Þjóðviljinn - 11.08.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.08.1984, Blaðsíða 2
FLOSI af íslensku ástarmáli Þaö var einhvern tímann í vor, að bændablaðið Tíminn skipti um ham og fór að koma út í eðlilegum litum undir nafninu „enn té“. Þetta stórgladdi alla og ekki síst lesendur, sem sumir hverjir voru orðnir þreyttir á Tímanum í svarthvítu. Allt velviljað fólk í landinu óskaði nýja Tímanum fararheillar af hjartans innsta grunni. Og margir hugsuðu sem svo: „Hver er nú mesta fararheill, sem þessu nýja og feislyfta blaði getur hlotnast"? Svarið var auðvitað að finna í hand- raða móðurmálsins, einu af fjölmörgum leynihólfum íslenskrar tungu: “Fall er fararheill". Og ekki þurftu velunnarar blaðsins lengi að bíða. Fallið blasti við í einu af fyrstu tölublöðum hins nýja enntés (eða það héldu þeir vonglöðustu, þó annað kæmi síðar í Ijós). Og hvert var svo „Fallið“ að dómi þeirra málvitringa, sem hæst létu? Jú, termínólógían, eða heitaskipan í málefnum bænda og búsmala. Orð- aval yfir fýsnir, girndir, ástir og feimnismál húsdýra, var að dómi málvitringa ekki nærri nógu hnitmiðað í nýja Tímanum og kom upp mikill kurr meðal málvísra dreifbýlinga. Þéttbýlingar ættaðir úr sveit létu líka hátt og töldu það mikla goðgá að tala um að ær „gytu“, sauðfé „léti fóstri“ og guð má vita hvað. Ritstjórn blaðsins brást að vísu hart við og gat sýnt framá að allt sem í blaðinu stóð um feimnismál dýra gat staðist, samkvæmt málvenjum í hinum ýmsu byggðalögum, svo þegar upp er staðið var hér hvorki um fall né fararheill að ræða. En fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Hér hafði verið hrundið af stað málefnalegri og fjórri umræðu um íslenskt ástarmál. Farið var að efast um að það væri einhlítt og endi- lega rétt að tala um að ær væru blæsma, kýr yxna, tíkur lóða, læður breima, merar álægja, eða í hesta- látum og hvalir í grindum. Að ekki sé nú talað um nafngiftir einsog lauslæti, vergirni, karlsemi, greddu, kynæði, brókarsótt og ást. Margir héldu því fram að merkingar orða eins og „lemba, kelfa, fylja, hvelpa og barna“ merktu sitt hvað, eftir því í hvaða byggðarlagi athöfnin ætti sér stað. En það merkilegasta er þó, að ekki virðist lengur nokkur leið að gera sér grein fyrir því hvaða dýr það eru sem bera, hver kasta, gjóta, hrygna, verpa, kæpa eða fæða. Það eru einkum nokkrir húsgangar, sem fundust í vor, sem hafa orðið til þess að málvísindamenn eru farnir að stórefast um réttmæti viðtekinnar heitaskip- unar í íslensku ástarmáli manna og dýra. Til skamms tíma var þessi ferskeytla tekin góð og gild: Allt bar til í einu þar uxu bæjar sýkin: konan fæddi, kýrin bar kötturinn gaut og tíkin. Og ekki er að efa að landsmenn hafa lengi haft þennan húsgang að leiðarljósi, þegarfarið hefur verið orðum um fýsnir, girndir og feimnismál bænda og búsmala: Drósin þessi dávæn ber dám af flestum kindum. Yxna, blæsma, álægja er óð og lóða í grindum. Það var svo á fardögum í vor, þegar verið var að sortéra einkaplögg Jófríðar Pétursdóttur Ijósmóður frá Völlum á Landi, að nokkrar stílabækur fundust, gögn sem talið er að varpa muni nýju Ijósi á nafngiftir og heitaskipan um samdrátt og kynmörk ferfætlinga og jafnvel mannskepnunnar. Hvað sem segja má um nýja Tímann er þó víst að hann hefur orðið til þess að menn eru farnir að hug- leiða það í alvöru hvaða dýr geri hvað, þegar þau eru að draga sig saman eða gera „hitt“. Það er einkum þessi vísa, sem hefur valdið málvís- indamönnum miklum heilabrotum: Þegar kynóð ærin er ála steypireyðir kýrin lóðar, konan ber kötturinn yxna beiðir. Flosi. tiltölulega óþekkt í hálfrökkr- inu í Atlavík. Þó sagði einn fylgdarmanna Ringós frá því að nokkuð felmtur hefði runn- ið á kappann þegar vígalegur Austfirðingursveif á bítilinn og faðmaði hann með innlifun og krafðist þess að hann tæki gúlsopa af gömlu íslensku brennivíni. Að því loknu horfði Austfirðingurinn betur á Ringó og sagöi svo með nokkrum efa í röddinni. „Heyrðu annars, kenndirðu ekki trésmíði á Eiðum?