Þjóðviljinn - 11.08.1984, Blaðsíða 16
LEÐARAOPISIA
Úr Jónsbók
UM SKRÚÐKLÆÐA BURÐ.
KAP. 35 (13).
Þat er öllum mönnum kunnigt um þann mikla úsið, er menn hafa hér meirr í venju tekit í þvísa landi
en í engu öðru fátæku, um skrúðklæða búnað, svá sem margir hafa raun af með stórum skuldum, ok
missa þar fyrir þarfligra hluta margra, en hinn fátæki þarnaz sinna hjálpa, ok liggr fyrir slíkt margr
til dauðs úti frosinn; ok því gerum vér öllum mönnum kunnigt, at hverr sá sem á til .xx. hundraða ok
eigi minna, hvárt sem hann er kvángaðr eða eigi, má bera eina treyju með kaprúni af skrúði; en sá er á
til .xl. hundraða, má þar með bera skrúðkyrtil einn; sá er á tii .lxxx. hundraða, má þar með bera ólpu
eða kápu tvídregna utan gráskinn; en sá er á til hundrað hundraða, hann má at frjálsu bera þessi öll
klæði; utan lærðir menn beri klæði sem þeir vilja, ok handgengnir menn þeir sem sér eigu öll
skyldarvápn. Þeim mönnum ok, sem utan hafa farit, er lofat at bera þau klæði er þeir fiytja sjálfir út,
meðan þau vinnaz, þó at þeir eigi minna fé en fyrr segir, en eigi skulu þeir kaupa til framarr en fyrr
skilr. En ef nokkurr berr sá skrúðklæði er minna fé á, eða öðruvíss en hér váttar, sé klæði upptæk
konungs umboðsmanni, nema konur beri.
Bakgrunnur
„Ég veit að einn asni verður þó
aldrei hestur, þó menn setji
gullsöðul á hann. Og svo verður
einn dári aldrei vís, hvernig sem
hann málar sig utan. Þessi siður
fer mjög í vöxt í landi voru smám
saman nú nokkur ár. Ambáttin vill
eins klædd vera og húsmóðirin,
þénarinn eins og herrann, sonur-
inn betur en hans gamli faðir."
Svo segir meistari Jón í einni af
predikunum sínum í Vídalíns-
postillu og geta víst margir tekið
undir upphafsorðin, þótt niður-
lagið kunni að orka tvímælis,
enda gerir meistari Jón sannar-
lega ráð fyrir að til sé bæði Jón og
séra Jón og gera skuli skýran mun
á þeim.
Alla tíð hefur það fylgt mann-
inum að sýna vald sitt og virðing-
arstöðu með ýmsum ytri táknum,
klæðaburði, skrauti og siðvenj-
um. Þetta má sjá í vanþróuðum
þjóðélögum og háþróuðum og
nánast allir menn undirgangast
einhverjar slíkar siðvenjur,
hversu miklir stjórnleysingjar
sem þeir annars telja sig vera.
Byltingarþjóðfélög, sem
koilvarpa borgaralegum hefðum,
taka óðast upp nýja siði og sagt er
að hvergi sé annað eins safn
heiðursmerkja og embættisklæða
við lýði og í ýmsum austantjalds-
rílqum.
Ymsar andófsstefnur sem upp
hafa komið á síðustu áratugum,
stjórnleysingjahópar og hippar
hafa gengið hvað rækilegast fram
í afnámi borgaralegra siða og síð-
an samið sig að öðrum siðum,
eignast sín eigin einkennismerki,
sem merkja þá þeim hópi sem
þeir hafa valið sér. Ennisband og
sítt hár varð tákn ekki síður en
dökk föt og stuttklippt hár. Og þá
vaknar spurningin: Er manninum
eðlilegt og sjálfsagt að merkja sig
á einhvern hátt í samræmi við
stétt og stöðu, skoðanir og
lífsmynstur? Er það lífsmynstur
og vald kjólfataherranna sem
hipparnir vildu mótmæla, eða
bara birtingarmynd þess, orðurn-
ar og kjólfötin? Og ef svo er, af
hverju urðu þessir hópar þá ekki
sjálfstæðari og persónulegri í vali
á sínum eigin merkjum?
Þegar litið er aftur í sögu ís-
lands má sjá óteljandi dæmi um
hvernig ríkjandi stéttaskiptingu
var viðhaldið með reglum í
klæðnaði. Skarlatsrautt var til
dæmis litur sem aðeins heldri
menn máttu klæðast, og merki
um að menn væru sigldir, því ekki
var hægt að ná hinum sterka
rauða lit með jurtalitum alþýð-
unnar. í Jónsbók er kafli um
Skrúðklæðaburð, þar sem
mönnum er bannað að bera dýr-
ari skrúðklæði en þeir voru borg-
unarmenn fyrir. I rannsókn sem
Fríður Ólafsdóttir, fatahönnuð-
ur, vinnur að sem rannsóknar-
verkefni í Kennaraháskólanum á
karlmannsfatnaði á íslandi á ár-
unum 1780-1850, kemur greini-
lega fram að hefðir í klæðaburði
hafa verið mjög hliðstæðar hér á
landi og í nágrannalöndunum.
