Þjóðviljinn - 19.08.1984, Síða 11
Spyrill: Þetta setur þá mark sitt
á mannlífið?
Tolli: Við íslendingar erum
órafjarri hinurn fáunverulegu
áíókum milli risaveldanna. Við
heyrum rætt um þau í fréttum en
gleymum þeim síðan í hinu dag-
lega amstri. í Berlín er ekki hægt
að útiloka sig svona frá óhugnað-
inuni því maður hefur ntúrinn
daglega fyrir augunum. Á íslandi
lifir ungdómurinn freniur hant:
ingjusömu og áhyggjulausu lífi. f
Berlín er erfitt að vera bjartsýnn
unglingur: Nútíminn býður ein-
ungis upp á atvinnuleysi og hús-
næðisskort; framtíðin fleiri
kjarnaflaugar og vilji unga fólkið
líta um öxl inn í fortíðina, blasir
Þorlákur „Tolli" með nýlagað kaffi í vinnustofu sinni við Meðalfellsvatn í Kjós. Þar við hryllingurinn ljóslifandi
víðast hvar annars staðar í hinum
vestræna heimi. Þar standa eld-
flaugar andspænis hver annarri í
svipuðu magni og endurnar á
Tjörninni í Reykjavík. I Berlín
birtast samskipti austurs og vest-
urs í sinni nöktustu mynd. Það
ákvarðar andrúmsloftið í borg-
inni og þegar veturinn gengur í
garð verður hún grá og drunga-
leg.
Berlín:
Annarlegt
skemmtanalíf
vegna fara þeir margir hverjir í
hundana þegar frá líður og rútín-
an hefst vestanmegin.
Brennandi
áhugi á
íslandi
Spyrill: Hvernig er svo að vera
íslendingur í Berlín?
Tolli: Það er fínt. Þjóðverjar
hafa brennandi áhuga á öllu ís-
iensku og alla langar þá til fs-
lands. Athugaðu að margir bestu
listamenn Þjóðverja dvelja
langdvölum á fslandi og mála.
Spyrill: Hvernig er það til
komið?
Toiii: Auðvitað þekkja þeir
Dieter Rot, nema hvað. Núna
dveljast einmitt ’peir Bernd Ko-
berling og Jörg Immendorff í
Loðmundarfirði og eru að bralla
eitthvað saman. Koberling er
sennilega besti landslagsmálari
sem Þjóðverjar eiga í dag. Það
var nteð hans hjálp að ég komst
inn í deildina hjá Hödicke. Þeir
máluðu saman í Lapplandi fyrir
nokkrum árunt. Það er sterk hefð
fyrir norðrinu nteðal Þjóðverja,
bæði hvað vaiðar náttúruna og
goðsagnir. Ef við íslendingar
stöndum okkur ekki, þá stela þeir
glæpnum frá okkur og skáka okk-
ur í túlkun á okkar eigin um-
býlónskri miljónaborg. Við verð-
um að hætta að þjást af þessari
sveitalegu minnimáttarkennd.
Öll sönn
list er klassísk
Spyrill: Ertu bjartsýnn á að
það takist?
Tolli: Það þýðir ekkert annað
en að vera bjartsýnn. Ég hef trú á
að íslendingar dragi í land með
þessa yfirborðsmennsku. Hún
leiðir ekki til neins. Við höfum
dæmi um það hvert íslenskir lista-
menn geta náð ef þeir hafa trú á
eigin menningu. Sjáðu Laxness,
hann er það alþjóðlegasta sem
við eigunt. Enda skrifaði hann
um bændur og íiskimenn. Það
versta er að íslensk borgarastétt
er svo skyni skroppin að hún veit
ekki livers virði þetta er. Erlend
borgarastétt veit hvaða gildi er
fólgið í nýrri list því hún hefur
reynslu og þekkingu á því hvernig
liststefnur fæðast. Sjáðu Fetting
og Salomé og alla hina. Þeir sátu
á bjórkössum uppi á hanabjálka í
galleríi í Kreuzberg. Það leit
varla nokkur maður þarna inn.
