Þjóðviljinn - 11.07.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.07.1984, Blaðsíða 10
Bygging/á Landspítala- lóð - 3. áfangi Tilboð óskast í jarðvinnu, uppsteypu, einangrun, lagnir og frágang innan- og utan- húss fyrir byggingu á lóð Landspítalans við Eiríksgötu í Reykjavík. Húsið er 1 hæð, að flatarmáli um 450 m2. Verkinu skal að fullu lokið 19. nóv. 1984. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 3.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað jimmtudaginn 19. júlí INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Auglýsið í Þióðvil.janum LÁTJÐ FAGMENN VINIMA VERKID Sprungu- og þak Gerum föst verðtilboð yður að kostnaðarlausu án skuldbindínga af yðar hálfu. Upplýsingar í símum (91) 666709 Aðalfundur Útgáfufélags Þjóðviljans verður haldinn fimmtudaginn 12. júlí n.k. og hefst kl. 20.30 í fundarsal Alþýðubandalagsins Hverfisgötu 105, Reykjavík. Stjórnin þétting Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir júní mánuð er 15. júlí. Ber þá að skila skattinum til inn- heimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið JP Laus staða í viðskiptadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar hlut- astföa dósents (37%) í rekstrarhagfræði (einkum í fram- leiðslufræði). Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. janúar 1985 til 30. júní 1987. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækj- enda, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík og skulu hafa borist fyrir 15. ágúst n.k. Menntamálaráðuneytið Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúö og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Lúðvíks Ágústs Nordgulen fyrrverandi símaverkstjóra Brávallagötu 8. Þórunn Nordgulen Lúðvík Sigurður Nordgulen Sigríður Einarsdóttir Ásta Lúðvíksdóttir Nordgulen Ásgeir Karlsson barnabörn og barnabarnabörn. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Sumarferö AB á Austurlandi Alþýöubandalagið á Austurlandi efnir til sumarferðar að Dyrfjöllum laugardaginn 21. júlí. Farið frá Egilsstöðum í rútu og einkabílum kl. 9 að morgni. Rúta fer frá Neskaupstað k. 07.30. Gengið úr Njarðvík í Stóruurð við Dyrfjöll. Komið til baka að kvöldi samdægurs. Athugið góðan skóbúnað og nesti til dagsins. Fararstjóri veröur Hjörleifur Guttormsson. Þátttaka tilkynnist til einhvers eftirtalinna sem fyrst: Sigurjóns Bjarnasonar, Egilsstöðum, sími 1329 eða 1375. Margrétar Óskarsdóttur, Eskifirði, sími 6299. Stefaníu Stefánsdóttur, Neskaupstað, sími 7179 eða 7247. Ferðin er öllum opin. Kjördæmisráð Sumarferð ABR 1984 Sumarferð ABR verður sunnudaginn 19. ágúst. Að þessu sinni munum við fara á Þingvöll. Merkið á dagatalið viö 19. ágúst. - Sumarferö ABR - Nánar auglýst síðar. - Ferðanefnd ABR. Frá Mývatni. Alþýðubandalagið Vesturlandi Verslunarmannahelgin - Sumarferð Alþýðubandalagið á Vesturlandi fer í sína árlegu sumarferð i Eyjafjörð og Þingeyjarsýslu um verslunarmannahelgina 4. til 6. ágúst. Farið verður frá Akranesi og Borgarnesi á laugardagsmorgun 4. ágúst. Gist að Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði í tvær nætur. Tjaldstæði - svefnpokapláss - hótelherbergi, ettir ósk hvers og eins. Leiðsögumaður Erlingur Sigurðarson. í hagstæðu veðri verður farið Sprengisand aðra leiðina. Þátttaka tilkynnist til eftirtalinna sem allra fyrst: Akranes Jóna s. 1894 - Ingunn 2698 - Guðbjörg 2251. Borgarfjörður Ríkharð s. 7072 - Halldór 7370. Hellissandur Skúli s. 6619. Ólafsvík Jóhannes s. 6438. Grundarfjörður Ólöf 8811. Stykkishólmur Ómar s. 8327. Dalir Kristjón s. 4175. Kjördæmaráð Á Hvítárvatni. Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra Sumarferð á Kjöl og í Hvítárnes um verslunarmannahelgina 4.