Þjóðviljinn - 01.09.1984, Qupperneq 4
LEIÐARI
Lífskjör á Islandi:
600-700 kr. til ráðstöfunar á viku
Þjóöviljinn hefur undanfariö greint frá nokkr-
um raunverulegum dæmum um lífskjör venju-
legs launafólks á íslandi. Þær staðreyndir
sýna hvernig stefna ríkisstjórnar og atvinnu-
rekenda hefur þjarmað aö högum fólks. Þegar
skyldugreiðslur í skatta og húsaleigu og ýmsa
aðra lögbundna liði hafa verið inntar af hendi
þá á fólk ekki eftir nema 600-700 kr. á viku til
að kaupa fyrir mat, föt og aðrar lífsnauðsynjar.
Á fimmtudag birtist hér í blaðinu frásögn af
kjörum einstæðrar iðnverkakonu á sextugs-
aldri. Hún fær samtals í laun á mánuði 14.257
krónur sem er svipað og fjölmargt iðnverkafólk
ber úr býtum. Þegar búið er að draga frá
skatta, útsvar og önnur skyldugjöld fær hún
útborgað á mánuði 12.266 kr. Þá er komið að
því að greiða 1.406 kr. í húsgjald, 1.660 í raf-
magn, 652 kr. í strætisvagnagjöld til og frá
vinnu og síðan 6.000 kr. í húsaleigu.
Þegar þessi iðnverkakona, sem er dæmi-
gerð fyrir þúsundir launafólks, hefur greitt öll
þessi óhjákvæmilegu gjöld á hún eftir 625 kr. á
viku til að kaupa fyrir allan mat, fatnað og allt
annað sem telst til lífsnauðsynja hjá venjulegu
fólki. Hún hefur hvorki efni á að hafa útvarp
eða síma. Þessi kona hefur unnið hörðum
höndum alla ævi og nú leikur kjarastefna at-
vinnurekenda og ríkisvalds hana svona grátt.
Hvernig væri að Þorsteinn og Steingrímur
prófuðu ásamt Magnúsi Gunnarssyni að lifa af
625 kr. á viku.
Þjóðviljinn birti í vikunni einnig annað dæmi.
Þar var lýst kjörum ungrar iðnverkakonu sem
vinnur í sælgætisgerð. Hún fær einungis
12.913 kr. í mánaðarlaun eða mun minna en
sú iðnverka kona sem áður var lýst. Þessi
unga verkakona fær ekki nema 9.054 kr. út-
borgaðar á mánuði. Þegar hún hefur greitt
óhjákvæmileg gjöld til að komast með strætó í
og úr vinnu, standa straum af sínum hluta
húsaleigunnar og greiða rafmagn, þá á þessi
unga stúlka ekki eftir nema 750 kr. á viku til að
kaupa fyrir mat og föt og lyfta sér upp á hvíldar-
dögum.
Þessi dæmi eru ekki einstök. Þúsundir
launafólks búa við svipuð kjör. Mikill fjöldi
kennara sem býr sig nú til kjarabaráttu hefur
ekki mikið betri laun en þær konur sem hér
hafa verið nefndar. Hjá ríki og bæjarfélögum
vinna einnig aðrir hópar launafólks á slíkum
lágmarkslaunum.
Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga
er skiljanlegt að samtök launafólks hafa sett
fram kröfur um verulega leiðréttingu. Það er
hins vegar furðulegt að Alþýðuflokksmenn
sem eru í forystu verkalýðsfélaga á Vestfjörð-
um séu að hugleiða að gera um þessa helgi
kjarasamning sem einungis mun bæta 1 krónu
og 25 aurum ofan á tímakaup fiskverkunar-
fólks. Guðmundur J. Guðmundsson hefur
eðlilega lýst mikilli furðu sinni yfir þessum
vinnubrögðum Alþýðuflokksmanna í verka-
lýðsforystunni á Vestfjörðum. Morgunblaðið
og atvinnurekendur eru hins vegar mjög
ánægðir með þennan undanslátt. Því verður
ekki trúað að aðrir forystumenn Alþýðuflok-
ksins styðji gerð slíkra kjarasamninga. Það
verður rækilega gengið eftir afstöðu þeirra.
Alþýðuflokkurinn gengur undir próf um þessa
helgi. Ætlar hann að taka þátt í því að staðfesta
þau hróplegu lífskjör sem hér hefur verið lýst?
Forystumenn ríkisstjórnar og atvinnurek-
enda ættu hins vegar að lýsa því opinberlega
hvernig þeir telja að hægt sé að lifa á 600-700
kr. á viku.
Ó-ÁLIT
„Góði, þú hefur ekki efni á að tala við þennan. Það kostar 1200 kall orðið!
DJÓÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjórar: Óskar Guðmundsson, Valþór Hlöðversson.
Blaöamenn: Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðrikssson Halldóra Sigur-
dórsdóttir Jóna Pálsdóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður
Árnason, Súsanna Svavarsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), össur Skarp-
hóðinsson.
Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson.
Útlit og hönnun: Björn Brynjúlfur Björnsson,Svava Sveinsdóttir, Þröstur
Haraldsson.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir.
Auglýsíngastjóri: ólafur Þ. Jónsson.
Auglýsingar: Margrót Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir,
Anna Guðjónsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Sfmavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bflstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumaöur: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Sfðumúla 6, Reykjavfk, sfmi 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjoöviljans hf.
Prontun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 22 kr.
Sunnudagsverð: 25 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 275 kr.
4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 1. september 1984