Ári síðar sátu þeir í Júmbóþotum
á leið til Ameríku. Ég er ekki að
mæla svona löguðu bót, en þetta
sýnir hvað erlend borgarastétt er
fljót að bregðast við. Hún veit
sem er að allt byrjar með grasrót-
ur vera da
Tveir íslenskir listnemar
hafa undanfariö ár verið viö
myndlistarnám í
Listaháskólanum í V-Berlín.
Þar njóta þeir leiösagnar K. H.
Hödickes og Klaus
Fussmanns prófessora yfir
málaradeildum skólans. En
Hödicke er einn af þekktustu
frumkvöðlum hins nýja þýska
málverks. Þettaeru þeir
Þorlákur Kristinsson og Ómar
Stefánsson.
Þorlákur eða Tolli eins og
hann er oftast nefndur er
staddur hér á landi um þessar
mundir. Ég náöi tali af honum í
húsifööurhansvið
Meðalfellsvatn í Kjós, þarsem
hann nýtur vinnuaöstööu í
hrífandi umhverfi íslenskrar
náttúru. Þess í milli vinnur
Tolli sem vaktmaöur á
göngudeild
unalingaathvarfsins viö
Sólheimaog fórviðtalið
einnig fram þar.
Listnám í Berlín
Spyrill: Hvernig er að vera við
nám í Berlínarborg?
Tolli: Að mörgu leyti gott.
Sjáðu til; þarna hafa hlutirnir
verið að gerast. Það eru ekki
meira en3-4 ársíðan nokkrirne-
mendur Hödickes héldu saman
sýningu í nær óþekktu galleríi við
Moritz-torg í verkamannahverf-
inu Kreuzberg. Nú eru þetta
heimsfrægir menn og verk þeirra
eru á sýningum hvarvetna. Hvað
sem segja má um heilbrigði
listmarkaðarins, þá gerir þetta
andrúmsloftið í HOK (listahá-
skólanum í Berlín) rafmagnað.
Það er gróska í deildinni hjá Hö-
dicke, því máttu trúa.
Spyrill: En hvernig er skólinn
og aðstaðan?
Tolli: Eins og best verður á
kosið. Þetta er gömul og virðuleg
bygging frá fyrri hluta aldarinnar,
sem slapp við loftárásirnar. Þar
er hátt til lofts og vítt til veggja,
enda þúsundir nemenda við
skólann. Það er hægt að segja að
þetta sé nokkurs konar sælureitur
innan um eintómar nýbyggingar
og kaldranalegt umhverfi.
Spyriil: Er Berlín kuldaleg?
Tolli: Hún er byggð á rústum
og þar er engin eiginleg miðborg,
aðeins úthverfi. Hún er að vísu
falleg þegar vorar og trén
laufgast. Þar er einnig mikið krá-
arlíf; krá við krá eins og stöðu-
mælarnir við Laugaveginn. En
þar er veruleikinn átakanlegri en
og fyllir það ógleði. Ungdómur-
inn lifir þannig í algjöru tóma-
rúmi og þettaseturmjög svip sinn
á þá list sem sköpuð er í V-Berlín.
Þetta skapar einnig annarlegt
skemmtanalíf. í Berlín eru allar
deildir skemmtanalífs í gangi.
Það er sama hvaða sérþarfir
fjöldinn hefur, þú getur fengið
allt þarna.
Spyrill: Hvernig er þetta í öðr-
um vesturþýskum borgum?
Tolli: Ég hef ekki nægan sam-
anburð, en ég veit að Hamborg
stendur á gömlum merg. Þar hef-
ur hefðin ekki rofnað og þar er
verkalýðshreyfingin sterk. Berlín
er á hinn bóginn þjónustu- og
verslunarmiðstöð, alþjóðleg
borg þar sem öllu ægir saman;
innflytjendum; flóttafólki; lið-
hlaupum úr hernum; hommum
og lesbíum o.s.frv. Margt er þar
yfirborðslegt og óekta og í ofaná-
lag eru Berlínarbúar að reyna að
endurheimta gamla og horfna
hefð, eða „Berlín hinna gömlu og
góðu daga“.
Byssustingir
Spyrill: Hefurðu farið austur-
fyrir?
Tolli: Nokkrum sinnum. Það
er annar heimur; fasismim^er þar
miklu opinskárri. Vestanmegin
er hann tölvuvæddur og undir
yfirborðinu. í Austur-Berlín er
hann grár fyrir járnum og með
byssustingi. Þar er minni gróska í
listum enda er allri menningar-
starfsemi miðstýrt af flokknum.
