Þjóðviljinn - 13.11.1984, Page 5

Þjóðviljinn - 13.11.1984, Page 5
IÞROTTIR p i« fcjÖÐUR V-iahr;, &'G0UR -URFJ nR&iDQUH SipARFd SPARSOC: HAFHAf \iimmwuw *ARI5uÓ<3í wm^ Þrlðjudagur 13. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 FH hafði fáheyrða yfirburði í 1. deildarkeppninni sl. vetur. Strax í byrjun var ljóst að þarna var á ferðinni lið sem var afar Guðmundur „Verðum í bar- áttunni“ „Við verðum í baráttunni en þetta verður mun erfiðara en í fyrra, allir vilja jú vinna íslands- meistarana. Þetta er spurning um heppni, meiðsli geta sett strik í reikninginn. Ég er ekki sáttur við fyrirkomulagið á 1. deildar- keppninni í vetur - 6 leikir fyrir áramót og allt hitt eftir áramót,“ sagði Guðmundur Magnússon þjálfari FH-inga. Hann spáir hin- um sjö liðum 1. deildarinnar þannig: 1-2. Valur 1-2. Víkingu'r 3-4. KR 3-4. Stjarnan 5-7. Þróttur 5-7. Þór Ve. 5-7. Breiðablik. Hafnarfirði akeppninm yrði stigakeppni haf- in uppá nýtt og hvað myndi þá gerast. Þolir FH álagið - var spurt. Öll tvímæli voru tekin af eftir tvær fyrri umferðirnar. FH var þá komið með 12 stig úr 6 leikjum en meistarar Víkings voru næstir með 6 stig. FH vann næstu fimm leiki en tapaði síðan lokaleiknum gegn Víkingi. Út- koman því 25 unnir leikir í röð - eitt tap. Stórkostlegur árangur. í ár eru FH-ingar með svipað- an mannskap og í fyrra - með þeirri veigamiklu undantekningu þó að Atli Hilmarsson er horfinn á braut og leikur nú í Vestur- Þýskalandi. I fyrra var hann síð- asti kubburinn í púsluspili Geirs Hallsteinssonar og átti drjúgan þátt í velgengni FH-inga. Þá hef- ur Guðmundur Magnússon tekið við þjálfun liðsins úr höndum Geirs og þjálfar nú í fyrsta skipti í 1. deild. Guðmundur er ungur að árum en hann er leikreyndastur FH-inga og hefur þjálfað flesta leikmenn liðsins i yngri flokkum FH. En án Atla og án Geirs verð- ur FH-liðið spurningarmerki - er þó af flestum talið sigurstrangleg- asta lið 1. deildar í vetur. Lykilmenn FH eru landsliðs- mennirnir öflugu, Kristján Ara- son, Þorgils Óttar Mathiesen og Hans Guðmundsson. Fleiri góðir leikmenn standa þeim ekki langt á baki, Pálmi Jónsson, Sveinn Bragason, Valgarður Valgarðs- son og fleiri, ásamt markvörðun- um Haraldi Ragnarssyni og Sverri Kristinssyni. Sérstaklega getur Haraldur sýnt markvörslu í hæsta gæðaflokki á góðum degi. FH-ingar búa við þá sérstöðu að allir leikmenn liðsins eru uppald- ir hjá félaginu, hafa þekkst Iengi og vel og leikið saman upp yngri flokkana. Þetta er mikill styrkur og hin sérstaka handbolta- stemmning í Hafnarfirði hjálpar vel til. En spurningin í vetur er þessi: Tekst FH að halda sínu striki eins og í fyrra og hvað gerist ef t.d. Kristján eða Þorgils Óttar verða fyrir slæmum meiðslum? Verður þá breiddin nægjanleg til að halda liðinu uppi? FH gekk gjörsamlega frá norsku meisturunum Kolbotn, heima og heiman, nú á dögunum. Verði þeir í slíkum ham áfram verður erfitt að veðja á annað lið sem íslandsmeistara 1984-85. -VS Þorgils Óttar Mathiesen. líklegt til að velta Víkingum af stalli sínum og færa Hafnfirðingum íslandsbikarinn í fyrsta skipti í átta löng ár. í forkeppninni vann FH alla 14 leikina. Einn með einu marki og einn með þremur mörkum en af- ganginn með 5-20 marka mun. En samt efuðust menn - í úrslit- Guðmundur Magnússon. Leikmenn FH í 1. deild keppnistímabilið 1984-85: Markverðir: Haraldur Ragnarsson - 22 ára - 134 leikir m/FH - 4 U21-landsleiklr, 4 U-landsleikir. Magnús Árnason - 20 ára - 17 leikir