Þjóðviljinn - 05.09.1984, Side 1

Þjóðviljinn - 05.09.1984, Side 1
Einkafyrirtæki borga nú allt að helmingi hærri laun fyrir ritar- astörf en ríki og sveitaifélög sem bundin eru af töxtum BSRB. Hef- ur bilið breikkað hratt undan- farna mánuði og er nú svo komið að ritarar fást ekki lengur til starfa hjá ríkisfyrirtækjum. „Menn hafa ekki lengur efni á að Ríkisstjórnin mm ■ r m ■■ ■ Fjarlogin eru í hnút Þingflokkar á löngum og ströngum fundum langt fram á kvöld. Ágreiningur um ráð gegn miklum halla: Meiri niður- skurður eða auknir skattar Ljóst er að stjórnarflokkarnir eiga enn langt í land með að ná saman um grundvöll fjárlaga- gerðar fyrir næsta ár. Mikill á- greiningur er bæði innan flokk- anna beggja og þeirra i millum um leiðir og markmið í fjárlaga- dæminu. Þar standa menn nú þegar frammi fyrir enn einu gat- inu, að þessu sinni uppá hátt á annan miljarð króna. Af yfirlýsingum forystumanna stjórnarflokkana síöustu daga mátti merkja að létt verk yrði að samræma sjónarmið flokkanna um fjárlagadæmið. Þegar þing- flokkar komu hins vegar saman í gærdag kom annað á daginn. Einkum deila þingmenn um hvort mæta eigi hallanum með frekari skattahækkunum eða auknum niðurskurði í opinberri þjónustu og framkvæmdum. Fundir þingflokkanna stóðu í alþingishúsinu í gær nær linnu- laust frá því um hádegi og langt fram á kvöld. Tillögur formanna stjórnar- flokkanna um stjórnkerfisbreyt- ingar og uppstokkun sjóðakerfis- ins komust ekki á dagskrá þingf- lokksfundanna í gær vegna deilna um ríkisfjármálin. -lg vinna hjá ríkinu‘% sagði starfs- mannastjóri stórrar ríkisstofnun- ar sem nú vantar 6-7 ritara í heilar stöður. Ef litið er yfir atvinnuauglýs- ingar dagblaðanna er áberandi að opinberar stofnanir auglýsa aftur og aftur eftir skrifstofufólki. Þjóðviljinn hafði sambandi við nokkra forstöðumenn þessara stofnana og staðfestu þeir að erf- itt væri að fá fólk til starfa vegna launanna. Einnig sögðu þeir að margir sem hverfa úr ritarastörf- um hjá ríkinu færu í betur launuð störf hjá einkafyrirtækjum og bönkum. Byrjunarlaun ritara hjá opin- berum fyrirtækjum eru 13-15 þúsund krónur en hjá þeim einkafyrirtækjum sem blaðið hafði samband við var staðfest að laun fyrir sömu störf væru á bilinu 16-2o þúsund í byrjun en færu allt í 30 þúsund eftir hæfileikum, af- köstum og starfsreynslu. Dæmi eru um enn hærri ritaralaun hjá stærstu fyrirtækjunum. Á blað- síðu 2 má sjá nokkur dæmi um þennan mikla launamun og viðtöl um hann. Sjá bls. 2. Forystumenn BSRB afhentu Albert Guðmundssynl fjármálará&herra bo&un oplnberra starfsmanna um verkfall og er þessl mynd tekln vl& það tækifæri í gær. Albert hefur margslnnls lýst því yfir að efni BSRB til verkfalla berl að efna til kosnlnga strax. Ver&ur fró&legt a& fylgjast me& framvindu næstu vikna. Ljósm. Atll. Gróði Handbært fé Aðalverktaka 494 milljónir Ágóði hermangsfyrirtœkisins í fyrra 256 milljónir Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Þjóðviljans varð ágóði íslenskra aðal verktaka árið 1983 256 miljónir króna. Þar af græddust verktökunum 132 milj- ónir á verkefnum en 124 miljónir af fjármunum (vextir o.s.frv.). Handbært fé íslenskra aðalverk- taka mun nú vera um 494 miljón- ir. í fjarveru Thors Thors stjórn- arformanns fyrirtækisins bar Þjóðviljinn þessar tölur undir Gunnar Þ. Gunnarsson forstjóra. Hann sagðist ekki hafa tölurnar hjá sér, og vildi ekki kannast við tölur Þjóðviljans. „Ég hef engan áhuga á að ræða svona gegnum síma“ sagði Gunnar, „það er Albert, hér eru peningarnir! alltaf haft vitlaust eftir hvort eð er“ og skellti á eftir næstu spurn- ingu. Þess má geta að handbært fé aðalverktakanna er um helming- ur þeirrar fjárhæðar sem kallaður er gat í fjárlögum næsta árs og stjórnarflokkarnir reyna nú að troða í. Þetta er svipuð uþphæð og sú sem ríkisstjórnin vill setja í sjóð „til þróunar nýsköpunar í at- vinnulífinu“. íslenskir aðalverktakar eru að fjórðungi í eign ríkisins, fjórðung á SÍS-fyrirtækið Reginn og helm- ing svokallaðir Sameinaðir verk- takar sem ýmis fyrirtæki tengd Sjálfstæðisflokknum ráða.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.