Þjóðviljinn - 11.07.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.07.1984, Blaðsíða 6
LANDÐ FAGVERK S/F Verktakafyrirtæki Sími 26098 1. Sprunguviðgerðir með bestu fáanlegum efnum. Efni þessi standast vel alkalísýrur og seltu, hefur mikla teygju og góða viðloðun. 2. Gerum við steyptar þakrennur og berum í þær þéttiefni. 3. Þök: Tökum að okkur allar viðgerðir og breytingar á þökum, þéttum bárujárn, skiptum um járn o.fl. (erum með mjög gott þéttiefni á slétt þök). 4. Gluggar: Sjáum um allar viðgerðir og breytingar á gluggum. Kíttum upp glugga, setjum opnanleg fög, gler- ísetningar o.m. fleira. 5. Málning: Önnumst alla málningarvinnu utan húss sem innan. Áhersla lögð á vönduð vinnubrögð og viöurkennd efni, viðráðanleg kjör og góða þjónustu. Komum á staðinn, mælum út verkið, sýnum prufur og send- um skriflegt tilboð. Vinsamlegast pantið tímanlega í síma 26098. - Geymið auglýsinguna - SHIfl l/ÍHMM ^ÖLUBOÐ VEX PVOTTAIÖQUR 21 ÍTRAR L1 Iia/\1a_____ NILDA ÞVOTTADUFT 5Kg ^ MOLASXKUR Braga ÞAÐ HRESS*R! kaffi 1 Kg LJUFFEPÍGAR SUPUR 60 gr pakkar ...vöruverÖ í lágmarki Bygging W á Land- spítalalóð - 3. áfangi Tilboð óskast í jarðvinnu, uppsteypu, ein- angrun, lagnir og frágang innan- og utan- húss fyrir byggingu W á lóð Landspítalans við Eiríksgötu í Reykjavík. Húsið er 1 hæð, að flatarmáli um 450 m2. Verkinu skal að fullu lokið 10. nóv. 1984. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 3.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 19. júlí 1984, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 ÓDÝRARI barnaföt bleyjur leikföng Mjólkurdagsnefnd Myndun Stundum heyrist um það spurt, hverskonar fyrirbæri Mjólkur- dagsnefnd sé. Hér skal leitast við, ef verða mætti einhverjum til glöggvunar, að skýra í stuttu máli frá myndun nefndarinnar, til- gangi og störfum. Fyrir 12 árum síðan, eða 1972, gekkst Mjólkurtæknifélagið fyrir stofnun nefndarinnar og hefur hún starfað nokkuð óslitið síðan. Tilgangurinn með stofnun Mjólkurdagsnefndar var að sam- eina krafta innan mjólkuriðnað- arins um kynningar- og auglýs- ingastarfsemi á mjólk og mjólk- urvörum. Meiri áhersla hefur þó verið lögð á fræðslu um hollustu mjólkur og mjólkurvaranna en auglýsingar. Gefnir hafa verið út fræðslubæklingar og dreift í alla grunnskóla landsins. Þá hefur nefndin og látið gera kvikmynd og, á síðasta ári, einnig tvö mynd- bönd. Á hverju ári hefur nefndin efnt til „Mjólkurdaga“, þar sem haldin hefur verið sýning á hinum helstu mjólkurvörum og sýning- argestum gefinn kostur á að kaupa þær á mjög hagstæðu verði. Næstu „Mjókurdagar" verða býsna margir þar sem Mjólkurdagsnefnd mun taka drjúgan þátt í búvörusýningu þeirri, sem hugmyndin er að halda 21.-30. sept.í haust. Að sögn Agnars Guðnasonar, fram- Sýslufundur A-Sk. Tekið á þjóðþrifamálum Sameining sveitarfélaga, náttúruvernd, atvinnumál Fyrir aðalfundi sýslunefndar A-Skaftafellssýslu, sem haldinn var í Gömlu búð á Höfn 14. og 15. júní sl. lágu að venju fjölmörg mál, sem öll voru rædd og flest afgreidd. Helstu gjaldaliðir sýslusjóðs eru: 1. Til niðurgreiðslu bygging- arkostnaðar vegna stækkunar og endurbóta á Elli- og hjúkrunar- heimili sýslunnar kr. 1.400.00. 2. Til reksturs byggðasafns sýslunn- ar kr. 200.000. 