Þjóðviljinn - 05.09.1984, Side 4

Þjóðviljinn - 05.09.1984, Side 4
LEIÐARI Falin verðbólga: Lífsnauðsynjar hækka um 50-90% Leiðarahöfundur DV hefur komist að þeirri niðurstöðu að í landinu sé mikil falin verð- bólga. Ríkisstjórninni hafi mistekistað ráðavið efnahagsvandann. Fórnir launafólks hafi orðið til einskis. í Þjóðviljanum í gær voru á forsíðu birtar tölur um hinar miklu hækkanir sem orðið hafa á helstu lífsnauðsynjum almennings síðan rík- isstjórnin komsttil valda. Tölurnareru byggðar á athugun Verðlagsstofnunarinnar. Hún sýnir að á sama tíma og launin hafa aðeins hækkað um 20.3% síðan 1. maí 1983 hafa greiðslur launafólks vegna heilsuverndar hækkað um rúm 86%. Vegur þar þyngst nýleg hækkun á lyfja- og lækniskostnaði en hún nam 140- 200%. Þegar launafólk þarf á heilbrigðisþjón- ustu að halda er það nú knúið til að greiða fjórum sinnum meira - og í sumum tilvikum tíu sinnum meira- en nemur hlutfallslegri launa- hækkun á þessu tímabili. Könnunin leiðir einnig í Ijós hve gífurlega almennar matvörur hafa hækkað umfram launin síðan ríkisstjórnin tók að framfylgja stefnu sinni. Mjólk hefur hækkað um 77.7%. Egg hafa hækkað um 77.5%. Kjöt hefur hækk- að um 68.2%. Almenn matvæli hafa hækkað um 54.3%. Á sama tíma hafa launagreiðslur aðeins hækkað um 20.3%. Þessartölur sýna vel að bullandi verðbólga ríkir hvað snertir lífs- nauðsynjar almennings. Verðbólgan í matar- kostnaði heimilanna æðir áfram. Þar malar hún kjörin neðar og neðar. Þar sjást ekki hinar lágu tölur sem ráðherrarnir eru að skreyta sig með á sjálfshólsstundum. Sama niðurstaða fæst við athugun á út- gjöldum til fatnaðar, tómstunda og heimilis- tækja. Þar sjást á ný verðbólgutölur sem eru mörgum tugum fyrir ofan launahækkanirnar. Verðlag á vörum og þjónustu í þágu menntunar og tómstunda hefur hækkað um 52.7%. Föt og skór hafa hækkað um svipaða upphæð eða rétt tæplega 50%. Húsnæðis- kostnaður hefur hækkað um 41.8% og eru hækkanir á rafmagni og hita taldar með í því dæmi. Húsgögn og heimilisbúnaður, raf- magnstæki til heimilisnota og annar útbúnað- ur sem telst til nauðsynlegra heimilistækja hef- ur hækkað um 37-40%. Þessar tölur allar sýna ítarlega mynd af þeirri bullandi verðbólgu sem launafólk býr við en falin er í þeim meðaltölum sem sérfræðing- ar ríkisstjórnarinnar matreiða ráðherrunum til ánægju. Þegar launamaðurinn fer út í búð til að kaupa í matinn er verðbólgan 50 til 80 prósent. Þegar hann þarf að leita læknis er verðbólgan 90 prósent eða jafnvel hátt í 200 prósent. Þegar launamaðurinn ætlar að fata sig og fjölskyldu sína þá er verðbólgan yfir 50 prósent. Þegar hann neyðist til að endurnýja heimilistækin þá er hún í kringum 40 prósent. Þetta er hin raunverulega verðbólga sem mótarlífskjöralmennings. Þannig hefurstjórn- arstefnan leikið hag heimilanna síðan í maí á liðnu ári. Launafólkið finnur fyrir þessari verðbólgu þótt áróðursmeistarar ríkisstjórnarinnar reyni að fela hana í talnaleik sínum. Það er þessi verðbólga sem knýr á um kjarabætur. Það er mikill misskilningur að launahækkanir leiði til aukinnar verðbólgu. Tölur verðlagsstofnunar sýna hina miklu verðbólgu sem hér ríkir þótt lífskjör hafi verið skorin niður um þriðjung. Á- róður ríkisstjórnarinnar gegn kjarabótum er því byggður á ósvífnu blöffi. KLIPPT 0G SK0RIÐ Sölumennirnir Geir og Steingrímur í þeirri