Þjóðviljinn - 01.09.1984, Side 11

Þjóðviljinn - 01.09.1984, Side 11
MYNDLIST Um síðustu helgi opnaði Karl Kvaran listmálari sýningu í Listmunahúsinu við Lækjargötu. Þar sýnir hann 16 olíumálverk, öll nýlega gerð. Þetta mun vera 14. einkasýning Karls, en hann hefur sýnt á samsýningum Septem- hópsins nær árlega um langt skeið. Eins og flestir úr þeim hópi var Karl Kvaran þátttakandi í gömlu haustsýningunum sem kenndar voru við september- mánuð. Það var í lok 5. áratugarins og byrjun þess 6. sem hinn persónu- legi og óhlutbundni stíll Karls þróaðist í tengslum við alþjóð- legar stefnur samtímans. Hann hafði numið málaralist í Kaup- mannahöfn frá stríðslokum og fram til 1948 og eftir heimkom- una tók hann virkan þátt í list- mótun þeirri sem kennd var við abstraktið. Síðan þá hefur hann verið einn fremsti fulltrúi ís- lenskrar abstrakt-listar í sinni tærustu mynd. Að þessu leyti sver sýningin í Listmunahúsinu sig fyllilega í ætt við fyrri sýningar Karls og það sem hann hefur sýnt með Septem-hópnum. Ef eitthvað er þá hafa myndir hans öðlast meiri og dýpri fyllingu með árunum. Hin harðformalíska tjáning hefur vikið fyrir lífrænni og náttúru- legri myndgerð án þess hún hafi á nokkurn hátt glatað gagnsæi sínu og hreinleik. Lífrœn tjáning Þótt myndir Karls séu ljósar í Ballet. Hið fullkomna samrœmi Karl KvaransýniríListmunahúsinu byggingu og þ.a.l. gagnsæjar að formi og litavali, eru vinnubrögð hans ekki eins auðsæ. Það sem í fljótu bragði virðist svo einfalt og auðvelt, næstum áreynslulaust, krefst mikilla fórna í vinnu og efni. Þetta skýrist e.t.v. þegar haft er í huga að Karl málar myndir sínar af fingrum fram án nokkurs undirbúnings. Nú er það fremur venja en undantekning að stór og yfirveg- uð olíumálverk í ætt við þau sem Karl málar, séu byggð á einhverj- um gefnum forsendum. Oftast eru þau unnin eftir litlum riss- myndum sem stækkaðar eru upp, eða plani sem ák'veðið er a priori. Gagnstætt þessari aðferð eru ex- pressionísk vinnubrögð, þar sem málarinn ræðst á flötinn og málar frjálst. í þeim tilvikum felur út- koman gjarnan í sér átök og hefur stefnan verið kennd við abstrakt- expressionisma. Hér á landi gekk hún undir heitinu klessulist, fylgjendunum til háðungar. En Karl fellur undir hvoruga aðferðina og þó báðar í senn. Verk hans eru yfirveguð og ná- kvæmt stillt eins og strengur í fiðlu. Það má því hæglega rugla þeim saman við geometríska list hvað aðferðir varðar. Þó vaxa þau undan pensli hans eins og frjálsborinn gróður. Tjáning hans er lífræn líkt og náttúrunnar sjálfrar. Það getur tekið langan tíma fyrir slíkar myndir að vaxa og þær geta tekið óendanlegum breytingum gegnum vaxtarskeið sitt. Stundum verður lokaútkom- an óþekkjanleg frá upphafsdrög- unum. Agað litaval Samfara svo næmum og gjör- hyglum vinnubrögðum stemmir Karl liti sína þannig að hver hljómur hefur sinn fulla slag- kraft. Þetta gerir hann með því að hemja litaval sitt og einskorða við fáa en öfluga tóna. Hvítt og svart er áberandi og meginstoðir í myndbyggingu verka hans. Þetta eru erfiðir litir þegar þeir eru not- aðir sem slíkir, en þrátt fyrir það hefur Karl slíkt vald yfir þeim að hvergi missa þeir flug sitt. Svona meðferð á svarta og hvíta litnum er fágæt og minnir einna helst á voldug tök bandaríska málarans Franz Kline, sem þótti snillingur í beitingu þeirra. Líkt og Kline virðist Karl Kvaran brúa bilið milli málverks og blekteikningar í svart- hvítarverkum sínum og jafnvel einnig þegar hann notar aðra liti. Það er einmitt hin volduga teikning með penslinum sem á- kvarðar rýmið í myndunum. Grunnurinn er gjarnan hvítur og formin svört. En oft rofna þau í litbönd eða línur sem bugðast um flötinn. Þetta skapar dýpt í verk- unum sem brýtur upp tvívíðar- kennd þeirra. En það er ekki hið eina sem gerist á myndfletinum. Með því að draga upp svört og voldug form í sumum verkum en brjóta þau upp í línuspil í öðrum, fram- kallar Karl misjafna hrynjandi og síbreytilega hreyfingu. Hann tefl- ir m.ö.o. fram andstæðum dyna- mískra og statískra þátta í mál- verkunum, sem líkja má við skiptingu tónverks í hæga og hraða kafla. Annað litaval er bundið við blæbrigði frumlitanna, rauðan, gulan og bláan. Þeir mynda gjarnan áherslur sem sprengja upp formbygginguna og raska ró flatarins án þess að ráðást gegn rótum sjálfs strúktúrsins. Kammerverk Einhverra hluta vegna verður manni hugsað til tónlistar frammi fyrir myndum Karls. Ekki eru það hljómsveitarverk með lúðra- blæstri né heldur lýrísk ein- leiksverk. Þær eru í ætt við vel samin kammerverk, eitthvað í anda sfðustu kvartetta -Beetho- vens. Þessi málverk eru nefnilega hlaðin andstæðum og tvíræðum mótsetningum sem forða þeim undan flokkunarvélum listfræð- innar. Þótt sumar myndirnar séu sem minnisvarðar í stærð sinni (mónumental), eru þær jafn- framt innilegar (intím) eins og kammertónlist. Þær geta hvorki talist geometrískar þótt rökrænar séu, né óhamdar þrátt fyrir mikl- ar undirliggjandi tilfinningar. Þá eru þær málverk og teikningar í senn. Þetta eru lifandi verk, sprottin af þrotlausri elju og vilja til að skapa fullkomið samræmi eða harmoní. Eftir því sem þau eru skoðuð lengur og oftar, kemur styrkur þeirra æ betur í ljós. Hvort heldur formin þenjast út (expanderast), eða skreppa sam- an (regresserast) bylgjast eða standa kyrr, halda þau ávallt jafnvægi sínu og stöðu í heildinni. Þessi jafnvægislist er styrkur Karls Kvaran og gerir hann að meistara á sínu sviði. En líkt og aðrir meistarar skynjar hann að ekkert sprettur af sjálfu sér og ekkert verður hrist fram úr erm- inni. Þ.a.l. eru verk hans mót- eitur gegn yfirborðsmennsku og hræsni þeirri sem fólgin er í stundargamni og loddara- mennsku. Þau eru krefjandi eins og öll sönn list. HBR. Samspil. Sumarnótt. Laugardagur 1. september 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.