Þjóðviljinn - 19.08.1984, Side 6

Þjóðviljinn - 19.08.1984, Side 6
/ / 'varo Arósa í Danmörku stendur nú yfirtilraun með frjdlsar staðbundnar útvarpsstöðvar, ÞjóðviljinnheimsóttieinaslíkaíÁrósum semmdekki hafa auglýsingafekjur-og vill það ekki Útvarpsmál hafa mjög verið á döfinni hérlendis undanfarin misseri. Ein ástæðan er sú að fyrir Alþingi hefur legið frum- varp um afnám einkaréttar ríkisins á útvarps- og sjón- varpssendingum. Það hefur ekki fengið afgreiðslu enn og víst er um að þegar þar að kemur verður tekist hart á um framtíðarskipan útvarpsmála héráskerinu. Hægri öflin vilja fá sitt „frjálsa útvarp" upp á amer- íska vísu þar sem litlar skorður eru settar þeim sem vilja stofna útvarpsstöð. Vinstri öflin hafa áhyggjur af því að ótakmarkað frelsi til út- varpsrekstrar þýði í raun frelsi hinna sterku og ríku til að komasínum boðskap áfram- færi og ná útbreiðslu í krafti auglýsinga og fjármagns. Á ráðstefnu sem Alþýðubanda- lagið hélt fyrir all nokkru um fjölmiðlun kom fram sú skoðun að rétt væri að af- nema einkarétt ríkisins til út- varpsrekstrar en halda í einkarétt Ríkisútvarpsins á auglýsingatekjum. Með því móti yrði minni hætta á að fjármagnið réði ferðinni í þró- un fjölmiðlunar hér á landi. Umræðan um frjálst útvarp er langt frá því að vera ein- skorðuð við ísland. í flestum Evrópuríkjum er ríkið með puttana í Ijósvakanum og í vesturhluta álfunnar hafa ýmsartilraunirveriðgerðar með útvarp og sjónvarp í höndum einstaklinga. For- vitnilegast er fyrir íslendinga að líta til okkar nánustu, ekki síst Dana og Norðmanna, en hjá þeim standa nú yfirtilraun- ir með svonefnt „nærradio", þ.e. staðbundið útvarp sem næryfir lítið svæði. Ástandið í báðum þessum löndum var svipað og hér áður en tilraun- irnar hófust að því frátöldu að hvorki í Danmörku né Noregi þekkist auglýsingaútvarp eða - sjónvarp. Undirritaður var nýlega á ferð í Árósum en þar og í flestum stærri bæjum Danmörku eru nú reknar staðbundnar útvarpsstöðvar. Ég heimsótti eína þeirra, Radio Aar- hus, sem er til húsa í byggingu sem Árósabær á í miðborginni. Þar hitti ég fyrir Kurt Kaare Sör- ensen, forsvarsmann útvarps- stöðvarinnar, og bað hann að segja mér frá útvarpstilraunum Dana og rekstri stöðvarinnar. Engar auglýsingar - ekkert hlutleysi „Þetta er í annað skipti sem til- raun er gerð til aðleyfa„nærrad- io“. Árið 1973 var gerð tilraun innan Danmarks Radio sem fólst í því að fólki var boðið að koma með eigið efni og því veitt aðstoð við að gera útvarpsþætti. Þetta gaf ekki góða raun og lognaðist fljótlega útaf. Árið 1981 voru sett lög um þriggja ára reynslutíma fyrir útvarps- og sjónvarpsstöðvar á vegum einstaklinga og fé- lagasamtaka. Þessi tilraun hófst svo í fyrra og stendur fram til árs- ins 1986. Ríkið veitti í upphafi 6 miljónum danskra króna (18 milj. ísl. kr.) til að stofnsetja stöðvarnar og var gert ráð fyrir því að sveitarfélög veittu sömu upphæð á móti. Alls voru veitt leyfi fyrir 100 útvarpsstöðvar, en sumsstaðar eru allt að 10 stöðvar með sameiginlegan sendi. Sendi- tækin sem við fengum frá pósti og síma eru 10 watta og draga 25 km við bestu skilyrði.