Þjóðviljinn - 19.08.1984, Síða 17

Þjóðviljinn - 19.08.1984, Síða 17
LEIÐARAOPNA Guðrún Hallgrímsdóttir, stjórnarmaður Hús nœðisstjórnan Brýnt að lœkka útborgun „Það fjármagn, sem nú er þörf á við kaup á fasteignum er alls ekki til í landinu og þess vegna er nauðsynlegt að breyta markaðn- um þannig að útborgun og eftir- stöðvar verði í takt við efnahags- aðstæður", segir Guðrún Hall- grímsdóttir, en hún á sæti í Húsn- æðisstjórn ríkisins. Guðrún siturí undirnefnd stjórnarinnar sem fer með úthlutun lána til kaupa á eldra húsnæði og hefur nýlega ásamt Grétari Þorsteinssyni og Kristínu Blöndal lagt fram tillögu um að Húsnæðisstjórn hafi frum- kvæði í að breyta útborgunarhlut- fallinu. „Greiðslukjörin sem ríkja hér á fasteignamarkaði eru í engu samræmi við efnahagsástandið“, segir Guðrún. „Útborgunin tek- ur mið af óðaverðbólgu og eftir- stöðvar eru að mestu á skamm- tímalánum. Þetta gerir það að verkum að þeir sem eru að koma sér upp húsnæði í fyrsta sinn ráða hvorki við útborgunina né eftir- stöðvarnar og því miður breyta G-lánin með núverandi fyrir- komulagi þar litlu um. Algeng- Guðrún Hallgrímsdóttir ustu G-lán til fjögurra manna fjölskyldu eru 290 þúsund krón- ur.“ „Fasteignamat ríkisins kann- aði fyrr á þessu ári venjur á fast- eignamarkaðnum og þýðingu hans í húsnæðismálum lands- manna. Niðurstaðan varð sú að óhagstæð greiðslukjör hafa mikil áhrif á lánsþörf markaðarins í heild. Ef útborgun lækkar úr 75% í 50%, jafngildir það 830 miljón króna láni til kaupenda, segir í skýrslu Fasteignamatsins. Með þetta { huga lögðum við fram tillögu um að veiting G-lána væri bundin því skilyrði að út- borgun verði lækkuð og einnig því að greiðslubyrði lána færi ekki umfram 6%. Með því yrði stuðlað að lengingu lána á eftir- stöðvum og verðtryggingu þeirra.“ - Hvað þýðir þetta í reynd? „Til að markaðurinn geti að- lagað sig þessum breytingum leggjum við til að í fyrsta skrefi verði gerð krafa um 60% há- marksútborgun. Það þýðir að út- borgun í 3ja herbergja íbúð í Reykjavík gæti lækkað um 400 þúsund krónur og fólk sem ekki ræður við 75% útborgun í 2ja herbergja íbúð gæti ráðið við út- borgun í 4ra herbergja íbúð.“ - En verður ekki markaður- inn sjálfur að taka þessum breytingum? „Auðvitað væri æskilegt að markaðurinn breytti útborgun- arhlutfallinu sjálfkrafa og við vit- um að það hefur gerst á Akur- eyri. Á höfuðborgarsvæðinu hafa ýmsir fasteignasalar líka tekið upp lægri útborgun, aðrir ekki. Ein aðalröksemdin fyrir tillögu- nni er að hér ríki tvöfalt kerfi og þar sem keðjusölur eru mjög al- gengar geta menn lent illa í því ef þeir kaupa á hærri útborgun en þeim tekst að selja á. Það er því brýnt að þessi breyting verði fljótt og þess vegna verður að koma til stefnumörkun og hvatn- ing frá Húsnæðisstjórn. Öðru vísi gerist þetta ekki nema á allt of löngum tíma.