Þjóðviljinn - 09.11.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.11.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI Syndakvittun Sverris í tyrradag var lagður fram á Alþingi samning- ur milli íslenska ríkisins og Alusuisse, sem var undirritaðurfyrr í þessari viku úti í Sviss af Sverri Hermannssyni, iðnaðarráðherra. Það hefur vakið óskipta athygli, að ríkisstjórn- in fékkst ekki til að leyfa stjórnarandstöðunni að tylgjast með samningagerðinni. Hún fékk aldrei tækifæri til að ræða, gagnrýna eða bæta þau drög sem Sverrir Hermannsson síðar undirrit- aði. Nú, þegar búið er að dreifa samningnum á Alþingi sem jafnframt fær einungis fárra daga frest til að staðfesta hann, má hins vegar skilja hvers vegna iðnaðarráðherra og félaga hans í íslensku ríkisstjórninni brast kjark til að leyfa stjórnarandstöðunni og fjölmiðlum að tylgjast með samningunum. Staðreyndin er nefnilega sú, að samningarnir eru stórgallaðir. Það er raunar makalaust hvernig iðnaðarráðherra hefur tekist að klúðra i niður stöðu, sem þó bjó yfir rakinni vinningsleið. í sjálfu sér væri hægt að nefna til mörg atriði sem vegna hvers fyrir sig væri rík ástæða til að krefjast endurbóta á samningnum áður en hann verður staðfestur af þingheimi. Hér verða þó einungis tvö nefnd: Verðið sem Álverinu er gert að greiða sam- kvæmt samningnum fyrir raforku er allt of lágt. Það er langt undir þeim kostnaði sem þarf til að standa straum af framleiðslu orkunnar, og þar með eru íslendingar enn að borga með því raf- magni sem álhringnum er selt. Það er auðvitað gersamlega óþolandi og fráleitt að þjóð sem á í umtalsverðum efnahagsörðugleikum skuli leyfa sér slíkan munað. í þessu sambandi er líka rétt að benda á, að raforkuverðið er hið lægsta sem hinn alþjóðlegi auðhringur þarf að greiða nokkurs staðar í heiminum. Það er jafnframt langt undir því verði sem nýlega var ákveðið fyrir raforku til álvera í Grikklandi og Ghana. Það er ekki síður ámælisvert að með þessum samningum hefur Sverrir Hermannsson tekið sig til að hætti páfadóms til forna og beinlínis selt auðhringnum aflausn syndal! Hann hefur skrifað undir yfirlýsingu um að gegn greiðslu þriggja miljón dollara muni ís- lendingar gefa Alusuisse eftir allar kröfur vegna meintra svika, sem fólust í hinni makalausu „hækkun í hafi“ og skattamisferlis. Þetta aflátsbréf Sverris Hermannssonar er að sjálf- sögðu ekki í nokkru samræmi við veruleikann. Rannsóknin, sem Hjörleifur Guttormsson, fyrr- verandi iðnaðarráðherra hratt af stað, sýndi svo ekki varð um villst sviksamlegt atferli Alusuisse. Sú niðurstaða var síðan staðfest af einu virtasta endurskoðunarfyrirtæki í hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Þegar Sverrir Hermannsson kiknaði í hnján- um andspænis hinum svissnesku fallsfykkjum og féllst á að taka málið úr gerðardómi, svipti hann ísland rakinni vinningsleið! Til að kóróna skömmina er svo ákvæði í þessari syndakvittun Sverris, þar sem því er blátt áfram lýst yfir að greiðslan sé ekki á neinn hátt viðurkenning á sekt auðhringsins! Þessvegna er rétt að spyrja: Fyrir hvað er þá Alusuisse að greiða? Til hvers er fyrirtækið að borga þrjár miljónir dollara, hafi það ekkert til saka unnið? Er í rauninni hægt að líta á þessar greiðslur sem nokkuð annað en mútur, - notaðar til að kaupa þögn íslendinga? KLIPPT OG SKORIB e n .a n. ÍICa. 20 sa&air jEirrgmiiJtJ 41 irjAJtfur ‘r’ ZJ tbl — Kualudajur It juuu 11 íliapUP Prralutdja HagsaUaldra Mylt tjtírlayufrunivarp layt fyrir Alþingi: Tekjuskattur feildur niöur af almenn- um tekjum : ^t.. .aw..