Þjóðviljinn - 09.11.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.11.1984, Blaðsíða 6
MINNING ÁLFHÓLSVEGISS, 200 KÓPAVOGI. SÍMI40911. BÍLALAKKBLÖNDUN RADÍUS SF. ER HEILDSALA SEM FLYTUR INN BÍLALÖKK OG ÖLL EFNI SEM TIL PARF TIL BÍLAMÁLUNAR. RADÍUS SF. hefur umboð fyrir hin þekktu og vönduðu merki VALENTINE og NASON. Auk þesa verða vörur til sölu frá SIKKENS. RADÍUS SF. hefur á að skipa sérhœfðu starfsliði sem býður þór einstaaða þjónustu: ÞÚ HRINGIR - við sendum þér efnið milli kl. 17 og 18 sama dag gegn vægu gjaldi. Við sendum einnig samdægurs út á land. Okkar umboðsvörur eru á heildsölu- verði. Sparaðu sporin — sparaðu krónurnar og reyndu þessi nýju viðskipti. Geymið auglýsinguna. yAiENHNE naspn sjkkEnS bilalokk RAFVEITUSTJÓRI Rafveita Borgarness auglýsir stööu rafveitustjóra. Óskað er eftir aö umsækjendur hafi tæknimenntun og fullnægi skilyrðum til háspennulöggildingar. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 1. des. nk., en hann gefur jafnframt nánari upplýsingar um starfið. Borgarnesi 6. nóv. 1984 Sveitarstjórinn í Borgarnesi Húnbogi Þorsteinsson Póst- og símamála- stofnunin óskar að ráða yfirumsjónarmann m/símritun til starfa í Neskaupstað. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild og stöðvarstjóra á Neskaupstað. Sendill óskast Utanríkisráðuneytið óskar að ráða röskan og áreiðan- legan ungling til sendiferða, eftir hádegi, í vetur. Möguleikar á fullu starfi í skólaleyfum og næsta sum- ar. Nánari upplýsingar veittar í afgreiðslu ráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið, Hverfisgötu 115, 5. hæð. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför Gísla Gestssonar fyrrv. safnvarðar Guðrún Sigurðardóttir Margrét Gísladóttir Anna Gísladóttir Geir Kristjánsson Sigrun Gísladóttir Jóhann Már Maríusson Gestur Gíslason Erla Halldórsdóttir og barnabörn Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför systur okkar Sigrúnar Jónsdóttur Kambsvegi 33 Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarfólki Borgar- spítalans sem annaðist hana síðustu vikurnar. Guðrún Jónsdóttir Hansína Jónsdóttir Magnús K. Jónsson Kristín Jónsdóttir Sævar Sigurðsson Fæddur 17.05.1941 - Dáinn 1.11. 1984 Hann Sævar dómari er dáinn! Þessi fregn kom eins og reiðar- slag, okkur setti hljóða, hann sem var með okkur á fundi fyrr í vikunni hress að því best við sáum. Knattspymudómarafélag Reykjavíkur á Sævari margt að þakka, hann var í stjóm félagsins og sem formaður í eitt ár og þegar leitað var til hans með eitthvert verkefni, sama hvort það var að dæma leiki eða vera prófdómari fyrir K.D.R. eða lána krafta sína á annan hátt var hann boðinn og búinn til þess, því hjálpsemin var eitt af hans bestu einkennum. Sævar Sigurðsson tók knatt- spyrnudómarapróf árið 1970 og á síðastliðnu sumri var hann út- nefndur milliríkjadómari. Lengra er ekki hægt að komast á knattspyrnuferlinum sem dóm- ari og segir það allt um það hvernig dómari Sævar var. Hann var ákveðinn við leik- menn en það var alltaf stutt í brosið, endá var borin virðing fyrir honum bæði innan valla sem utan. Við hið skyndilega fráfall Sæ- vars er höggvið stórt skarð í raðir okkar dómara, við misstum góð- an vin og hjálpsaman félaga, og verður það skarð vandfyllt. Eiginkonu og börnum sendir Knattspyrnudómarafélag Reykjavíkur sínar dýpstu samúð- arkveðjur og um leið er Sævari þökkuð samveran í starfi og leik. Stjórn K.D.R. Kveðja frá íþróttafélaginu Fylki Okkur Fylkismenn setti hljóða þegar okkur barst sú harmafregn, að Sævar Sigurðsson væri látinn. Sævar átti sæti í fyrstu stjórn Knattspymudeildar Fylkis og starfaði hann þar í þrjú ár. Einnig var hann fulltrúi félagsins í stjóm Knattspymuráðs Reykjavíkur um árabil. Hann var fyrsti dómari Fylkis og dæmdi fyrir félagið frá stofnun deildarinnar til dauðadags. Sæ- var var sannur félagi, sem aldrei brást þegar til hans var leitað, enda var hjálpsemi og greiðvirkni hans aðal. Dómarastörf sín vann hann af vandvirkni og réttsýni og leituðu menn jafnan til hans sem nokkurskonar æðstaráðs hjá fé- laginu á sviði dómgæslu og verð- ur nú skarðið á því sviði vand- fyllt. Á kveðjustund þökkum við félagamir í Fylki Sævari Sigurðs- syni mikil og heilladrjúg störf í þágu félagsins innan vallar sem utan. Við sendum eiginkonu og dætmm okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng veita þeim styrk á sorgarstund. Jóhannes Óli Garðarsson Þegar maður sest niður til þess að skrifa fáein minningarorð og þakkarorð til Sævars Sigurðs- sonar, þá ósjálfrátt hikar maður. Hvar