Þjóðviljinn - 19.08.1984, Side 8

Þjóðviljinn - 19.08.1984, Side 8
MENNING Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðinga vantar að Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 97-7403 og forstöðumaður í síma 97-7402 og 97-7565. Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað. Vistheimili Óskast fyrir nemendur utan af landi skólaárið 1984- 1985. Upplýsingar í Öskjuhlíðarskóla í símum 23040 og 17776. Öskjuhlíðarskóli Óskar eftir að ráða þroskaþjálfa, fóstrur eða uppeldis- fulltrúa frá 1. sept. n.k. Bæði er um hálfar og heilar stöður að ræða. Umsóknir berist skólanum fyrir 28. ágúst. Skólastjóri Þroskaþjálfi Óskast til starfa við skóladagheimili Öskjuhlíðarskóla að Lindarflöt 41 Garðabæ frá 1. september n.k. Umsóknir sendist til Öskjuhlíðarskóla Suðurhlíð 9, Reykjavík, en upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 666558. Skólastjóri Iðnskólinn í Reykjavík Kennara vantar í hárskurði og rafeindavirkjun. IÐNSKÓLINN í REYKJAVIK Útgerðarmenn og skipstjórar Hef opnað nýja þjónustustöð. Önnumst eftirlit og þjónustu við allar gerðir af gúmmí- bátum ennfremur viðgerðir á slöngubátum. Lífbátaþjónustan h.f. Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, Reykjavík. LIFBATAPJONUSTAN H.F. — LIFE-BOAT SERVICE Ltd. HAFNARHUSINU V TRYGGVAGOTU - NNR 60B8B280-TF_ 621055-B0X 928 - RF YKJAViK - iSLAND Grunnskóli Siglufjarðar Kennara vantar í eftir- taldar greinar: í 7.-9. bekk: Stærðfræði, raungreinar, samfélags- greinar og erlend mál. Einnig í almenna kennslu yngri barna og handmennt drengja. Upplýsingar gefnar í símum 96-71184 eða 96-71686. Corinne Parpalaix með lögfræðingi sínum. Deilt um sceði látins manns í byrjun ágúst úrskurðaði franskur dómstóll að sæðis- banki skyldi afhenda 23 ára gamalli konu, Corinne Parpa- laix að nafni, sæði látins eigin- manns hennar, sem bankinn varðveitti, þannig að hún gæti orðið barnshafandi með gervifrjóvgun. Með þessu lauk dómsmáli, sem mjög mikla athygli hafði vakið í Frakklandi. Greinilegtvarað flestir höfðu samúð með kon- unni og töldu hana hafa sið- ferðilegan rétt til að fá kröfu sinni framgengt, en hér var um prófmál að ræða, því eng- in lög eru enn til sem ná yfir gervifrjóvgun og þau vanda- mál sem geta komið uþp í slíku samhengi. Sœði í geymslu Málsatvik voru á þá leið, að þegar Alain Parpalaix var trúlof- aður Corinne, kom í ljós að hann var með krabbamein í eistum og varð að gangast undir stranga meðferð vegna þess sjúkdóms. Ráðlögðu læknar honum þá þeg- ar að setja sæði í geymslu í sæðis- banka, þar sem meðferðin kynni að leiða til þess að hann yrði ó- frjór um stundarsakir, eða jafnvel endanlega. Fór Alain Parpalaix að ráðum læknanna, en hann lét þó hjá líða að gefa nokk- ur skrifleg fyrirmæli um hvað gera skyldi við sæðið eða hverjar óskir hans væru yfirleitt. Alain Parpalaix giftist síðan Corinne, en meðferðin bar ekki árangur og fáum dögum eftir gift- inguna, á jóladag 1983, lést hann af völdum sjúkdómsins án þess að hafa gert nokkra erfðaskrá eða tekið fram skriflega að hann vildi eignast barn. En ekkja hans, Corinne, sneri sér þegar til sæðis- bankans og fór fram á að sér yrði afhent sæðið, sem eiginmaður hennar hafði komið þar fyrir til geymslu. Hér var úr vöndu að ráða, því þetta var í fyrsta skipti sem slíkt mál kom upp, engin lög náðu yfir það og mátti jafnvel segja að gervifrjóvgun post mortem stangaðist að nokkru leyti á við