Þjóðviljinn - 09.11.1984, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvðldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
Föstudagur 9. nóvember 1984 220. tðlublað 49. órgangur
DJÓÐVIUINN
Ellert
Þmgheim*
urhló
Vantrauststillaga stjómarand-
stöðunnar var felld í gærkvöldi,
35-23, og var við þeim tíðindum
búist. Nafnakall var haft um til-
löguna og þegar lesið var nafn
Ellerts Schram, „óháða“ þing-
mannsins, kom í ljós að hann var
ekki á staðnum. „Þingmaðurinn
hefur fjarvistarleyfi og er er-
lendis“ sagði forseti. Var þá
skellihlegið í sameinuðu þingi.
-m
Samningar
VR einsog
hinir
Verslunarmannafélag Reykja-
víkur samdi í gær eftir sömu nót-
um og ASÍ-samböndin. Þó voru
matar- og kaffitímar samræmdir.
VR skrifaði ekki undir heildar-
samninga ASÍ um daginn vegna
möguleika á kjarabótum til
handa lyfjatæknum, en vísbend-
ingar um slíkt reyndust villuljós
þegar á hólminn var komið. Ekki
náðist í Magnús L. Sveinsson for-
mann VR í gærkvöldi. - m
Tónleikar
Nýr skomnur uppá sendiráði Bandaríkjanna við Laufásveg. Morgunblaðið hefur undanfarin ár haft stórar áhyggjur af skermamálum sendiráða f Reykja-
vík, talið að skermarnir væru til aðstoðar við njósnir og fundið þeim það að minnsta kosti til foráttu að þeir væru til lýta í bæjarbrag. Við á Þjóðvilja teljum
skýringuna á bandaríska skerminum hinsvegar vera þá að nú eigi að hefjast nýr þáttur í samskiptum stórveldanna og verði afvopnunartilboð Reagans og
Tsémenkós látin berast á Ijósvakanum yfir endurnar á Reykjavíkurtjörn. Mynd: eik.
Fœreyjar
Uppselt
á Megas
„Það varð uppselt strax á
þriðjudaginn. Um það bil 700
miðar“, sagði Ásmundur Jónsson
starfsmaður Gramms s/f í samtali
við Þjóðviljann. „Það hefur verið
rætt að halda aðra tónleika,
vegna mikillar aðsóknar. Hins-
vegar hefur ekkert verið ákveðið
enn.“
Tónleikarnir hefjast kl. 21.30 í
Austurbæjarbíói.
Sjó nánar viðtal við Magnús
Þór Jónsson (Megas) á bls. 11.
-Áþ.
Vinstrimenn vinna á
Nýhœgriflokkur og tveir vinstriflokkar sigurvegarar í lögþingskosningum sem ekki breyta
pólitísku landakorti íÞórshöfn
Fólkaflokkur og jafnaðarmenn
eru helstu sigurvegarar lögþings-
kosninganna í Færeyjum í gær,
og Sambandsflokkur og Kristi-
legir töpuðu mestu. Flokkarnir til
vinstri, Jafnaðarmenn og Þjóð-
veldisflokkur, unnu samtals á um
2,2%, en úrslitin verða þó varla
túlkuð sem mikill vinstri sigur, -
nýhægrimenn í Fólkaflokki bættu
við sig öðru eins.
Úrslit kosninganna í gær urðu
þessi: Javnaðarflokkurin 23,3%
(+1,7) - 8 þingmenn (7), Fólka-
flokkurin 21,6% (+2,7) - 7 þing-
menn (6), Sambandsflokkurin
21,2% (-2,7) - 7 þingmenn (8),
Tjóðveldisflokkurin 19,5%
(+0,5) - 6 þingmenn (6), Sjálv-
stýriflokkur 8,5% (+0,1) - 2
þingmenn (3), Kristiligi Fólka-
flokkurin 5,9% (—2,2) - 2 þing-
menn (2).
Meirihluta síðast mynduðu
Fólkaflokkur, Sambandsflokkur
og Sjálvstýriflokkur, og geta úr-
slit ekki talist beint vantraust á þá
stjórn. Þó er ekki líklegt að hún
sitji áfram að völdum.
Færeysk stjómmál snúast um
tvo öxla, og er annars vegar hefð-
bundin hægri-vinstri skipting,
hins vegar spurt um afstöðu til
sambandsins við Danmörku.
Hægriflokkar eru Sambands- og
Fólkaflokkur, vinstriflokkar
Jafnaðar- og Þjóðveldisflokkur.
Hlynntir sambandi við Dani eru
Sambands- og Jafnaðarflokkur
Alusuissesamningurinn
Hvað kom yfir raðheirann?
Sagðist ekki til viðrœðna um samninga um deilumálin
ímaísl. Hefur nú skrifað undirsyndakvittun.
