Þjóðviljinn - 09.11.1984, Blaðsíða 11
MENNING
Megas. Þjóðsaga í lifanda
lífi. Skelfirsómakærrar borg-
arastéttar. Krossfesturdáinn
og grafinn og nú loksins
heimtur úr helju eftir sex ára
erfiða för. í kvöld heldur hann
sínafyrstu söngskemmtun í
Austurbæjarbíói eftir langt
hlé. Hann siturfyrirframan
mig og brosirhálf afsakandi.
Fær sér mjólkurlaust kaffi og
býður uppá dularfullar hvítar
pillur. „Fyrir hálsinn", segir
hann til skýringar. „Þaðsterk-
asta sem ég tek í dag“.
Ég erfullsaddur
af grimmri
rómantík
Rœtt við Megas í tilefni
söngskemmtunar
eftir óralangt hlé
Breytt viðhorf
„Mig hefur alltaf langað til að halda söng-
skemmtun fyrir vini og kunningja og kann-
ski það sé stærsta ástæðan fyrir því að ég læt
til skarar skríða. Annars eru sex ár frá því
ég hélt konsert síðast. Það voru Sjálfs-
morðsdrögin. Síðan hef ég komið af og til
fram í seinni tíð með öðrum. Til dæmis á
hljómleikunum „Við krefjumst framtíðar!“
og í sumar með Bubba fyrir sveitavarginn.
Megas brosir ísmeygilega og segir að
hlutverk trúbadúrsins sé enn hið sama og
áður: „Að gleðja fólk. Það hefur ekki
breyst. Skáldskapur minn hefur heldur ekki
breyst. En aðferðirnar hafa ef til vill breyst,
það er ekki eins mikið af æskuglöpum og
áður. Og hluti af fflósófíunni er breyttur".
-Einsoghvað?
„Sú fflósófía hefur til dæmis breyst að
ekki sé hægt að komast gegnum þetta jarðlíf
nema hálfrænulaus af fíkniefnum. Ég er bú-
inn að fá mig fullsaddan af grimmri rómant-
ík“.
Hannerennað yrkj a en ekki j afn mikið
og áður. „Það sem ég geri er hins vegar
miklu yfirvegaðra. Eg þarf venjulega ekki
að klippa mikið. Ég legg fyrir mig litla sögu
eða „statement" og byggi út frá því. Áður
var þetta meiri flaumur. Ég er ekki iðinn
maður“, segir Megas en tekur þó fram með
nokkurri ákveðni að það þýði ekki að hann
sé latur við sköpunina! „Og satt að segja er
ég nokkuð ánægður með það sem ég hef
gert frá því ég byrj aði aftur“.
Plastpoka-
maðurinn
Megas fellst ekki á að yrkisefnin séu
breytt. „Ég hef áhuga á kimum, fyrirbær-
um, einsog til dæmis Plastpokamanninum
þó Guðbergur hafi raunar dekkað hann, en
þó nokkuð öðruvísi en ég. Og ekki má
gleyma Krókódflamanninum sem ég kom á
kreik. Hann er mín sköpun", og Megas set-
ur upp nokkuð upphafinn ánægjusvip.
„Plastpokamaðurinn og Krókódflamaður-
inn verða eiginlega aðalhetjur kvöldsins
ásamt fulltrúum íslenskrar alþýðu svo sem
vídeómanninum". Hérverður Megas
leyndardómsfullur á svip og segir, að sagan
af vídeómanninum sé þess eðlis, að hún sé
ekki á blað festandi.
- Ertu þá hœttur að yrkja umfyrirmennin
einsog Bertaskerta?, spyrjum við.
„Ég hef áhuga á öllu fólki en fyrirmenn
þjóðfélagsins hafa ekki heillað mig upp á
síðkastið sem viðfangsefni. Fyrirmanna-
deildin er í höndum annarra. Þeir verða
ekki á söngskemmtuninni í kvöld“.
Hann segir að efnið á söngskemmtuninni
verði gamalt og nýtt, milli tuttugu og þr j átíu
lög. „Sumt mjög nýtt, sumt alveg glænýtt og
hefur aldrei verið flutt áður. Gömlu góðu
lögin verða í bland. Síðast en ekki síst verða
gömlu dægurlögin við höndina“. Megas
neitar með öllu að útskýra hvað hann á við
með „gömlu dægurlögunum“, en það renn-
ur hins vegar á hann afskaplega hauksmort-
enskursvipur...
Minning
Garðars Hólm
Hvað með plötur, er Megas hættur við
plötuútgáfu?
„Ég hugsa bara einn dag í einu. Ég hef
engar áætlanir eftir þennan konsert. Hann
er til dæmis ekki upphafið að hljómleika-
túr“.
