Þjóðviljinn - 28.07.1984, Síða 8

Þjóðviljinn - 28.07.1984, Síða 8
MYNDLIST Svört kona Ingibjörg Eggerz ... frh - Já, þá komumst við báðar á skrið. Eg hóf nám í olíumálningu og komst fljótt að raun um að til baka yrði ekki snúið. Þetta lá eitthvað svo vel fyrir mér. í hverri viku var hengd upp ein mynd í galleríinu í skólanum og það kom varla fyrir að ég ætti ekki þá mynd. Við seinustu skólaupp- sögnina, sem ég var við, voru mér veitt verðlaun fyrir prófverkefni en með því brutu þeir reglur skólans því að skv. þeim mátti enginn hljóta viðurkenningu fyrr en að loknu þriggja ára námi. - Og hvert lá leiðin þá? - Til Bonn í Þýskalandi. Þar lærði ég hjá ýmsum sem mér lík- aði misjafnlega vel við. Svo plat- aði Dollý Briem sendiherrafrú mig til að taka þátt í sýningu og á hana kom einn af bestu málurum Þýskalands, Gerhard Neumann, hann varð hrifinn af myndum mínum og það varð svo úr að hann veitti mér tilsögn um nokk- urt skeið. - Og þú hefur tekið þátt í mörgum sýningum? - Já, ég hef sýnt víða í Þýska- landi og öðrum borgum í Evrópu svo sem Clouchester, Vín, París og Aþenu. Égfékk m.a. verðlaun fyrir mynd sem var á sýningu í Museé D’Art Moderne í París. Ingibjörg sýnir mér nú úrklipp- ur með umsögnum og viðtölum við hana í erlendum og inn- lendum blöðum. Það er sannar- lega gaman að fá tækifæri til að sjá loks list hennar hér heima. - GFr Kvikmyndagagnrýni Fyndin hasarmynd 48 stundir (48 Hrs), Bandaríkin, 1982 Handrit og stjórn: Walter Hill Kvikmyndun: Ric Waíte Tónlist: James Horner Leikendur: Nick Nolte, Eddie Murphy. Sýnd í Háskólabíói. Það verður ekki af Bandaríkja- mönnum skafið að þeir eru einu mennirnir sem geta gert rudda- legar ofbeldismyndir áhugaverð- ar. 48 stundir eftir Walter Hill er ein þessara áhugaverðu stráka- mynda. Söguþráðurinn er ekki tiltakanlega nýstárlegur: lög- reglumaður fær smáglæpon í lið með sér til að góma stórglæpon á tveimur sólarhringum. Það er mikið skotið og stundum hitt í mark, mikið ekið og yfirleitt ekki farið eftir umferðarreglum, mikið slegist og fær þá margur á kjammann. Strákarnir eru æðis- lega töff, en stelpurnar meira til trafala, koma þó stundum að gagni sem gíslar eða rekkjunaut- ar. Samt er ótalmargt sem kemur í veg fyrir að maður rísi upp í fússi og yfirgefi bíóið með hurðar- skellum. „Því fer nú síður“, eins- og maðurinn sagði í útvarpinu um daginn. Virðulegasta fólk situr sem bergnumið í sætum sínum, nagandi neglur og rekandi upp stórkarlalega hlátra af og til. Hér er nefnilega á ferðinni kvikmynd þar sem allt smellur saman og úr verður þessi eftir- sóknarverði heildarsvipur sem einkennir góða fagmennsku: það er stíll yfir þessu, einsog maður segir. Handritið er smellið og fjörugt, samtölin oft drepfyndin, kvikmyndatakan afbragðsgóð, klippingin hröð og örugg, tónlist- in grípandi og leikurinn fyrsta flokks, a.m.k. hjá dúettinum Nolte og Murphy. Hraður rytmi myndarinnar grípur áhorfandann strax í fyrsta atriðinu, jafnvel áður en nokkuð gerist hefur tekist aðskapa þessa ómissandi stemmningu sem segir okkur að eitthvað svakalegt sé al- veg á næstu grösum. Og þessi stemmning er ríkjandi allt til myndarloka, hvergi dauður punktur, hvergi slakað á. Walter Hill er liðlega fertugur leikstjóri sem hefur stjórnað ein- um sjö kvikmyndum, en hóf feril sinn í kvikmyndunum sem hand- ritahöfundur. Eina af myndum hans hafði ég séð áður: The Warriors (1979) sem var heldur ógeðsleg mynd um glæpaflokka unglinga í New York, og fyrsta mynd hans sem „sló í gegn“ - hún var m. a. s. bönnuð í Svíþj óð, ef ég man rétt, og sumir sögðu að rekja mætti róstur og vígaferli meðal unglinga víðsvegar um heiminn til þeirrar myndar. 