Þjóðviljinn - 28.07.1984, Side 6

Þjóðviljinn - 28.07.1984, Side 6
IÞROTTIR MUNIÐ FEBÐA VA$A BOKINA Handhægt uppsláttarrit sem veitir fleiri almennar upplýsingar um ferðalög og ferðamöguleika innanlands og utan en nokkur önnur íslensk bók. Meðal efnis eru 48 litprentuð kort, vegalengdatöflur, upplýsingar um gististaði og aðra ferðamannaþjónustu, um sendiráð og ræðismenn erlendis, vegaþjónustu, veðurfar á ýmsum stöðum og margt fleira. Fæst í bókabúðum og söluturnum um allt land. Ferðavasabókin; ómissandi ferðafélagi! FJÖLVÍS Síðumúla 6 Reykjavík Sírni 91-81290 Héraðsskólinn að Núpi Höfum tekið upp þá nýbreytni að bjóða upp á fornám eða hægferð skólaárið 1984 -1985 í fíórum námsgreinum: íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði. Hafið samband í síma 94-8236 eða 94-8235. Skólastjóri SAMTÖK PSORIASIS- OG EXEMSJÚKLINGA Baðhúsið við Bláa lónið hefur verið opnað aftur, eftir viðgerðir og endurbætur. Þeir fé- lagsmenn sem vilja notfæra sér aðstöðu í húsinu hafi samband við skrifstofu félagsins Síðumúla 27, sími 83920, mánudaga og fimmtudaga milli 14.00-16.00. Stjórnin. NÁMSGAGNASTOFNUN Bifreiðastjóri Námsgagnastofnun auglýsir eftir bifreiða- stjóra. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Námsgagnastofnun merkt „Bifreiðastjóri“ fyrir 3ja ágúst. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Uugardagur 28. júlf 1984 1. deild Valur á flugi 4-1 sieur á KA fvrir norðan Valsmenn lyftu sér vel frá botnsvæðinu í gærkvöldi í fímm marka ieik gegn KA og ekki að efa að stuðningsmannarútan hefur verið hátt uppi eftir leikinn. Skemmtileg knattspyrna allan tímann þótt umtalsverð færi væru ekki til muna fleiri en mörk- in. Það voru liðnar 83 sekúndur af leiknum þegar akureyringurinn Jóhann Jakobsson sem nú er kominn í rauðu peysuna gefur fyrir markið á Hilmar Sighvats- son óvaldaðan á markteigshorni. Þrumuskot í hornið nær og óverj- andi mark. KA svaraði fyrir sig þremur og hálfri mínútu síðar: Hafþór Kol- beinsson fær boltann utarléga í teignum, þvælir af sér varnar- mann og skorar útvið stöng. 1-1, og þannig er staðan í hálfleik. 4-1 sigur á KA fyrir norðan Um miðjan seinni hálfleik gef- ur Örn Guðmundsson fyrir KA- markið, Ingvar Guðmundsson nýkominn inná fær boltann við vítapunkt og skorar örugglega. Fjórum mínútum síðar fær Berg- þór Magnússon boltann útúr þvögu við KA-markið og skorar af markteigshorni 3-1. KA pressaði stíft eftir mörkin, en þegar allt er lagt í sókn veikist vörnin og slíka veilu notfærðu Valsarar sér í fjórða markið: Guðni Bergsson fær boltann við miðju, hann og Valur Valsson hlaupa saman gegnum KA-vörn; Guðni á vítateigshorni og rennir fyrir fætur Vals við punktinn og talan 4 á töfluna Valsmegin. KA-menn börðust allan tím- ann og sigur Vals var fullstór. Bergþór Ásgrímsson, annars- flokksmaður, var sýnu bestur heimamanna, Hafþór Kolbeins- son átti góða spretti. Valsliðið var jafnt; Hilmar Sighvatsson at- hyglisverðastur. Dómari var Helgi Kristjánsson og ekki alveg í essinu sínu. K&H-Akureyri/m Staðan í fyrstu deild eftir leik Vals og KA & 234 29/ -0 ÍA.......... ÍBK...............13 7 3 3 16-12 24 Þróttur...........13 4 6 3 14-12 18 Valur..............13 4 5 4 15-11 17 Víkingur...........12 4 4 4 21-20 16 KA................13 3 4 6 19-27 13 Fram...............12 3 3 6 13-15 12 Brelðablik........12 2 6 4 10-12 12 KR................12 2 6 4 11-19 12 Þór................12 3 2 7 14-19 11 Landinn marði sigur Norðmenn unnu svía, - og þarmeð mótið? ^assá^ Daufur leikur og bleklítill á Húsa- víkurvelli, - en íslendingar áttu öllu meira í honum og Alexander Högna- son fullnægði réttlætinu tveim mínút- um fyrir leikslok með góðum lágbolta eftir unnið einvígi við finnskan varn- armann. Fylginn sér og duglegur, Al- exander, - skarpasti maður íslending- anna. íslenska liðið var