sölumennsku sem Geir Haligrímsson utanríkisráðherra og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hafa stundað fyrir Bandaríkjastjórn í sam- bandi við áform um fjórar nýjar ratsjárstöðvar á vegum hersins hefur tvennt verið áberandi. í fyrsta lagi hefur verið lögð á það áhersla að gera lítið úr hernaðar- legu giidi þessara stöðva. í öðru lagi hefur öll sölumennska ráð- herranna gengið út á að gylla stöðvarnar í augum íslendinga með því að þær auki öryggi í fluginu, komi að gagni fyrir skip og Iandhelgisgæslu og skapi ís- lendingum vinnu. Umbúðirnar gallaðar hjá ráðherrum Rökstudd gagnrýni hefur kom- ið fram á sölumennsku ráðherr- anna m.a. frá sérfræðingum á friðarþingi sem haldið var í Reykjavík. Sverrír Haukur Gunnlaugsson deildarstjóri varn- armáladeildar utanríkisráðu- neytisins er fenginn til svara í Morgunblaðinu. Og nú bregður svo við að það sem snéri upp í sölumennsku ráðherranna snýr niður í sölumennsku deildarstjór- ans. Það voru ekki réttar umbúðir Hann upplýsir að ratsjárstöðv- arnar fjórar muni koma að litlu viðbótargagni fyrir skip og flug- vélar nema að valin sé ratsjárteg- und sem geti þjónað tvíþættum tilgangi, bæði fyrír skip og flug- vélar, en slík tækni mun nú vera í athugun! í Noregi, eða þá að sér- stakar ratsjár verði settar upp til þjónustu við skipin. Fjarlægðar- vitar Flugmálastjórnar virðast samkvæmt upplýsingum Sverris Hauks vera fullnægjandi og nýju ratsjámar litlu bæta þar við. Hér kveður við annan tón heldur en í skýrslu utanríkisráð- herra frá því í vor þar sem allt virtist á hreinu með gerð hinna áformuðu ratsjárstöðva og fullyrt var að þær myndu „koma að miklu gagni við upplýsingamiðl- un til flugmálastjórnar og land- helgisgæslu varðandi skipa- og flugumferð“. Deildarstjórinn upplýsir að þær muni koma að heldur litlu gagni, og sé lítilshátt- ar viðbót við þau leiðsögu- og miðunartæki sem fyrir em í landinu. NAT0 borgar fyrir USA? f upphafi var frá því skýrt að Bandaríkjamenn hefðu áhuga á þessum ratsjárstöðvum sérstak- lega og íhuguðu að leggja fram formlega beiðni þarum. Af þessu og „upplýsingum“ utanríkisráð- herra lá beinast við að álykta að um væri að ræða endumýjun Bandaríkjamanna á svo nefndri DEW-línu. Ef um slíkan loft- varnarradar væri að ræða mátti fullyrða að hann gæti ekki þjónað skipum. Nú segir deildarstjóri vamarmáladeildar að ekki sé um endurnýjun á DEW kerfinu að ræða. í raun og vem er þó orða- lag hans loöið: „Ekki er hægt að segja það...“ En hann upplýsir Gelr hefur farið offarl I sölu- mennskunnl fyrir Bandaríkjaher. hinsvegar að framkvæmdir í rat- sjármálunum yrðu á vegum Atl- antshafsbandalagsins en ekki Bandaríkjanna! Þó kemur fram að ratsjárstöðvarnar áformuðu gegni sama hlutverki og stöðin í Rockville, sem er í DEW- kerfinu, en það er ætlað til þess að vara bandarísku herstjórnina við árásum mannaðra sprengjufl- ugvéla á bandarískt landsvæði. Nýju ratsjárstöðvarnar em því hluti af strategískum vörnum Bandaríkjanna en kostaðar af NATO. Þetta gengur ekki upp. Sverrir Haukur Gunnlaugsson segir: „Endurnýjunin hefur það meðal annars í för .með sér að ekki kemur til álita að fjölga hér AWACS-flugvélum en fullyrð- ingar um slík áform sáust meðal annars í samtali í Þjóðviljanum á dögunum.