Þjóðviljinn - 11.08.1984, Side 10

Þjóðviljinn - 11.08.1984, Side 10
Árlega eru birtir í B-hluta Stjómartíðinda reikningar Minn- ingarsjóðs Sigurbjargar Guöna- dóttur og Jóhanns Jóhannes- sonar. Jóhann stofnaði þennan sjóð um sig og konu sína árið 1914 og gaf allar eigur sínar í hann en þær voru miklar. Stofnfé sjóðsins var um 100 þúsund krónur eða jafngildi tugmiljóna ef reiknað er til nútímaverðlags. Sjóðinn átti að nota til að reisa elliheimili á fslandi, þá óþekkt fyrirbæri, en ákvæðum hans hef- ur aldrei verið framfylgt. Saga Jó- hanns Jóhannessonar, sem kall- aður var bóki, er ákaflega sér- kennileg. Hann ólst upp sem sveitarómagi, strengdi þá þess heit að gleðja þá sem minna máttu sín en græta þá eigi, græddist síðan fé á reyfaraút- gáfu, fasteignabraski og okur- lánastarfsemi en þegar hann var 44 ára auglýsti hann lát sitt fyrir- fram og svipti sig lífi. Hér verður dálítið sagt frá þessum einkenni- lega manni og örlögum hans. Um miðjan október 1914 var því slegið upp á forsíðum allra helstu blaða í Reykjavík að Jó- hann Jóhannesson kaupmaður hefði gefið hvorki meira né minna en 100 þúsund krónur til stofnunar gamalmennahælis og væri gjöfin til minningar um konu hans sem var nýlega látin og hann sjálfan sem væri að fara í langferð og kæmi aldrei aftur. Til sjóðsins var afhent stórhýsið Aðalstræti 8 (Fjalakötturinn), miklirfjármun- ir í verðbréfum og bókaupplag. Skyldi Eggert Claessen vera um- sjónarmaður gjafafjárins. Átti að ávaxta þetta fé í nokkra áratugi en á 100 ára afmæli Sigurbjargar Guðnadóttur konu hans skyldi vera búið að kaupa jörð á heilnæmum stað og reisa bygg- ingu gamalmennahælis á henni. Petta hús skyldi vera fullbyggt og stofnunin tekin til starfa 13. aprfl 1973. Sjóður þessi átti að standa undir stjórn Stjórnarráðs íslands og það hefur hann gert. Félags- málaráðuneytið sér nú um hann en aldrei hefur neitt verið gert til að fullnægja ákvæðum skipulags- skrár hans. Menn yppta bara öxl- um ef hann ber á góma. Féð sem á sínum tíma jafngilti andvirði nokkurra stórhýsa í miðbæ Reykjavíkur nægir nú tæplega fyrir 1/3 úr lítilli íbúð. Á síðasta ári var fé hans tæp hálf miljón króna. Blöðin í Reykjavík á síðari hluta árs áttu ekki orð til að lýsa Kemur út tvisvar í viku. VerSírg. 4 kr., erleodie 5 kr. eð» 1| dolUr; borg- L letfyrirmlðjiojúli !» erleuJie fyrirfrara. j! Liuuuli ð ». eint. 1 ISAFOLD Isifoldarprentsmiðja. Rttatjórli ólafup BjörnMon. Talslmi 48. XU. árg. Stórhöfðingleg gjöf. Jóhann Jóhannesson kaupmaður gefur 100,0 00 króna gjðf til minningar um konu sina. Gjöfinni á að verja á sinum tima til stofnunar gamalmennahæiis hér á landi. afjármunir þeir, aem tilferðir <tu á viðfestri skrá<. Af skiljanlegum ástseð* uro, er skrá þessi eigi birt opin. •trk'gn, þ»r sem hún m. a. felur I sér svoog svo morg rkuldsbréf. En til þess að Uka af allau vafa um, að þeasir fjár- rnunir i raun og veru nemi ráðgerðu stofnfó sjóðsins, skal það tekið fram, að 1 s a f o 1 d bað Eggert Claesseu yfirdómslögmann, ráðamann sjóðsi láta uppi sltt álit um þstta efni. Tjáði bann oss, að hann eft nákvmma rannsókn, teldisigmegafullyrða, aðeign sjóðsins, þ«r ei Jóbaun hefir gefiö mundu minst kosti n ema 1 00,000 kr. Enginn sá er þekkir Jóhann mundi láU sór detU í hug sú sm munasemi af haoa hálfu, að hann færi að aegja eignlrnar meiri en þsor er en fyrir þá, tem eigi þekkja hanu mun þetu vottorð ráðamanus sjóðsii vera megilegt. Cjafabréfið eða akipulagsskráin - hljóðar á þessa leið: Skipulagsskrá fyrir »Minningar$jóð hjónanna |ó- hanns Jóhannessonar og Sigurbjargar Guðnadóttur. 