gildandi lög. í fyrsta lagi hefur aldrei verið skilgreint lagalega hvað sæði er, en sú venja hefur komist á að telja það vera hluta af líkama „gefandans", sem ekki megi ráðstafa án þess að hann gefi til þess skriflegt leyfi. Þar sem slíkt leyfi var ekki fyrir hendi, var óvíst að bankinn hefði umboð til að afhenda Corinne sæðið. í öðru lagi kveða frönsk lög svo á, að ekki megi eigna manni barn, sem fæðist meira en 300 dögum eftir andlát hans. Ef Corinne yrði barnshafandi af þessu sæði, gat barnið því ekki talist skilgetið samkvæmt gild- andi lögum: Það gat ekki fengið ættarnafn hins látna eiginmanns og ekki tekið á móti arfi hans. Af þessum ástæðum vildu yfirmenn bankans ekki skapa fordæmi upp á eigin spýtur og neituðu að af- henda sæðið án úrskurðar. Dóms- úrskurðurinn Dómurinn féll á þá leið, að þar sem Alain Parpalaix hefði gifst Corinne, þótt hann væri þá þegar dauðvona af völdum krabba- meinsins, og ættingjar þeirra beggja væru vitni um að hann hefði viljað eignast barn, skyldi það jafngilda skriflegri erfðaskrá eða skriflegum fyrirmælum. Þess vegna skyldi Corinne fá afhent sæðið eins og hún óskaði eftir. Hins vegar féllust dómarar ekki á þá kenningu lögfræðinga hennar, að sæðið skyldi teljast „vara“. Þeir héldu þó ekki til streitu þeirri skilgreiningu að það væri hluti líkama „gefandans", þannig að um það giltu sömu reglur og um flutning líffæra, heldur kváðu þeir upp þann úrskurð, að það skyldi teljast „lífsfræ ætlað til getnaðar mannlegrar veru“, og því yrðu að gilda um það sérstak- ar reglur. En dómararnir gátu engu um það breytt, að ef Co- rinne verður barnshafandi af völdum þessa sæðis, getur barn hennar lagalega séð ekki talist af- kvæmi eiginmanns hennar. í máli Corinne skapar þetta þó engan vanda, þar sem maður hennar var einbirni og því í lófa Iagið fyrir foreldra hans að arfleiða væntan- legt barn Corinne. Lagasetningar þörf Þótt viðbrögð franskra fjöl- miðla við þessum dómi hafi verið mjög jákvæð, er samt ljóst að hann leysir engan vanda, og hafa ýmsir fréttaskýrendur sýnt fram á hvað það geti verið bagalegt að hafa engin skýr lög um gervi- frjóvgun. Gildandi lög eru t.d. það gloppótt að eiginmaður getur neitað að gangast við barni sem kona hans eignaðist með gervi- frjóvgun, þó svo að hann hafi gef- ið samþykki sitt til þess áður að til hennar verði gripið: Slíkt mál kom upp í Nissa árið 1976 og gátu dómararnir þá ekki annað gert en fallast á sjónarmið eiginmanns- ins. í Ástralíu gerðist það nýlega að kona, sem gekk með barn eftir að frjóvgað egg annarrar konu hafði verið flutt í hana, neitaði síðan að afhenda barnið hinni raunverulegu móður þess. Svo þarf naumast að rekja það hvaða erfðaflækjur geta komið upp í sambandi við gervifrjóvgun ef „gefandi“ sæðisins er látinn, þeg- ar hún fer fram. Af þessum ástæðum öllum hef- ur dómsmálaráðherra Frakk- lands, Robert Badinter, skipað þriggja manna nefnd til að undir- búa lagasetningu um þessi mál, og eiga sæti í henni lögfræðingur, heimspekingur og prófessor í læknisfræði. En mál Corinne hef- ur þegar leitt til þess að fjölmarg- ir menn, sem vinna við „hættuleg störf", hafa nú snúið sér til sæðis- banka og óska þess að fá geymt sæði, svo að þeir geti eignast af- kvæmi þó svo að þeir verði fyrir slysi. (eftir „Libération“) 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. ágúst 1984 Skólastjóri

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.