Þjóðviljinn - 16.08.1984, Page 1
Sigurbjörn Reynir Sigurbjörnsson eigandi Bílapartasölunnar Heiði hjá hluta af eignunum. Mynd: eik.
Bílapartasala
Bílhræ á Suðurnesjum
Bílapartasala og viðgerðaverkstœði í nágrenni sorpeyðingarstöðvar
Ég hef veriö áhugamaður
um bílaviögerðir frá stráks-
aldri, sagöi Sigurbjörn Reynir
Sigurbjörnsson sem Þjóðvilj-
inn hitti skammt frá Höfnum
þar sem hann hefur lagt
nokkra hektara undir mis-
munandi ónýt bílhræ.
„Hafnarhreppur á staðinn og
ég fékk aðstöðu hérna fyrir rúmu
ári. Ég safna bflhræjum af öllum
Suðurnesjum og Reykjavík. Síð-
an er ég með bílapartasölu auk
þess sem ég geri við bíla“. Sigur-
björn sagði staðinn góðan því
sorpeyðingarstöð er í næsta ná-
grenni og þangað fer hann með
þá hluta af bílunum sem ekki er
hægt að nýta.
„Mig dreymir um að koma hér
á fót bifreiðaverkstæði. Gallinn
er sá að hér er hvorki rafmagn né
sími. Ég notast við díselmótor
eins og er.“
„Hvort ég er bifvélavirki? -
Nei, en ég ætti að vita eitthvað
um bíla því ég byrjaði að gera við
þá þegar ég var 9 ára gamall.“
Sigurbjörn Reynir býr í Garð-
inum og yfir nóttina sagði hann
að hundarnir hans gættu staðar-
ins. Hann er með 3 fullorðna
Collí hunda sem heita Kóngur,
Lady og Dúlla. Þeir eiga nú 14
hvolpa og sagði Sigurbjörn þá
ánægða með heimili sitt, Bflap-
artasöluna Heiði við Hafnir.
-jP-
UMSJÓN: JÓNA PÁLSDÓTTIR
Fimmtudagur 16. ágúst 1984 þjÓÐVILJINN - SÍÐA 9
I rigningu á Suðurnesjum
Ólík viðfangsefni og fjölbreytni í mannlífi
Mannlífiö á Suðurnesjum einkenndist fremur af
inniveru en útivist þegar Þjóöviljinn var þar á ferð í
síðustu viku. Rigningin helltist úr háloftunum og
virtist okkur sem hún gerði engan greinarmun á
réttlátum og ranglátum.
Ólíkt hafast þeir aö Suðurnesjabúar. Þar ríkir
fjölbreytni í mannlífi. Viö náum aðeins að birta brot
af því sem er aö gerast á tánni á stígvéli landakorts-
ins. Viðmælendur okkar eiga þaö sameiginlegt að
búa á tánni en viðfangsefni þeirra eru hin ólíkustu.
í Njarðvíkum hittum við smiði að máli. Þeir hafa
sérhæft sig í fúavörn glugga. Vélakostur þeirra er
hinn fullkomnasti á landinu og hefur starfsemin
þanist út á síðustu árum.
Keflavík státar af fullkomnu sjúkrahúsi. Þar er
fæðingardeild sem annast yngstu Suðurnesjabúa
og mæður þeirra. Við ræddum við „yfir-ljósuna“
sem ber hag ungra sem aldraðra Suðurnesjabúa
fyrir brjósti.
í Garðinum fræddumst við um lífsháttu unglinga
staðarins. Þeirstunda íþróttirá kvöldin og um helg-
ar og fara stundum á rúntinn til Keflavíkur. Sumir
fara vikulega á ball í samkomuhúsinu. Flestir vinna
þeir í frystihúsinu.
Við hittum einnig unglinga í Sandgerði. Þar var
verið að vinna að fegrun bæjarins. í votviðri sum-
arsins hefur safnast mosi milli gangstéttarhellna og
var unnið við að fjarlægja ósómann. Stúlkurnar
sem við hittum státuðu sig af nýrri og glæsilegri
sundlaug sem þær sögðust stunda dyggilega.
í Sandgerði hittum við einnig vaska konu sem sló
grasflötina sína að fornum sið, með orfi og Ijá. Hún
var í hópi alþingiskvenna í vor og sagði okkur með-
al annars af þeirri lífsreynslu.
Ekki þótti Þjóðviljanum hægt að láta fiskeldi
vanta í umfjöllun um mannlíf Suðurnesja. Fjölmarg-
ar tilraunir í fiskeldi eru viðhafðar á þessu lands-
horni. í Höfnum er lax alinn til útflutnings. Við rædd-
um við einn af uppeldisfeðrunum sem er ásamt
fjölskyldu sinni búsettur á staðnum.
Á leiðinni í Hafnir ókum við framhjá sorpeyðing-
arstöðinni sem Suðurnes státa sig af. Skammt frá
henni komum við að bílapartasölunni Heiði sem
dreifði úr sér á stóru svæði. Þótti okkur fyrirbærið
merkilegt og ræddum við eigandann.
í rigningunni þótti Þjóðviljamönnum ekki saka að
gæða sér á gómsætum kökum með kaffinu. Við
fengum eina slíka í Garðinum og til að kóróna
mannlífsþáttinn fylgir uppskrift af kókostertu sem
frómar konur kenna okkur að baka.
-ÍP-