Þjóðviljinn - 11.08.1984, Síða 9
Sumir segja að betra sé að
vera kóngur í litlu ríki heldur en
næst æðstur í stóru ríki, sagði Jó-
hanna Leópoldsdóttir þegar
Þjóðviljinn hitti hana að Vega-
mótum á sunnanverðu Snæfells-
nesi. Hún var hress að venju
þrátt fyrir miklar annir. Er útibús-
stjóri kaupfélags Borgfirðinga að
Vegamótum, móðir Leópolds
sem er nýlega ársgamall og bar-
áttukona á sviði stjórnmála og
jafnréttismála.
„Það er gott að vera hér á
Vegamótum. Fyrst ætlaði ég að
gera stuttan stans, tvö ár eða svo,
en svo hef ég bara flenst hér í
næstum 7 ár. Það er kannski
hræðslan við að fara að vinna
undir einhverjum hundleiðin-
legum karli sem heldur mér hér“
sagði Jóhanna.
„Reyndar hafði ég áhuga á
sveitarstjórastarfi eftir síðustu
kosningar. Ég var samt vöruð við
því. Vantraust á konum í það
starf speglar mjög ríkjandi við-
horf í þjóðfélaginu. Enda fékk ég
ekki það sveitarstjórastarf sem ég
sóttist eftir.“ Jóhanna segist hafa
mjög mikla ánægju af að fylgja
eftir framkvæmdum sem hún hef-
ur unnið við að koma á. „Nú er til
dæmis verið að ganga vel frá
gatnamótunum hérna á Vega-
mótum fyrir framan Kaupfé-
lagið. Ég hef barist fyrir því að
þetta yrði gert og nýt þess að sjá
mín hugðarefni framkvæmd.
Þess vegna tel ég að skemmtilegt
geti verið að takast á við starf
sveitarstjóra í bæjarfélagi þar
sem margt þarf að framkvæma."
„Þetta var hörku-púl í vetur.
Jóhanna Leópoldsdóttir á Vegamótum með soninn Leópold í vagni. Mynd-eik.
Kónaur
í litlu ríki
Jóhanna Leópoldsdóttir ó Vegamótum
í spjalii við Þjöðviljann.
Leópold fæddist í júnTTÉg hafði þyngslin urðu sem mest smíðaði hússins og kaupfélagsins. Þetta
barnarúm á skrifstofunni og lét pabbi hans sleða undir vagninn var á stundum þrælerfitt en
hann sofa úti í vagni. Þegar snjó- og svo dró ég þetta milli íbúðar- endurminningin dálítið kostuleg.
Eftir að Leópold fór að stækka
og verða fjörugri varð ég að
koma honum í gæslu. Hann þurfti
að hafa svigrúm til að vera víðar
en í rúminu á skrifstofunni eða
vagninum. Hér eru vegalengdir
það miklar að ekki var alltaf
auðvelt að koma honum milli
bæja. Urðum við stundum að
ferðast með hann á snjósleða.
Þetta er samt allt saman hægt og
ósanngjarnt er að konur sem eiga
börn komist ekki í toppstöður.
Þær hafa alls ekki sömu mögu-
leika og karlar. Meiri kröfur eru
gerðar til kvenna.“
„Fólk býr við ofsalegt misrétti í
landinu. Éitt af því eru fjallháir
rafmagnsreikningar víða á lands-
byggðinni. Bændur hér um slóðir
fá reikninga yfir 30.000 fyrir 609
daga þegar súgþurrkun er notuð,
en hún er mjög orkufrek. Al-
gengir reikningar eru allt að
20.000 krónur. Fólk hér segir að
það hafi ekki haft úr svona litlu
að spila árum saman. Og svo er
ekki einu sinni hægt að komast út
á túnin núna fyrir bleytu. Fólk
horfir á grasið spretta úr sér og
getur ekkert gert, því það er
meira að segja of blautt til að
verka vothey. Bændur þola betur
erfiða vetur en vond sumur.“
Jóhanna hyggur á vetursetu í
Miklaholtshreppi. Hún sagðist
vonast eftir minni snjó en í fyrra.
„Bóndi hér um slóðir var þó að
hræða mig með að snjóþungir
vetur verði í 5 ár í röð. Það hentar
ekki vel ef koma þarf barninu í
gæslu!“ sagði atnafnakonan á
Vegamótum.
-jP
Stærsta listahátíö
í sögu
Bandaríkjanna
Mikið hefur verið sagt frá Ól-
ympíuleikunum í Los Angeles
og ítarlega, en minna hefur
farið fyrir frásögnum af stær-
stu listahátíð í sögu Bandaríkj-
anna, sem haldinn er í Los
Angeles samhliða ólympíu-
leikunum, og byrjaði raunar
tveimur mánuðum áður, eða
29. maí. Hér er um að ræða
10 vikna alþjóðlega listahátíð,
„Olympic Arts Festival", þar
sem sýndar voru yfir 400
leiksýningar, og auk tónlist-
arflutnings og myndlistar.
Hátíðinni lýkur nú um helgina
og hefur hún verið geysilega
vel sótt og vakið mikla athygli.
14 stærstu og virtustu leikhús
í heimi, þar á meðal Royal
Shakespeare Company í
Bretlandi, Sólarleikhúsið í
París, Piccoló leikhúsið í Mí-
lanó auk Coventgarden óper-
unnar og fremstu leikhúsa
Austurlanda fjær sýndu á há-
tíðinni, sem mun ekki hafa
verið síður dýr og íburðamikil
en Ólympíuleikar íþrótta-
manna. Gífurlegur kostnaður
er af hátíð sem þessari, en
auglýsingafyrirtæki sjá um
nánast allt fjármagn, en blöð
og fjölmiðlar leggja stóran
skerf af mörkum. Þess má
geta að þetta er í fyrsta sinn
sem stóru topparnir í leikhús-
heiminum, Sólarleikhúsið,
Piccololeikhúsið og Royal
Shakespeare mæta á einn og
sama staðinn með sýningar
sínar.B
Sunnudagur 12. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Þér bjóðast betri kjör
betri en þú hyggur
Nú er lœkkandi útborgun
því bjóðum við eignir með
hagkvœmari greiðslutilhögun
en verið hefur.
Hringdu því strax
- og lóttu okkur leita
Símar 687520 687521 39424
Fasteignasaia.K
Leitarþjonusta
Bolholti 6 4 hæð