Þjóðviljinn - 28.07.1984, Síða 9
MYNDLIST
Norrænn sexkantur
Farandsýning sex nor-
rcenna textfllistamanna
verðuropnuðídag. Þar
sýna tveir Svíar,tveir Norð-
menn og 1veir íslendingar
I dag, laugardag, hefst nor-
ræn textílsýning í Norræna
húsinu og stendur hún til 12.
ágúst. Nefnist hún Hexagon
og erfarandsýning sem fyrst
var opnuð í Nolhaga höllinni í
Allingsás í Svíþjóð í janúar. Á
sýningunni eru textílverk,
vefnaður, tauþrykk og verk
unnin með blandaðri tækni.
Sex listakonur eiga verk á
Hexagon og eru þær frá Sví-
þjóð, Noregi og íslandi, tvær
frá hverju landi.
Listakonurnar eru Wenche
Kvalstad Eckhoff og Inger-
Johanne Brautaset frá Noregi,
Maj-Britt Engström og Eva
Stephenson-Möller frá Svíþjóð
og Guðrún Gunnarsdóttir og
Porbjörg Þórðardóttir frá ís-
landi.
Peter Anker listfræðingur frá
Listiðnaðarsambandinu í Bergen
er staddur hér á landi og mun
flytja ávarp við opnunina á laug-
ardag.
Hexagon merkir sexkantur,
listamennirnir sex mynda saman
fast form. En það má leysa sex-
kantinn upp í sex þríhyrninga -
hver listamaður hefur sín sér-
kenni, segir í fréttatilkynningu.
Ástæðan fyrir að einmitt þessir
sex listamenn sýna saman er sú að
þeir hafa áður tekið þátt í nor-
rænum textílsamsýningum og
kynnst þannig. Hexagon hefur
fengið styrk frá Norræna menn-
ingarsjóðnum til sýningarhald-
sins en auk sýningarinnar í
Allingsás sem fyrr var frá greint
hefur sýningin verið í Gallerí F15
í Moss og Listiðnaðarsafninu í
Bergen. Norræna húsið er síðasti
viðkomustaður sýningarinnar.
Falíeg og frumieg sýningarskrá
hefur verið gefin út í tilefni af
Hexagon og þar eru nánari upp-
lýsingar um listakonurnar.
Inger Johanne Brautaset gerir
myndir sem sýna eitthvað úr
raunveruleikanum svo sem fjall,
himin, stein, vatn eða gras. Ljós-
ið gegnir miklu hlutverk í mynd-
um hennar. Það gefur myndum
hennar óendanlega vídd og hæð,
lyftir sér yfir fjallstinda og brattar
hlíðar, yfir sléttuna og hafið og
baráttu og leik manneskjunnar.
Wenche Kvalstad Eckhoff tjáir
sig með textíl og litirnir sem hún
notar skipta höfðumáli. Myndir
hennar minna á graffk en tækni
hennar gefur möguleika til að
þrykkja mjög stórar myndir.
Maj-Britt Engström hefur þró-
ast frá fígúratífum vef til hins ab-
strakta og lóðréttar og láréttar
línur eru einkennandi fyrir verk
hennar. Myndir hennar væru dá-
lítið flatar ef ekki kæmi til innskot
með rýjatækni sem gefa teppi
hennar þrívídd.
Guðrún Gunnarsdóttir vinnur
tauþrykk og míni-myndir. Lita-
notkun hennar er mjög dempuð
og myndir hennar einkennast af
geometrískum flötum með inn-
skoti af rýja og öðru slíku. Hún er
skyld Maj-Britt í list sinni.
Eva Stephenson-Möller dýrk-
ar einfaldleikann og myndir
hennar eru strangar abstrakt-
myndir.Þær eru eins konar lita-
spil með rétthyrndum flötum.
Þorbjörg Þórðardóttir sýnir
vefnað unninn með ull, líni og
hampi. Hún spinnur sjálf og fær
þannig oft ójafnan þráð sem gef-
ur myndum hennar lifandi yfir-
borð.
Sýningin í Norræna húsinu
verður opin daglega kl. 14-19.
- GFr
Laugardagur 28. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9