Stjórnarandstaðan mótfallin samningnum
Það kom aidrei til greina, þótt eftir væri
leitað, að ég væri til viðræðna um samn-
inga um þessi deiluatriði. Þetta voru orð
Sverris Hermannssonar iðnaðarráðherra á
alþingi 10. maí sl. Hálfu ári síðar hefur sami
ráðherra skrifað uppá syndakvittun til
eigenda álversins og látið allar kröfur fyrir
dómstólum niður falla.
„Hvað hefur komið yfir ráðherrann á
þessu hálfa ári?“ spurði Ragnar Arnalds á
alþingi í gær þegar hinn nýi álverssamningur
kom til 1. umræðu í efri deild.
Iðnaðarráðherra fylgdi samningum úr
hlaði og lýsti því yfir að samningamenn
stjómarinnar hefðu unnið frábært starf. Jó-
hannes Nordal hefði gegnt lykilhlutverki við
samningsgerðina og framlag hans yrði seint
að verðleikum metið.
Ragnar Arnalds sagði að Alusuisse hefði
fengið að kaupa sig fyrir lítið verð undan
opinberri hýðingu á alþjóða vettvangi. Svika-
mylla álhringsins fengi nú að starfa óáreitt
áfram.
Orkuverðið sem samið hefði verið um væri I
í dag rétt um 12.5 millidalir og meðalverðið
næstu árin næði líklega ekki 14 millidölum.
Þar til viðbótar myndi verðrýrnun mynt-
eininga lækka verðið enn frekar á komandi
árum. Til þess að orkuverðið næði því há-
marki sem um væri rætt í samningnum 18.5
millidalir þyrfti álverð á heimsmarkaði að
hækka um 100%.
Eiður Guðnason lýsti yfir andstöðu Alþýðu-
flokksins við samninginn. Endurskoðun-
arákvæði væru mjög óljós og miðað við 5%
alþjóðlega verðbólgu á ári myndi raungildi
12.5 millidala í dag vera komin niður í 4.7
millidala að 20 árum liðnum þegar samning-
urinn á að falla úr gildi. Þá átaldi Eiður mjög
vinnubrögð iðnaðarráðherra við samnings-
gerðina.
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sagði að
Alusuisse hefði þröngvað okkur til að gefa
þeim skínandi hreint siðferðisvottorð um
framferði þeirra hér á landi. „Aumir erum
I vér nú orðnir íslendingar undir forystu núver-
andi iðnaðarráðherra“, sagði Sigríður Dúna.
Þá mótmælti hún harðlega allri framgöngu
ráðherra í þessu máli.
Stefán Benediktsson sagði að samningur-
inn væri ekkert afrek og enginn sigur. Alu-
suisse gæti vel við unað. Afstaða Sjálfstæðis-
flokksins á örlagastund þar sem hagsmunir
landsins hefðu verið látnir víkja fyrir flokks-
hagsmunum hefði eyðilagt fyrir framgangi
málsins. Vonandi bæru menn gæfu til að læra
af þeim mistökum.
Davíð Aðalsteinsson sagðist sáttur við
samninginn en sagðist ekki fullyrða um hvort
hugsanlegt hefði verið að fara aðra leið að
takmarkinu.
Samningnum hefur verið vísað til iðnað-
arnefnda þingsins sem munu sameiginlega
taka hann til umfjöllunar en iðnaðarráðherra
hefur lagt áherslu á að samningurinn komi til
afgreiðslu sem allra fyrst.
-lg-
sjálfstæðissinnar einkum í Fólka-
og Þjóðveldisflokkum.
Ekki verður sagt að Færeying-
ar hafi í þessum kosningum hnik-
að til vægi eftir þessum öxlum.
Enda koma trúmál einnig við
sögu í færeyskri pólitík auk ým-
issa einstakra hitamála, - og sner-
ist kosningabarátta nú meðal
annars um sorpeyðingarstöð
höfuðborgarinnar.
Búist er við löngum stjórnar-
myndunarviðræðum £ Þórshöfn.
-m
Haraldur Hannesson
Meirihlutinn
gekk ekki út
„Fólkið á fundinum var talið
áður en hluti fundarmanna gekk
út og þá var á honum 110-120
manns en eftir útgönguna voru
um 85 manns á fundinum þannig
að í mesta lagi hafa 25-30 manns
gengið út“, sagði Haraldur Hann-
esson formaður Starfsmannafé-
lags Reykjavfkur er hafði sam-
band við blaðið vegna fréttar í því
á dögunum.
Haraldur sagði að engum þyrfti
að koma á óvart þó að hiti væri í
fólki eftir svona harða kjaradeilu
og þeir sem væru óánægðastir
væru helsta baráttufólkið í Starfs-
mannafélaginu. Ekki væri heldur
að undra þótt vítur væru fram
bomar á sig því að auðvitað væri
formanninum kennt um allt.
Þá bað Haraldur blaðið að geta
þess að atkvæðagreiðsla um ný-
gerðan kjarasamning færi fram í
dag að Grettisgötu 89 kl. 9 - 22 en
atkvæði verða talin í kvöld.
- GFr