Þjóðviljinn - 01.09.1984, Page 15

Þjóðviljinn - 01.09.1984, Page 15
Útisýning i Mosfellssveit Laugardaginn 1. sept kl. 14.00 opna 10 ungir myndlistamenn útisýningu í landi Dallands í Mos- fellssveit. Verkin eru flest unnin með tilliti til þeirra möguleika sem staðhættir leyfa, annaðhvort beint í landið eða sem sjálfstæðir skúlptúrar úr aðfengnum efnum. Þeir sem sýna eru: Sigríður Ell- iðadóttir, Nanna K. Skúladóttir, Gunnar Arnason, Þórdís A. Sig- urðardóttir, Ólafur Sveinn Gísla- son, Anna Guðjónsdóttir, Krist- inn E. Hrafnsson, Ragnhildur Stefánsdóttir, Helga Júlíusdóttir og Anna Sigríður Sigurjónsdótt- ir. Til að komast á sýningarsvæðið er Suðurlandsvegur ekinn frá Reykjavík, að afleggjaranum við Geitháls. Þar er beygt til vinstri og ekið sem leið liggur u.þ.b. 5 km. langan malarveg. Leiðin mun þó verða merkt væntan- legum gestum til leiðbeiningar. Aðgangur er ókeypis. Sýning- unni lýkur sunnudaginn 16. sept- ember. Þau sýna á Kjarvalsstöðum. Frá vinstri: Kristján, Guðmundur, Guðmunda, Valtýr og Jóhannes. Ljósm. eik. „Úthaldið fyrir mestu“ „Úthaldið er fyrir mestu. Menn skortir oft úthald og gleyma því að ef þeir gefast ekki upp, þá kemur að því að þeir uppskera. Ég býst við að það sé einstakt, ekki bara hér, heldur einnig þótt víðar sé leitað, að finna hóp sem hefur sýnt saman í nærri 40 ár. Þetta sýnir hvað hægt er að gera með úthaldinu" sagði Valtýr Pét- ursson einn úr Septem-hópnum, sem nú sýnir á Kjarvalsstöðum og vantar aðeins 3 ár í aö þessi hópur hafi sýnt saman í 40 ár. „Við erum að verða stofnun í þjóðfélaginu, en mér sýnist við ekki hafa mikil áhrif á unga fólk- ið, sem nú er að mála. Þegar gerð var hvað höfðust atlaga að mál- verkinu, þjöppuðumst við saman og það hefúr sýnt sig að málverk- ið er ódrepandi og lifir allt af“, sagði Valtýr ennfremur. A sýningunni eru eingöngu ný olíumálverk, auk skúlptúra Guð- mundar Benediktssonar, mynd- höggvara sem sýnir sem gestur með Septemhópnum. Málverkin eru eftir þau Jóhannes Jóhannes- son, Kristján Davíðsson, Valtý Pétursson, Þorvald Skúlason og Guðmundu Andrésdóttur, en Steinþór Sigurðsson og Karl Kvaran sem báðir tilheyra hópn- um, sýna ekki með að þessu sinni. Sýningunni lýkur 16. sept. þs Þrír að norðan i Listasafni ASÍ „Viö viljum gjarnan sjá verk okkar í öðru Ijósi en þau eru sköpuð í og fá víðari umfjöllun um þau“ sögðu norðlensku lista- mennirnir Óli G. Jóhannsson, Guðmundur Ármann og Kristinn G. Jóhannsson sem opna í dag sýningu í Listasafni ASÍ undir heitinu „Exsept". Þeir eru allir búsettir á Akur- eyri og sögðu að salur af þessu tagi fyrirfyndist ekki þar nyrðra og væri sannarlega þess virði að sjá eigin verk í sal eins og Lista- safnið býður upp á. „Annars er gott að mála fyrir norðan, þótt okkur vanti bæði betra sýningarhúsnæði og meiri og faglegri umfjöllun. Það er mikill myndlistaráhugi á Akureyri og nú eru að koma heim ungir, menntaðir mynd- listarmenn, sem mikils má vænta af“, sögðu þeir þremenningarnir. Á sýningu þeirra eru um 60 verk, grafík, akrílverk, olíumálverk og teikningar. þs Nú gerir Samvinnubankinn þér mögulegt aö f ú 26% úrsúvöxtun af sparifé þínu Hin nýju vaxtakjör Samvinnubankans hafa í för með sér betri ávöxtun sparifjár en áður. Hér eru nokkur dæmi um breytingar á innlánsvöxtum frá 1. september 1984: ÁÐUR NÚ SPARIREIKNINGAR, MEÐ 3 MÁNAÐA UPPSÖGN: 19,9% 21.0% ÁVÍSANAREIKNINGAR 7,0% 12,0% HLAUPAREIKNINGAR 7,0% 9,0% SPARIVELTUREIKNINGAR 17,0% 20% NÝJUNG: SPARIREIKNINGAR, MEÐ 6 MANAÐA UPPSÖGN 26% Samvmnubankinn ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.