Þjóðviljinn - 11.08.1984, Page 5

Þjóðviljinn - 11.08.1984, Page 5
SKAK á svissneska meístaramótinu Viktor Kortsnoj: Skákmeistari Sviss 1984. Viktor Kortsnoj sigraði örugg- lega á meistaramóti Sviss sem er nýlega afstaðið. Hann tefldi mjög áreynslulaust og uppskar í sam- ræmi við það, hlaut 10 vinninga af ellefu mögulegum og gerði að- eins tvö jafntefli. Næstu menn þeir Dieter Keller og Roland Ek- ström fengu lVz vinning hvor og segir það nokkuð um algjöra yfir- burði Kortsnojs. Þessi úrslit koma svo sem eng- um á óvart, Kortsnoj var lang stigahæsti maður mótsins og eini stórmeistarinn en samtals voru sjö titilhafar meðal þátttakenda, þrír alþjóðlegir meistarar og þrír Fide-meistarar. Mótið var þó ekki eins sterkt og búast mætti við t.d. vantaði menn eins og Hug, Wirthensohn, Partos og Franzoni. Með þessa menn ★ ★ ★ ★ Hvítt: Viktor Kortsnoj Svart: Dieter Keller Frönsk vörn. 1. e4-e6 og halda sér því fast. En á þessu móti var hann einfaldlega of sterkur til þess að nokkur gæti veitt honum keppni. LÁRUS JÓHANNESSON innanborðs, auk Kortsnojs, hafa Svisslendingar mjög frambæri- legt lið, voru t.d. hálfum vinningi á eftir íslendingum á síðasta Ól- ympíumóti, hlutu 30 vinninga. Það verður að segja eins og er að Kortsnoj er ekki alltaf fyrir- fram bókaður sigurvegari í mótum sem þessum. Satt að segja tapar hann ósjaldan fyrir sér lak- ari mönnum. Ástæðan kann að vera sú að hann teflir ætíð til vinnings og leggur mikið á stöð- umar. Þetta getur oft leitt til glöt- unar gegn mönnum sem hafa ekkert á móti því að ná jafntefli 2. d4 - d5 (Það er óvanalegt að sjá Kortsnoj stýra hvítu mönnunum í þessari stöðu. Eins og menn vita er hann sennilega einn af mestu sérfræð- ingum Franskrar varnar og beitir henni með mjög góðum árangri. 3. Rc3 - Rfó (Þessi leikur sést nú æ oftar. 3. - Bb4 hefur verið svo til einráður undanfarin ár. Það er líka athygl- isvert að fleiri em farnir að leyfa þann leik nú. Það er eins og Tarr- Atvinnuhúsnæði Óska eftir að taka á leigu lítinn bílskúr eða ca. 20 m2 herbergi undir léttan og hreinlegan iðnað. Hreinlætisaðstaða nauðsynleg. Góðri umgengni heitið. Vinsamlega hafið samband við auglýsingadeild Þjóð- viljans sími 81333. asch afbrigðið 3. Rd2 sé aðeins að missa vinsældir og er það góðs viti). 4. e5 - Rfd7 (4. - Rg8!?, hm). 5. f4 - c5 ' 6. Rf3 - Rcó 7. Be3 - a6 (Algengari leikir em 7. - cxd4 og 7. - Db6. Næsti Ieikur Kortsnoj er nýr en hugmyndin er gömul þ.e. ná yfirráðum á d4 fyrir hvíta liðsaflann, helst riddara). 8. a3 - Be7 9. dxc5 - Rxc5 10. b4- Rd7 11. Bd3 - Dc7 12. Re2 - Rb6 13. 0-0 - Bd7 14. Del - Ra4 15. Dg3 - g6 (Ekki gengur 15. - 0-0 vegna 16. f5! og sókn hvíts er óstöðvandi). 16. Rg5 - Rd8 17. Rd4 - Rc3 18. Khl - Rb5? 19. Rb3 - Rc3 20. Bc5 - Bxc5 21. Rxc5 (Hvítum hefur tekist að veikja svörtu reiti andstæðingsins vem- lega við þessi uppskipti). 21. - Ra4 22. Rxd7 (Hvítreita biskup svarts er yfir- leitt talinn mjög veikur hlekkur í svörtu stöðunni ef hann er eins og hér lokaður inni af sínum eigin peðum. Það kann því að virðast einkennilegt að hvítur taki þann kostinn að skipta riddara sínum fyrir hann en það sem Kortsnoj hefur í huga er opnun stöðunnar, þar sem biskupinn gæti losnað úr prísundinni). 22. - Dxd7 (22. - Kxd7 var sterkara). 23. c4! - h6 24. Rxf7! (Þessi skemmtilega fórn gerir út um skákina). 24. - Rxf7 (Eins og sjá má gengur 24. - Kxf7 ekki 25. Dxg6+ Kf8 26. Df6+). 25. cxd5! - 0-0-0 26. Bxg6 - Hhg8 27. f5?! (Hér gat Kortsnoj leikið 27. dxe6 Dxe6 28. f5 Dxe5 29. Db3 og svartur getur lagt niður vopnin). 