum. Þetta er frægt lið sem leikur góða sókn- arknattspyrnu og gaman að fá það hingað. Þá skemmir ekki fyrir að síðari leikurinn, heima- leikur QPR, fer fram á hinum fræga leikvangi, Arsenal, High- bury, þar sem völlur QPR, Loftus Road, er lagður gervigrasi,“ sagði Steinþór Guðbjartsson framkvæmdastjóri knattspyrnu- deildar KR í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Eins og fram kemur í baksíðu- frétt léika Eyjamenn gegn Wisla Krakow frá Póllandi í Evrópu- keppni bikarhafa. Fyrri leikurinn á að fara fram í Póllandi en Einar og urðu Evrópumeistarar 1984fyrir vikið samtali við Þjóðviljann í gær að Tap gegn íslandi leiddi til aðgerða Frakkar gripu til hastarlegra aðgerða „Eftir að Frakkar hötðu náð þriðja sæti í heimsmeistara- keppninni í Svíþjóð árið 1958 stóðu þeir í tvo áratugi í skugga stórvelda knattspyrnunnar. Mesta lægðin kom á áttunda árat- ugnum þegar franska landsliðið beið niðurlægjandi ósigur gegn íslandi, þjóð sem telur aðeins 200 þúsund íbúa og á engin atvinnu- lið. Þetta kallaði á hastarlegar að- gerðir....“ Þetta má lesa í nýjasta hefti Newsweek, dagsettu 9. júlí, en grein- in fjallar um að loks hafi Frökkum tekist að sigra á stórmóti í knatt- spymu (Evrópukeppni landsliða) eftir 80 ára streð. Ekki eru greinarhöfundar alveg nógu nákvæmir. fsland hefur aldrei náð að bera sigurorð af Frakklandi í landsleik í knattspyrnu en komst þó nálægt því árið 1975 í Evrópukeppni landsliða. Þá varð jafnteíli, 0:0, f Reykjavík en Frakkar sigruðu síðan 3:0 í Nantes. Jafnteflið hefur sjálfsagt farið fyrir brjóstið á mörgum Frökkum og það jafngilt tapi í þeirra hugum. Það er gaman til þess að vita að ísland eigi svona óbeinan þátt í upp- gangi franska landsliðsins undanfarin ár - uppgangi sem leiddi til þess að Frakkland varð Evrópumeistari í knattspyrnu 1984! - VS reynt yrði að fá fyrri leikinn hér heima. Góðar líkur eru á að hann fari fram á Hásteinsvellinum í Eyjum, eins og við höfum áður sagt frá, er verið að koma upp búningsaðstöðu við hann þannig að hann standist þær kröfur sem gerðar eru. Eyjamenn hafa þegar tilkynnt hann sem sinn heimavöll í Evrópukeppninni. íslands- og bikarmeistarar ÍA mæta belgísku meisturunum Be- veren og fer fyrri leikurinn fram í Belgíu. „Mér líst ágætlega á andstæð- ingana, þetta hefði getað verið verra. Þægilegt ferðalag og gott að fá upplýsingar uni lið Beveren. Ég er ekkert hræddur, Beveren lenti á móti Aberdeen í fyrra, eftir að við höfðum tapað 2:3 saman- lagt fyrir Skotunum, og Aberdeen burstaði Belgana. Samkvæmt því ættum við að eiga möguleika!“ sagði Hörður Helgason, þjálfari ÍA, í gær. „Það hefði verið skemmtilegra að leika hér heima fyrst en það skiptir ekki höfuð- máli“, bætti hann við. Stuttgart, lið Ásgeirs Sigur- vinssonar í V.Þýskalandi, leikur gegn Leviski Spartak frá Búlgar- íu í Evrópukeppni meistaraliða. Erfitt það. Evrópumeistarar verpool mæta Lech Poznan fflr Póllandi. Ensku bikarmeistararnir Ever- ton leika við bikarmeistara ír- lands, UCD frá Dublin. Moss frá Noregi var heppið, mætir vestur- þýska stórliðinu Bayem Munc- hen. Þá leika bikarmeistarar Wa- les, Wrexham, sem eru í 4. deild ensku knattspyrnunnar, við Porto frá Portúgal sem lék til úr- slita við Juventus í keppninni í vor. í UEFA-bikarnum eru nokkrir gómsætir - þar ber hæst viðureign Southampton frá Englandi og Hamburger SV frá V.Þýska- landi. Tottenham, handhafar UEFA-bikarsins, leika við Sport- ing Braga frá Portúgal, Manc- hester United við Raba Vasas ETO frá Ungverjalandi og Nott- ingham Forest við FC Brugge frá Belgíu. Þá mætir Anderlecht frá Belgíu, lið Arnórs Guðjohnsens, hinu geysisterka vestur-þýska liði Werder Bremen. Leikirnir fara fram með hálfs mánaðar millibili í september en leikdagar voru ekki á heinu í gær. - vs Leikið á KR-velli Fyrsti stórleikurinn á grasvelli KR-inga á þeirra félagssvæði í Vesturbænum verður háður á þriðjudaginn kemur. Þá leika þeir gegn Þór frá Akureyri í 8-liða úrslitum bikarkeppni KSI. Upphaflega átti að leika á Laugardalsvelli á fimmtudegin- um, en þar sem KR á að leika í 1. deildinni laugardaginn þar á eftir var leiknum flýtt og honum fund- inn staður á KR-velIinum. Markabræður! Sœmundur og Elís komnir á fullt. „Markabræðurnir“ kunnu á Akranesi, Sæmundur og