Þjóðviljinn - 16.08.1984, Side 8

Þjóðviljinn - 16.08.1984, Side 8
Garðurinn Verslunin SKIPHÓLL Sandgerði Við höfum opið eins og stórmarkaðirnir. Aðeins þjónustan er betri. Sérhæfum okkur í þjónustu við bátaflotann. Sími 7480 Frystihúsamenn Þið þekkið jaxlinn frá SCANIA. Það er engin tilviljun að SCANIA- vörubílarnir eru algengastir á Suð- urnesjum. Lágmarks rekstrarkostn- aður og hámarks ending gerir það að verkum að fleiri og fleiri fá sér jaxlinn frá Svíþjóð. ISARN HF. SÍMI 20720 Verð ekki lengi Borgir bjóða upp á meira enpláss. Knattspyrna og körfubolti. Rœkjupillun leiðinlegust aföllu leiðinlegu. Þóra Björg Magnúsdóttir heitir 16 ára íþróttakona úr Garðinum sem Þjóðviljinn heimsótti í síðustu viku. Hún æfir knattspyrnu með Víði á sumrin og körfubolta með menntskælingum á Akureyri yfir veturinn. Þóra Björg skrif- ar á stundum íþróttapistla af Suðurnesjum í Þjóðviljann. Við spurðum hana um hvað á daga hennar drífi í Garðinum. „Það er ágætt að vera hérna en ég verð ekki lengi“, sagði Þóra Björg. „Ég vil ekki eiga heima í svona litlu plássi, borgir bjóða upp á meira. Reyndar er ég ekki búin að gera upp við mig hvað ég geri í framtíðinni, hef áhuga á teiknun og það getur verið að ég stefni á arkitektúr. Líffræðin heillar mig líka.“ Þóra var í Menntaskólanum á Akureyri í vetur og á þremur árum ólokið Þar íþróttir Hún er í kvennaliði Víðis í knattspyrnu sem keppir í 2. deild. Æft er oft í viku hverri. Um helg- in átti að fara norður á Akureyri þar sem öll kvennalið landsins keppa á hraðmóti. „Hér er ekk- ert nema fótbolti. Reynt hefur verið að koma upp frjálsum en það hefur ekki gengið“ sagði Þóra. Hún hefur verið í körfu- boltanum fyrir norðan og sagði að þeim krökkunum hefði verið boðið að taka þátt í 1. deildar- keppninni næsta vetur. „Verst hvað það er dýrt, því við verðum þá að fara þrisvar suður. Ekki dugar annað en nota allar leiðir til fjáröflunar." Rœkjupillun „Rækjupillun er það leiðinleg- asta af öllu leiðinlegu,“sagði Þóra Björg. Hún vinnur í ísstöð- inni í sumar, fjórða sumarið í röð. Áður var hún í unglingavinnu og árin þar á undan vann hún við barnapössun. „Mér finnst skárra að vera á borði en í rækjunni. Ég vinn frá hálf átta til fimm eða sjö. Fæ að meðaltali um 3000 kr. á viku, ekki veitir af. Það er dýrt að vera að heiman í skóla. Það er bara ekki þægilegt að stunda Fjölbrautaskólann á Suðurnesj- um vegna þess að rútur eru að- eins á tveggja tíma fresti frá Garðinum til Keflavíkur og tím- amirískólanum ekki samfelldir.“ Rúnturinn til Keflavíkur Þóra Björg sagðist ekki gera margt annað í sumar en að vinna og sparka bolta. Sagðist þó stöku sinnum fara á rúntinn með vin- konum sínum til Keflavíkur. „Ég fer eiginlega aldrei á böll, finnst það ekkert gaman því þar er svo mikið fyllerí. í fyrra voru böll í samkomuhúsinu hér tvisvar í viku. Þá var ég oft að vinna í henginu fyrir Víði svo ég sá hvemig þetta fór fram. Nú eru böllin sjaldnar og ég fer eiginlega aldrei.“ -JP Hvaó er gagnvarið timbur? Á vegum norræna timburvarnarráösins - NTR - hafa verið samræmdir staðlar um flokkun gagnvarins timburs. Flokkur M Fyrir timbur sem nota á í sjó og vötnum, bryggjur og brýr, burðarvirki í jörö t.d. undir- stööur húsa og trévirki í vatnsyfirboröio.fl. j i/ / m Flokkur A Ætlaðurtrévirki í snertingu við jörð og burðarvirki sem verð- ur fyrir miklum raka utanhúss. Hentarvel íallagrófasmíði, svo sem girðingar, skýli, ver- andardekk, gróðurkassa og fl. Flokkur B Notist á fullunnið timbur sem ætlað ertil almennra nota utanhúss og sem er ekki í snertingu við jörð, svo sem glugga, dyrabúnað og klæðningar. Hversvegna allir þessir gagnvarnarflokkar? Gagnvörn er ekki aöeins gerö í þeim tilgangi aö koma i veg fyrir fúa. Kostir hverrar aöferðar eru metnir með tilliti til væntanlegrar notkunar. Timbur í girðingarstaura og bryggjugólf þarfnast aö sjálf- sögöu annarrar gagnvarnar en viður I glugga og dyra- búnað. Þegar um fínni smíði er að ræða skiptir stöðug- leiki svo og yfirborðsáferð miklu máli. Vatnsupþleysan- leg gagnvarnarefni veita vörn gegn fúa en vatn gengur eftir sem áður inn I viðinn. Breytilegt rakastig orsakar rúmmálsbreytingar og sprungur þegar viðurinn þornar. Yfirborð viðarins verður hrjúft. Sé krafist hámarks stöðugleika efnis eru notuð lífræn efnasambönd í olíuupplausn. Þar sem viðurinn mettast af oliunni varnar hún vatni leið inn i viðinn og stuðlar þannig að stöðugu, jöfnu rakastigi í viðnum sem erfor- senda stöðugleika efnisins. Þetta er mikilvægur eiginleiki timburs sem nota skal í glugga og hurðabúnað. Hjá Ramma hf. gagnverjum við með olíuupplausn sam- kvæmt flokki B. Þessi aðferð gerir okkur mögulegt að fullvinna viðinn fyrir gagnvörnina. Þessi gagnvörn ver ekki aðeins gegn fúa, heldur tryggir hún stöðugleika efnis og 1. flokks yfirborðsáferð. Miil hf & ga- uiðaverksmiöja NJARÐVÍK, Sími: 92-1601. Skrifstofa í Reykjavík: Iðnverk hf, Nóatúni 17. Símar: 91-25930 og 91-25945.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.