27. - Dxd5 28. Hacl+ - Kb8 29. fxe6 - Rh8 30. e7 - Rxg6 31. exd8+ - Dxd8 32. e6+ - Ka8 33. Dc7 - Dd5 34. Dc4 - Rf4? (Betra var 34. - Dg5). 35. Dxd5 - Rxd5 36. IH7 - He8 37. Hel - Kb8 38. Hh7 - Rac3 39. Hxh6 - Rb5 40. g4! og svartur gafst upp nokkrum leikjum síðar. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 LAUSAR STOÐUR HJA REYKJAVÍKURBORG Sérkennarar Sérkennara vantar til starfa í Norðurlandskjördæmi vestra. Mest þörf er fyrir kennara með sérmenntun í talkennslu og kennslu barna með lestrarörðugleika. Allar upplýsingar gefur fræðslustjóri Guðmundur Ingi Leifsson í síma 95-4369 á skrifstofutíma og 95-4249 utan skrifstofutíma. Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og á Heilsu- gæslustöðvarnar í Reykjavík. Starfskjör samkv. kjara- samningum. • Deildarstjóri við áfengisvarnadeild. Áskilið er að umsækjandi hafi lokið háskólaprófi á heilbrigðis- eða félagsvísindasviði eða hafi sambærilega menntun. Reynsla í áfengisvarnastarfi mjög æskileg. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 22400. • Deildarmeinatæknir - við heilsugæslustöðina í Árbæ, hálft starf. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 71500 eða framkvæmdastjóri í síma 22400. - við Heilsuverndarstöðina í Reykjavík. Fullt starf eða tvö hálf störf. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 22400. • Félagsráðgjafi. Fyrirhugað er að hann starfi fyrst og fremst á vegum þjónustuhóps aldraðra, sbr. lög nr. 91/1982. Hópurinn starfar að velferðarmálum aldraðra, fylgist með högum þeirra, sér um þjónustu þeim til handa og metur vistunarþörf. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 22400. • Hjúkrunarfræðingur - við heilsugæslustöðina Asparfelli 12, barnadeild. 1 og 1/2 staða. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 75100. - við barnadeild Heilsuverndarstöðvar. - við heilsugæslu í skólum. - við heimahjúkrun (vaktavinna kemur til greina). Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem jjar fást, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 20. ágúst 1984. íslensk setningarfræði Endurmenntunarnefnd Háskóla íslands mun í sam- vinnu við samtök móðurmálskennara gangast fyrir námskeiði um íslenska setningarfræði, dagana 20. til 24. ágúst nk„ alls 24 klst. Námskeiðið verður haldið í Árnagarði og fer skráning á námskeiðið fram á aðalskrifstofu Háskóla íslands, sími 25088. Ekkert þátttökugjald. Farið verður vandlega í grund- vallaratriði generatífrar setningarfræði (málmyndun- arfræði, ummyndanamálfræði). Allar frekari upplýs- ingar veitir Margrét S. Björnsdóttir HÍ, sími 23712. ra Dagvistamál - Störf Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: 1. Staða matráðskonu/maður, við dagheimilið Furugrund. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun eða reynslu á þessu sviði. Umsóknarfrestur er til 27. ágúst n.k. 2. Staða fóstru á leikskólann Kópahvol. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 40120. 3. Staða fóstru á dagvistarheimilinu Grænatúni. Upplýsing- ar veitir forstöðumaður í síma 46580. 4. Staða fóstru á skóladagheimilinu Dalbrekku. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 41750. 5. Staðafóstru ádagvistarheimilinu Efstahjalla. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 46150. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi á félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12, og veitir dagvistarfulltrúi nánari upp- lýsingar um störfin í síma 41570. Félagsmálastjóri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.