Þjóðviljinn - 16.08.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.08.1984, Blaðsíða 4
fTlaxam JbCampflir Hafnir Grænt fyrir laxa Þriggja kílóa laxar eftir rúmt ár í fiskeldisstöðinni. Seldirferskir með flugi til útlanda. Hvorki verslun né skólií Höfnum. I Höfnum er fiskeldisstöð sem heitir Sjóeldi hf. Þangað eru 15-20 gramma laxaseiði keypt á 'sumrin frá Hólum í Hjaltadal og Kollafirði. Þau eru síðan alin í kerjum fram á næsta vor og þá látin í girð- ingu niður við sjó fram í októ- ber. Miðað er við að laxarnir nái þremur kílóum og fæst þá gott verð fyrir þá á markaði í Bandaríkjunum, sagði Jó- hann Sigurbergsson starfs- maður í Sjóeldi hf. þegar Þjóð- viljinn kom við í Höfnum. Jóhann sagði að nú væri annað heila árið sem fiskeldisstöðin er rekin markvisst, áður var starf- semin fremur sem tómstunda- gaman. í fyrra voru ferskir laxar seldir til Bandaríkjanna með flugi. Fékkst þokkalegt verð fyrir þá, að sögn Jóhanns, þrátt fyrir að meðalþyngd þeirra var ein- ungis 2 kg sem þýðir 40% lægra verð en fyrir fiska sem vega 3 kg. „Við fóðrum þá með loðnu og bindimjöli sem lýsi, loðnumjöli og rækjuskel er blandað í. Seiðin sem verið er að ala í húsi fá ein- ungis þurrfóður." Hvorki verslun né skóli Jóhann Sigurbergsson hefur búið í Höfnum í 7 ár. Hann er úr Keflavík en konan hans er alin upp í Höfnum. Þar búa um 130 manns og sagði Jóhann að þau yrðu að versla í Keflavík og börn- in stunda Njarðvíkurskóla, því hvorki er verslun né skóli á staðn- um. „Mér finnst gott að búa hérna, það er alveg eins og að vera úti í sveit og því fylgja gallar en einnig fjölmargir kostir." - jp- Jóhann Sigurbergsson gefur seiðunum sem eru í húsi þurr fóður á þriggja tíma fresti. Seiðin eru í grænum kerjum o( sagði Jóhann litinn skipta miklu máli. „Þau eru síður stress uð í grænu umhverfi. Kerin voru blá og rauð og þá fældus seiðin við minnsta hávaða eða hreyfingu". Mynd: eik. Elsa Kristjánsdóttir kann tökin á orfi og Ijá eins og sjá má. Mynd: eik. Fjöltækni sf. Eyjargötu 9 Síml 27580 Oddvitinn Bóndi en ekki bóndakona Rakasíur, þrýstijafnarar og smurglös Loftventlar Rafstýrðir Handstýrðir Fótstignir Membra ventlar Lofttakkar Ryðfríir tjakkar Loftverkfæri Nylonleiðslur Leiðslutengi Útiverkin skemmtileg. Skynsamtfólk á Austfjörðum. Fjallaferðir, þingstörfog kennaraskortur. Elsa Kristjánsdóttir heitir kona sem skipaöi annað sæti á lista Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi fyrir síð- ustu Alþingiskosningar. Hún hefur búið í Sandgerði í 10 ár, unnið í Landsbankanum, alið upp börnin tvö sem nú eru uppkomin og tekið virkan þátt í pólitík. Hún er oddviti sinnar sveitar og í stjórn Iðnþróun- arfélags Suðurnesja. Þegar Þjóðviljann bar að garði Elsu í síðustu viku var hún önnum kafin við að slá grasflötina við heimili sitt með orfi og Ijá. Bar sig fagmannlega að verki enda kunnug störfum bóndans, alin upp í Hólkoti í Staðasveit. „Ég hef ekki snert á orfi og ljá í 25 ár svo þetta er hreint ekki glæsilega unnið hjá mér. Gras- flötin var orðin svo loðin að ég varð að slá með þessari aðferð. Við höfum verið í fríi síðan í júní og sprettan hefur verið góð á meðan. Svo ég fékk áhöldin lán- uð hjá bónda hér í nágrenninu og rifjaði upp gamla kunnáttu", sagði Elsa. Langar þig að búa í sveit? - Ég vildi gjarnan vera bóndi í sveit en ails ekki bóndakona. Ég var svo heppin að vera alltaf í útiverkunum með pabba og slapp því við húsverkin. Þau eru mjög mikil á stórum bæjum og konurn- ar komast oft lítið út. Það væri ef til vill gott að vera bóndi á Austurlandi vegna þess að þar er veðrið oft hagstætt og Alþýðubandalagið sterkara en annars staðar á landsbyggðinni. Það bendir til þess að kannski sé skynsamara fólk á því lands- horni. Hvers vegna Alþýðubandalag- ið? - Það er sá flokkur sem kemst næst minni lífsskoðun. Til dæmis kemur svo greinilega í ljós um þessar mundir að ekki er sama