Þjóðviljinn - 28.07.1984, Blaðsíða 7
Þetta lá
eitthvað
svo vel
fyrir
mér
Viðtal við
Ingibjörgu Eggerz
sem á að
baki sér
langan
listferil
erlendis
„ Það hafa aðeins tvær
myndir verið sýndar eftir mig
hér heima, það var á einhverri
samsýningu fyrir löngu síðan.
Hún fékk ekki góða dóma“.
Það er Ingibjörg Pálsdóttir
Eggerz sem hefur orðið. Nú í
vikunni var opnuð yfir-
litssýning á málverkum henn-
ar allt frá árinu 1955 í Gallerí
Borg og er það fy rsta sýning
hennar hér heima en hún hef-
ur um langt árabil tekið þátt í
og haldið sýningar víðs vegar
um Evrópu og Ameríku, feng-
ið verðlaun og góða dóma. Að
góðum og gömlum sið er rétt
að segja nokkur deili á Ingi-
björgu en hún er systir mynd-
höggvaranna Þorbjargarog
Ólafar Pálsdætra svo að
en sýnir nú
í fyrsta sinn
hér heima
segja má að sterk listæð sé í
þessarifjölskyldu.
Ég hitti hana í íbúð hennar á
efstu hæð í húsi við Laugaveginn
en hún sagöist hafa verið veik að
undanförnu og aftók með öllu að
tekin væri mynd af henni. „Ég hef
kunnað vel við mig í öllum
löndum en þegar ég kem heim er
ég alltaf hrædd um að vera eins og
útlendingur. Og svo þoli ég ekki
þetta veður, þessa bölvaða rign-
ingu“, segir hún.
- Varstu ung þegar þú byrjaðir
að mála?
- Ég var mjög ung, hef alltaf
verið leitandi og leitað að ein-
hverjum sem gæti kennt mér. f
barnaskóla var ég í teikningu hjá
Gvendi tvinna og það hataði ég,
hann lét mig teikna eitt strik eftir
tvinna. Svo kom hér sænsk mynd-
listarkona, sem hét Lillienquist.
Svei mér þá ef ég var ekki 10 ára
þá og ég fékk tilsögn hjá henni
ásamt nokkrum konum sem allar
voru fullorðnar. Þessi sænska
kona var svo listræn og elskuleg
og ég málaði það sem mér datt í
hug. Ég málaði á silki og öll
möguleg efni og prófaði líka að
sauma í stramma. öllum þóttu
þessar æskumyndir fallegar nema
mér. Svo kenndi Elín mér í
bamaskóla og ég fékk 8 - það var
hæsta einkunn þá og hún hvíslaði
í eyrað á mér: „Það hefur aldrei
neinn fengið svona hátt“.
- Voru foreldrar þínir listræn-
ir?
- Móðir mín, Hildur Stefáns-
dóttir,saumaði mikið oghúnsaum-
aði allt upp úr sér, aldrei eftir
teikningu. Faðir minn var sonur
sr. Ólafs Ólafssonar í Hjarðar-
holti og þegar prestur afi minn,
var kominn á eftirlaun og fluttur
til Reykjavíkur fór hann að mála í
laumi og geymdi myndirnar í
skúffu undir dívan. Hann fór
svona leynt með þetta - hvað
heldurðu? Myndimar vom dá-
lítið fmmstæðar, hann málaði líkt
og amma Móses. En hann
brenndi þeim flestum áður en
hann dó. Þó em nokkrar til hér
og þar og þeir em eitthvað að
hugsa um að halda sýningu á
þeim.
- En hvenær ferðu svo að læra
fyrir alvöru?
- Þá var ég komin til Washing-
ton með manninum mínum, Pétri
Eggerz. Ég byrjaði þar í tísku-
teikningu og þótti það voðalega
leiðinlegt. Þá snéri ég mér að
vatnslitunum hjá manni sem
heitir Voltaire og mér gekk ágæt-
Iega, hann var ósköp ánægður
með mig. En ég sagði: „Nei, nei, ’
þetta er samt ekki fyrir mig“.
Jæja. Svo kynntist ég minni ynd-
islegu vinkonu Ragnheiði Ream.
Hún hafði ætlað sér að verða pí-
anisti en fékk eitthvað í hendurn-
ar og gat ekki haldið áfram. Einn
góðan veðurdag segir hún svo:
„Komdu, við skulum koma að
mála“. „Ég kann það ekki“, sagði
ég. „Við skulum samt prófa“,
sagði hún. Og við settumst niður
og máluðum báðar dúfuna eftir
Guðmund frá Miðdal. Og mér
gekk svo andskoti vel, við
systkinin höfum alltaf haft liprar'
hendur. Ég fór að fá áhuga og á
endanum drifum við Ragnheiður
okkur báðar í skóla, hún í listahá-
skólann en ég fór í Corroran lista-
skólann.
- Og þá hefur skriðan farið af
stað?
UMSJÓN: GUÐJÓN FRIÐRIKSSON
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7