Þjóðviljinn - 01.09.1984, Page 1

Þjóðviljinn - 01.09.1984, Page 1
SUNNUDAGS- BLAÐIÐ MENNING Heimsókn Friedmans Hver fær ágóðann? - „Klippið þáttinn!“ Hannes Hólmsteinn óð inn ísjónvarpssal og heimtaði ritskoðun og klippingar á viðrœðuþœttinum með Friedman. Milton segist ekkertfá. Háskólinn borgar 2-3000$. Aðgangseyririnn gefur um 250.000 ísl. kr. Hannesfer úr landi. Að lokinni upptöku á viðræðu- þættinum við Friedman sem sýndur var í sjónvarpi í gærkvöldi bar það til tíðinda að Hannes Hólmsteinn Gissurarson rauk inní upptökusalinn og krafðist þess að klippt yrði úr þættinum. Það sem einkum fór fyrir brjóst Hannesi voru umræður um fjármál kringum heimsókn Fried- mans, en hagspekingurinn lýsti því yfir í þættinum að hann fengi ekkert fyrir framlag sitt hér- lendis. Þorvaldur Skúlason látinn Þorvaldur Skúlason listmálari er látinn. Með honum er genginn einn áhrifamesti listamaður þjóð- arinnar. Þorvaldur var fæddur á Borðeyri við Hrútafjörð, 30. apr- íl 1906. Hann var sonur hjónanna Elínar Theódórsdóttur og Skúla Jónssonar kaupfélagsstjóra. Pau hjónin fluttust skömmu síðar til Blönduóss þar sem Þorvaldur ólst upp. Eftir störf sem farmaður á Gullfossi, settist Þorvaldur að í Reykjavík í byrjun 3. áratugarins og naut leiðsagnar þeirra Ríkarðs Jónssonar, Þórarins B. Þorláks- sonar og Asgríms Jónssonar. Árið 1928 hóf Þorvaldur nám hjá Axel Revold við Listahá- skólann í Ósló og 1931 hélt hann til Parísar þar sem hann nam hjá Marcel Gromaire við Académie Scandinave. Tveimur árum síðar settist hann að í Kaupmannahöfn og dvaldi þar til ársins 1938. Eftir að hafa verið sumarlangt í Ta- ormínu á Sikiley, hélt hann aftur til Parísar og bjó þar uns Þjóð- verjar hernámu borgina. Arið 1940 kom Þorvaldur aftur út til íslands. Það leið ekki á löngu þar til hann var orðinn ein- hver atkvæðamesti umbrotamað- ur í íslenskri myndlist. Hvert stíl- brigðið rak annað og ávallt var Þorvaldur í fararbroddi nýrra hreyfinga, jafnt sem listamaður og kenningasmiður. Leyfum Steini Steinarr að hafa síðasta orðið um Þorvald: „Hann gengur að starfi sínu vitandi vits, tj áning hans er mark- viss og upprunaleg. Hann reynir aldrei að komast létt frá viðfangs- efnum sínum. Út úr myndum hans geislar sterkur, örlögþrung- inn persónuleiki, þróttur lifandi manns, hamingja lifandi manns. Hann er ævintýri nútímans á sviði íslenzkra lista.“ HBR Sé reiknað með að 300 gestir borgi 1200 krónur í aðgang að fyrirlestrinum verður ágóðinn, að frádregnum matarkostnaði, um 250 þúsund krónur. Ferð frá New York til Evrópu um Kefla- vík kostar rúmlega 11.000 krón- ur. Sé gert ráð fyrir að íslenskir gestgjafar Friedmans borgi ferð fram og til baka fyrir hjónin verða eftir rúmlega 200.000 krón- ur. Að auki leggur Háskóli ís- lands til 2-3000 dollara. Er ein- hver að reyna að græða á heim- sókn hagfræðingsins? Þetta dæmi var borið undir háskólarektor, Guðmund Magnússon. Hann sagðist ekki vita meira en að Háskólinn borg- aði sína tvö til þrjú þúsund doll- ara. Háskólarektor sagði að Friedman fengi greitt fyrir heim- sókn sína þrátt fyrir yfirlýsingar hagfræðingsins í sjónvarpinu um hið gagnstæða. Hvað það yrði mikið vissi Guðmundur ekki. Greinilegt er að Friedman og háskólarektor ber ekki saman um greiðslur fyrir fyrirlesturinn og krafa Hannesar Hólmsteins um ritskoðun á þættinum vekur einn- ig margvíslegar spurningar. Fram kom í samtalinu við rekt- or að 2-3000 dollarar væri algeng upphæð til fyrirlesara af þessu tæi. Hann var þá spurður hvort eðlilegt væri að borga slíka upp- hæð þegar háskólamenn og stúd- entar þyrftu að auki að greiða 1200 krónur fyrir að hlusta. Guð- mundur sagði: Þetta er hugsað sem almennur fyrirlestur. Ekki Kmbbameinsfélagið flytur Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, viö komuna til vígslu hins nýja húss Krabbameinsfélagsins. Forsetinn heilsar hér Drífu og Sunnu Snædal Jónsdætrum, sonardætrum dr. Gunnlaugs Snædai formanns Krabbameins- félag íslands. Sagt er frá þessum merka áfanga í sögu Krabbameinsfélagsins, tölvugjöf sem afhent var í gær og rætt við dr. Snorra Ingimarsson á bis. 3 í blaðinu í dag. Mynd -ATLI. hugsað þannig að háskólamenn hafi neinn forgang. Þess má geta að Guðmundur Magnússon er í stjórn Stofnunar Jóns Þorlákssonar. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son sagði við blaðamann Þjóð- viljans að hann færi úr landi í dag. Guðmundur Magnússon há- skólarektor sagði hins vegar í við- tali við blaðið: „Við verðum að gefa okkur tíma til að ræða þetta mál í heild“. -m Stjórnarsáttmálinn Engar breyt- ingar Aðeins árleg út- fœrsla á al- mennu orðalagi segir forsœtis- ráðherra Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýs- ingar framámanna Sjálfstæðis- flokksins um að nýr stjórnarsátt- máli sé í burðarliðnum, heldur Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sig enn við þann gamla. „Nei, stjórnarsáttmálinn er óbreyttur. Það verða engar breytingar gerðar á honum, en það þarf að útfæra hann hvert ár“, sagði forsætisráðherra í sam- tali við Þjóðviljann í gær. „Stjórnarsáttmálinn er almennt orðaður og það þarf að útfæra hann á hverju ári“. Þess má geta að „nýr“, „endur- skoðaður“ eða „útfærður" stjórnarsáttmáli verður kynntur fyrir þingflokkum stjórnarflokk- anna á mánudag, en á ríkis- stjórnarfundi í gær var ekkert um þetta rætt. Þar voru fjárlögin ein á dagskrá. ÁI Hver er staða kennara í dag? Sjá leiðaraopnu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.