«, . Uað. V.,ul vf -l | , ..d Vr.IU tla.su vl/l.ÚUOí. | IJtflutningsbætur “ afnumdar c.:::::.: rnd .ð hnruia 1 ftiuurauA. og HHVHPf VI 'hu ýfirut uaa |.uu .— - - rjjl Q| ] ra 1 t«*i»r yJ. B m 1 *■<*» . 411« Innnutn.ns.cjatd utd Hr»t fra ».i-u,..tu„ó, ui i.SiaajuA. 1IAJB | % Irgfi Ultui ulciélda brvyt , jltejar* 09 sveitdrleluy f<t 5G . í milljunir at soluskattinum j « 1 ) ... 1 fjArluguas IM Nuvarmnd. , IJU&. aani fljrvtaaa uj /u. • IMIM llrak.un a sðflutji.»c»ciuid in.|ui»rimr.|»i aX 1 H llarSAun á r laui.m (»u»4- ..... ... . auiuaKatlu/ . uuilrné/. fran. lr.&.lu ag pK—.nUl UIU»r Qvó B*tur almannatrygyinga 1 .Jf rliulu|u“iuluur 114 Nri auluU.lturuu . tX S Aéru bn,ti»4»i . . . 111 h*kkdódr veruiegd j ‘ZZ | aartlsd ar að gaf. t/Mr Uð asillj , - ■■■ ■— " -. C,“ “ “* 1 MU Fia d/agal L^oAAua .. ■ J ...» .... . Il^ 1 H/o»ilall »ura/»adi aalu- Stefnan Pað var merkilegur Moggi sem við fengum uppí hendurnar í gær. I tveggja hæða fimmdálka fyrir- sögn er sagt: „Úrslitin eru af- dráttarlaus stuðningur við stefnu vora“. Nú er það svo að kosning- arnar í Bandaríkjunum, sem margir óttast að séu meira skrípa- leikur en alvöru kosningar, sner- ust að mestu leyti um persónur. Flestir fréttaskýrendur eru á einu máli um að kosningarnar hafi ekki falið í sér stuðning við stefnu Reagans-hópsins í Hvíta húsinu og benda á sterka stöðu demó- krata í þingkosningunum. En fréttamatsmenn Morgunblaðsins fá hins vegar hvergi hamið gleði sína og lýsa því yfir með Reagan á forsíðu að úrslitin feli sér stuðn- ing við „stefnu vora“! Endurtekningin Eitt af því sem margir lesendur Morgunblaðsins hrífast af, eru einmitt fréttir sem koma ekki á óvart. Og margir fá á tilfinning- una að hægt sé að ganga að sumum fréttum vísum dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár. „Rússnesk herskip í N-Atlantshafi“, „Auk- inn fjöldi rússneskra herflugvéla á sveimi yfir íslandi“ eru meðal slíkra frétta. Og eins er um forsetakosning- ar í Bandaríkjunum. Hefur ekki áður verið sagt að úrslit kosning- anna þegar einhver erkihægri- sinninn (t.d. Nixon) hefur unnið að úrslitin væru „stuðningur við stefnu vora“? Af öðrum toga er endurtekn- ingin sem meðfýlgjandi ljósrit af forsíðu Morgunblaðsins 29. janú- ar 1960 gefur til kynna. Undan- farin misseri hefur getið að líta fréttir um að „fella beri niður tekjuskatt af almennum launa- tekjum.“. Og nú heldur máske einhver að þetta sé eitthvað alveg splunkunýtt hjá stjóminni.Nei, þetta er stefna sem mörkuð var í fjárlagafrumvarpinu og ákveðin af alþingi í ársbyrjun 1960! Gengis- fellingin Morgunblaðið kann þá kúnst að koma lesendum sínum ekki á óvart, halda þeim í sálarró kyrr- stöðunnar, þetta streymir allt saman fram í fljótsins dreymnu ró og hefðinni samkvæmt. Þannig hefur það verið lenska þegar Sjálfstæðisflokkurinn situr í ríkis- stjórn, og ákveður að fella gengið, að það sé tilkynnt með fyrirvara í Morgunblaðinu eftir nákvæmum reglum. Þetta er þannig gert, að ein- hver forstjóri í fiskvinnslufyrir- tæki úti á landi er látinn segja í viðtali við Morgunblaðið að nú sé þörf á gengisfellingu. Forstjórinn er látinn nefna tvö- til þrefalda þá tölu sem ætlunin er að fella gengið um, þannig að enginn verði heldur fyrir sérstöku áfalli þegar hin stjómsýslulega tilkynn- ing sér dagsins ljós, nú á að fella gengið. I samræmi við þessa hefð, segir Soffam'as Cecilsson formaður félags fiskvinnslu- stöðva á baksíðu Morgunblaðsins í gær: „Þörf á 30% gengisfell- ingu“. Þarmeð