48 stundir er kvikmynd sem sýnir að Hill kann vel til verka og er í essinu sínu sem hasarmyndastjóri. Sennilega verður hann þó aldrei talinn til þeirra sem bæta heiminn með ódauðlegum listaverkum sínum. Nick Nolte sá ég síðast sem fífldjarfan blaðaljósmyndara í þeirri ágætu mynd I eldlínunni. Hér er hann líka á réttum stað, og helmingi töffari en þar. Hann leikur ruddalegan leynilögreglu- mann sem notar sínar eigin að- ferðir við að elta uppi glæpamenn - og getur varla talist frumlegt. Styrkur hans er í samleiknum við Eddie Murphy, sem leikur svart- an smáglæpon af hreinni snilld. Myndin væri vel þess virði að sjá hana þótt ekki kæmi annað til en leikur Murphys, sem er greini- lega gamanleikari af guðs náð. Maðurinn beinlínis leiftrar af húmor. Það er að miklu leyti hon- um að þakka að 48 stundir er fyrst og fremst gamanmynd, og verður minnisstæð sem siík. Kraftur Murphys kemur fyrst í ljós í óborganlegu atriði sem ger- ist á skemmtistað sveitalubba (hér með er stungið upp á að þetta orð verði framvegis notað í staðinn fyrir „aðdáendur kántrí- tónlistar“). Einsog nærri má geta eru svertingjar ekki vel séðir á slíkum stað, en áður en lýkur hef- ur Murphy tekist að snúa hlut- verkunum við, mjósleginn svert- ingjarindill í klæðskerasaumuð- um jakkafötum hefur heilan skara af jakalegum sveitalubbum með kúrekahatta algjörlega á valdi sínu. Síðar í myndinni kemur ribb- aldinn Nolte inn á skemmtistað svertingja, þar sem hvítir menn eru ekki vel séðir. Þessi tvö atr- iði, og að sjálfsögðu einnig sam- bandið sem myndast milli hvíta lögreglumannsins og svarta glæpamannsins, leiða hugann að þeirri spurningu hvort hér sé ef til vill verið að rialla um kynþátta- vandamálin. Eg held það sé þó best að ýta slíkum hugleiðingum frá sér - hvað sem segja má um 48 stundir er hún alveg örugglega ekki vandamálamynd. Hitt er svo annað mál, að vandamálin sem fyrir hendi eru í umhverfinu sem kvikmynd verður til í rata oft inn í myndina óbeint og án þess að sú hafi verið ætlunin. Þessvegna segja kvikmyndir okkur oft miklu meira en langir fyrirlestrar um ýmislegt sem aðstandendur þeirra dreymir ekki um að þeir séu að koma á framfæri. í viðtali við Walter Hill kom t.d. fram að framleiðendum myndarinnar þótti gróðavænlegt að láta „góð- an, svartan leikara" leika á móti Nick Nolte í þessari mynd. Eins- og venjan er þegar slíkar myndir eru annarsvegar voru það gróð- asjónarmiðin sem réðu ferðinni, en ekki boðskapur af neinu tagi. Eitt af því sem bandarískar kvikmyndir hafa óbeint komið á framfæri gegnum tíðina er að lög- reglustöðvar í stórborgum þar vestra séu heldur ónotalegir vinnustaðir, svo ekki sé meira sagt. Skemmst er að minnast ómerkilegs framhaldsmynda- flokks sem sjónvarpið sýndi um lögreglustörf í stórborg, Verðir laganna, og 48 stundir hlýtur að staðfesta mann í þeirri trú að geð- veikrahæli séu hreinasta himnar- íki miðað við bandarískar lög- reglustöðvar. Skyldu þær vera svona í alvörunni? 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJiNN Laugardagur 28. júií 1984

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.