“B „Einka- viðtalið* Kollegar okkar á Helgarpóst- inum eru ævintýramenn í betra lagi eins og sást best á því að þeir auglýstu Helgar- póstinn út alla verslunarm- annahelgina á því að einka- viðtal við Ringó Starr væri að finna í blaðinu. Þrátt fyrir forsíðumynd af Ringó með tilvísun á einkavið- talið inní blaðinu reyndist það ekki vera annað en þurrleg Uþptalning úr gömlum popp- tímaritum með einni eða tveimur setningum sem Ringó muldraði í símtól við blaðamann HP. Meö öðrum orðum tröllauknar umbúðir utan um loft, svo notuö séu fræg ummæli. Afskiptum HP lauk þó ekki af Ringó með því. Fylgdar- menn hans hér á landi buðu Ringó nefnilega út að fá sér í gogginn á Arnarhóli. Ringó lét til leiðast með því fororði að Ijósmyndurum væri haldið utan dyra. Þegar til kom voru kollegar okkar á HP hins veg- ar staddir á veitingastaðnum að kveðja ritstjóra sinn Árna Þórarinsson. Ljósmyndari HP var þar náttúrulega líka og vildi fá að taka mynd af kapp- anum. „Bara eina“ sagði Ringó við Jónas R. Jónsson bítilgæslu- mann. Ljósmyndarinn lét sér hins vegar ekki nægja eina mynd og það var ekki fyrr en Ringó setti snúðugur ofaní við Ringó og Bar- bara í Atlavík Ijósmyndarann að hún loksins hætti. Kannski megi nota myndirnar sem uppistöðu í annað „einkaviðtal“.B Ringó trésmiður Ringó Starr og Barböru eigin- konu hans þótti það mest um vert við ísland að geta rölt um 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. ágúst 1984 Blaðahöll í byggingu Hagur Frjáls Framtaks hf stendur nú með svo miklum blóma að fyrirtækið er búið að sprengja utan af sér húsa- kynnin í Armúlanum. Af þeim sökum er nú fyrirhugað að byggja yfir starfsemina og hinni nýju höll íslenskrar tíma- ritaútgáfu verður senn fund- inn staður í Skipholtinu. Þess má geta að Frjálst Framtak gefur nú út ellefu tímarit: Frjálsa verslun, Sjávarfréttir, Bílinn, Iðnaðarblaðið, Áfanga, Gróðurog Garða, íþróttablað- ið, A veiöum, Nýtt líf, ABC barnablaðið og Við sem flúgum. Ekki er aö undra þó fyrir- tækið gangi vel, því á undan- förnum árum hefur því borist drjúgur liðsauki úr hópi fyrr- verandi starfsmanna Þjóðvilj- ans, auk þess sem ýmsir lausapennar fyrirtækisins eru líka á mála hjá Þjóðviljan- um.l Óvinsælir fararstjórar Það er heldur fátt með pressunni og íslensku ólympíuforystunni þessa dagana. Opinberast hefur stríðið orðið milli DV og Ólympí- unefndarinnar og ræða hinir síðarnefndu ekki við hina fyrr- nefndu. Fýlan í fararstjórunum útí DV er þeim mun óskiljanlegri að blaðið hefur verið í þeirri aðstöðu að geta allra fjölmiðla best skýrt frá úrslitum á leikunum, - það gerir ríkiðdæmið og tímamnur- inn. Heimildir Þjóðviljans herma að uppúr hafi soðið þegar DV birti mynd af sundmanninum Inga Þór Jónssyni hnuggnum á laugar- barmi eftir slælegan sundsprett. Svoleiðis myndir vill íþróttaforyst- an ekki hafa að birtist í blöðunum og er þannig gjörsamlega úr takt við almenna blaðamennsku og þá dramatík sem fylgir íþróttavið- burðum af þessu tagi. Þjóðviljinn hefur ekkert Ijúfar sögur að segja af samskiptum sínum við fararstjóragengið í L.A. Þeim mistókst að útvega okkar manni almennilegan passa aö íþróttasvæðum og ólympíuþorpi og hafa staðið sig afar illa við að aðstoða hann, með þeim afleið- ingum að fréttaritari Þjóðviljans hefur varla fengið að komast í tæri við íslenska keppendur ve- stra. Og þegar hringt er í síma nefndarinnar í Los Angeles er annaðhvort að enginn er við eða að enginn veit neitt, jafnvel þótt íslenskir keþpendur séu að stökkva, kasta, glíma og synda. Það vekur furðu að opinber blaðafulltrúi nefndarinnar er Örn Eiðsson, og ekki maður sem hef- ur reynslu af blöðum og blaða- mennsku, til dæmis nú- eða fyrr- verandi íþróttafréttaritari á ein- hverjum miðlanna. Vond frammi- staða hans og annarra farar- stjóra hefur haft í för með sér að aðrir fjölmiðlar en þeir sem út- valdir voru af nefndinni í upphafi (DV, Moggi, útvarp) hafa ekki náð að flytja nema yfirborðsfréttir af ísiendingunum og árangri þeirra á OL. ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.