Þjóðviljinn - 09.11.1984, Blaðsíða 8
ÞJOÐMAL
Ríkisstjórnin
Leysir Alusuisse frá öllum kröfum
Ríkisstjórnin kemur í vegfyrir að íslendingar geti sótt rétt sinn ogfengið skaðabœtur
frá Alusuissefyrir brotinfram aðþessu
í „sáttagjörðinni“ sem Sverrir
Hermannsson og álfurstarnir
gerðu með sér eru ákvæði sem
fela í sér að ríkisstjórnir sem eiga
eftir að setjast að völdum geta
ekki sótt Alusuisse hringinn til
saka fyrir þau fjölmörgu meintu
brot sem íslendingar telja ál-
hringinn hafa á samviskunni. Þau
umdeildu ákvæði sem gefa Aiusu-
isse allt eftir eru 2. og 5. grein
,,sáttagjörðarinnar“ sem undir-
rituð er af Sverri Hermannssyni
fyrir hönd rfldsstjórnar íslands
og aðalforstjórunum Sorato og
Ernst fyrir hönd Sviss Alumin-
um:
2. Ríkisstjórnin samþykkir að
leysa Alusuisse og ISAL, og
leysir þau hér með, frá öllum
kröfum hverju nafni sem nefnast,
að lögum, eðli máls eða í öðru
tilliti, þar á meðal öllum kröfum
þegar gerðum fyrir dómnefndun-
um, sem ríkisstjórnin hefur
nokkru sinni átt, á nú eða getur
hér eftir átt eða mundi eiga gegn
Alusuisse eða ISAL af hvaða
atvikum eða orsökum sem er,
sem nú eru fyrir hendi eða hafa
gerst fram á þann dag, sem grein-
ir hér í upphafi, að undanskildum
sérhverjum kröfum sem ríkis-
stjórnin kann að eiga í tengslum
við framleiðslugjaldsskyldu
ISALS fyrir árið 1984. Alusuisse
samþykkir að leysa ríkisstjórn-
ina, og leysir hana hér með, frá
öllum kröfum hverju nafni sem
nefnast, að lögum, eðli máls eða í
öðru tilliti, sem Alusuisse og/eða
ISAL getur hér eftir átt eða
mundi eiga gegn ríkisstjóminni af
hvaða atvikum eða orsökum sem
er, sem nú eru fyrir hendi eða
hafa gerst fram á þann dag, sem
greinir hér í upphafi, að undan-
skildum sérhverjum kröfum, sem
Alusuisse og/eða ISAL kunna að
Akureyrí
Rannsóknar-
stofa Irfefna-
iðnaðaríns
Steaogriinur Sigfusson, Ingvar
OMmm og Haldór Blöndal flytja
■Mmrp 6 alþingi um Rannsóknar-
stolh Hfefitaiðnaöarins sem aðatsetur
á aö hafa á AkureyrL
Frumvarpið er endurflutt í lítið eitt
breyttri mynd fiá því Steingrímur
flutti það á síðasta þingi.
í greinaigerð segir m.a. ,Jf*að er
nánast samdóma álit allra sem til
þekkja að lífefnaiðnaður muni fara
ört vaxandi á nasstu áratugum og
sldpa traustan sess í iðnaðarfram-
ieiðslu firamtíðarinnar. Því er jafhvel
spáð að lífefnaiðnaður muni ldka
svipað hlutverk í atvinnulffi á naestu
öld og stjóriðja hefur gertáþessari.“
eiga í tengslum við framleiðslu-
gjaldsskyldu ISALS fyrir árið
1984.
5. Sáttargerðarsamningur
þessi er gerður einvörðungu til að
binda endi á allan ágreining sem
um ræðir í honum, til að ná full-
um og endanlegum sáttum um
allar kröfur sem að framan grein-
ir, og til að komast hjá frekari
fyrirhöfn, kostnaði og harðrétti
af langdregnum málaferlum og
deilum. Hvorki þessi sáttargerð-
arsamningur eða neinir af skil-
málum hans né neinar samninga-
viðræður eða málarekstur í sam-
bandi við hann skulu vera eða
verða túlkuð sem sönnun um
viðurkenningu af hálfu Alusuisse
eða ISALS eða ríkisstjórnarinnar
um neina ábyrgð af nokkru tagi,
eða um gildi neinna krafna,
staðhæfinga eða röksemda, þar á
meðal þeirra, sem fram hafa ver-
ið færðar fyrir dómnefndunum,
eða um haldleysi neinna varna
eða andsvara, sem höfð hafa ver-
ið uppi gegn þeim. Eigi heldur
skal sáttargerðarsamningur þessi
eða nokkur af skilmálum hans,
né neinar samningaviðræður eða
málarekstur í sambandi við hann,
verða færð fram eða við þeim
tekið í sönnunarskyni eða til ann- anum, nema varðandi gildistöku
arrar notkunar í neinum mála- og framkvæmd sáttargerðar-
ferlum gegn öðrum hvorum aðil- samnings þessa. - óg
Flugmál
Bætt þjónusta við farþega
Hjörleifur Guttormsson mælti
fyrir tillögu sinni til þingsálykt-
unar um bætta þjónustu við far-
þega í innanlandsflugi í samein-
uðu þingi 18. október sl.
Hjörleifur sagði í framsögu
sinni m.a. að sú staðreynd að
flugfélögin hafi einokunarað-
stöðu á tilteknum flugleiðum hafi
ótvírætt þá hættu í för með sér að
dregið sé úr þjónustu við farþega.
