Þjóðviljinn - 16.08.1984, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 16.08.1984, Qupperneq 2
MANNLIF SDarisióðurinn í Keflavík Sparisjóðurinn Njarðvík Sparisjóðurinn Garði Hólagötu 15, sími 3800 Sunnubraut, sími 7100 Sparisjóðurinn í Keflavík hefur reynt og mun í fram- tíðinni leggja áherslu á að vera trúr þeim meginsjónar- miðum allra sparisjóða, að varðveita og ávaxta sparifé heimamanna og ráðstafa fjármagninu til einstaklinga og atvinnulífsins á starfssvœðinu, að vera brjóstvörn fólksins, svo þaðfái sjálft notið þessfjársem það aflar, og að vera virkur þáttur í baráttu gegn þeirri miðstýr- ingu valds og fjármagns sem varpar um of skugga á efnahagslíf þjóðarinnar. SPARISJÓÐURINN - Öflug stofnun á athafnasvæði. - - Stofnun allra Suðurnesjamanna. - Tækin sem við bjóðum eru þrautreynd við íslenskar aðstæður. Hjá okkur færð þú tæknilega ráðgjöf. Við önnumst ísetningu og tryggjum virka viðhalds- og varahlutaþjónustu. AVENGER III LORAN C Mest selda lorantækiö um þessar mundir. Bandarísk völundarsmíö sem er einfaldari og ódýrari en um leiö full- komnari en margfalt dýrari tæki á markaöinum. Komdu við hjá okkur og próf- aðu tækiö því sjón er sögu rík- ari. |-8Í8‘ H6.1-| ykspgs&M" I' i3C’ 'H iu> i ;.. ; -; .' ai;} úííl ;! ■I MARINER 300 KORTRITINN Tilbúinn til tengingar viö loran. Eitt fullkomnasta tæki sinnar tegundar á ótrúlega hagstæðu verði. Til sýnis og prófunar hjá okkur. MERKUR ÁTTAVITAR Merkur er þekkt merki sem hefur veriö á markaðinum í meira en 100 ár. Þetta er tæki sem borgar sig aö skoða vand- lega áður en ákveðið er að kaupa áttavita. SWEMAC BÁTAVÉLAR Þessar sænsku sex strokka dísilvélar eru bæði aflmiklar og sparneytnar. 100 DIN hestafla vélin vegur t.d. aðeins 315 kg með gir og skrúfu. Vökvastýri 180° er innbyggt. Þetta eru tæki sem púður er í. SHARP AUTO PILOTS Sjálfstýring er ekki lengur lúxus heldur nauösynlegt tæki sem við bjóðum á viöráðanlegu veröi. Líttu við og lofaöu okkur að sýna þér hvað þetta tæki þýðir í raun og veru. EBERSPACHER BÁTAHITARAR Raunhæfur kostur til orkusparn- aðar og virkrar upphitunar. Þú getur valið um loft- eða vatns- hitara. Ein besta fjárfesting sem völ er á. reynslan gefur bestu meðmælin. Sólveig Þórðardóttir Ijósmóðir í Keflavík. Mynd: eik. Keflavík Herlíf og mannlíf þarf að aðskilja Þegar ég horfi yfir nýfæddu bömin læöist stundum sorg- leg hugsun að mér. Sú hugs- un, að þessi börn, sem eiga kost á fullkominni heilbrigðis- þjónustu byggðri á vísindum, fæðast inn í vopnvæddan víð- sjárverðan heim, þar sem vís- indin vinna að eyðingu alls lífs. Þessi orð mælti Sólveig Þórðar- dóttir ljósmóðir sem veitir fæð- ingardeildinni við Sjúkrahúsið í Keflavík forstöðu. Þjóðviljinn sótti Sólveigu heim í Keflavík þegar hún var nýkomin úr vinnu enda brunnu heilbrigðismálin á henni ásamt atvinnumálum Suðurnesja. Herlíf og mannlíf „Svo að hernám hugar og handar Suðurnesjabúa viðhaldist ekki þarf að aðskilja herlíf og mannlíf", sagði Sólveig. „Ég er geysilega óánægð með hvað lítið hefur verið gert í markvissri at- vinnuuppbyggingu á svæðinu. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum 1974 átti að gera eitthvað í málinu en enn hefur lítið borið á fram- kvæmdum. Alþýðubandalags- fólk á ekki innangengt í þau fyrir- tæki sem hér eru, þar ræður klíkuskapur gegnum þríhöfða ris- ann mannavali." Bœjarlíf „Fólk gefur sig lítið upp í pó- litík, Alþýðubandalagið á erfitt uppdráttar á þessu svæði. í bæjarráði erum við í minnihluta og fáum ekki einu sinni að hafa áheyrnarfulltrúa á fundum þess. Slíkt viðgengst ekki annars staðar á landinu nema í Bolungarvík og Vestmannaeyjum. í bæjarmálar- áði AB er þó ávallt fundað og fylgst vandlega með hvað er að gerast í málum bæjarins.“ Heilbrigt líf „Ég er að springa, mig langar svo að skrifa grein um sparnaðinn í heilbrigðiskerfinu“, sagði Sól- veig. Hún sagði að sjúkrahúsinu væri gert að spara svo verulega í launakostnaði að nú væri hægt að tala um vinnuþrælkun á starfs- fólkinu. Slíkt leiddi óhjákvæmi- lega til verri þjónustu við sjúkl- inga sem er óverjandi. „Ég skil bara ekki hvað ráðamenn þjóðar- innar eru að hugsa!“ Sólveig sagði að nýja heilsu- gæslustöðin í Keflavík sem tekin var í gagnið í vor þjónustaði Suðurnesin öll. Hafin er starf- ræksla kvensjúkdómadeildar og hefur læknir sem nýkomin er frá Svíþjóð verið ráðinn til hennar. Fleiri nýbakaðir sérfræðingar hafa komið til starfa í Keflavík á stuttum tíma. Líf aldraðra „Hér er mikil þörf fyrir hjúkr- unarheimili aldraðra. Þegar byggt var við elliheimilið Garð- vang voru 12 rúm tekin frá til öldrunarhjúkrunar. Leyfi er fengið en enginn skilur í því hvers vegna starfsemi er ekki hafin.“ Og fleira brennur á Sólveigu. „Baráttumál mitt er dagvistun fyrir aldraða á svæðinu í samræmi við öldrunarlögin hans Svavars Gestssonar þegar hann var heilbrigðisráðherra. Dagvistunin er ekki orðin raunveruleiki en fyrir 10 árum stofnuðum við Styrktarfélag aldraðra. Iiöfum við staðið fyrir skemmtunum og utanlandsferðum og ekki síst föndurdögum. Margar viljugar hendur hafa unnið að því að finna út skemmtilega hluti fyrir aldraða bæjarbúa að föndra við. Hafa óeigingjarnir einstaklingar marg- ir hverjir unnið árum saman. Föndurdagarnir hafa orðið mjög vinsælir af bæjarbúum.Þeir eru eitt af því ánægjulega sem gert er í okkar bæjarfélagi." - ÍP- 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.