Bændur sýndu digurleika sinn
með silfurhnöppum og klæði
kvenna og skart sýndu einnig
vald og eignir eiginmannsins.
Gátu menn þannig sýnt stöðu
sína með skarti eiginkvennanna,
en eins og segir í Jónsbók, voru
konur undanskildar í lögum þess-
um, þótt vissulega hafi ekki þótt
æskilegt að „ambáttir klæddust
sem húsmæður“ (sbr. Jón Víd-
alín). Sem sagt: Menn skyldu
ekki villa á sér heimildir með því
að klæðast betur en stétt og staða
sögðu til um. En stór maður þarf
ekki að stækka sig með stássklæð-
um og heiðursmerkjum, segir
einn viðmælenda okkar hér í opn-
unni. Hann þarf ekki að sýnast í
annarra augum. En valdið vill
sýnast. Sterkar valdaklíkur eins
og t.d. Frímúrarar hafa komið sér
upp flóknum metorðastiga sem
er sýndur með ýmiss konar við-
hafnarklæðum, athöfnum og
heiðursmerkjum sem verka
hlægileg á allt venjulegt fólk sem
veit eins og Jón Vídalín, að innri
maður breytist ekki, hvernig sem
hann reynir að merkja sig því
„einn asni verður þó aldrei hest-
ur, þótt menn setji gullsöðul á
hann“.
-ÞS.
/
Tákn valds og virðulelka
_______________________LEIÐARI____________________
Einn asni verður aldrei hestur...
Öðru hvoru hafa komið upp umræður í
okkar þjóðfélagi um orðurnar og þá hvort
ekki ætti að leggja þær niður, því eins og
meistari Jón sagði, einn asni verður þó
aldrei hestur þótt menn setji gullsöðul á
hann. Að stærstum hiuta eru orðuhafar
valdsmenn - og m.a. þess vegna eru orð-
urnar tákn valdsins. Og einmitt þess
vegna líta sósíalistar orðurnar hornauga
og vilja þær úr sögunni.
Auðvitað skiptir innihaldið meira máli en
táknið. En þar sem táknið er talandi vald -
hljótum við að hafna því. Þeir sem vilja
jafna rétt manna til lífsins gæða vilja því
orðurnar hallar úr heimi. Hins vegar segir á
bókum að íslenskir hafi gengið á litklæðum
til forna. Og síst vildi maður að fólk yrði af
litadýrðinni í því ríki glaðværðarinnar og
jafnréttisins, sem við stefnum að.
Oft hefur verið fjallað um það að sagan
sýni að eftir þjóðfélagsbyltingar taki sú
stétt sem kollvarpar valdastéttinni upp
siðu, klæðnað, prjál og bílífi þeirrar stéttar
sem hrundið er frá völdum. Mörgum finnst
þannig valdsmenn og virðingarmenn
austan járntjalds vera „borgaralegri" í
klæðnaði og framkomu heldur en jafnvel
borgararnir sjálfir á Vesturlöndum. Hvort
það sé hins vegar tákn þess að borgara-
stéttirnar og aðallinn hafi verið (Dannig til
fyrirmyndar eða þá hitt að „byltingarnar"
hafi verið misheppnaðar, skal hér ósagt
látið. Hið síðarnefnda er engu að síður
freistandi niðurstaða slíkra hugleiðinga.
Margir halda því einnig fram, að þegar
vinstri menn gerast valdsmenn og
virðingar- í nútíma þjóðfélögum Vestur-
landa eigi þeir það til að „klæða sig upp til“
valdsins. M.a. af þeim ástæðum má sjá
greinilegan mun á klæðaburði frjálslyndra
þingmanna á Vesturlöndum og hægri
þingmanna hins vegar. Eitthvað virðist
fara minna fyrir þessum mun á alþingi ís-
lendinga heldur en í nágrannalöndunum,
en þó má merkja vissar breytingar í frjáls-
ræðisátt. Og bindin eru víkjandi frá hálsum
hæstvirtra alþingismanna.
Um klæðaburð eftir stéttum og valdi er
þó erfiðara að alhæfa heldur en um orð-
urnar.
Langflestir á vinstri væng stjórnmál-
anna eru þeirrar skoðunar, að orður og
heiðursmerki séu einfaldlega prjál, í
skársta falli hégómi. Orðuhafar eru í vel-
flestum tilfellum embættismenn sem fá
heiðursmerki fyrir að sinna sínu starfi. Því
gerist sú spurning áleitin hvort ekki ætti að
veita öllum þeim sem ekki hafa svikist um í
starfi svo sem eins og eina orðu.
Það virðist vera sjálfgefið að embættis-
menn ríkiskerfisins fái svoddan skraut.
Hvers vegna?
Ef það á að vera til þess að gefa orðu
fyrir vel unnin störf - hvers vegna fá þá
ekki sjómenn og verkafólk sem eytt hafa
allri ævi sinni í „vel unnin störf“ að njóta
þess með sama hætti og t.d. ráðuneytis-
karlar?
16 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 12. ágúst 1984