Þjóðviljinn - 01.09.1984, Síða 3

Þjóðviljinn - 01.09.1984, Síða 3
FRETTIR________________ Sjálfsgagnrýni: NT ræðst á stjórnina - segir ráðherra algjörlega hafa brugðist á verðinum. - Viðskiptahallinn aukist meira en ætlað var þrátt fyrir minni kaup- mátt almennings segir forsœtisráðherra. Ætli Hannes hafi farið hopp- andi ...? Ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins, fjármálaráðherra og við- skiptamálaráðherra, hafa hér algerlega brugðist á verðinum, segir í leiðara NT, málgagns for- sætisráðherra í gær. Þar er fjall- að um misheppnaðar efnahags- aðgerðir ríkisstjórnarinnar nú í ágúst og viðurkennt að hinn mikli viðskiptahalli við útlönd sé „mikið áfall fyrir rikisstjórnina“ misvægi sé orðið mikið milli at- vinnuveganna. „Milliliðirnir hafa bæði safnað miklum gróða, sem settur hefur verið í fjárfestingu, eða varið til yfirborgana“, segir þar. Jafnframt viðurkennir NT að efnahagsskák ríkisstjórnar- innar háfi þrengt svo að tckju- lægri launastéttum eins og opin- berum starfsmönnum að „það hafi aukist hraðbyri að hér væru að myndast tvær stéttir, sem skiptust eftir tekjum og efnahag.“ „Ég get tekið undir að við- skiptahallinn hefur reynst meiri en ætlað var“, sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, þegar Þjóðviljinn bar undir hann þessa gagnrýni í hans eigin mál- gagni á störf stjórnarinnar. „Þetta er eitt af þeim vandamál- um, sem við er að glíma. Það bendir til þess að það sé meira fjármagn í gangi en æskilegt væri iþrátt fyrir minni kaupmátt al- mennings“, sagði forsætisráð- herra, sem kvaðst hins vegar ekki vera búinn að lesa þessa hispurs- lausu játningu á villuráfi ríkis- stjórnarinnar, og því ekki tilbú- inn að svara nánar ásökunum leiðarahöfundar málgagnsins. En hann klikkir út með því að þjóðin sé að glata efnalegu sjálfstæði sínu undir forystu formanns Framsóknarflokksins! ÁI/JH. Tölvubúnaðinum nýja hefur verið komið fyrir í kjallaranum að Skógarhlíð. Sigurjón Guðmundsson er forstöðumaður tölvudeildarinnar. Mynd-ATLI. Krabbameinsfélagið Nýtt hús og fullkomin tölva Píanótónleikar „... Það var eins og Beethoven sjálfur væri að spila“, ku hrifinn gagnrýnandi hafa sagt einhverju sinni um píanóleik Edith Picht- Axenfeld, en hún er nú stödd hér á landi og hefur í æði mörgu að snúast, - hún hefur að undan- förnu haldið námskeið fyrir píanókennara, hún mun flytja fyrirlestur um Schubert og spila að honum loknum og hún heldur tvenna tónleika á vegum Tónlist- arfélagsins og Musica Nova. Við hittum hana á dögunum og hún er ekki vitund lík Beethoven í framan. Á andliti hennar er ekki þessi brúnaþungi ólundarsvipur heldur er þetta góðleg kona um Prófessor Edith Picht-Axenfeld spilar á sunnudag og þriðjudagskvöld. sjötugt. Hún lék dálítið fyrir okk- ur og sagði okkur frá ferðalagi sínu um norðurland og veður- blíðunni þar. Hún er fædd 1914 í Freiburg og lærði á píanó hjá Anna Hirzel-Langenhan og Ru- dolf Serkin og á orgel hjá Wolf- gang Auler og Albert Schweitzer. Hún leikur jöfnum höndum á píanó og sembal - spil- ar jafnt barokk sem harðvítuga nútímatónlist og hefur verið pró- fessor í Freiburg síðan 1947. Edith Picht-Axenfeld heldur á sunnudaginn tónleika á vegum Musica Nova í Menntaskólanum við Hamrahlíð klukkan 17.00 og þar spilar hún eingöngu tónlist frá 20. öld eftir Schönberg og þrjú núlifandi tónskáld, Helmut Lachenmann, Heinz Holliger og Luigi Nono, en í verki þess síð- astnefnda leikur hún á móti tón- bandi. En hún mun ekki síst þekkt fyrir túlkanir sínar á klassískum og rómantískum tónskáldum og á þriðjudagskvöldið verður hún á þeim brautum á tónleikum á veg- um Tónlistarfélagsins sem verða í Austurbæjarbíói klukkan 19.15. Á þeim tónleikum leikur hún verk eftir Mozart, Beethoven og Schubert. -gat. Blönduvirkjun Reist af Júgóslövum? Fyrir mér er þetta félag hugsjón og ekkert er því of gott, sagði Snorri Ingimarsson sérfræðingur í krabbameinslækningum við Þjóðviljann í gær. Hann var við- staddur vígslu nýja hússins, ný- ráðinn forstjóri Krabbameinsfé- lags íslands til eins árs. Nýja húsnæði Krabbameinsfé- lagsins að Skógarhlíð 8 er um 1800 m2. Kostnaður við byggingu þess er á milli 46-48 miljónir króna. Eldri hús félagsins við Suðurgötu hafa verið seld og flytur félagið skuldlaust inn í nýja húsnæðið. Krabbameinsfélaginu hefur verið færður tölvubúnaður sem er með þeim fullkomnustu á landinu. 