-6. ágúst. Sumarferðir Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra hafa verið mjög vinsælar. Að þessu sinni verður farið um Kjalveg og tjaldað í Hvítárnesi um verslunarmannahelgina. Lagt verður af stað laugardaginn 4. ágúst, annars vegar frá Siglufirði og farið um Hofsós og Sauðárkrók, en hins vegar Hvammstanga um Blöndu- ós. Allur hópurinn mætist við Svartárbrú í Langadal kl. 10.30. Síðan liggur leiðin um Blönduvirkjunarsvæðið og Hveravelli suður í Hvítárnes suð- austan Langjökuls. Daginn ettir verður sérstök ferð farin í Kerlingarfjöll fyrir þá sem vilja. Kvöldvaka verður í ferðinni. Á mánudaginn verður ekið af stað heim á leið og ýmsir markverðir staðir skoðaðir. Ferðin kostar 1200 kr. en börn og unglingar undir 14 ára aldri græða hálft gjald. Nánari upplýsingar gefa: Sverrir Hjaltason Hvammstanga (s: 1474), Elísabet Bjarnadóttir Hvammstanga (s: 1435), Eðvarð Hallgrímsson Skagaströnd (s: 4685), Guðmundur Theodórsson Blönduósi (s: 4196), Hulda Sigurbjörnsdóttir Sauðárkróki (s: 5289), Stefán Guðmundsson Sauðárkróki (s: 5428), Gísli Kristjánsson Hofsósi (s: 6341), Hannes Baldvinsson Siglufirði (s: 96- 71255) og Ragnar Arnalds Varmahlíð (s: 6128) og Reykjavík (s: 83695). Félagsmálanefnd fundur verður haldinn að Hverfisgötu 105 fimmtudaginn 12. júlí kl. 20.30. Mætum öll vel og stundvíslega. Stjórnarnefndin. SKÁK Eins og þeir sem náið fylgj- ast með gangi mála í skák- heiminum í dag vita, hefur uppgangur Nýsjálendingsins Murray Chandler verið mikill upp á síðkastið. Svo mikill að hann var valinn varamaður í heimsliðinu nú á dögunum. Þessi staða kom upp í skák hans við Ribli á mótinu í London fyrr á þessu ári. í fyrstu virðist sem Ribli (svart- ur) hafi nokkuð góð tök á stöð- unni. Hvíturgeturt.d. ekki not- fært sér al-h8 skáklínuna með góðu móti s.br. 33. Bb2 Hd 1 +. En Chandler hafði séð dýpra og dró fram úr erminni djöfullega fléttu 33. Hb6!! og skyndilega er Ribli varnar- laus, hótunin er einföld: 34. Hb8. Ekki gengur 33.-Dxb6 34. De8 Kg7 35. Bb2 og ekki heldur 33.- Bb7 34. Bh6 f6 35. Hbxf6. Ribli valdi því leið sem gat ekkert gert nema ef til vill ruglað Chandler í ríminu. 33.- Bxc2+ 34. Kxc2 Hc7+35. Kbl Dd3+ 36. Kal Dc3+ 37. Bb2 Dxe5 38. Hb8! og eftir þetta hafði Ribli fengið sig fullsaddan og gafst upp sam- stundis. BRIDGE Eins og áður hefur komið fram spiluðu átta pör í fyrstu lotu lands- liðskeppninnar og samanburður því á 3 borðum. Þ.e. hvert N/S par t.d bar saman skor við A/V á hin- um 3 borðunum. Eitt spil gat því þýtt sveiflu upp á 90-100 „impa". Líklega hafa Guðmundur Hermannsson og Björn Eysteinsson ekki verið yfir sig ánægðir með „sveitafélaga sína“ þegar spil 19, í 2. lotu var gert upp. Gjafari S. A/V á hættu: Norður SKG87 H 5 T 965 L AK843 Austur S 105 H AG93 TKD732 L 107 Suður S A9643 H 8762 TG4 LG2 Það er ekki óeðlilegt, í harðri jfeppni, að lenda í fjórum hjörtum á A/V spilin. En á hagstæðum hættum er jafn sennilegt að N/S láti í sér heyra, með óvæntum ár- angri. „Fórnin" í fjóra spaða er góð, raktir tíu slagir, og ef nú spaðinn lægi 3-1, með slag úti á drottninguna, vinnast jú fjögur hjörtu. En það var þetta með Guð- mund og Björn. Þeir voru með A/ V spilin og enduðu í tveim tíglum, sem er kannski ekki dýrasti stubburinn í spilinu, en gott þó, myndi maður ætla? Efst á skorblaðinu höfðu N/S (Guðlaugur og örn) hirt sitt í gagnfórninni 5 hjörtum. 500 til N/ S. En tveir næstu dálkar gerðu útslagið: 620 og 650 í fjórum hjörtum í vestur. Úff! Það er ekki alltaf ávinningur að stela Vestur S D2 H KD104 TA108 LD965 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.