á að byrja og hvar á að enda. Sævar heitinn bjó í Árbæjar- hverfi í Reykjavík og þegar mótun íþróttafélagsins Fylkis stóð yfir gekk hann til liðs við félagið. Sævar var einn af traustustu stoðum félagsins og með jafnaðargeði vann hann ómetanleg störf í þágu þess. Ég veit ekki tölu á öllum þeim leikjum sem Sævar dæmdi, en ég fullyrði að hann gat sér góðan orðstír á þeim vettvangi og komst í hóp þeirra dómara sem mest réttindi áunnu sér. Sævar var ákaflega bóngóður maður og trú- lega hefur ekki alltaf staðið vel á þegar hann gegndi störfum í þágu félagsins. Sævar hlaut viðurkenn- ingu fyrir störf sín í Fylki og dómarafélaginu. Með Sævari er genginn góður drengur duglegur félagsmaður og sanngjam dóm- ari. Skarð það sem hann lætur eftir sig í röðum okkar Fylkis- manna verður stórt og vandfyllt, en störf hans verða áreiðanlega yngri mönnum hvatning til þess að feta í fótspor hans. Rut og dætrunum sendi ég innilegar samúðarkveðjur og vona að minningin um góðan dreng verði þeim huggun harmi gegn. Theódór Óskarsson Guðríður Ólafsdóttir Fœdd 21. okt. 1919 - Dáin 21. okt. 1984 Jþjáning og dauða við erum allir svo örlítil, vesöl börn, þar sem hinn beiska kaleik við kennum, en kunnum þó enga vörn. “ Þessi vísa eftir Signýju Hjálm- arsdóttur flaug í gegnum huga minn er ég fylgdist með helstríði tengdamóður minnar Guðríðar Ólafsdóttur, en hún lést á St. Jós- epsspítala þann 21. október síð- astliðinn á 65 ára afmælisdegi sín- um. Hún barðist hetjulegri baráttu við erfíðan sjúkdóm, og þegar kallið kom, sýndi hún svo mikið æðmleysi og umhyggju fyrir öðr- um, að maður varð eitthvað svo agnarsmár. Hún kvartaði aldrei yfir kvölunum, heldur hafði hún áhyggjur af því, hvort bömin hennar 6 og eiginmaður, er vart viku frá henni síðustu dagana, væru ekki þreytt. Við andlát hennar féll frá styrk stoð fjölskyldu og vina, og ekki síst bamabörnum og barnabarna- börnum, sem hún var svo mikið. Það verður sárt fyrir þau að koma á Bakkann og sjá ekki ömmu geislandi af gleði yfir komu þeirra. Það var gott að fá hjá henni nýbakaðar flatkökur og snúða. Ef kalt var í veðri komu vettlingamir og hosurnar frá Guggu ömmu sér vel. í huga þeirra verður heimurinn ekki sá sami, að henni genginni. En hann Pétur afí mun draga úr sárasta sviðanum. Gugga, eins og hún var oftast kölluð, var ein af þessum konum, sem aldrei féll verk úr hendi, og alltaf reiðubúin að hjálpa skyldum og óskyldum, en fjöl- skyldan var þó ávallt númer eitt. Háöldrudum foreldmip sýndi hún svo mikla elsku og um- hyggju, að með eindæmum var. Það verður þeim huggun harmi1 gegn, að elskuleg dóttir þeirra, verður jarðsett í Vík og þeim ætl- aður hvflustaður við hennar hlið. Ef það væri lagt á vogarskálar allt sem hún hefur gert fyrir aðra í þessu lífi, þá yrði hallinn mikill. Hún var ein af þessum hvers- dagshetjum, sem að margra mati eru ekki þær mikilvægustu í þjóðfélaginu. Það hanga ekki á þeim neinar orður, og titlar eru engir, en samt em það þessar konur sem geyma lykilinn að far- sælu lífi íslenzku þjóðarinnar eða eins og Davíð Stefánsson segir í einu kvæða sinna: Þá vœri þjóðinni borgið ef þúsundir gerðu eins. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Þeir sem hrasa ekki á göngu sinni afmynda ekki spor sín. Því það mátti segja um þessa heiðurs- konu, Guðríði, sem hefur verið kvödd, að hún rasaði aldrei um ráð fram. Hún kvartaði aldrei en gaf öðmm góð ráð sem ekki bmgðust. Það er ekki ætlun mín að reyna að lýsa til neinnar hlítar í svo fáum orðum og stuttri þakk- argrein hinum fjölþættu kostum og hæfileikum sem hún var búin. Jóhann Guðrún, trygg og góð vinkona hennar, gerir því góð skil í minningargrein til hennar lát- innar. Guðríður var gift bróðursyni mínum og þar af skapaðist góð vinátta okkar í milli sem ekki brást eða bar á skugga. Seint gleymdist okkur hjónum sem vel var gert eins og viðtökunum hjá Guðríði í Vestmannaeyjum forð- um daga. Þær voru eins og við værum hennar böm. Og svo fjölda margt sem var sannur og góður burðarás þeirra sem nutu. Vertu kærst kvödd með þökk fyrir allt og allt til mín og minna. í Guðs friði. Páll Helgason. Handvömm afsökuö Þau mistök urðu við gerð Þjóð- viljans í gær að prentað var óleið- rétt sátur að minningargrein Þórs Magnússonar um Gísla Gests- son og eru prentvillur í greininni því til verulegra lýta, þótt efni raskist ekki svo að hindri skilning. Vandamenn og vinir hins látna, greinarhöfundur og les- endur aðrir eru beðnir afsökunar á ofangreindu. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.