Þar er lítið að gerast í myndlist-
inni en leikhússtarfsemi er þar
með töluverðum blóma. Senni-
lega er það vegna hefðarinnar;
Bertolts gamla Brecht, þú veist...
Það þýðir ekkert fyrir austur-
þýska listamenn að sniðganga
apparatið. Ef þeir gefa eitthvað
út á eigin spýtur eða sýna, eru
þeir ákærðir fyrir einkarekstur.
Þess vegna er töluvert mikið um
smygl á bókmenntum og lista-
verkum yfir múrinn og austur-
þýskir flóttamenn eru mjög virkir
í nýja málverkinu. Persónulega
finnst mér Austur-Þjóðverjar lík-
ari okkur, því þrátt fyrir kúgun-
ina eru þeir ekki eins skemmdir
og íbúar Vestur-Berlínar. Þeir
eru lífsglaðari þrátt fyrir allt og
eðlilegri í mannlegum sam-
skiptum. En þeim er hættar við
hrösun í hinum kapítalíska heimi
því þá skortir mótefnið og þess
hverfi. Það yrði nú til að kóróna
alla eymdina.
Spyrill: Hvað getum við tekið
til bragðs?
Tolli: Opnað augun fyrir fleiri
möguleikum og borið meiri virð-
ingu fyrir eigin arfleifð. Þegar
maður sér gróskuna í listinni í V-
Berlín spyr maður sjálfan sig
hvers vegna nýja málverkinu er
sniðinn svona þröngur stakkur
hér heima. Það er eins og allir rói
á sömu mið og elti hvern annan.
Hér vantar miklu meiri fjöl-
breytni og meiri tengsl við sögu-
lega og landfræðilega legu okkar.
Það er út í hött þegar íslenskir
málarar reyna að draga fram stór-
borgarlíf í myndum sínum. Þeir
vita ekkert hvað það er að vera
alinn upp í stórborg; Súper-
Breiðholtum með 20-30 hæða
blokkum. Það þýðir ekkert fyrir
íslenska listamenn að keppa við
Berlfnar-, Parísar-, eða New
York-búa í túlkun á stórborgar-
umhverfi. Slíkt vekur einungis
kátínu eriendis og opinberar yfir-
borðsmennsku okkar. Það er eins
og þegar íslenskir pönkarar eru
að reyna að skáka Nínu Hagen
eða Clash í heimsborgaralegum
töffheitum, eða þegar íslenskir
kvikmyndagerðarmenn eru að
lýsa Reykjavík sem einhverri ba-
armenningu, pönki og því um
líku. Þannig hefur það alltaf ver-
ið.En þetta kemst ekki inn í koll-
inn á íslenskri peningastétt og
þess vegna glatar hún öllum tæki-
færum á menningarsviðinu. Hún
skilur ekki að list verður að vera
sönn svo hún standist tímans
tönn. Sannleikurinn er klassískur
og þess vegna er öll sönn list
klassísk. Sé listin sönn á einum
stað þá er hún sönn alls staðar og
er metin eftir því.
Spyrill: Og nú stendur fyrir
dyrum sýning hjá þér í einu af
þekktari galleríum Berlínar?
Tolli: Já, snemma á næsta ári
hjá Förtsch. Það er að duga eða
drepast. Úr því hann vill sýna
myndirnar mínar þá skal ekki
standa á mér. Þá verðum við
Ómar með samsýningu í Gallery
Kleist, sem er stórt nýbylgju-
kaffihús og nú í ágúst sýnir
Förtsch nokkur verk eftir okkur
Ómar í galleríi sínu.
Að svo mæltu hölum við inn þá
ræfilstitti sem berjast fyrir lífi
sínu á önglunum. En viðtalið fór
að miklu leyti fram úti á vatni
innan um fjallahring hulinn þoku
sem sól reyndi að brjótast í gegn-
um. Þetta hefðu ekki verið slor-
leg leiktjöld fyrir Ragnarökkur
Richards Wagners.
Sunnudagur 19. ágúst 1984 ÞJÖÐVILJINN - SIÐA 11