m/FH. Sverrir Kristinsson - 24 ára -195 leikir m/FH -1 A-landsleikur,3 U-21 landsleikir, 11 U-landsleikir. Aðrir leikmenn: Finnur Árnason - 23 ára - 75 ieikir m/FH. Guðjón Árnason - 21 árs - 90 leikir m/FH. Guðjón Guðmundsson - 24 ára - 80 leikir m/FH. Guðmundur Magnússon - 26 ára - 284 leikir m/FH - 8 A-landsleikir, 8 U21-landsleikir. Gunnar Beinteinsson - 20 ára -1 leikur m/FH. Hans Guðmundsson - 23 ára - 170 leikir m/FH - 22 A-landsleikir, 1 U21-landsleikur, 5 U-landsleikir. Jón Erling Ragnarsson - 32 ára - 32 leikir m/FH - 3 U21-landsleikir. Kristján Arason - 23 ára - 198 ieikir m/FH - 79 A-landsleikir, 13 U21-landsleikir, 7 U-landsleikir. Mikael Sigþórsson - 22 ára - 8 leikir m/FH. Óskar Ármannsson - 19 ára - 15 leikir m/FH. Pálmi Jónsson - 25 ára - 113 leiklr m/FH. Sigþór Jóhannesson - 21 árs - 13 leikir m/FH. Sveinn Bragason - 23 ára - 135 leikir m/FH - 3 U-landsleikir. Theodór Sigurðsson - 28 ára - 115 leikir m/FH. Valgarður Valgarðsson - 24 ára - 211 leikir m/FH - 1 A-landsleikur, 6 U21-landsleikir, 9 U-landsleikir. Þorgils Óttar Mathiesen - 22 ára -131 leikur m/FH - 65 A-landsleikir, 10 U21-landsieikir, 4 U-landsleikir. Fimleikafclag Hafnarfjarðar var stofnað árið 1929. Um 1940 var byrjað að æfa handknattleik i félaginu og það tók þátt í öðru íslandsmótinu sem haldið var, 1941. Síðan hefur FH jafnan tekið þátt en heldur var árangur- inn slælegur framan af. Þegar 2. deild var stofnuð 1951 var FH annað tveggja félaga sem felld voru niður í hana og í raun hefur FH aldrei beint unnið sér þátt- tökurétt í 1. deild! 2. deild var nefnilega lögð niður um þriggja ára skeið og fjölgað í 1. deild. Þetta skipti sköpum hjá FH - eftir að hafa hafnað í 2. sæti 2. deildar 1955 var félagið skyndi- lega orðið 1. deildarlið 1956 og varð tafarlaust íslandsmeistari! Síðan hefur félagið verið í al- fremstu röð og alltaf hafnað í ein- um af þremur efstu sætum 1. deildar, nema árin 1978 (5. sæti) og 1981 (4. sæti). FH hefur 12 sinnum orðið ís- landsmeistari innanhúss - árin 1956, 1957, 1959, 1960, 1961, 1965, 1966, 1969, 1971, 1974, 1976 og 1984. Ekkert félag hefur sigrað jafnoft. FH hefur einu sinni orðið bik- armeistari - árið 1981. FH hefur sigrað langoftast í ís- landsmótinu utanhúss (sem nú heitir Sumarmót HSÍ) eða 19 sinnum. Þar af 14 ár í röð, 1956- 1969, og síðan 1971, 1973, 1974, 1983 og 1984. Geir Hallsteinsson á flesta landsleiki að baki allra FH-inga. Hann lék alls 118 landsleiki og skoraði í þeim 534 mörk sem er Íiað langmesta í landsleikjasögu slands. Faðir hans, Hallsteinn Hinriksson, vann ómetanlegt starf í þágu handknattieiksins hjá FH og er kallaður „faðir handknattleiksins“ í Hafnarfirði. Porgils Óttar „Samkeppnin aldrei „Það munar okkur miklu að hafa misst Atla Hilmarsson frá því í fyrra en samt er breiddin hjá okkur mikil. Samkeppnin um sæti í liðinu er geysileg og hefur aldrei verið meiri, við erum með þrjú lið, yfir 20 menn, á æfingum, allt „innfædda“ FH-inga,“ sagði Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði FH, í samtali við Þjóðviljann. „Mótið leggst vel í mig. Við erum alltaf að bæta okkur, sér- ■ mrr meiri staklega í varnarleiknum sem var okkar mesti hausverkur. Mikil áhersla hefur verið lögð á hann og þar sækjum við okkur. Þá erum við alltaf að verða reynslumeiri. í Evrópukeppninni er allt hægt og þar munum við leggja okkur alla fram um að ná sem lengst," sagði Þorgils Óttar Mathiesen. -VS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.