Þjóðviljinn - 09.11.1984, Blaðsíða 9
UM HELGINA
Sr. Gunnar Björnsson sellóleikari og David Knowles píanóleikari.
Egilsstaðir
Tónleikar fyrir
selló og píanó
Á laugardag kl. 5 síðdegis
verða tónleikar þeirra Gunnars
Björnssonar sellóleikara og David
Knowles píanóleikara í Vala-
skjálfí á Egilsstöðum. Á efnisskrá
eru verk eftir Bach, Beethoven og
Schubert og auk þess eitt Islenskt
verk: Úr dagbók hafmeyjunnar
fyrir selló og píanó eftir Sigurð
Egil Garðarsson.
David Knowles er fæddur árið
1958 á Englandi og lauk prófi frá
Royal Northern College of Music
í Manchester árið 1980 og vann
þá til verðlauna er fólu í sér náms-
styrk til framhaldsnáms í með-
leik. Hann hefur leikið með
mörgum góðum tónlistar-
mönnum svo sem Peter Pears og
Elisabet Schwarzkopf. Frá árinu
1982 hefur hann verið kennari
Tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs.
Séra Gunnar Bjömsson Frí-
kirkjuprestur erfæddur 1944 og
á sér langt nám að baki í sellóleik.
Hann lauk einleikaraprófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík
1967 og stundaði síðan fram-
haldsnám hjá þekktum kennur-
um erlendis. Hann hefur haldið
tónleika víða um land.
- GFr
Amór Benónýsson sem Pound og
Viðar Eggertsson sem Williams.
Skjaldbakan í
Nýlistasafni
í kvöld frumsýnir Egg-
leikhúsið leikritið Skjaldbakan
kemst þangað líka, nýtt íslenskt
leikrit eftir Áma Ibsen, í Nýlist-
asafninu við Vatnsstíg. Höfundur
er sjálfur leikstjóri en með hlut-
verkin tvö fara þeir Viðar Egg-
ertsson og Amór Benónýsson.
Leikritið fjallar um samskipti
bandarísku skáldanna Ezra Po-
und og W.C. Williams.
Önnur sýning verður á sunnu-
dag og síðan verður sýnt á hverju
kvöldi út vikuna. Sýningamar
hefjast kl. 21.
Haustmáluð
Ijóð
Á morgun, laugardaginn 10.
nóvember kl. 15 opna Vaigarður
Gunnarsson og Böðvar Björnsson
sýningu í vestursai Kjarvalss-
taða. Sýnd verða átján handmál-
uð Uóð eftir Böðvar, unnin I sam-
vinnu þeirra Valgarðs og Böðv-
ars.
Auk þess sýnir Valgarður
u.þ.b. fjömtíu myndir unnar í
ýmis efni, svosem olíu, vatnslit og
gouache.
Valgarður Gunnarsson stund-
aði nám við Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands 1975-79, og Em-
pire State College í New York
1979-81.
Böðvar og Valgarður
Kjarvalsstaðir
Fyrsta einkasýning
Guttorms Jónssonar
Þú og ég við byrjuðum eins.
Ein fruma og til varð ég,
önnur fruma og til varð tré.
Svo byrjar hugleiðing um tré í
sýningarskrá Guttorms Jóns-
sonar en hann opnar nú um helg-
ina sýningu á skúlptúrverkum að
Kjarvalsstöðum en flest verk
hans em unnin úr íslensku tré eða
18 af 29 á sýningunni. Hin em
unnin í stein og trefja-
steinsteypu.
Guttormur Jónsson er fæddur
og uppalinn í Laugardalnum í
Reykjavík, sonur Jóns Bjöms-
sonar málarameistara og Gretu
Bjömsson sem bæði em þekktir
iistamenn m.a. fyrir kirkju-
skreytingar. Faðir Gretuvar Axel
Erdman, þekktur sænskur im-
pressjónisti. Guttormur er hús-
gagnasmiður að mennt en stund-
aði síðan höggmyndanám í
Myndlistarskólanum í Reykjavík
á áranum 1978-1981. Hann hefur
sýnt nokkmm sinnum á samsýn-
ingum en í ársbyrjun 1984 hlaut
hann starfslaun í fjóra mánuði frá
Menningasjóði Akraness en þar
er hann búsettur og starfar við
Byggðasafn Akraness.
Þetta er fyrsta einkasýning
Guttorms og verður hún opin
I daglega kl. 14-22 frá 10.-25. nóv-
ember. -GFr
Guttormur við tvö verk á sýningunni sem basði eru unnin í fyrra. Skúlptúrinn til
vinstri heitir Glíman við fjárlagagatið en til hægri Samruni.
Nemendaleikhúsið Lindarbæ sýnir Grænfjöðrung föstudaginn 9. nóvember,
sunnudaginn 11. nóvember og mánudaginn 12. nóvember kl. 20.00. Græn-
fjöðrungur er ævintýraleikur fullur af kímni og fantasíu, veröld þar sem allt getur
gerst.
Kvenfélag Karlakórs Reykjavíkur heldur hinn árlega basar sinn, kökusölu og
flóamarkað að Hallveigarstöðum á morgun laugardaginn 10. nóvember kl. 14.
Glæsilegt úrval muna, jólaföndur og skreytingar og aldrei meira úrval af kökum.
Dómkirkjukórinn syngur og leikur m.a. Dauðadans eftir H. Distler og fer Gunnar
Eyjólfsson með hlutverk dauðans
Tónlistardagar Dómkirkjunnar
Mikið um að
vera um hetgina
Tónlistardögum Dómkirkj-
unnar, sem hófust sl. miðviku-
dag, verður fram haldið nú um
helgina.
Gestur á Tónlistardögunum er
danski organleikarinn Jörgen
Ernst Hansen og verða orgeltón-
leikar hans laugardaginn 10. nóv.
kl. 17.00.
Sunnudaginn 11. nóv. verður
hátíðarmessa, þar sem sérstak-
lega er vandað til alls tónlistar-
flutnings. Sr. Hjalti Guðmunds-
son predikar.
Sama dag kl. 17.00 verða loka-
tónleikar Tónlistardaganna. Þar
mun Kór Dómkirkjunnar flytja
verk eftir norska tónskáldið K.
Nystedt „De profundis" - Úr
djúpinu ákalla ég þig, - áhrifa-
mikið ákall með grátsöngvum,
fagnaðarópum, tali og hvísli,
„Lofið Guð í helgidómi hans“
eftir Þorkel Sigurbjömsson og
„Dauðadans“ eftir H. Distler.
Gunnar Eyjólfsson leikari fer
með hlutverk dauðans og kórfé-
lagar með smærri hlutverk. ís-
lenska þýðingu á Dauðadansin-
um gerði Hjörtur Kristmunds-
son. Milli kórlaga leikur Orthulf
Pmnner, organisti við Háteigs-
kirkju einleik á orgel
Föstudagur 9. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9