“ - En er unnt að setja svona skilyrði fyrir lánveitingum? „Húsnæðisstjórn setur reglur um úthlutun lána og setur viss skilyrði við veitingu G-lána, svo sem um fjölskyldustærð, aðrar fasteignir í eigu umsækjanda og gerð íbúðar, þannig að úthlutun hefur ætíð verið háð vissum skil- yrðum. Skilyrðin hljóta að mark- ast af aðstæðum á hverjum tíma. Ef þessi tillaga verður samþykkt og kemst til framkvæmda tel ég að Húsnæðisstjórn verði að líta svo á að þeir sem kaupa með óhagstæðari greiðslukjörum en 60% útborgun séu þar með að gefa til kynna að þeir þurfi ekki á aðstoð Byggingasjóðsins að halda. Stjórninni er ætlað sam- kvæmt lögum að marka megin- stefnu í þessum málum og það hlýtur að vera hlutverk hennar að fínna ieiðir til að það takmarkaða fjármagn sem til er, nýtist sem best. Þessi breyting í 60% útborg- un myndi jafngilda hærri fjárhæð en öll G-lánin eru í dag“, sagði Guðrún að lokum. ÁI Garðar MýrdaL eðlisfrœðingun Verið að eyðileggja húsnœðislánakerfið „Eftir yfirlýsingar ríkisstjórnar- flokkanna fyrir síðustu kosningar og árásir þeirra á þá sem höfðu áður með þessi mál að gera, einkum fráfarandi fél- agsmálaráðherra, hélt maður satt að segja að þeir myndu sjá sóma sinn í því að standa við eitthvað af loforðunum. Það er þó langt í frá eins og sést ef litið er yfir afrekaskrána. Það er greini- legt að þeir ætla að brjóta þetta kerfi gjörsamlega niður eins og önnur félagsleg kerfi, svo sem námslánakerfið og heilbrigðis- kerfið". Það er Garðar Mýrdal, eðlisfræðingur, sem hefur orðið. Síðastliðið haust flutti hann inn í gamla 3ja herbergja íbúð, sem hann hafði keypt og nú bíður hann eftir G-láninu. „Ég fór út í þetta miðað við þá pólitík sem ríkir á íslandi að allir verði að eiga sína eigin íbúð“, sagði Garðar. „Ef ég hefði verið tveimur árum seinna á ferðinni hefði ég gerst aðili að Búseta, en eftir að hafa séð þá útreið sem Búseti fékk eftir gos Blöndals og félaga á þinginu, er ég ekki viss um að ég myndi treysta á það í dag“. Þetta eru mín fyrstu íbúða- kaup. Ég er búinn að vera í leigu- húsnæði í 3 ár eftir að ég flutti heim frá námi og hafði flutt jafn- oft milli íbúða. Ég taldi mér óhætt að fara að festa kaup á íbúð eftir að ég byrjaði að búa og var kominn með lífeyrissjóðsrétt- indi. Ég reiknaði dæmið þannig að við gætum keypt 2ja til 3ja her- bergja íbúð án þess að taka skammtímalán. Eigin sparnaður og sparimerki Ingibjargar dugðu fyrir fyrstu útborgun, lífeyris- sjóðslánið fyrir næstu tveimur af- borgunum og síðan átti húsnæð- islánið ásamt 30 þúsund króna sparnaði að duga fyrir þeim síð- ustu og fyrstu afborgun af skulda- bréfinu. Þar sem ég sótti um fyrir jól 1983 hefði lánið að öðru jöfnu átt að koma í júní eða júlí. Ég hafði heilan mánuð upp á að hlaupa með gjalddagann miðað við það sem verið hefur“. En G-lánið er ekki komið enn- þá. „Það er reyndar hlálegt", segir Garðar, „þegar konan mín sem hefur samviskusamlega haldið í sparimerkin alla tíð ætlar að fá lán, þá kemur babb í bátinn, en skyldusparnaðurinn er einmitt hluti af fjármagni húsbyggingar- Garðar Mýrdal kerfisins. Ég varð að taka víxil í Útvegsbankanum til að redda mér fram í ágústmánuð, og þegar lánið var ekki komið á gjalddaga hans, varð ég að framlengja fram til 10. september. Ég verð að treysta á að það komi fyrir þann tíma, en það má geta þess að fyrst ég þurfti að endurnýja víxilinn í ágúst, þá lenti ég auðvitað inní efnahagsráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar með hærri vöxtum og frjálsari eins og þeir kalla það eftir 13. ágúst s.l.