1. gr. Sjóður þessi er stofnaður af |ó- hanni lóhannessyni kaupntanni í Keykjavik i minningú um IJtna k> hans, Sigurl'jörgu GufnaJóttur, er nafn sjóðsins : >Minningarsjóður hjónanna |óhanns Jóhannessonar og Sigurbjargar Guðnadóttur*. ar f gær Rtaðfeat af atjórnarráðinu, og A jörð þessari skal i kostnað sjóðs- ins byggja hús, vel traust og úr þvi efni, sem telst endingarbezt. Skal húsið vera reisulegt, en skrautlaust. Yfir aðaldyrum hóssins skal gera oaín- spjald og i það skal letrað með gylt- um stöfum nafn stofnunarinnar, sem skal vera: •ÆfikvölJt, en yfir nafn- inu og kringum þaö skulu vera ■geislar lækkandi sólar. Ctboð skal gera á bvggingu hússins. Iifnframt skal sórstaklega heita islenzkum lista- mönnum verðlaunum fyrir beztan uppdritt af nafnspjaldinu að dómi stjórnarriðsins. í húsi þessu skulu ciga heimili gamalmenni þau, sem 2. gr. Stofnfé sjóðsins er f|ármunir þcir, sem tilfærðir eru á viðfestti skri. Hefir stofnandt sjóðsins afhcnt Hgg- ert Gaessen yfirréttarmilatlutnings- j'f|ÖIsEyldu sinnl og þjónustufólk 1. sjóðurinn veitir llfsuppeldi og auk ' þcss ráðsmaður stolnunarinnar með reksturskostnaði. — StjórnarráðiB veitir fólki vist i stofnuninni að fengnum nægilegum upplýsingum og skilrikjum um það, að umsækj- endur fullnægi skilyrðum þeim, sem ixðir um I 3. gr. svo og um það hverir þeirra séu verðugastir og helzt þurfandi. Stjórnarriðið setur riðsmann yfir stofnunina og ikveð* ur laun hans. Riðsmaður ræður þjón- ustufólk stofnunarinnar, kaupir allar nauðsynjar handa henni og annast all- ar aðrar framkvxmdir við reksturinn og bú það, sem kynni að verða rekið i jörðinni, en búið skal eigi vera stærra en hentugt er vegna þarfa stofnunarinnar sjilfrar. Keiknings- skil gerir ráðsmaður stjórnarráði Is- lands að minsta kosti einu sinni i iri i þeim tima irs, sem það ikveð- ur I samningi við hann. Reikning- ar stofnunarinnar skulu endurskoð- aðir af tvcsm mönnum, sem stjórn- arráðið skipar fyrir eitt ár I senu og skulU endurskoðcmiur jafnan hafa aðgang að ölluni hókum, skjöl- um, peningaforða og öllum öðrum eignum stofnunarinnir, og að minsta kosti tvisvar á ári með f|ögta min- aða millibili fullvissa sig um, að alt sé I reglu hji ráðsmanni og gefa stjórnarriöinu skýrslu þar um. Jafn- framt skulu endurskoðendur lita I Ijósi ilit sin um það. hvort rekstri stofnunarinnar og búsins sé hentug- Gjöfinni var slegið upp í öllum blöðum enda var hér að ræða um einn stærsta sjóð sem nokkurn tíma hefur verið stofnaður á Islandi. Hann átti að nota til að byggja gamalmennahæli en aldrei hefur neitt verið gert í þeim málum. stórmennsku Jóhanns Jóhanns- sonar. ísafold talaði um stórhöfð- inglegustu gjöf sem sögur fara af í íslenskum annálum og Lögrétta talar um stórmennskubrag sem sé einsdæmi. ísafold talar líka um að slíkt fordæmi muni aldrei fyrn- ast. Hver man eftir Jóhanni Jó- hannessyni nú og fordæmi hans? Gert upp og and- látið auglýst En hvað kom þessum manni til að gefa allar eigur sínar í slíkan sjóð. Fjórum dögum eftir sjóðs- stofnunina birtist auglýsing frá Jóhanni á áberandi stað á forsíðu Vísis svohljóðandi: „Vegna fyrirhugaðrar lang- ferðar, um eða eftir næstu ára- mót, læt ég fólk hér með vita, að frá í dag tekst eg engin ný störf á hendur, hverju nafni sem nefn- ast, og hefi engin viðskifti frek- ara. Alt það, sem hjá mér liggur 'af innheimtum og öðru, afhendi ég í hendur eigendanna, eða geri þeim full skil fyrir því á annan hátt. Jafnhliða því, sem eg hætti viðskiftum og þeim margbrotnu störfum, sem mér hafa verið falin nú um mörg ár, vil eg þakka, það næstum takmarkalausa traust, sem jafnt háir sem lágir, hafa bor- ið til mín, þetta hefi eg aldrei bet- ur fundið en nú.“ Virðingarfylst, Reykjavík 15. okt. 1914 Jóh. Jóhannesson Aðalstræti 18 Hvert var maðurinn að fara? Þremur vikum síðar eða 7. nóv- ember 1914 kom svar við því. t>á var tilkynnt andlát Jóhanns. Hann hafði tekið inn of stóran skammt af svefnlyfjum. Hvað olli því að þessi ungi athafnamaður, sem aðeins var 44 ára, tók til slíks óyndisúrræðis. Halldór Laxness hefur svar við því en það segir þó ekki alla söguna og kannski mjög lítinn hluta hennar. í túninu heima fjallar Halldór um Jóhann og segir m.a.: „Þessar tiltölulegu saklausu reyfarasögur sem hann (þ.e. Jó- hann) kostaði fé til voru taldar spellvirki gagnvart íslenskri menningu, og menntamenn sem önnuðust þýðingarnar urðu að leyna nöfnum sínum til að verða ekki barðir; um nokkra þeirra er vitað að þar voru á ferðinni upp- rennandi forustumenn í mennta- lífi þeirrar kynslóðar. Þó Jóhann bóki græddi á tá og fíngri þá lagð- ist ófrægíngin svo þungt á þennan bókelska mann, að einn góðan veðurdag auglýsti hann útfar- ardag sinn og bað alla sem ættu skuldakröfur á hendur sér að sækja peningana fljótt. Menn létu ekki segja sér þetta tvisvar og galt hann öllum uppí topp og náði útför sinni á tilsettum tíma.“ Víst mun þessi ófræging, sem Halldór talar um, hafa lagst þungt á Jóhann. Hann varð fyrir árásum í blöðum og stundum svaraði hann þeim og var sár. En fleira kom til. Jóhann hafði átt erfiða æsku, var ákafamaður í lund og einmitt þetta ár steðjaði að horium sár persónulegur harmur. Sigurbjörg kona hans var flutt dauðvona til Kaup- mannahafnar og þar lést hún 7. september. Lík hennar var flutt heim. En Jóhann var ekki samur maður og áður og barst lítt af eftir lát konu sinnar. Þau áttu ungan son er hét Óskar Gladstone og Jóhann mun hafa fengið grun- semdir um að hann ætti ekki son- inn um líkt leyti og konan dó. Hann lagðist í fásinnu svo að jaðraði við algjöra sturlun og mun hafa verið komið að honum er hann hafði gripið til óhugnan- legra tiltækja. Skömmu eftir að búið er að jarðsetja konuna fer hann svo að ráðstafa eigum sín- um því að sjálfur ætlar hann líka í langferð. Sveitarómagi strengir heit Jóhann Jóhannesson var fædd- ur 23. júlí 1870 að Læk í Ölfusi. Foreldrar hans voru Jóhannes Jónsson, er síðast var steinsmiður í Reykjavík og Guðlaug Hannes- dóttir bónda á Hjalla í Ölfusi Guðmundsonar. Bróðir Jóhanns var Sigurður Júl. Jóhannesson skáld í Vesturheimi. Foreldrar þeirra bjuggu við mikla fátækt og Jóhann varð að fara frá þeim mjög ungur að árum og ólst upp á hálfgerðum vergangi. Mun það hafa haft mikil áhrif á hann. Er hann stofnaði fyrrgreindan stór- sjóð rétt fyrir dauða sinn sagði hann í viðtali við Vísi: „Sjálfur er jeg uppalinn á sveit langt fram eftir æfinni. Á þeim dögum fann jeg sárt til þess, hvað fátæklingar