öllu betra en finn- amir á miðjunni og uppvið markið. Góðir framlínumenn finna nýttu sér ekki færin. Jiri Lallimo skaut yfir snemma í leiknum; þegar skammt var eftir að hléi áttu íslendingar skemmtilega sókn, Heimir skýtur en bjargað í hornspyrnu sem Arnljótur Davíðsson fær fyrir markið en skýtur í borgar- manninn (=markvörður skv. upplýs- ingum roskinna húsvíkinga). Um síðari hálfleik miðjan var varið gott. skot Ramis Rantanen. Arnljótur komst í gott færi þegar tíu mínútur vom eftir en framhjá, sömuleiðis naumlega Páll Guðmundsson skömmu síðar. f Ieikslok grípur Alex- ander svo til sinna ráða. Bestu menn íslands: Alexander, Þorsteinn Guðjónsson í vörninni, Páll Guðmundsson, Rúnar Kristins- son. Dómgæsla feykigóð, sem húsvík- ingar eiga víst ekki að venjast: Esten Larsen, Noregi. Danir möluðu færeyinga á Krókn- um, 6-1. Danir voru mjög sterkir en færeyingar áttu þó sínar sóknir og skomðu mark í fyrri hálfleik sem dæmt var af vegna hæpinnar rang- stöðu. f hálfleik var 2-0 eftir mörk Johnny Mölby og Jan Rasmussen. f seinni hálfleik bætir Brian Laudrup (bróðir Michaels!) við fyrir Dani, en færeyingar laga stöðuna í bili (Magni Jarnskord). Erik Madsen tekur bolt- ann viðstöðulaust á lofti og skorar annað skömmu síðar. Johnny á svo sjötta markið. Norðmenn unnu svía og þarmeð mótið að öllum líkindum, eiga aðeins færeyinga eftir. Baráttuleikur og spennandi en ekki mikill fótbolti. Per Morten Haugen skorar eina mark fyrri hálfleiks fyrir nojara, Jan Ove Pedersen bætir við í síðari hálfleik eftir stungusendingu. Norðmenn skora svo sjálfsmark síðast í leiknum í mikilli svíapressu. Norðmenn sterk- ari, ágengari, betri í návígjum. Bestu menn: Erik Langholm, Orjan Berg og Hans Kjetil Henriksen markmað- ur. Staðan fyrir síðustu umferð: Noregur............4 3 1 0 7-4 7 Svíþjóð............4 2 1 2 11-3 5 Island.............4 2 11 7-3 5 Danmörk............4 2 0 2 11-9 4 Finnland...........4 112 8-5 3 Færeyjar..........4 0 0 4 2-22 0 Síðasta umferð verður á sunnudag á Akureyri: Færeyjar-Noregur á Þórsvelli kl. 10.30, Svíþjóð-Finnland á aðalvelli kl. 12.00, Ísland-Dan- mörk á aðalvelli kl. 13.45. AB/ÓHJ/m Ólympíuleikarnir Settir í kvöld Þrátt fyrir skróp austantjaldsmanna í leikunum í Los Angeles er þátttaka meiri en nokkrusinni. 23. Ólympíuleikar að nýjum sið verða settir í kvöld í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkj- unum. Um allan heim setja íþróttaáhugamenn sig í stelling- ar, fylgjast með afreksmönnum og „sínu“ Ólympíuliði. Tvennt skyggir á leikana að þessu sinni. Annarsvegar ' fjarvera austan- tjaldsmanna sem eru í fýlu vegna þess að kanar tóku pólitíkina frammyfir hinn fræga íþrótta- anda þegar leikarnir voru í Mos- kvu fyrir fjórum árum. Hinsvegar miskunnarlaus sala á íþrótta- mönnum og leikunum í heild til fyrirtækja í auglýsingaskyni: Fuji-filmur eru hinar opinberu filmur leikanna, Coca-Cola hinn opinberi gosdrykkur þeirra og svo framvegis. Okkar menn verða í eldlínunni strax á sunnudag. Þá keppa þeir Tryggvi Helgason og Árni Sig- urðsson í undanriðlum í 100 m bringusundi og Ingi Þór Jónsson í 200 m skriðsundi. Á mánudag syndir Ingi Þór 100 m flug og Guðrún Fema Ágústsdóttir 200 m bringusund. Fyrsti leikur handknattleiksliðsins er á þriðju- dag gegn Júgóslövum, en önnur lið í riðlinum eru Rúmenía, Jap- an, Alsír og Sviss. Helsti vonarpeningur íslend- inga á leikunum, Einar Vil- hjálmsson, kastar spjótinu í fyrsta sinn á laugardag eftir viku. Sjónvarp frá setningarathöfn- inni er á sunnudagskvöld klukk- an 21.55 og mánudag klukkan sex. _ m Ólympíuliðið íslenska við brottförina til Los Angeles í fyrradag. Á myndina vantar að sjálfsögðu þá menn okkar sem eru við nám í Bandaríkjunum. Sómi íslands... - eða tíu litlir negrastrákar? Mynd Loftur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.