23 aðilar, allir helstu seljendur tölvubúnaðar hér á landi ásamt nokkrum stærstu not- endum tölva á landinu, tóku Dr. Snorri Ingimarsson forstjóri Krabbameinsfélagsins fyrir framan anddyri nýja hússins að Skógarhlíð 8. Mynd-ATLI. höndum saman og færðu félaginu þessa gjöf sem er að andvirði á annan tug miljóna. Dr. Snorri Ingimarsson sagði í gær að sín biði að samræma það starf sem þegar er í gangi hjá Krabbameinsfélaginu og því sem bíður þess í framtíðinni. „Mögu- leikarnir eru ótakmarkaðir. Þessa félags bíður það mikið starf að ekki er hægt að sjá fyrir endann á því. Við erum nú að uppskera það sem sáð var um 1950. Ætlunin er að rækta þá uppskeru vel“. Snorri sagði mjög mikilvægt við nýja húsið að nú yrði aðstaða til að veita þeim húsnæði og aðstoð sem þegar hafa fengið krabbamein og stofn- að með sér samtök. Einnig sagði hann tölvubúnaðinn auðvelda starfsemina gífurlega mikið. - jP- Júgóslavneska fyrirtækið Ingra Group mun að öllum líkindum hreppa það hnoss að sjá um sex verkhluta véla- og rafbúnaðar Blönduvirkjunar, en tilboð voru opnuð hjá Landsvirkjun á fimmtudag. Ingra Group bauð í alla verk- hlutana sex og bauð auk þess 5% afslátt ef öllum tilboðum þeirra yrði tekið. Með þeim afslætti er heildartilboðsfjárhæð júgóslavn- eska fyrirtækisins um 465 miljón- ir króna en ráðunautar Lands- virkjunar töldu kostnað geta orð- ið um 680 miljónir króna. Stærsti verkþátturinn er hverflar, rafalar og fylgibúnaður í virkjunina og nam tilboð Ingra Group aðeins 66.8% af kostnaðaráætlun. Landsvirkjun á eftir að taka af- stöðu til útboðanna en niður- staða liggur fyrir innan tíðar. -v. Hvalvertíðin Sandreyðarveiðin hafin Veiði á sandreyði er nú hafin, en sandreyðurin gengur yfir- leitt á veiðislóð við landið upp úr miðjum ágúst. Að sögn Péturs Andréssonar hjá Hval hf. er búið að veiða 39 sandreyðar, þar af hafa 12 náðst í þessari viku. AIls mega íslendingar veiða 100 á ár- inu. Búið að veiða 39 dýr „Sandreyðurin heldur sig svona 50 mílur beint suður af Reykjanesi, og það er svona 15 tíma stím fyrir bátana", sagði Pétur. „Stundum gengur hún þó norðar, og er þá beint útaf Faxa- flóanum". Sandreyðurin er miklu minni skepna en langreyðurin sem við veiðum lt'ka mikið af, eða um 40 fet og 20 til 23 tonn að þyngd. Miklu minna er vitað um ferðir hennar og stofna en langreyðar- innar. Þess má geta að enn á eftir að veiða tvær langreyðar af kvóta okkar fyrir árið, sem var 167 dýr. -ÓS Á 5. hundrað nemendur IMenntaskólanum í Kópavogi eru á 5. hundrað nemendur en ekki 240 eins og kom fram í Þjóð- viljanum í síðustu viku og leiðréttist nú. Mikil aðsókn er að mennta- skólabraut en lítil að tveggja ára brautum, nema viðskiptabraut. Aðrar tveggja ára brautir við MK eru: heilsugæslubraut, uppeld- isbraut og íþróttabraut. Leiðrétting Prentvillupúkinn réð sig á mála hjá stjórnarflokkunum í frétt Þjóðviljans af kjördæmisráð- stefnu Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum í Þjóðviljanum sl. fimmtudag. Þar stóð að kaupránsstefna stjórnvalda hafi staðið í nokkur ár. í ályktun AB um verkalýðsmál var þetta hins vegar orðað þannig að kaupránsstefnan hafi staðið „nokkuð á annað ár“. Leiðréttist þetta hér með. -v. Laugardagur 11. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.