„Erfið veðruskilyrði og bágborn-
ar aðstæður á flugvöllum valda
því oft að tafir verða á flugi, til
mikilla óþæginda fyrir farþega og.
flugrekstur. Gera verður ráð fyrir
slíku í þjónustu við farþega, á því
er mikill misbrestur í innanlands-
fluginu.“
í tillögunni er gert ráð fyrir að
ríkisstjómin láti fara fram ítar-
\ega úttekt á þjónustu við farþega
í flugleiðum innanlands og á
amgöngum við flugvelli og gera
tillögur til úrbóta. Úttektinni
skuli vera lokið fyrir 1. maí 1985
og þá skilað um hana greinargerð
til Alþingis. í framhaldi af því
verði endurskoðuð lög og reglur
varðandi flugsamgöngur innan-
lands m.a. rríeð það að markmiði
að tryggja góða þjónustu við far-
þega og virkt eftirlit með starf-
semi sérleyfishafa.
Matthías Bjarnason kvað það
rétt hjá flutningsmanni að ekki
væri nógu gott skipulag á flutn-
ingum til og frá flugvöllum á
landsbyggðinni. Hann hvatti til
ítarlegrar skoðunar í nefnd á
þessu máli. Birgir ísleifur Gunn-
arsson og Arni Johnsen tóku
einnig til máls og hvöttu til
heildarskipulags og áætlana um
þessi mál. Flutningsmaður þakk-
aði fyrir upplýsingar og undir-
tektir við tillöguna.
-óg
Erfðalög
Eftirlifandi maki
geti búið áfram
Guðrún Helgadóttir og fleiri
hafa endurflutt frumvarp Guð-
rúnar frá síðasta þingi um erfða-
lög. í frumvarpinu er gert ráð
fyrir að eftirlifandi maki fái að
sitja að heimili sínu hvað sem
öðru líður.
Samkvæmt gildandi lögum
geta erfingjar krafist skiptingar á
búi með tilheyrandi röskun á
heimilishögum eftirlifandi maka.
Með frumvarpinu er girt fyrir
slflca röskun og að heimilið verði
ekki tekið af ekkju eða ekkli þó
svo öðrum eigum hins látna sé
skipt samkvæmt erfðalögum.
-óg
Enduimatá
störfum lág-
launahópa
Nýlega var lagt fram á alþingi
frumvarp um endurmat á störf-
um láglaunahópa. Flutnings-
menn eru Jóhanna Sigurðardótt-
ir, Guðrún Agnarsdóttir, Guð-.
rún Helgadóttir, Kristófer Már
Kristinsson, Kristín Halldórs-
dóttir, Guðmundur Bjarnason og
Pétur Sigurðsson.
í frumvarpinu sem er endur-
flutt frá síðasta löggjafarþingi
segir að markmið laganna sé að fá
fram hlutlausa rannsókn á endur-
mat á störfum og kjörum lág-
launahópa, svo og úttekt á hlut
þeirra í tekjuskiptingu og
launakjörum í þjóðfélaginu.
-óg
Æskulýðsfylkingin
Barátta BSRB fordæmi fyrir launafólk
Æskulýðsfylkingin í Reykjavík
og nágrenni fagnar þeim árangri
sem BSRB hefur náð með verk-
falli sínu. Með baráttu hefur
BSRB ekki aðeins kollvarpað
launastefnu ríkisstjórnar Fram-
sóknar-fhaldsins heldur fært með
sér fjölmarga lærdóma sem
verkalýðshreyfingin öll verður nú
að tileinka sér.
Verkfall BSRB sýndi svo ekki
verður um villst:
• að launafólk er tilbúið til að
berjast fyrir h'fskjörum sínum,
að opinberar samningaviðræð-
ur styrkja verkalýðshreyfing-
una í baráttu og ættu að koma í
stað þess leynimakks sem er
nánast orðið ríkjandi hefð,
að virkjun verkfallsmanna í
kröfugöngum, mótmælaað-
gerðum og fjöldafundum eflir
baráttuanda og samstöðu.
Allt eru þetta lærdómar sem
verkalýðshreyfingunni ber að
tileinka sér. Barátta BSRB er
því fordæmi fyrir allt launafólk
í landinu, sem ber að fagna.
Æskulýðsfylkingin í Reykjavík
og nágrenni harmar það auðvitað
að ekki náðist í gegn trygging
fyrir kaupmætti þeirra launa sem
samið var um. Næsti áfangi kjara-
baráttunnar hlýtur að vera
heildarsamstaða allrar verkalýðs-
hreyfíngarinnar um baráttu fyrir
tryggingu launa verkafólks gegn
dýrtíðinni. Það ber að reisa þá
kröfu á ný að laun verði að fullu
vísitölutryggð.
Æskulýðsfylkingin í Reykjavík
og nágrenni átelur þá foringja í
verkalýðsfélögum innan ASl sem
sátu hjá í baráttu síðustu vikna og
stuðluðu að bví að skapa óvissu
og ótta f brjóstum launafólks um
afdrif verkfalls BSRB með til-
gangslausum viðræðum við at-
vinnurekendur um skattalækkan-
ir. BSRB lagði upp í baráttu gegn
ríkisstjóm gróðaaflanna; það var
því skylda annarra verkalýðssam-
taka að ganga í lið með BSRB,
heyja baráttu fýrir bættum
launakjörum. Ef heildarhreyf-
ingin hefði staðið sameinuð í bar-
áttu undanfarinna vikna, er ekki
útilokað að kaupmáttartrygging
hefði náðst fram. En eftir stendur
ómetanlegur sigur BSRB, - áf-
angasigur í launabaráttunni og
dýrmætir lærdómar um það
hvemig hægt er að heyja baráttu
með því að virkja kraftinn sem
felst í þátttöku og samstöðu
hinna almennu, óbreyttu félaga.
íslenskt verkafólk stendur í sögu-
legri þakkarskuld við BSRB eftir
þessa baráttu.