hefur Morgun- blaðið gefið út yfirlýsingu um að á næstu 12 mánuðum verði gengið fellt um 15%, máske í 5% skömmtum. Hrós í leiðara Morgunblaðsins í gær er fjallað nokkuð um breytingar á ríkisstjórninni og hugmyndina um að Alþýðuflokkurinn gengi inní hana. Morgunblaðið segir ekki nema eðlilegt að breytt sé um ráðherraskipan og hugað sé að þátttöku þriðja flokksins að ríkisstjórninni. Forystu Sjálf- stæðisflokksins er hrósað fyrir að hafna Alþýðuflokknum: „rétt af- staða hjá forystusveit Sjálfstæðis- flokksins að hafna hugmyndum um að efla ríkisstjórnina með þátttöku Alþýðuflokksins“. Þetta er dálítið umhugsunar- vert með tilliti til þess að enginn (ekki heldur Morgunblaðið) hef- ur fundið neitt tilefni fram að þessu til að hrósa forystusveit Sjálfstæðisflokksins. En nú er komið eitt hróssins vert: að hafna krötum. Harmurinn Harmur er að oss kveðinn. Einsog kunnugt er verða alls kon- ar orðaleppar í tísku í pólitíkinni, í nokkra daga, vikur og jafnvel mánuði. Einn slíkur leppur var „harmur“ Steingríms Hermanns- sonar sem „harmaði" allt í tíma og ótíma. Annar stjórnmálamað- ur opnaði varla svo munninn á alþingi fyrstu daga þingsins, öðruvísi en tala um það að hann væri með „rýtinginn í bakinu“. Eftir nokkrar slíkar „rýtings- ræður“ fóru gárungarnir í þinginu að tala um að bakið á þingmann- inum væri orðið einsog nálapúði. En það hnífakast heyrir nú allt sögunni til. „Harmurinn“ kom óvænt við sögu í leiðara Morgunblaðsins í gær: „Ráðherradómur þykir enn mjög eftirsóknarverður meðal stjórnmálamanna og er ekki gef- inn eftir auðveldlega ef hann er einu sinni kominn í höfn. Þetta ber ao harma“. Þorsteinn Harmsefnið er náttúrlega það, að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vilja ekki rýma sæti fyrir Þor- steini Pálssyni og félögum. I leiðaranum er nefnilega verið að segja þjóðinni frá því að Þor- steinn verði ekki ráðherra því „bestfer á því að það gerist í sátt og samlyndi. Annað skapar fleiri vandamál en það leysir". Hvað verður þá um Þorstein þennan? DJðÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgcfandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvamdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Rltatjórar: Ami Bergmann, Ossur Skarphéðinsson. Skrtfatofuatjórt: Jóhannes Harðarson. Rttatjómarfulttrúl: Oskar Guðmundsson. Augtýalngaatjórl: Ragnheiður Óladóttir. Fréttaagórt: Valþór Hlððversson. Auglýalngar: Anna Guðjónsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir. Blaðamann: Alfheiður Ingadóttir, Asdls Þórhallsdóttir, Guðjón Friöriksson, Afgrelðaluatjóri: Baldur Jónasson. Jóna Pélsdóttir, Lúðvik Geirsson, Magnús H. Gislason, Mðrður Amason, Afgraiðala: Béra Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Vlðir Sigurösson (íþróttir). Stmavarsla: Asdis Kristinsdóttir, Sigriður KristjánsdótUr. Ljóamyndlr: Atli Arason, Einar Karlsson. Húarruaður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Útllt og hðnnun: Filip Franksson, Þröstur Haraklsson. Innhalmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Handrtta- og prófarkalaatur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Útkeyrsla, afgrelðsla, auglýslngar, rltstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, alml 81333. Umbrot og aetnlng: Prentsmlðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasðlu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Askrlftarverð á mánuðl: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 9. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.