“ — Áttu von á að lánið komi fyrir 10. september? „Ég ætlast nú eiginlega til þess, já. Síðustu fréttir eru að húsnæð- isstjórn hafi 165 miljónir til út- hlutunar nú á næstunni. Eftir 20. ágúst segjast þeir ætla að greiða fyrsta hluta til þeirra sem eru að byggja, 1. - 10. september til þeirra sem hafa keypt gamalt og eftir 10. september seinni hluta af lánum. Ég treysti á að þetta standi, annars er ég illa úti.“ - Þú segist hafa viljað vera með í Búseta fremur en að kaupa? „Já, það er miklu heilbrigðara að þurfa ekki að taka þetta með svona áhlaupi og ég vildi gjarnan geta verið aðeins afslappaðri í því að komast undir öruggt þak. Ég myndi frekar vilja búa við það húsnæðiskerfi sem ríkir t.d. í Noregi, þar sem menn geta keypt sér leiguréttindi á löngum tíma. Eftir áratug eða svo, verður vonandi áfram lifandi fólk á ís- landi og þá er ég viss um að okkar kynslóð verði kölluð „húsbygg- ingarkynslóðin“. Maður er að lesa það að það sé offramboð á íbúðum og það er verið að fjár- festa og borga á örfáum árum hús sem gætu þess vegna staðið í nokkur hundruð ára. Ef þessu heldur áfram hlýtur að verða verðfall á fasteignamarkaðinum og þá stendur fólk uppi með verð- lausar eignir sem það hefur unnið hörðum höndum fyrir. Það þarf að stýra þessari fjárfestingu allt öðru vísi.“ - Nú keyptir þú á 75% útborg- un með 20% vöxtum á skulda- bréfi til 4urra ára. Myndirðu gera svona samning í dag? „Ég treysti mér ekki til að svara þessu. Ég held að þetta hafi verið það réttasta þegar ég gerði samn- inginn. Maður þreifar fyrir sér og heldur uppi fyrirspurn um mark- aðinn og eyðir fleiri vikum í að setja sig inn í þetta, enda er mað- ur að leggja allt undir. Svo koll- steypist allt og núna í miðjum ág- úst er ábyggilega enginn sem get- ur svarað því hvað gerist í sept- ember. Trúlega verður verðbólgan þá komin á fullt og skuldinni skellt á verkalýðshreyfinguna og „óraun- hæfar kaupkröfur“. Stefna ríkis- stjórnarinnar hefur beðið skip- brot og það getur allt skeð. Ég get því ekki svarað því hvernig samn- ing ég myndi gera í dag. Trúlega engan.“ Guðlaug Magnúsdóltir, stjórnarmaður Verkamannabústaða. Veit ekki hvar þetta endar! „Ég veit ekki hvar þetta endar. Verkamannabústaðakerfið hefur alltaf barist f bökkum og enn er verið að þrengja að því. Það er greinilega enginn vilji hjá þeim sem eru við stjómvölinn nú að styðja við þetta kerfi, þrátt fyrir þörfina sem öllum ætti að vera ljós“, sagði Guðlaug Magnús- dóttir, stjórnarmaður hjá Verka- mannabústöðum í Reykjavík. Síðast liðið vor tilkynnti ríkis- stjórnin að fjárframlög til Verka- mannabústaða yrðu skorin niður um 25% á næsta ári. „Stjórn Verkamannabústaða mótmælti þessu harðlega“, sagði Guðlaug, „og við trúum því ekki fyrr en við tökum á að þetta verði að raun- veruleika. En það er ekki aðeins skorið niður fjármagn til Verka- mannabústaðanna, heldur er einnig verið að taka íbúðir út úr kerfinu. Síðast liðinn vetur var ákveðið að allir sem hafa átt íbúð í 30 ár í Verkamannabústað mættu selja hana á ffjálsum markaði. Þetta eru íbúðir í gömlu hverfunum, íbúðir sem eru ákaf- lega eftirsóttar í endursölu, en það skiptir kannski ekki mestu máli heldur hitt, að við megum ekki við því að missa eina einustu íbúð þegar 3 eða 4 fjölskyldur eru um hverja sem losnar.