- Hvað með gömlu verkefnin sem aldrei
varhrundið íframkvœmd, Passíusálmana
til að mynda?
,,Ég frumflutti Passíusálma 1973 í Gallerí
SUM og hef alltaf ætlað að láta þá á plast.
Þeir lif a enn, einsog klassískt rokk og ról.
Þegar og ef ég læt verða af því að taka þá
upp, þá verða þeir ferskir og nýir. Kveð-
skapur Hallgríms er klassískur og það er
búningur rokksins líka“.
- Afhverju kallarðu konsertinn í kvöld
,jöngskemmtun“?
„Það er í minningu þeirra sem fóru út í
heim að læra söng. Þeir fórnuðu í það al-
eigunni og restinni af aleigunni eyddu þeir í
að leigja hús undir söngskemmtun þegar
þeir komu aftur heim. Og svo kom mamma
gamla á söngskemmtunina, og þá voru pen-
ingarnir búnir og þeir fóru og hengdu sig í
fjárhúsi.“
Megas segir að hann geti lofað „fínni
söngskemmtun. Gömlu góðu vinimir verða
þama í bíóinu og það verður gaman að sjá
þá aftur eftir svona langt hlé. Þetta verður
fjölbreyttur hópur, en yngra liðið er hins
vegar mest óþekkt stærð. Ég þekki það
minna en veit þó af því“.
Það hefur margt breyst með árunum og
Megas segir að eitt af því sé röddin. „Hún
hefur meiri innistæðu. Oft áður var hún
sambærileg við gúmmitékka.
Sannfæringarkrafturinn hefur aukist“.
-Afhverju?, spyrjum við ílokin.
„Ég er hættur að reykj a“.
-ÖS
FRÁ LESENDUM
Atvinnuspéfuglar og Þjóðviljinn
Raufarhöfn, 3110.
Blaðið 23. október gladdi mig. Vísurnar á
blaðsíðu 9 („Sat ég og sá stund/sjónvarpsins
málfund") feyktu burt ólund eins og góð veður-
spá í fúlviðri.
Ekki man ég, hvað er langt síðan Þjóðviljinn
lét svo lítið að panta leirburð í blaðið (.ekkert
trúaratriði að hafa endilega stuðla...“). En mörg
hefur síðan bírzt þar ólánleg bagan.
Þjóðviljinngladdimig líka óumræðilega ívor,
sem leið, þegar hann leiddi hjá sér lágkúrusam-
keppni DV og NT og freistaðist ekki til að kalla
sig ÞV. Gekkekki lengra ískripalátum en svo, að
hann steypti stömpum og neyddi okkur til að lesa
hálft blaðið eins og sagt er, að Fjandinn lesi
Biblfuna. Var okkur margsagt, að þetta væri
fyndni og blaðið ætlaði að reyna af öllum lífs og
sálar kröftum að vera fyndið. Þó sigraði kristin
venja, og Kölski var afskiptur lesmáli sem áður.
Þjóðviljinn á að vera „opinn og hress vettvang-
ur...“....Kimni og gamansemi munu setja meir
svip á síður blaðsins...“. „Alvöru og kímni
blandað saman í nýju hlutfalli". (Leturbreyting
mín.)
Alvara og kímni i ákveðnum hlutföllum! Mikil
er nákvæmnin, en hver eru hlutföllin, hvernig er
mælt og hver er gæddur hinu óskeikula skilning-
arviti kímninnar?
Blaðamaður, sem ekki er í eðli sínu atvinnu-
spéfugl, verður líklega að gera sér upp einhverja
hundakæti og fylla með henni ákveðinn línu-
fjölda - hvað, sem honum annars liggur á hjarta.
Þetta er örugg aðferð til að steindrepa hæfi-
leika ungra manna. Ég nefni unga menn, vegna
þess, að mér er sárt um ungt fólk, hvernig það er
ginnt og glapið til skrípaláta, einmitt þegar það
ætti sjálft að taka fast og alvarlega í taumana, svo
auðvaldið aki ekki helreið sinni með fíflalátum
norður og niður með okkur öll. Skemmtiiðnaður
auðvaldsins er að féfletta okkur og afsiða.
Óbjörgulegir skopiðjumenn blaðanna eru mistil-
teinn á þeirri óþrifaplöntu, sem skemmtiiðnað-
urinn er. Lesandi verður grátfeginn að sjá snjalia
skammarvísu innan um allt atvinnuskopið.
f þriðja lagi þakka ég Þjóðviljanum af heilum
hug, að blaðið fer sér nú hægt í brenni-
vínsrómantík. En hún er og verður alltaf vatn á
myllu auðvaldsins.
Oddný Guðmundsdóttir.
Föstudagur 9. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11