á íslandi verða við að búa; jeg heitstrengdi þá, að gleðja fremur þennan undirok- aða flokk en græta hann, ef jeg yrði þess megnugur, sem ekkert útlit var fyrir. Sjerstaklega varð mjer starsýnt á kjör gamalmenn- anna, sem lokið höfðu störfum sínum í þágu mannfjelagsins. Þau höfðu þrælað, lagt fram alla sína líkamlegu og andlegu krafta, og voru loks hnigin niður - orðin að bömum aftur - örmögnuð, keng- bogin með fingurna krepta inn í lófana, og eina stoðin - afrakstur erfiðisins - var klúrt prik, sem þau drógust áfram með, svo út á klakann - ekkert undanfæri - enginn vildi hafa þau lengur, Jóhanns bóka mannfjelagið gleymdi að gjalda skuldina.“ Síðar í viðtalinu segir Jóhann: „í dag, fyrst í dag, hef jeg fram- kvæmt þessa heitstrengingu, sem jeg, þá sveitarómagi, gerði fyrir 30 ámm, og nú fyrst er jeg ánægð- ur í þessa átt og get notið hvfldar úr þessu. Mun mig ekki hungra og þyrsta í peninga. Jeg hef lifað til enda á þessu landi.“ Það merkilega við líf og starf Jóhanns Jóhannessonar var að hann fékk orð fyrir að vera harðdrægur í viðskiptum og jafnvel stunda okurlánastarfsemij þó að hann væri öðmm þræði góður fátækum. Hann lærði til skósmíði og árið 1897 fluttist hann til Sauðárkróks, 27 ára gamall, og bjó þar til 1904. í sögu Sauðárkróks eftir Kristmund Bjarnason segir m.a. um Jóhann: „Jafnhliða skósmíðunum starf- rækti hann verzlun á Sauðárkróki og þótti áberandi slyngur fésýslu- Jóhann bóki Jóhannesson: Eftir að kona hans dó greip hann mikil fásinna svo að lá við sturlun. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. ógúst 1984 I200 V I S I R m V 1 S 1 R Stœrsta, besta og ódýrasta blaÖ ó íslenska tungu. IJm 500 tölublöð um árið. Verð innanlands : Einstök blöð 3 au. MánuðuróCau ÁrsH.kr.1,75. Arg.kr.7.oo. Erl. kr. 9,oo eða 2l/, doll. VISIR kemur út kl. 8'/* árdegls hvern virkan dag.—Skrif- stofa og afgreiðsla Austur- str.14. Opin kl. 7 drd. til 8 siðd. Simi 400.—Ritstjórá: GunnarSigurðason(fráSela- læk). Til viöt venjul. kl.2-JsiöQ. Sunuud. 18. okt. 1914. Háflóö árd. kl. 4,20* siöd. kl. 4,39. A f m æ 1 i á m p r £ u n: Þórdís Jónsdóttir, Ijósmóöir. Gamla Bío. yjójurinn lcynilðgrcglulcikur í 2 þáttum, lcikinn af góðum amerískum lcikcndum. £eó hefir konuríkí, franskur eamanleiktir. Á Ijindakot.ssp.tala dó 11. okt þ. :i (iuðrún Hyjólfsson frá Ráða- geröi, eftir langa legu. Jarðarförin er ákveðin fra Frí- klrklunni briMudaeinn 20. b. m. Tilkynning. Vcpna fyrirliugaðrar langferðar, um eða eftir næslu áramót, læt cg fólk hér með vita, að frá f dag tckst eg engin [ný störf á hendur, hverju nafni sem nefnast, og hefi engin viðskifti frckara. Ait það, sem hjá mér liggur ai innheimtum og Öðru, afhendi eg í hendur eigendanna, eða geri þeim full skil fyrir því á annan hátt. Jafnhliða fþví, sem eg hætti viðskiftum og þeim margbrotnu störfum, sem mér hafa verið falin nú um mörg ár, vil eg þakka, það næstum takmarkalausa traust, sem jafnt háir sem lágir, hafa borið Jtil mín, þetta hefi eg aldrei betur fundið en nú. Virðingarfylst, Reykjavík 15. okt. 1914. Jóh, Jóhannesson, Aðalstrætl 18. Jíája $\ó Svikull vinur Mikilfenglcgur Vitagraph-leikur um nstir ng hetndir. Eiti aðal- hluivcrkiö lcikur leikkonan nafnkunna, Edlth Storey. Ast og slysnl. Uráöskemtilegur gamanteikur. A. V. Tulinius. Miðstræti 6. Talsími 254. Eldsvoðaábyrgð hvergl