Þjóðviljinn - 11.08.1984, Qupperneq 19
búfrœði
NT skýröi nýlega frá merki-
legum rannsóknum, sem fara
fram í Bretlandi. Miða þær að því
að „kynbæta kindur, kýr og ann-
an kvikfénað svo að hann leggist
í hýði yfir vetrarmánuðina", segir
í blaðinu.
NT lýkur svo greininni með
þessum orðum: „Einn stærsti út-
gjaldaliður íslenskra bænda er
fóðurkostnaðurinn yfir vetrar-
mánuðina en hann myndi stór-
minnka eða jafnvel hverfa ef
breskum vísindamönnum tækist
að fá kvikfénað til að leggjast í
hýði yfir vetrarmánuðina.“ Það
er nú það.
Nú er undirritaður náttúrlega
enginn hagspekingur í búfræðum
né öðru á borð við greinarhöfund
NT. Eitthvað finnst honum nú
MAGNÚS H.
GÍSLASON
samt hæpið við þessar bollalegg-
ingar um fóðurkostnaðinn. Hing-
að til hafa íslendingar illa sætt sig
við það að fá ekki næga mjólk að
vetrinum eins og á öðrum tímum
árs. Ég dreg í efa, þar til NT upp-
lýsir mig um annað, að kýmar
haldi áfram að mjólka í hýðinu.
Kynni þá að sneiðast um mjólk
yfir vetrarmánuðina. En kannski
er allur ótti um mjólkurskort á -
stæðulaus því aldrei er svosemað
vita hvaða fullkomnun „kynbæt-
umar“ geta náð.
En svo er það sauðféð. Hvað
telja NT-menn vetrarmánuði?
Eigum við að giska á að þeir hafi í
huga tímann frá nóvemberbyrjun
til marsloka? Margir myndu nú
vilja bæta apríl við og jafnvel
maí, ef engu fóðri á að eyða. Nú
hefur það verið venja íslenskra
bænda að hleypa til ánna í des-
ember. Ekki lýst mér á það bar-
dús ef bæði hrútar og ær liggj a þá í
hýði. Ég sé ekki betur en bændur
yrðu að fresta tilhleypingunni
a.m.k. fram í apríl, gott ef ekki
nokkru lengur. Mætti þá gera ráð
fyrir að sauðburður hæfist með
septemberbyrjun. Slátmn ætti þá
kannski að geta byrjað um eða
upp úr miðjum desember og
stæði yfir um jólin. Þá yrði að
vera búið að taka dilkana undan
ánum fyrir hálfum öðrum mánuði
því þær væm löngu lagstar í hýði.
NT-menn hljóta að búast við ein-
dæma góðum vetrum í framtíð-
inni a.m.k. framanaf, þar sem
þeir gera ráð fyrir að dilkarnir
geti gengið úti gjaflaust fram
undir jól og þó náð viðunandi
þroska.
Hræddur er ég um að Sigurði
mínum á Gilsá lítist ekki sem best
á þessa búfræði þeirra NT-
manna.
„Vísindamennirnir lofa samt
engu um það hvenær þeir ná þess-
um markmiðum sínum“, segir
NT. Líklega mega því bændur
búast við að þurfa að hára fénaði
sínum eitthvað enn um sinn.
- mhg.
Starfsfólk og eigendur hins nýja veitingastaðar. (Mynd: G. Svans.).
Fleira
Fyrir skömmu var opnaður
veitingastaður í nýju og glæsi-
legu húsnæði skammt sunnan
Akureyrar. Heitir hann Blóma-
skálinn Vín.
Staðurinn rúmar sextíu manns
í sæti en fleiri geta þó notið þar
er Vín
veitinga ef þörf krefur. Eigandi
Blómaskálans Vín er Hreiðar
Hreiðarsson en honum til aðstoð-
ar við uppsetningu og allt skipu-
lag var Valdemar Valdemarsson
veitingamaður. Að sögn
Hreiðars eru það einkum Akur-
eyringar sem sækja staðinn enda
en vín
einungis tíu mínútna akstur þang-
að fyrir þá. Hefur aðsóknin verið
mjög góð og framar öllum vonum
sagði Hreiðar. Auk veitingastof-
unnar er þarna gróðurhús og
blómasala. Blómaskálinn V£n er
opinn hvern dag frá kl. 9 til 23.30.
þá
Afmœli
80 ára er í dag, Þórkatla
Bjamadóttir Grundargötu 28,
Grundarfirði. Hún tekur á móti
gestum í Gaflinum í Hafnarfirði
milli kl. 15 og 18 í dag, laugardag.
Ef þú málar með STEINAKRÝLI frá Málningu hf
þarftu ekki að bíða eftír málningarveðri!
Frábærar niðurstöður íslenskra sérfræðinga.
Efnaverkfræðingar MÁLNINGAR h/f hafa staðið fyrir
víðtækum prófunum á STEINAKRÝLI í rúmlega þrjú
ár. Niðurstöður þeirra eru m.a. þær, að STEINAKRÝL
er hægt að nota á flestum árstimum og STEINAKRÝL
er endingargóð útimálning. STEINAKRÝL er því
einstaklega hæf fyrir íslenskar aðstæður.
Duftsmitandi fletir valda ekki lengur erfiðleikum.
Með STEIN AKRÝLI geturðu málað beint á duftsmitandi
fleti án þess að eiga á hættu flögnun málningar, sem
eróhugsandi með hefðbundinni plastmálningu.
Rigningarskúr er ekkert vandamál.
STEINAKRÝL er terpentínuþynnanleg málning, sem
er óvenjulega hæf fyrir íslenskar aðstæður.STEIN-
AKRÝL endist. Rigningarskúr skiptir litlu máli, þú færð
þér bara kaffisopa á meðan rigningin gengur yfir - og
heldur svo áfram að mála; STEINAKRÝL þolir
rigningu fljótlega eftir málun.
Nú geturðu málað í frosti.
Yfirburðakostur nýju útimálningarinnar frá MÁLNINGU
h/f er einfaldlega sá, að þú þarft ekki lengur að hafa
áhyggjur af veðrinu. STEINAKRÝL er akrýlbundin
útimálning með sléttri áferð. Þú getur málað með
STEINAKRÝLI við mjög lágt hitastig. Jafnvel I 10
gráðu frosti (celcius) ef þú endist til að mála I svo
miklum kulda. STEINAKRÝL ENDIST!
STEINAKRÝL
- málningin sem andar
má!ningh!f