Þjóðviljinn - 05.09.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.09.1984, Blaðsíða 11
Vörusýningin Sovéskir bílar, bækur og frímerki MUIi Sovétríkjanna og íslands hafa verið traust og góð við- skiptatengsl um árabil. í fyrra var til að mynda þrjátíu ára af- mæli viðskiptasambands á milli landanna. Þetta sagði Valentín Tarabara, fulltrúi Iðnaðar- og Verslunar- ráðs Sovétríkjanna, en hann er staddur hér á landi um þessar mundir í tengslum við vörusýn- inguna í Laugardalshöll. Valentín Tarabara nefndi sem dæmi um viðskipti milli ríkjanna að ýmis konar orkubúnaður í Sig- öldu hefði verið keyptur frá So- vétríkjunum og gagnast mjög vel. Landsvirkjun hefði þannig ekki komið fram með neinar kvartanir yfir honum. Á sýningunni í Laugardalshöll mun stofnun sú sem Tarabara er fulltrúi fyrir kynna starfsemi tveggja sovéskra fyrirtækja, Auto Export og International Book. Hið fyrra fer með bílaút- flutning frá Sovétríkjunum og Valentín vakti af því tilefni at- hygli á því að íslendingar hafa tekið sovéskum bílum tveim höndum síðastliðin ár og benti á að Lada bflarnir væru afar vinsæl- ir á fslandi. „Vegum á íslandi og sums staðar í Sovétríkjunum svipar nokkuð saman“, sagði Valentín og kímdi. „Það þurfa því að vera sterkir og góðir bflar sem ísiend- ingar og Sovétmenn þurfa til að kljást við samgöngukerfið á stundum, einkum þegar snjór og vetrar ríkja“. Þess má geta að nýjasta bflategundin frá Auto Export, Lada lux, verður sýnd á stalli Sovétmannanna. En Lada lux hefur farið mikla sigurför um löndin að sögn Tarabara, og hef- ur til dæmis verið seld um sex mánaða skeið hér á íslandi og á fýrri helmingi þessa árs var bif- reiðin í öðru sæti yfir söluhæstu bflana, og munaði víst ekki nema Valentín Tarabara frá Sovét: „Vegum á íslandi og sums staðar í Sovétríkjunum svipar nokkuð saman (eins hjörtum mannanna í Súdan og Grímsnesinu), og þess vegna þarf góða bíla“. Fyrir aftan glittir í Lada lux, einn vinsælasta farkostinn á landi frosts og funa um þessar mundir, en hann er afurð samvinnu Fíat verksmiðjanna og sósíalísku sovétlýðveldanna fimmtán. (Ljósm -eik). hársbreidd að hún skipaði fyrsta sætið. Hitt fyrirtækið sem Valentín Tarabara kynnir í Laugardals- höllinni fæst við menningariðju. „Það gefur út bækur eftir sígilda sovéska höfunda, sígilda tónlist á plötum og verslar þar að auki með frímerki. Við verðum með sýnishom af þessum vörum á básnum okkar í Laugardalshöll. Af bókum verðum við fyrst og fremst með listaverkabækur, mjög litskrúðugar og fallega prentaðar", og þessu til staðfest- ingar sýnir Valentín Tarabara okkur mjög vandaðar bækur með litprentuðum myndverkum, „einnig barnabækur, upsláttarrit af ýmsu tæi og síðast en ekki síst þekkta rússneska höfunda á borð við Dostojefskí, Gógol, Tolstoj og fleiri. Við verðum líka með bækur um skák, því það virðist vera nokkurs konar þjóðaríþrótt hér á íslandi einsog heima í So- vétríkjunum. Við verðum líka með alls konar hljómplötur og frímerki“, sagði Valentín Tara- bara að lokum. -ÖS Einn fallegasti básinn á sýningunni í Laugardalshöllinni er án efa Kosta Boda básinn enda varningurinn heimsþekktur fyrir frábæra hönnun. Sænskur kristall og hvers konar glervörur á tilboðsverði í Kosta Boda bás Heimilisins og fjölskyldunnar og allt upp í 30% afsláttur í boði. Ljósm. eik. DANSSKÓLINN ans yiunff (Kolla) ^^ Kennsla hefst mánudaginn 10. september Innritun er hafin í byrjendahópa. Framhaldsnemendur hafið samband sem fyrst. Yngst tekið 4 ára. Kennslustaðir: Tónabær, Æfingastöðin Engihjalla 8, Kópavogi og Mosfellssveit. Við kennum Disco, Jazz, Lotur sem staka dansa, Ðreak og að sjálfsögðu kennir íslandsmeistarinn Stefán Baxter. Dansarnir eru frábærir enda voru móttökurnar á Spáni sem dansarnir og dansararnir okkar fengu eitt rosalega gott dæmi. Konur kennt verður á daginn sem á kvöldin konubeat. Barnapössun á staðnum. Innritun í síma 46219 kl. 10—6 alla daga nema sunnudaga. Afhending skírteina fer fram sem hér segir: Tónabæ: laugard. 8. sept. kl. 3 - 5. Æfingastöðinni Engihjalla 8, Kóp. sunnud. 9. sept. kl. 6 - 8. Mosfellssveit Félagsmiðstöðin Ból föstud. 14. sept. kl. 11 - 1. Verið velkomin Kolbrún Aðal- ctpincdðttir. Miðvikudagur 5. september 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.