EIís Víg- lundssynir, eru komnir í gang á ný eftir talsverðan dvala. Þeir skorðuðu tvö mörk hvor þegar HV lagði Stjörnuna að velli, 4-3, í SV-riðli 3. deildarinnar á Akra- nesi í gærkvöldi. Stjarnan leiddi 1-3 í hléi, Jónas Skúlason 2 og Þórhallur Guðjónsson höfðu gert mörkin fyrir Garðbæinga. Fylkir vann ÍK 2-1 í Kópavogi í miklum baráttuleik. Brynjar Jó- hannesson skoraði fyrir Fylki í fyrri hálfleik og fékk síðan víta- spyrnu, fyrir listræna hæfileika sína í dýfingum, og skoraði, 0-2. Dagbjartur Pálsson lagaði stöðu- na fyrir ÍK með laglegu skalla- marki eftir fyrirgjöf Gunnars Guðmundssonar. Snæfell skoraði sitt fyrsta mark á heimavelli í sumar en það dugði aðeins til 1-1 jafnteflis við Grind- avík. Guðmundur Stefán Marías- son, -gsm- sjálfur, kom Snæfelli yfir á 20. mínútu en Símon Al- freðsson náði að jafna fyrir Grindavík á 67. mínútu. Leiftur er komið með níu stiga forystu í NA-riðli, vann Magna 4-2 á Grenivík í gærkvöldi. Jón Ingólfsson og Friðbjörn Péturs- son skoruðu mörkin fyrir Magna. íslenska landsliðlð í handknattleik sem mætir V.-Þjóðverjum í kvöld og annað kvöld. Kreditkortafyrir- tækið Visa hefur styrkt iandsliðið myndarlega og það mun leika í búningum merktum fyrirtækinu á Ólymípuleikunum í Los Angeles. Myndir: - Loftur. Handbolti Allt á fullu í Það verður í mörg horn að líta hjá knattspyrnuáhugamönnum í kvöld - fjöldi leikja í öllum deildum víða um land. Tveir fyrstu leikir 11. umferðar 1. deildarinnar fara fram í kvöld. KA og Keflavik mætast á Akureyrarvelli og Breiðablik-KR í Kópavogi. í 16-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ er gerð fjórða tilraunin með leik ÍBV og ÍA í Vestmannaeyjum. Fjórir leikir verða í 2. deild. Njarðvík-Vöisungur í Njarðvík, ÍBÍ- Skallagrímur á Isafirði, Tindastóll- FH á Sauðárkróki og Einherji-KS á Vopnafirði. I 3. deild, SV-riðli, mætast efstu liðin, Víkingur og Reynir Sandgerði, í Ólafsvík. f 4. deild eru þrír leikir: Bolungarvík-Reynir Hn., Grótta- Leiknir R. og Reynir Ár.-Skytturnar. Allir leikir kvöldsins eiga að hefjast kl. 20. Þrenna Helga gegn Súlunni Helgi Ingason fann í gærkvöldi skotskóna sem hann týndi í fyrra- haust og skoraði öll 3 mörk Leiknis Fáskrúðsfirði í góðum 3:1 sigri á Súlunni á Stöðvarfirði. Óskar Tómasson gat bætt við fjórða markinu en lét verja frá sér vítaspyrnu. Ársæll Hafsteinsson lagaði stöðuna fyrir Súluna með marki úr aukaspyrnu. Leiknir er þá með 26 stig á toppi F-riðils 4. deildar en Súlan er í öðru sæti með 19 stig þegar hvort lið á eftir 4 leiki. " Meistaramót Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15 - 18 ára verður haldið á Ákureyri dagana 21. - 22. júlí. Þátttaka tilkynnist á skráningarkortum FRÍ til skrif- stofu UMSE, Óseyri 2 Akureyri (sími 96-24011) eða til Vilhjálms Bjömssonar, Dalvík (sími 96- 61121), fyrir 13. júlí. Wunderlich í Seljaskóla! Ólympíulið íslands og V-Pýskalands mœtast tvívegis í Seljaskólanum, í kvöld og annað kvöld Óvanalegur árstími fyrir lands- leiki í handknattieik - en í kvöld mætast ísland og Vestur-Þýska- land í Scljaskólanum í Rcykjavík. Leikurinn hefst kl. 20 og er liður í undirbúningi liðanna fyrir Ólym- ípuleikana í Los Angeles sem hefj- ast í lok mánaðarins. Þjóðirnar mætast síðan á sama stað og sama tíma annað kvöld. ísland og Vestur-Þýskaland hafa leikið 23 A-landsleiki karla og hafa V-Þjóðverjar unnið 18 þeirra, ísland fjóra en einum hef- ur lokið með jafntefli. Síðast unnu V-Þjóðverjar tvívegis í Laugardalshöllinni í nóvember 1982,17:15 og 21:19, en þar áður gerði ísland góða för út, náði 15:15 jafntefli í Hamborg og sigr- aði síðan geysilega óvænt í Lu- beck, 13:11. íslenska liðið hefur æft mjög stíft að undanfömu og er nýkom- ið úr keppnisför til Tékkóslóvak- íu. Lið V-Þjóðverja er skipað ungum leikmönnum, mikið byggt upp á 21-árs liðinu sem hlaut silf- ur í síðustu HM-keppni. En hinn snjalli Erhard Wunderlich er kominn í landsliðið á ný, hann missti sæti sitt þar er hann lék á Spáni um skeið. Hann sneri heim í vor, og þessi hávaxna skytta mun án efa reynast íslensku leik- mönnunum erfiður viðureignar í Seljaskólanum í kvöld og annað kvöld. Þá leika 4 félagar Alfreðs Gíslasonar úr Essen með vestur- þýska liðinu. - VS ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.