“ - Hvaða skilyrði eru stöðvun- um sett? „Þær mega ekki vera reknar á „kommersíal" hátt, þ.e. taka við greiðslum fyrir viðskiptaauglýs- ingar. Einu auglýsingarnar sem eru leyfðar eru þjónustuauglýs- ingar fyrir menningarlíf og íþrótt- astarfsemi, en við megum ekki taka við greiðslum fyrir þær. Á hinn bóginn erum við ekki sett undir hlutleysisreglur á borð við þær sem Danmarks Radio verður að hlíta. Þær setja útsendingum oft þröngar skorður og draga broddinn úr efninu. Við megum alvegveraeinhliða. Þegar auglýst var eftir umsóknum bárust fleiri en hægt var að sinna og voru stöðvarnar valdar með hliðsjón af landfræðilegri dreifingu og innihaldi. Útkoman varð sú að stöðvarn- ar eru mjög fjölbreytilegar. Sum- ar eru mjög fagmannlegar, t.d. í Herning þar sem ráðnir voru fast- ir starfsmenn, aðrar eru reknar af hreinum áhugamönnum með enga reynslu. Það er engin krafa gerð um að á bak við stöðvarnar standi félagasamtök eða stofnan- ir. í Kaupmannahöfn er t.d. rek- in stöð sem nefnist Radio Roma. Að henni stendur einn maður, gamall blaðamaður sem um tíma rak sjóræningjastöð úti á Eyrar- sundi og er alveg óhræddur við að segja meiningu sína.“ Sex stöðvar ó einni rós 7 Hvernig er málum háttað hér í Árósum? „Hér fengu sex stöðvar leyfi til útsendinga og við erum með þrjá senda út á einni rás. Minnsta stöðin er rekin af barnaskóla, sendir út í hálftíma þrisvar í viku og kemur í staðinn fyrir skóla- blað. Önnur er rekin af Jysk Teknologisk Institut sem er ríkis- stofnun (hliðstæð Rannsókna- stofnun iðnaðarins - ÞH) og sendir út efni um starfsemi sína tvo tíma á viku. Sú þriðja er rekin af Árósa-háskóla í samvinnu stú- denta, kennara og rannsóknar- manna. Hún sendir út 12 tíma á viku, einkum efni um vísindi ætl- að almenningi. Fjórða stöðin heitir Byens Radio og er rekin af verkalýðsfélögunum í bænum. Hún sendir út 15 tíma á viku efni um stjórnmál, umræðuþætti, upplýsingar til félagsmanna og tónlist. Fimmta stöðin nefnist Aarhus Nærradio og er rekin af félagi sem telur þrjá meðlimi. Hún sendir út 17 tíma á viku. Við hjá Radio Aarhus sjáum svo um afganginn af útsendingartíman- um sem er allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Radio Aarhus er rekin af regnhlífarsamtökum sem telur um 100 aðildarfélög. Þau eru af ýmsu tagi, stjórmálafélög frá hægri til vinstri, íþróttafélög, hagsmunafélög, td. samtök homma og lespía, tómstundafé- lög eins og sportveiðimenn o.fl. o.fl. Dagskránni ræður svo sér- stök dagskrárnefnd sem ekki er valin úr röðum aðildarfélaga heldur skipa hana þeir sem nota stöðina, þ.e. þáttagerðarmenn. Þeir eru af ýmsum toga, bæði fé- lög og einstaklingur. Stöðin sem slík er ekki ábyrg fyrir efninu sem sent er út heldur eru einstakir menn ábyrgir fyrir hverjum þætti og skrifa undir yfirlýsingu þar að lútandi. Það segir sig svo sjálft að með þessu móti er engin rit- skoðun viðhöfð á efninu. Og við þurfum heldur ekki að hlusta á allt efnið“ Öll þóttagerð ólaunuð „Það er mjög vinsælt að koma hingað og gera þætti. Til dæmis er íslendingafélagið hér í Árósum með fastan þátt á hálfsmánaðar- fresti. Það er auðveldara að gera 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJiNN Sunnudagur 19. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.