ódýrari. Sæábyrgðarfél. Kgl. oktr. Skrifstofutími 10—11 og 12—1. Massage-læknlr Guðm. Pétursson GarÖasfrætl A. ttciina kl. b—7c. n. Simi 394. Tilkynning Jóhanns á forsíðu Vísis þremur vikum áður en hann svipti sig lífi. maður, þó ör á fé og brjóstgóður fátækum. Hann kom mjög við félagsmálasögu Sauðárkróks þau sjö ár sem hann átti heima í bæn- um. Jóhann ætlaði sér að verða rík- ur, flugríkur, og var vakinn og sofinn við kaupsýslu. Honum mun þó hafa orðið ljóst, að þeir draumar mundu ekki rætast á Króknum og fluttist því aftur til Reykjavíkur, gerðist þar fast- eignasali, kaupmaður og kunnur bókaútgefandi. Þótt Jóhann væri út undir sig í viðskiptum, átti hann til að sýna óvenjulegt örlæti. Hann leigði barnmörgum fjölskyldum árum saman án endurgjalds. Og mælt er, að hann gæfi Þorsteini Erl- ingssyni íbúðarhús.“ Jónas frá Hriflu rœðst á Jóhann Jóhann fluttist til Reykjavíkur á ný árið 1904 og hóf að gefa út þýddar amerískar skáldsögur og hlaut ákúrur fyrir. Þetta voru sögur eins og Börn óveðursins, Kynlegur þjófur, Valdimar munkur, Kynblandna stúlkan, Hinn óttalegi leyndardómur og Kapítóla. Bækurnar flugu um allt land og voru mikið lesnar. Þýð- endur þeirra voru ungir mennta- menn eins og Halldór Laxness getur um og var einn þeirra Helgi Hjörvar sem um hríð var starfs- , maður Jóhanns. í desember 1909 réðst 24 ára gamall menntamaður, þá nýorð- inn kennari við Kennaraskólann, heiftarlega á þessa bókaútgáfu í langri grein sem birtist í þremur tölublöðum Ingólfs. Þessi maður hét Jónas Jónsson og kenndi sig við Hriflu. Hann sagði m.a.: „Útgáfa hr. Jóh. Jóhannes- sonar á að öllu samantöldu ekki sinn líka. Þar eru í fullkomnu samræmi allir þeir eiginleikar sem lýta bækur, jafnt þeir sem ber að fyrirlýta og þeir sem ber að hata. í hverri einstakri grein sví- virðinganna hafa þær átt ein- hvern keppinaut. Margar bækur eru nærri því eins tilgjörðarlegar og smekklausar eins og sögur hans, nokkrar jafn óskáldlegar og lýgilegar og fáeinar álíka sið- spillandi. Ef til vill eru líka til bækur á jafn vondu máli, þótt ég hafí aldrei lesið þær né heyrt þeirra getið. En þegar allt þetta kemur saman: tilgerð, smekk- leysi, leirburður, lýgi, spillingar- andi og málleysur þá finnur mað- ur þó að engir nema Ameríka og • hr. Jóh. Jóhannesson gátu gjört slíkt furðuverk." Jóhann tók slíkar árásir nærri sér og svaraði fullum hálsi í blöð- um en jafnframt fór hann úr þessu að gefa út vandaðri bækur. Má þar nefna ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar, Sigurðar Júl. Jó- hannessonar og Kristjáns Jóns- sonar, Svanhvít og Ferð um forn- ar stöðvar eftir Matthías Joch- umsson, formálabók Einars Arn- órssonar o.fl. Okurlán og mannúðarleysi Þó að Jóhann græddi vel á bókaútgáfunni var þó gróði hans enn meiri af fasteignabraski. Hann keypti fjölmörg hús í Reykjavík, lét gera þau upp á smekklegan hátt og seldi síðan. Bóka- og fasteignasala hans var að Laugavegi 19. Ólafur Björnsson ritstjóri skrifaði minningargrein um Jó- hann í ísafold og segir þar m.a.: „Eg verð að segja, að þá er eg fyrst heyrði um Jóhann getið, - er eg kom heim fyrir 5 árum - vakti það sízt samúð. Mér var sagt, að hann græddi á að endurprenta verstu reyfarana úr vestur- heimsblöðunum og að kaupa víxla með svo miklum afföllum, að okur mætti heita. Síðar, eftir að eg kynntist Jó- hanni, bar þetta hvorttveggja á góma. Um hið fyrra sagði hann: „Reyfaraútgáfur mínar hafa af sér fætt útgáfu Jónasar-ljóðmæla, Formálabókar Einars Arnórs- sonar, útgáfu á Matthíasarverk- um o.m.fl." En um víxlakaupin hafði hann þau orð: „Eg hef aldrei beðið neinn að selja mér víxla, en sagt þetta eitt: „Með þessum kjörum geturðu selt mér víxilinn, en sjálfráður ertu um það.