3. Til útgáfustarf- semi, kynningamyndir um hé- raðið og listaverkakaupa kr. 180.000 4. Til félags- og menning- armála kr. 250.000. Nokkrum áhyggjum veldur þungur rekstur fæðingardeildar í hjúkrunarheimilinu. Er þess vænst, að leiðrétting fáist á dag- gjöldum sængurkvenna, svo ekki þurfi áfram að greiða með þess- um rekstri. Náttúruverndarmálum hefur, fyrir forgöngu Náttúruverndar- nefndar sýslunnar, verið sinnt í verulegum mæli. Sýsluritið Skaftfellingur kom út á fundinum og verður þess nánar getið. Sýsluvegaáætlun 1984 nemur kr. 1.510.000. Verður fénu eink- um varið til nýbygginga og endur- bóta á sýsluvegum í tveim hrepp- um. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar: Sýslu- og sveitar- félög Sameiningarmál Fundurinn „...leggur áherslu á eflingu héraðanna og styrka starfsemi sýslufélaga sem sam- eiginlegs afls um framkvæmd stærri mála. Skapa þarf sýslufélögunum nýja tekjust- ofna. Andmælt er þeirri hug- mynd, sem óraunhæfri og stríð- andi gegn vilja íbúa þessa sýslufé- lags, að sameina verði hreppana í eitt sveitarfélag. Varað er við Úr Lóni, A-Skaftafellssýslu. sameiningu sveitarfélaga og má það aldrei verða með valdboði gert. Við sérstakar félagslegar og landfræðilegar aðstæður getur þó verið eðlilegt að sameina sveitarfélög, enda liggi fyrir skýlaus vilji íbúanna“. Um ferðamál Fundurinn...„beinir því til stjórnvalda að nú þegar verði bannaður innflutningur stórra torfærubifreiða erlendra ferða- manna til ferðalaga um hálendi íslands. Fundurinn telur að krefj- ast verði þess, að hópar ferða- manna, hafi íslenska fararstjóra. Þá telur fundurinn eðlilegt að tollgæsla í fjórðungnum verði efld og að henni ráðnir sér- menntaðir menn. Koma þarf á hreyfanlegri landvörslu, er sé í því fólgin, að lögreglubifreiðar, t.d. ein í fjórðungi, fari um og fylgist með viðkvæmum svæðum og stöðum, þar sem vænta má ránsmanna í varplöndum og þar sem náttúrugripi er að finna. Bifreiðarnar séu mannaðar lög- reglumanni og náttúrufræðingi. Fagna ber þróun þeirri sem orðið hefur með bættri umgengni ferðamanna almennt.“ Þróun atvinnumála Fundurinn...„lýsir áhyggjum sínum yfir þróun atvinnumála í landinu. Undirstöðugreinar fara halloka og eru reknar með tapi á meðan þjónustugreinar blóm- stra. Ástand í landbúnaði er sér- staklega ískyggilegt. Fjárhagss- taða bænda versnar ár frá ári og haldi svo fram, sem horfir, eru yfirvofandi meiri háttar fólks- flutningar úr sveitum til þéttbýlis. Ekki verður séð hvernig lifað verður í þessu landi ef undir- stöðuatvinnuvegirnir hrynja, þá munu þjónustugreinarnar fljótt dragast saman og við blasa atvinnuleysi. Skorar fundurinn á Alþingi og ríkisstjórn að hrista af sér slenið og vinna af alefli að því, að framvegis verði lífvænlegt á ís- landi af vinnu þjóðarinnar við auðlindir til lands og sjávar. Var- ar fundurinn eindregið við því að einblína á erlenda stóriðju sem sjálfsagða máttarstólpa efna- hagslífs, að landbúnaði og sjávar- útvegi gengnum“. -mhg hennar, tilgangur og störf. kvæmdastjóra nefndarinnar, „er ekki að efa að sýningin verður glæsilegur vitnisburður um þær framfarir, sem orðið hafa í mjólk- uriðnaði okkar á allra síðustu árum“. Þá er og ákveðið að nú í sept., komi út bæklingur um mjólkina og kalkið, eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson. Mjólkurdagsnefnd skipa: Ósk- ar H. Gunnarsson frá Östa- og smjörsölunni, formaður, Brynj- ólfur Sveinbergsson frá Mjólk- urtæknifélaginu, Gísli Andrés- son frá Framleiðsluráði landbún- aðarins, Guðmundur Stefánsson frá Stéttarsambandi bænda og Oddur Helgason frá Mjólkur- samsölunni. Sem fyrr segir er Agnar Guðnason, blaðafulltrúi landbúnaðarins, framkvæmda- stjóri nefndarinnar. -mhg 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. júli 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.