hvaða flokkur er við stjórnvöl- inn. Stjórnarflokkarnir eru að reyta af öllum félagslegum um- bótum sem komið var á af síðustu ríkisstjórn. Hvernig fannst þér að vera á þingi í vor? - Ég var í hálfan mánuð inni fyrir Geir Gunnarsson. Mér fannst mjög skemmtilegt að koma þarna inn og kynnast starf- inu. En ef maður vill standa sig vel kostar það óhemju vinnu, bara það að komast inn í kerfið, þó ekki nema sé fundasköp og þess háttar. Mér fannst sláandi hvað vinnu- aðstaðan er slæm á Alþingi. Hún er satt að segja hörmuleg og með- al annars er skortur á tölvuvæð- ingu tilfinnanlegur. Aðstaðan er ekki bjóðandi á vinnustað þar sem málefni þjóðarinnar eiga að ráðast. Vissar ranghugmyndir ríkja um störf Alþingis. Oft er tekið til þess hversu fáir sitja í þingsal. Aðalvinnan fer fram í nefndum og þar eru ákvarðanir teknar. Tvískipting deilda held ég að sé alveg út í hött. Hvað er helst á dagskrá hreppsnefndar um þessar mund- ir? - Fyrirsjáanlegur kennara- skortur í haust er það sem við glímum við þessa dagana. Okkur vantar kennara hingað. Einnig vantar okkur stærra skólahús- næði. Við starfrækjum grunn- skóla fram að 9. bekk. Vildum hafa hann með en ekkert pláss er fyrir hendi. Fjárveiting hefur ekki fengist til að stækka skólann sem þegar er um það bil helmingi of lítill. Hvað gerir þú í frístundum? - Daglega eru þær ekki marg- ar. Vinnan og heimilið taka tím- ann og nefndarstörfin einnig. En í sumarfríum fer ég í fjallaferðir. Var núna að koma af Lónsöræf- um. Mér finnst nauðsynlegt að komast út í náttúruna með reglu- legu millibili. -JP Lofttjakkar Háþrýsti tengi Bjóðum tryggingar eins og fyrir: Aimenning: Heimilistryggingar, húseigenda- tryggingar, bifreiðatryggingar, ábyrgðartryggingar og bruna-, vatns- og þjófnaðartryggingar. Fyrirtæki: Ábyrgðartryggingar, launþega- trygginar, slysatryggingar, foktryggingar, bifreiðatryggingar og miklu meira. Brunabótafélag íslands Umboð, Keflavík - Njarðvík Hafnargötu 58, Keflavík Símar 3510 og 3511 12 SÍÐA - ÞJv ÐVILJINN Fimmtudagur 16. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - Sandgerði Spilasalur og sund Við erum í hreppsvinnunni, sögðu stúlkurnar sem Þjóð- viljinn hitti við fegrun gang- stétta í Sandgerði. „Þetta er fín vinna. í sumar höfum við verið að sópa götur, raka á íþróttavellinum og hreinsa arfa í bænum. Við fáum 74,50 á tímann og erum ánægðar með það. Vinnum frá 7,45 til 18, oftast sex stelpur í hóp.“ Þær eru á sínu árinu hver stúlk- urnar þrjár úr Sandgerði: Þór- hildur Sigurðardóttir er 15 ára og fer í vetur í 9. bekk í Gagnfræða- skólann í Keflavík, því í Sand- gerði er ekki kennt lengra en 8. bekk. Guðbjörg Finnsdóttir er að verða 17 ára og stundar nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í vet- ur. Sigríður Pétursdóttirer 16 ára og hefur lokið 8. bekk í Sand- gerði. Hún segist ekki hafa efni á að fara í skóla í vetur og ætlar að vinna í frystihúsinu. Guðbjörg æfir handbolta og frjálsar í fríst- Þórhildur, Guðbjörg og Sigríður hreinsa mosann milli gangstéttarhellna í Sand- gerði. Eftir vinnu sögðust þær oft fara í nýju sundlaugina sem „er æðislega fín“. Mynd: eik. undum. Segir hún enga aðstöðu , hildur og Sigríður sögðust aðal- til þess í Sandgerði og því húkkar lega fara í spilasal staðarins á hún sér ávallt far í Keflavík á kvöldin. kvöldin þar sem hún æfir. Þór- -jp. ESSO BENSIN -kemur þér lengra Bensín bætiefnið es frá hinu virta vesturþýska efnafyrirtæki BASF er nú komið á tankana hjá ESSO um nær allt land. Es heldur blöndungnum, ventlunum og sogkerfmu hreinu, tryggir hámarks aksturseiginleika og endingu vélarinnar og lágmarks gangtruflanir. Es er besta bætiefnið sem rannsókna- stofur ESSO mæla með í dag, eftir margra ára rannsóknir. Es vemdar bensínkerfi bílsins gegn ryði og tæringu. Es bætiefnið sparar bensín og kemur þér lengra 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.