“ Þá segir Ólafur síðar í minning- argreininni sem er óvenju hrein- skilin: „Einu sinni mintist eg á það við Jóhann, sem eg hafði heyrt, að hann væri mjög ómannúðlegur um að kasta fólki út á götuna, ef eigi stæði í skilum með húsaleigu. Hann kvað það satt vera, en bætti við: „Það kemur af því, að eg vil ekki þola óskilvísi eða misefndir á loforðum. Það sem lofað er verður að standa fast. En gott og vel, ef eg sé, að ástæður eru þær, að viðkomandi má eigi sjálfum sér um kenna óskilvísina þá hefi eg ætíð reynt að veita honum fulltingi - eftir á“ Sambland affrosti og funa Jóhann Jóhannesson tók mik- inn þátt í stjórnmálum og félags- málum. Hann var öflugur stuðn- ingsmaður Góðtemplarareglunn- ar og lét bindindismál mikið til sín taka. Þá var hann hugsjóna- maður um járnbrautarlagningu og ferðaðist mikið um Ameríku og Evrópu m.a. í því skyni að fá útlent fjármagn til fyrirtækja hér á landi og var honum það hið mesta áhugamál. Var hann á kafi í slíkum útvegunum er heimsstyrjöldin braust út 1914. Jóhann var fylgismaður Heimast- jórnarflokksins og m.a. kosinn í bæjarstjórn Reykjavíkur. Flestum ber saman um að Jó- hann hafi verið einkennilegur maður. „Hann var raunverulegt „sambland af frosti og funa“ þessi furðulegi maður.“ segir ísafold. Og í Lögréttu segir: „Jóhann var svo einkennilegur maður á marg- an átt, að um hann ætti að verða rækilega skrifað af einhverjum nákunnugum manni, sem þekt hefði hann lengi og skilið hann“. Öllum ber saman um að Jó- hann hafi grætt óhemju á árunum 1904-1914. Þegar ísafold segir frá . sjóðsstofnuninni segir blaðið um Jóhann: „Enginn maður íslenskur hefir látið sér hepnast að afla eins fjár hér heima og Jóhann hefir gert á þessum síðasta áratug. Og enginn íslenskur maður mundi hafa látið sér detta í hug að verja fengnu fé eins og Jóhann hefir gert.“ Jóhann átti Uppsali, Aðal- stræti 18, og bjó þar. Andvirði þess rann í minningarsjóðinn en Fjalakötturinn var í eigu sjóðsins alveg til 1942 að hann var seldur Silla og Valda. Húsið Laugaveg 19 framseldi Jóhann hjónum nokkrum gegn því að þau tækju að sér son hans Öskar Gladstone. Fleiri eignir átti Jóhann og runnu þær allar í sjóðinn. Sjálfur lét hann í veðri vaka að hann ætlaði til Bretlands og ganga þar í lið með Bretum í stríðinu og koma aldrei til baka. En langferð hans var með öðru sniði. í skipulagsskrá fyrir minning- arsjóðinn stendur m.a. um elli- heimilið fyrirhugaða: „Yfir aðaldyrum hússins skal gera nafnspjald og á það skal letr- að með gyltum stöfum nafn stofn- unarinnar, sem skal vera: „Æfi- kvöld“, en yfir nafninu og kring- um það skulu vera geislar lækk- andi sólar.“ Jóhann Jóhannesson var að- eins 44 ára þegar sól hans hneig til viðar. Nú man enginn lengur nafn hans. Það er algjörlega gleymt og sjóður hans hefur feng- ið að rýma í félagsmálaráðuneyt- inu án þess að nokkur gerði at- hugasemd. Meinleg örlög! -GFr Sunnudagur 12. ágúst 1984 ÞJOÐVILJINN - S(ÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.