“ „í lögunum sem Alþingi sam- þykkti í vor er ákvæði um að tvö- falda útborgun í nýbyggingum Verkamannabústaða“, heldur Guðlaug áfram. „Utborgunin hefur verið 10%, en á nú að verða 20% eins og í endursölu íbúðun- um. Það má taka dæmi. 3ja her- bergja íbúð í Ártúnsholti, sem út- hlutað var í vetur kostaði 1830 þúsund. Útborgunin mun verða 10%, eða 183 þúsund krónur, en með stærri íbúðunum voru bíl- skýli sem varð að borga út í hönd og kosta 120-140 þúsund. Eftir að lögin eru komin til framkvæmda verður þetta sama fólk að borga um hálfa miljón: 20% af heildar- verði eða 366 þúsund krónur og 120-140 þúsund í bílskýlið." Ég sé ekki hvernig fólk á að ráða við þetta. Bílskýlin sem voru skylda á Eiðsgrandanum með öllum íbúðum, íþyngdu fólki mjög mikið. Þó flestir hafi staðið í skilum, þá voru þau fjármögnuð með skammtímalánum sem síðan hafa verið að veltast og safna á sig dráttarvöxtum og innheimtu- kostnaði. Menn verða að athuga að samsetning þess hóps sem fær íbúð í Verkamannabústöðum hefur breyst. Nú eru flestir ein- stæðir foreldrar, þ.e. einstæðar mæður, sem eiga í verulegum erf- iðleikum með að standa í skilum, þrátt fyrir tvöfalda vinnu. Það endar með því að þær þurfa að leita til sveitarfélagsins um að- stoð til að geta haldið þessum íbúðum. Það getur hver maður ímyndað sér hvernig þetta verður þegar útborgunin hefur verið tvö- földuð". - Þú segir að hópurinn hafi verið að breytast?. „Já. Það ríkir svo ótrúleg neyð á þessum húsnæðismarkaði og hún eykst að sama marki og kjör- in versna. Það þarf ekki að rifja upp þessar 900 umsóknir sem bárust í vetur um 300 íbúðir. Það segir sig sjálft að þeir sem fá íbúð úr þeim stóra hóp eru þeir sem allra verst eru settir. Það heyrir til undantekninga ef venjuleg kjarnafjölskyida fær íbúð, og ungum hjónum sem eiga von á barni er alls ekki hægt að sinna, svo dæmi sé tekið. Það eru t.d. ótrúlega margir sem búa heima hjá foreldrum sín- um, kannski í þrengslum með heila fjölskyldu. Þetta er fólk sem Guðlaug Magnúsdóttir hefur farið út á leigumarkaðinn og hrakist heim í foreldrahús aft- ur vegna þess að það ræður ekki við þau kjör sem þar ríkja. Svo er líka algengt að gamalt fólk, sem hefur leigt á sama stað í áraraðir, lendir allt í einu á götunni þegar húseigandi deyr og íbúðin er seld. Þetta fólk ræður ekki við neitt á hinum almenna markaði og á al- veg nóg með útborgunina í Verkamannabústöðunum, þó hún sé ekki tvöfölduð“. - Hver eru næstu verkefni hér í Reykjavík?. „Nú er verið að sækja um fram- kvæmdalán fyrir árið 1985 og ætl- unin er að hefja byggingu á 100 íbúðum í Grafarvogi næsta vor. 60 eru í fjölbýli, 40 í sérbýli og þessar íbúðir eiga að vera tilbún- ar eftir mitt ár 1986 til jafnlengd- ar 1987. Þetta er talsvert hærra hlutfall af sérbýli en verið hefur og fram hefur komið hugmynd um að halda skipulagssamkeppni um þar næsta áfanga í Grafar- vogi. Á næsta ári er áætlað að út- hluta rúmlega 70 nýjum íbúðum í Ártúnsholti sem er seinni áfang- inn þar en með endursöluíbúðun- um má gera ráð fyrir að það verði um 200 íbúðir, sem hægt verður að úthluta 1985 í Reykjavík. Þetta er þó auðvitað háð því að ekki verði skorinn fjórðungur af fjármagninu,- það myndi bitna á oýbyggingunum fyrst og fremst. Eins og ég sagði áðan trúi ég því ekki að til þess komi. Það ætti frekar að efla þetta kerfi en ráð- ast svona að því“. Sunnudagur 19. ágúst 1984 ÞJÖÐVILJINN - SIÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.