“ Kannski veit deildarstjórinn ekki betur en hér kemur fram. Það er þó álit sér- fræðinga í öryggismálum að Bandaríkjastjórn muni fara þess á leit að AWACS-vélum verði fjölgað hér úr 2 í 4 innan tíðar. Fyrst komi ratsjárstöðvarnar og síðan fjölgun AWACS. Þeir telja það næsta víst að slík beiðni muni koma fram þegar F15 orrastuþot- umar taka við af Phantom- orrustuþotunum. Og þá ætla Geir og Sverrir Haukur að segja þvert nei við fleiri AWACS-vélum. Hver trúir því? Einkennilegt sjónleysi Sverrir Haukur viðurkennir að unnt sé í flestum tilvikum að fylgjast með ferðum sovéskra flugvéla er fara frá Koia-skaga þegar þær fljúga inn á ratsjár- svæði Norðmanna í Norður- Noregi. „Hins vegar hverfa þess- ar vélar tiltölulega fljótt út af eftirlitssvæði ratsjánna og enginn veit hvert þær halda, reynslan hefur sýnt það undanfarin ár að þær geta nálgast ísland úr norð- vestri eins og norð-austri“. Þetta er nokkuð annað en lýsing utan- ríkisráðherra frá í vor þar sem hann segir um nauðsyn eftirlits með herflugvélum „er birtast skyndilega í námunda við loft- helgi Islands án nokkurrar við- vörunar eða tilkynningar.“ Hér er máluð upp skelfileg ógnar- mynd, en Sverrir Haukur viður- kennir að eftir að þær „týnast“ hjá Norðmönnum má gera ráð fyrir þeim norðan við ísland. Útanríkisráðherra var því of á- kafur í sölumennsku sinni. Engar vélar koma hér nema þær sém búist er við. í lokin kemur fram hjá deildarstjóranum að ratsjár- stöðvarnar áformuðu dragi að- eins 200 sjómflur frá landi. Milli bandaríska ratsjársvæðisins á ís- landi og hins norska séu 700-800 mflur. Þá vantar enn upp á 500 til 600 mflur. Þar yrði rússneska hættan líklega „jafntýnd“ og áður. Er það ekki einmitt upp- lögð og ómótstæðileg röksemd fyrir að fjölga AWACS-vélum til þess að þær geti verið stöðugt á lofti? Að öllu þessu drasli, hvort sem það er á lofti eða landi, munu Rússarnir safnast eins og mý á mykjuskán, og þá er komin við- bótarröksemd fyrir að biðja um fleiri orrustuþotur og fleiri her- stöðvar víðar um landið og mið- in. Deildarstjórinn í varnarmála- deild utanríkisráðuneytisins þarf ekki að kvíða því að vöru skorti til þess að selja íslendingum. Það er bara spurningin um það hvern- ig tekst að viðhalda eftirspurn- inni á innanlandsmarkaðinum. -ekh DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjó'ðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fróttastjórar: Óskar Guðmundsson, Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðrikssson Halldóra Sigur- dórsdóttir Jóna Pálsdóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Súsanna Svavarsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), össur Skarp- héðinsson. LJósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Utlit og hönnun: Björn Brynjúlfur Björnsson Svava Sveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. Handrite- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Auglýsingastjóri: ólafur Þ. Jónsson. Auglýsingar: Margrót Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavar8la: Ásdís Kristinsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Siðumula 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmlðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð i lausasöiu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskriftarverð á mónuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Miftvikudagur 5. september 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.